Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 53 Hvert sem litið er blasa við myndir af Hoxha og nafn hans er letrað stórum stöfum í fjallshlíðarnar eða á borða sem strengdir eru yfir strætin — ALBANÍA verkfæri, kassettutæki og jafnvel fuglabúr. I kjölfarið fylgdu réttarhöld, og kom þá eitt og annað i ljós. Til dæmis voru tveir lögreglufor- ingjar ákærðir fyrir að hafa stol- ið einni áfengisflösku hvor í verzlun, þar sem þeir voru að rannsaka innbrot. Annar þeirra upplýsti, að slíkt væri daglegt brauð. Það hefði verið sjálfsagð- ur hlutur fyrir þá að taka flösk- urnar, því að venjan væri sú, að þeim væru gefnar flöskur eftir svona rannsóknir. Við önnur réttarhöld var fjall- að um innbrot í verzlun, sem seldi rafeindatæki. í ljós kom, að þjófarnir höfðu verið flúnir, er lögreglan kom á vettvang, en höfðu skilið eftir útvarps-, sjón- varps- og myndsegulbandstæki, svo og plötuspilara við innkeyrsl- una að vörulagernum. Lögreglu- mennirnir pöntuðu sér lögreglu- bíl, fylltu hann af góssinu og fluttu heim til sín. í Dortmund hefur nokkuð ver- ið um það, að húsnæðislaust fólk setjist að í auðum húsum án þess að hafa til þess leyfi, og lögreglu- menn reyna iðulega að reka það út. Við réttarhöldin, sem haldin voru yfir lögreglumönnunum, kom í ljós að nokkrir þeirra höfðu notað frítíma sinn til að ráðast gegn slíku fólki og beita gegn því hnúum og hnefum. Fólkið bar kennsl á viðkomandi lögreglumenn, því að þeir höfðu tekið þátt í mörgum opinberum aðgerðum gegn þvi. Það heyrir til undantekninga í Vestur-Þýzkalandi að lögreglu- menn séu leiddir fyrir rétt, og enn sjaldgæfara er, að á þá sann- ist sakir. Allir þeir, sem hafa verið leiddir fyrir rétt í þessum málum, hafa hins vegar verið sekir fundnir og hafa verið dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk fjársekta. Lögreglan þarna bendir á, að því fari fjarri að allir starfsmenn hennar, 2.000 talsins, séu undir sömu sök seldir, þar sem aðeins hafi verið rannsökuð mál 40 manna og þar af hafi 16 verið ákærðir. Eigi að síður hefur traust hins almenna borgara á lögreglunni beðið mikinn hnekki við þessar uppljóstranir og sér ekki enn fyrir endann á þeim. Þá gengur fólki illa að skilja svo- kallaðar tilraunir lögreglunnar til að uppræta spillinguna, þar sem sumir lögreglumannanna, sem hlotið hafa dóm, stunda enn störf sín, eins og ekkert hafi í skorizt. - TONY CATTERALL Sömu einkennin og fýlgjn Pnrkinsons-veikinni. niðurstöður, sem nýjustu rann- sóknarstofur á sviði lyfjatil- rauna hafa leitt í ljós.“ Vitað er um tíu ungmenni, sem orðið hafa fyrir heilsutjóni af þessum völdum og einn þeirra hefur látizt. Ungt par veiktist vegna neyzlu á lyfinu. Tveir bræður sprautuðu sig í nokkra daga með lyfinu, sem þeir héldu að væri gervi-heróín. Eftir að Parkinsons-einkennin voru kom- in í ljós var um seinan að lækna þá. Þeir lágu hreyfingarlausir í rúminu i vikutíma. I ljós kom, að sams konar breytingar höfðu orðið á mænuvökva þeirra og hjá sjúklingum með Parkinsons- veiki. Þessari þróun verður ekki snú- ið við og hugsanlegt er að lyfið hafi skaðvænleg áhrif þó að þau komi ekki fram strax. Dr. Stan- ford Markey segir t.d.: „Við vit- um ekki enn, hvort fólk, sem hef- ur tekið inn litla skammta af lyf- inu, fær einkenni Parkinsons- veikinnar eftir 10—15 ár.“ ' Greece I" l'íw Lokað land þar sem Stalín er dýrkaður og myndirnar af Hoxha berisveini hans eru hreint alis staðar. sóknin og stuðningurinn við stjórnina fara aldrei undir 99,99%. Erlendis er lítið sem ekkert vit- að um hvað er á seyði í Albaníu og starfsmenn erlendra sendiráða í Tirana eru engu nær. Leyndar- hjúpurinn, sem stjórnin sveipar um sig, og kæfandi áróðurinn, eiga engan sinn líka nema e.t.v. í Norður-Kóreu, landi Kim II Sungs, og þess vegna skortir ekk- ert á alls kyns vangaveltur og bollaleggingar. „Alræðið í Albaníu er það svakalegasta, sem ég veit um,“ er haft eftir vestrænum sendiráðs- manni. „ímyndum okkur að allt væri komið á einn stað, trúaröfgar Kalvíns, þjóðernishroki nasista og ofstækið á Norður-írlandi og þá höfum við Albaníu." Tjáningarfrelsi er ekkert í land- inu og nokkrar þúsundir manna í fangelsi fyrir pólitískar sakir, þar á meðal prestar, sem „Sigurimi", hin alræmda og alls staðar nálæga öryggislögregla, hefur handtekið. „Við vitum ekki lengur hvað trú er,“ segir ungur Albani, en konur láta þó enn höfuðklútinn hálfhylja andlit sitt eins og siðvenja er i múhameðstrúarlöndum en þá trú játuðu flestir áður en hún var bönnuð fyrir 16 árum. Hoxha hefur losað sig við Mehmet Shehu, fyrrum forsætis- ráðherra, Ficret, hina valdamiklu konu hans, Kadri Hazbiu, fyrrum varnarmálaráðherra, og ýmsa fleiri og má nú heita einn á lífi af sinni pólitísku kynslóð. Hann er föðurlegur maður og brosmildur og talar til fólksins með seiðandi röddu. Hann sést sjaldan á al- manna færi en hefur nú látið frá sér fara 37. bindið í heildarútgáfu verka sinna. — GREG CHAMBERLAIN mKVENPJÓÐIN1 Þessi hrapallegu tilfelli hafa þó fært vísindamönnum óvænt- an feng. Árum saman hafa þeir reynt að framkalla Parkinsons- veiki hjá dýrum, en án árangurs. Nú er komið í ljós að NMPPP veldur þessum sjúkdómseink- ennum hjá öpum. Rannsóknir sýna, að heilafrumur apa verða fyrir óbætanlegum skemmdum, ef þeir fá nokkrar sprautur af lyfinu. Þeir hlutar heilans, sem skaddast, eru þeir sömu og hjá mönnum, sem hafa Parkinsons- veikina. Þetta gæti leitt til vís- bendingar um það, sem aflaga fer í frumum þeirra sem taka Parkinsons-sjúkdóminn. Á sama hátt gæti fengizt skýring á því, hvers vegna sumum er hættara við þessari veiki en öðrum. Dr. Markey segir: „Við getum til dæmis stjórnað því hve mikl- um áhrifum tilraunadýrin verða fyrir af lyfinu. Þar af leiðandi gætum við fengið gleggri hug- myndir um mismunandi stig Parkinsons-veikinnar hjá fólki en við höfum getað hingað til.“ - CHRISTINE DOYLE. „Nornin“ sem er þjóðhetja í Zimbabwe Mbuya Nehanda lét á sínum tíma lífiö í gálga brezkra ný- lenduherra. Áratugum saman var hún síðan í augum hvítra manna einskonar kvendjöfull og talin ábyrg fyrir moröum á rúmlega 100 hvítum landnemum í Ródesíu. Núna er hennar hins vegar minnzt sem fyrstu frelsishetju Zimbabwe. Hún er orðin tákn fyrir baráttu landsmanna til að varpa af sér oki landnemanna, sem bar loks árangur, er landið öðlaðist sjálfstsði fyrir þremur árum. Endurreisn Mbuya Nehanda, „nornarinnar", sem stjórnaði Shona-byltingunni á brezka verndarsvæðinu í Ródesíu árið 1896, er liður í því menningarlega endurmati, sem unnið er mark- visst að í Zimbabwe á öllum svið- um þjóðlífsins og nær inn í menntakerfið og fjölmiðlana. Minning Mbuya Nehanda hefur verið heiðruð með sérstakri dans- sýningu, sem hinn þjóðlegi dans- flokkur í Zimbabwe hefur sett á svið um líf hennar og starf. Á máli Zimbabwe-búa er upp- reisnin 1896 nú kölluð hið fyrra chimurenga (frelsisstríð). Hin hatramma barátta, sem stóð yfir í sjö ár, þar til sjálfstæði landsins var tryggt, er kölluð hið síðara chimurenga. Baráttusöngvar frá þessum tím- um voru stranglega bannaðir með- an stjórn hvíta minnihlutans var við lýði. Nú hafa þeir verið gefnir út. „Gömlu söngvarnir eru mjög sérstæðir," segir faðir Rebeiro. Þar er ekki talað um landnemana sem hvíta menn, heldur eru þeir kallaðir langnefir, menn, sem reisa steinhús, eða hnélausu mennirnir, af því að þeir gengu í síðbuxum. Landnemarnir komu til Zimba- bwe árið 1890, og næsta ár lýsti brezka þingið því yfir, að landið væri verndarsvæði Breta, og þá flykktust þangað enn fleiri land- nemar og hófu námagröft og land- búnað. Næstu fimm árin stofnuðu svörtu ættflokkarnir til and- spyrnuhreyfinga til að hrinda yf- irráðum hvíta mannsins. Að lok- um hvatti Nbuya Nehanda Shona-ættflokkinn til að hefjast handa og reka hina óboðnu gesti af höndum sér. Hún fullyrti að hún nyti leiðsagnar frá æðri mátt- arvöldum. Á tímabilinu frá júní 1896 og fram í október 1897 voru alls 103 landnemar drepnir, þar á meðal konur og börn, þar til Neh- anda var tekin höndum ásamt Guruve, fylginaut sínum, og upp- reisnin var bæld niður. Nehanda var hengd í járnum. í sögu landnemanna segir að hún hafi látið lífið kveinandi um mis- kunn. Síðasta ljósmyndin af henni sem tekin var, þegar hún var á leið til gálgans, sýnir hins vegar konu með ögrandi svip. Við skulum láta ungan kennara, Sipiwe Moyo, hafa síðasta orðið um þessa frelsishetju. Hann segir: „í gömlum bókum var hún sögð verri en skrattinn sjálfur. Þessu urðum við að trúa þó að því fylgdi mikil sektarkennd. Nú sjáum við hana í nýju ljósi. Nú erum við stoltir af henni." — STEPHEN TAYLOR -RETTLÆTIÐ Göngugörpum orðið óhætt í Kaliforníu Nú er það ekki lengur glæpur í Kaliforníu að ganga þar um götur án þess að eiga eitthvert er- indi. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington hefur komist að þessari niðurstöðu og sögðu sjö dómarar af níu, að það gæti alls ekki varðað við lög þótt fólk fengi sér spássitúr í góða veðrinu. í refsilögum Kaliforníu hefur það hingað til gilt, að sá eða sú hefur brotið lögin, sem „ráfar um göturnar eða frá einum stað til annars án nokkurrar sýnilegrar ástæðu og ... neitar að segja til nafns eða gera grein fyrir ferðum sínum þegar um er spurt og al- mannaheill krefst þess“. Sá, sem hefur stjórnað barátt- unni gegn þessum lögum, heitir Ralph Lawson, 34 ára gamall fjár- festingarráðgjafi, og annaðist hann sjálfum að mestu málssókn- ina í þau sex ár, sem málið stóð yfir. Málalok þykja mikill sigur fyrir þá, sem berjast fyrir auknu frelsi og jafnrétti borgaranna, en þeir hafa lengi haldið því fram, að lögregla notaði þessi lög til að mismuna fátæku fólk og fólki, sem tilheyrir minnihlutahópum í bandarísku þjóðfélagi. Talsmenn lögreglunnar hafa hins vegar bor- ið því við, að lögin væru nauðsyn- leg til að hafa hemil á alls kyns slæpingjalýð, sem oftast væri að undirbúa innbrot eða önnur af- brot. Lawson, sem er grænmetisæta og bindindismaður á áfengi og tóbak, var handtekinn 15 sinnum á götu í San Diego og Los Angeles. Sjálfur segir hann ástæðuna hafa verið þá fyrst og fremst, að hann er svartur, og að þess vegna hafi hann höfðað mál á hendur lögregl- unni. - CHRISTOPHER REED

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.