Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
57
Karmelklaustríð í Hafnarfirði var upphaflega byggð áríð 1939 og stækkað á árunum 1962—1964.
lagi og hlýtur að kosta talsverða sjálfsaf-
neitun og umhugsun, enda er tekið mið af
því í uppbyggingu Karmelreglunnar þar
sem reynslu- og aðlögunartími er langur.
Um þetta segir systir Miriam m.a.:
„Reynslutími nunnuefna er ýmist hálft
eða heilt ár og eftir það klæðast þær ung-
nunnubúningi í eitt ár. Síðan vinna þær
klausturheitið og eftir þrjú ár þar í frá
vinna þær ævilangt heit. Aðlögunartíminn
er því allt að fimm ár, enda er talið að eftir
þann tíma viti þær hvað þær eru að gera.“
Af þessu má íjóst vera að sá einstakling-
ur, sem velur sér það hlutskipi að gerast
Karmelíti, verður að vera gefin rík og ein-
læg trúarsannfæring og traustur persónu-
leiki, til að standast klausturlífið, sem
kostar miklar persónulegar fórnir.
Karmelsystur hafa því valið sér hlutskipti
sitt af innri köllun og einlægri löngun, til
að þjóna Guði og tilbiðja, en ekki vegna
flótta frá ábyrgð veraldlegs lífs eða erfiðri
lífsreynslu. Þær hafa sjálfar valið þessa
leið, án innri eða ytri þvingunar.
Flestar systurnar í Jófríðarstaða-
klaustri gerðust ekki nunnur fyrr en um
eða eftir þrítugt, að loknu námi eða störf-
um úti í samfélaginu. Og þær hafa auðvit-
að ólíkan bakgrunn eins og gerist og geng-
ur. Til gamans má geta þess, að systir
ólöf, sem er elst þeirra systra, er há-
menntuð í norrænum fræðum og hlaut
doktorsnafnbót fyrir merka bók sína um
Njálu. Hún stundaði m.a. nám við Háskóla
íslands árið 1929 og ferðaðist þá mikið um
landið á hestum, en þá hafði hún nýlokið
ritgerð sinni, „Litteraire Motieven In De
Njála", og hafði þar af leiðandi mikinn
áhuga á íslenskum söguslóðum og íslensku
máli. Hún var skjalavörður í Rotterdam
áður en hún tók þá ákvörðun að gerast
nunna, en þá ákvörðun tók hún eftir að
hafa lesið öll rit heilagrar Theresu, sem
áður er getið. Þetta var árið 1953 og vegna
fyrri kynna sinna af tslandi og islenskum
bókmenntum, ákvað hún að ganga í
klaustur Karmelíta á íslandi.
ísland kvatt med söknuði
Jófríðarstaðaklaustur í Hafnarfirði er
látlaust að öllum búnaði, vistlegt og hlý-
legt eins og viðmót systranna. Þær búa þar
við fábrotna og einfalda lífsháttu enda fel-
ur klausturheitið, sem þær hafa gefið, í sér
loforð um ævilanga fátækt, einlífi og
hlýðni. Þær reyna að haga hinni verald-
legu umsýslan á þann veg að hún verði
sem minnst til að trufla hin æðri andlegu
störf, rósemi hugans og einbeitingu.
Rekstur klaustursins hafa þær með hönd-
um í sameiningu, en yfirumsjón með hon-
um hefur príorinnan, sem kosin er til
þriggja ára í senn.
Dagurinn er þaulskipulagður og hefst
með fótaferð fyrir klukkan sex á morgn-
Systurnar átta í Jófríðarstaða-
klaustri, f.v.: Systir Elía sem kom
1946, systir Katrín kom 1956, príor-
innan systir Miriam kom 1946, systir
Veronica sem kom fyrst 1939 og hef-
ur verið í klaustrinu frá upphafi,
systir Agnes kom 1949 og systir
Magdalena sem kom 1947. Fremst til
vinstri er systir Ólöf, sem er elst
þeirra klaustursystra og hámenntuð
í norrænum fræðum en hún gekk í
klaustrið árið 1953. Við hlið hennar
er systir Theresa sem kom árið 1962.
ana. Því næst er hringt til bænastundar og
að henni lokinni koma nunnurnar saman í
kórnum og hugsa um Guð í klukkustund. Á
milli klukkan 7.30 og 8.00 er tekið til og
hreinsað og því næst er messa þar sem
kaþólskur prestur þjónar fyrir altari.
Fyrirbænir, söngur og ritningalestur eru
fjórum sinnum á dag, hálftíma í senn og
flutt í bænahúsi systranna, kórnum, með
reglulegu millibili. Einnig er tveimur
klukkustundum á dag varið til hugleiðslu
og þagnarstunda. Milli kórbæna og þagn-
arstunda er unnið að ýmsum tilfallandi
Þrátt fyrir fábrotna og einfalda lífs-
háttu hefur tækni nútímans ekki alveg
farið fram hjá þeim klaustursystrum.
Hér situr systir Veronica í stóllyftu,
sem er sú fyrsta sem komið var upp hér
á landi.
störfum svo sem ræstingu, handavinnu og
fleiru, auk þess sem matast er, lesið í ritn-
ingunni og spjallað saman. í hálftíma dag
hvern leggja þær systur stund á sjálfsnám
í íslensku og nota þær gjarnan þann tíma
til að Iesa íslensk blöð og þannig geta þær
fylgst með því sem efst er á baugi í þjóðlíf-
inu. Milli klukkan 20 og 21 er frítími og
ráða systurnar þá tíma sínum, hver í sínu
herbergi. Starfsdeginum lýkur svo klukk-
an 21 með sálmi og bænahaldi og síðan er
gengið til náða. Þannig hefur þetta gengið
fyrir sig dag fram af degi síðan klaustrið
var stofnsett, með örfáum undantekning-
um að vísu. En nú er séð fyrir endann á
þessu daglega lífsmynstri systranna í
Jófríðarstaðaklaustri því þær eru senn á
förum til heimalands síns, Hollands.
Systurnar kveðja ísland með söknuði
þótt þær taki þessari skipan mála af því
æðruleysi sem þeim er eiginlegt. „Við
þessu er ekkert að gera,“ segir systir Miri-
am. „Við erum of fáar og sumar okkar
orðnar of lasburða til að halda starfinu
áfram. Ég hef skrifað til fjölmargra
Karmelklaustra og reynt að fá hingað
fleiri systur til starfa ril að starfsemin hér
gæti haldið áfram, en það hefur ekki borið
árangur. Við munum yfirgefa landið og
þjóðina með söknuði því hér hefur okkur
liðið vei og það hefur engan skugga borið á
samskipti okkar við fólkið í landinu.
Hjörtu okkar munu alltaf vera á íslandi
eða eins og ein okkar orðaði það: Þegar við
komum aftur heim til Hollands verðum við
hjartalausar ... “ Og með þessum orðum
kveðjum við Karmelsystur í Jófríðarstaða-
klaustri með þakklæti fyrir það fórnfúsa
starf sem þær hafa unnið hér á landi á
undanförnum áratugum. — Sv.G.