Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
Rabbaó við hljómsveítina Kikk
Beint úr bflskúrnum
Fimmmenningarnir {Kikk glettast inni (lélegu eintaki af Mazda-
bifreiö, sem er í eigu eins meölimanna. Morgunbiaðiö/ kee.
Grace
Jones
kemur
brátt
Eins og skýrt var frá í Morg-
unblaðinu fyrir skemmstu mun
Grace Jones, blökkusöngkonan
heimsþekkta, gista ísland í
byrjun næsta mánaöar. Upp-
haflega stóö til að hún efndi til
söngskemmtana í Safari dag-
ana 3. og 4. júní, en nú hefur
verið ákveðið að hún komi fram
í Sigtúni þann 3.
Grace Jones kemur ekki meö
neina hljómsveit með sér hingaö
til lands. Hljóöfærin eru öll á seg-
ulbandi, utan hvaö hún leikur
sjálf á harmonikku. Þrír menn
veröa engu aö síður í för meö
henni; lífvörður, hljóö- og Ijósa-
maöur.
Ef einhver skyldi halda, að við
íslendingar fáum aðeins ódýra
útgáfu af Grace Jones er þaö
misskilningur. Hún kemur alltaf
ein fram meö harmonikkuna að
vopni og segulbandsupptökur aö
baki sér.
Miöaveröi á skemmtanir
Grace Jones hér á landi er mjög
svo stillt í hóf. Kostar miðinn 380
krónur, en í Bandaríkjunum kost-
ar 25 dollara á skemmtanir hjá
henni, eöa sem svarar 550 krón-
um.
Þaö er Leópold Sveinsson,
diskótekari í Safari, sem stendur
að baki heimsókn Grace Jones.
Hann tjáöi Járnsíöunni í vikunni,
aö forsala heföi gengiö aö von-
um. Ekki aö undra því hér er á
ferð einhver allra eftirtektarverö-
asti gestur poppheimsins, sem
heimsótt hefur okkur íslendinga.
Merkan tónlistarviðburð rek-
ur á fjörur okkar íslendinga á
þriðjudag. Bandaríski tónlistar-
maðurinn David Thomas heldur
þá sólótónleika í Stúdentaleik-
húsinu (Tjarnarbíói), en er þó
ekki alveg einn í förinni því
hann kemur með segulbands-
tæki með sér.
Margir kunna e.t.v. aö kannast
viö nafn Thomas, en fleiri þekkja
vafalítiö nafniö Pere Ubu. Thom-
as er einmitt söngvari þeirrar
sveitar, en hún hefur um nokk-
urra ára skeið veriö ein af vin-
sælli hljómsveitum Breta á sínu
sviöi.
Einkenni Pere Ubu frá upphafl
var hinn sérstæöi söngur Thom-
as. Sumir vilja ganga svo langt
aö telja hann einstakan. Á und-
anförnum misserum hefur Thom-
as brugöiö sér einn síns liös út
um víöa veröld og efnt til tón-
„Við höfum verið æðislega
heppin á allan hátt. Það má eig-
ir.lega segja að viö höfum rúllað
beint út úr bílskúrnum og inn á
plötusamning," sögðu meðlimir
hljómsveitarinnar Kikk er
Járnsíöan heimsótti þau upp á
fimmtu hæð í Gaukshólum á
uppstigningardag.
Þetta eru vissulega orð aö
sönnu því þrátt fyrir ungan ald-
ur er hljómsveitin komin á
plötusamning hjá Steinum og
er ráðgert aö breiðskífa komi út
í haust. Að sögn krakkanna er
jafnvel verið að hugsa um lang-
tímasamning, en slíkt hefur þó
ekki verið ákveöiö. Vissulega
mikil heppni hjá Kikk að kom-
ast á samning á þessum síðustu
og verstu tímum samdráttar og
yfirvofandi kreppu (kannski er
hún bara komin).
Þau, sem ég ræddi viö í
Gaukshólum, voru allir meölimir
Kikk, nema trommarinn Siguröur
Helgason. Hin í hljómsveitinni
eru Guömundur Jónsson/ gítar,
Sveinn Kjartansson/ bassi,
Gunnar Rafnsson/ hljómborö, að
ógleymdri Sigríöi Beinteinsdótt-
ur, söngkonu.
Fæst hafa pau verið í neinum
stórsveitum. Sveinn, sem er ís-
firðingur, lék þar meö hljómsveit-
inni Lögréttu og bæöi Guömund-
ur og Sveinn léku áöur í sveitum,
sem þeim er greinilega ekkert
sérlega annt um aö kæmu fram í
dagsljósið. Sigríöur, kölluö Sigga
eins og allir kvenmenn meö
þessu nafni, söng fyrst í hljóm-
sveitinni Geöfró í Kópavogi, en
vakti verulega athygli meö
hljómsveitinni Meinvillingar í
Músíktilraunum SATT í vetur. Var
þaö almenn skoöun þeirra, sem
til heyröu, aö þar færi stórefnileg
söngkona meö liöónýta sveit aö
baki sér.
Mórall
— Hvaö kom til aö þú hættir í
Meinvillingum?
„Þaö var bara svo lélegur mór-
all i hljómsveitinni. Hún var stofn-
uö viku áöur en Músíktilraunir
leika. Hann hefur nokkuö unniö
með Lindsey Cooper og Chris
Cutler og þessir þrír gáfu nýlega
út plötu saman.
Á tónleikum Thomas fá popp-
unnendur aö heyra í Þorsteinl
hófust og entist ekki lengi líf eftir
aö þessum tilraunum lauk.“
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust aö Gaukshólum þennan
dag, má rekja upphafiö aö Kikk
aftur til síöasta hausts er þeir
Guömundur og Sigurður kynnt-
ust. Sveinn bættist svo í hópinn,
áöur en snörurnar voru lagöar
fyrir Siggu. Hún reyndist öllu
auðveldari bráö en viö var búist,
aðallega vegna móralsleysis
Meinvillinganna, sem voru eigin-
lega í „pásu“.
Þannig skipuð hóf Kikk ferill
sinn, sem fjögurra manna sveit.
Hugmyndina aö nafninu fékk
Sveinn aö sögn skyndilega er
hann var undir stýri. Fyrstu
viöbrögöin viö nafninu voru ekk-
ert alltof jákvæö og voru krakk-
arnir í hljómsveitinni vart sátt viö
þaö sjálf. Ekki bætti úr skák þeg-
ar þau fóru aö reyna fyrir sér
meö dansleikjahaldi. Um leið og
nafniö Kikk var nefnt voru þau
Magnússyni, en um hann hefur
veriö býsna hljótt allt frá því hann
sendi frá sér sólóplötu sína, Líf.
Ennfremur kemur hljómsveitin
Brainar fram, en hún hefur gefiö
út eina hljómsnældu
spurö aö því hvort þetta væru
einhverjir pönkarar.
Æfingar
Gunnar bættist í hópinn í lok
febrúar og hefur hljómsveitin því
starfaö í núverandi mynd í rúma
tvo mánuði. Eðlilega hefur mikill
tími fariö í æfingar og segja þau,
að þær séu vart færri en 80—90
talsins. Öll kvöld og allar helgar
hafa veriö notaðar, enda þýöir aö
þeirra sögn ekkert annaö ætli
menn sér að ná einhverjum
árangri. Nú þegar búiö er aö
krækja í plötusamning er aö
hrökkva eöa stökkva. Fimm-
menningarnir í Kikk eru stað-
ráönir í aö stökkva.
— Hvaö kom til aö þiö kom-
ust á samning hjá Steinum?
„Við vorum aö spila í Klúbbn-
um á vegum SATT þegar þeir
heyröu í okkur. Þeir komu aö
máli viö okkur og áöur en varöi
var þetta frágengiö mál. Úr því
viö minnumst á SATT viljum viö
endilega koma á framfæri ein-
lægu þakklæti til þess féiags.
Þaö má segja aö SATT eigi fullt
eins mikinn þátt í velgengni
okkar og viö sjálf. Hefðum viö
ekki fengið tækifæri til aö koma
fram á þeirra vegum er ekkert
víst aö staöan væri sú, sem hún
er í dag.“
— Hvernig hefur spila-
mennskan gengiö til þessa?
„Bara fínt. Viö fengum t.d.
mjög góöar móttökur á sveita-
böllum í Röst á Hellissandi.
Kannski vegna þess aö allir
héldu að viö værum algerir pönk-
arar. Viö höfum líka komiö fram í
Glæsibæ, Þórskaffi, Klúbbnum
og á Borginni. Þaö gekk ágæt-
lega, enda þótt fólkið í Glæsibæ
hafi kannski veriö í eldri kantin-
um fyrir okkar tónlist. Viö höfum
reyndar fengiö að heyra, aö í ár
væri 1983 og fólk þar meö aö
gefa í skyn að viö séum eitthvaö
gamaldags, en hver er kominn til
með aö segja aö allt þurfi endi-
lega að vera nýtt?“
Keyrslurokk
— Hvernig er ykkar tónlist í
megindráttum?
„Þetta er aö uppistööu til
keyrslurokk. Þaö er annars alltaf
dálítiö erfitt aö ætla sér aö skll-
greina eigin tónlist. Inn á milli má
heyra eitt og eitt reggae-lag, en
bara eitt lag, sem flokkast getur
undir gamla vangalagarammann.
Þótt viö nefnum okkar tónlist
keyrslurokk er hún ekkert mjög
þung. Á tónleikum leikum viö
eingöngu okkar eigin lög, en á
böllum erum viö meö fullt af ann-
arra lögum í eigin túlkun.”
— /Etliö þiö þá aö hella ykkur
af krafti út í dansleikjabransann í
sumar?
„Já, viö gerum þaö alveg tví-
mælalaust. Bæöi gefur þaö
okkur mikla æfingu og þá vantar
okkur ekki síöur peninga fyrir
bættum tækjakosti. Þá sakar
ekki aö lappa aðeins upp á
skuldbaggann, sem er farinn aö
teygja sig óþægilega yfir á annað
hundraö þúsund. Eðlilega vildum
viö helst geta einbeitt okkur aö
því aö halda tónleika. Viö erum
þegar búin aö bóka okkur allan
júnímánuö og eitthvaö af júlí.“
— Kemur þetta ekki til meö
aö koma niöur á vinnu og skóla
hjá ykkur og hefur kannski þegar
gert?
„Viö erum reyndar öll í vinnu,
en þetta hefur ekki ennþá komiö
niður á henni. Vafalítiö gerir
þetta það þegar líöa tekur fram á
sumarið. Þá er hætt viö aö allir
föstudagar fari fyrir ofan garö og
neöan vegna feröalaga. Þaö er
hins vegar dýrt að feröast svo viö
höfum reynt að skipuleggja böll
föstudaga og laugardaga helst
innan sama héraös eöa svæöis til
aö nýta feröina betur.“
Bulltextar
— Hver semur lögin ykkar og
textana?
„Guömundur á öll lögin og
hann hefur reyndar samiö bráöa-
birgöatexta viö þau á ensku. Þeir
eru reyndar óttalegt bull (höfund-
urinn tekur fúslega undir þá
skoöun), en stefnan er aö hafa
íslenska texta. Þaö er hins vegar
ekkert Ijóöskáld innan hópsins,
svo viö höfum leitað m.a. til
Kristjáns Hreinsmögurs. Text-
arnir okkar hafa oröiö fyrir rétt-
mætu aökasti, m.a. í Tímanum,
en fyrir þá sem ekkert um þetta
vita, bendum viö sem sagt á þaö,
aö verið er aö semja íslenska
texta.“
— Er þessi tónlist alfariö í
anda Kikk, eöa gætir áhrifa ann-
ars staðar frá?
„Þetta er náttúrulega okkar
tónlist," segir Guömundur, sem
semur lögin. „En þaö segir sig
sjálft, aö maöur verður fyrir áhrif-
um af öllu því sem maöur hlustar
á — misjafnlega mikið auövitaö.
Sjálfur er ég t.d. mjög hrifinn af
Saga, en hin í bandinu hlusta á
allt mögulegt, meira aö segja
bigband-tónlist."
— Hefur Kikk ekki nein háleit
markmiö?
„Nei, í sjálfu sér ekki. Leggjum
á þaö áherslu aö hljóöfærin eru
ekki bara undirleikshljóðfæri.
Hins vegar viljum viö fara varlega
í allar yfirlýsingar. Látum tónlist-
ina tala fyrir okkur, en hvetjum
auövitaö alla til þess aö koma og
heyra okkur spila.”
— SSv.
David Thomas í Stúdenta-
leikhúsinu á þriðjudag
— Þorsteinn Magnússon kemur inn úr kuldanum