Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
3E
A DRömNSfllfil
, UMSJÓN:
■ Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Gunnar Haukur Ingimundarson
Séra Ólafur Jóhannsson
„Ég trúi á Heilagan anda“
Þannig hefst þriðja grein
hinnar postullegu trúarjátn-
ingar. í henni er játuð trú á þrí-
einan Guð — föður skapara, son
frelsara og Heilagan anda. f því
felst óútskýranlegur leyndar-
dómur. Guð er einn — einn vilji,
ein hugsun. En hann er þrjár
persónur, sem standa hver um
sig fyrir sínu og gegna ákveðnu
hlutverki í hjálpræðissögunni.
T.d. verður okkur að vera ljóst,
að Guðs sonur dó á krossi og
reis upp — ekki Guð faðir eða
Heilagur andi.
Heilagan anda er ekki unnt
að afmarka eða klófesta. Hann
er persóna að skilningi krist-
innar kirkju, en ekki ótilgreind
stærð eða ópersónulegur kraft-
ur. Við sjáum hann aldrei, en
áhrif hans blasa við í kringum
okkur, eins og er t.d. um ýmsa
loftstrauma í veðurfræðinni.
Áhrif Heilags anda sjást í starfi
kristinnar kirkju. Það er verk
Heilags anda að menn trúa á
Jesúm Krist og lifa í samfélagi
við hann. Það er verk Heilags
anda að menn varðveitast í
Kristi og bera honum vitni.
Þannig miðar allt verk Heilags
anda að því að gera Krist veg-
samlegan fyrir mönnum.
Heilagur andi starfar ekki
nema í tengslum við orð Guðs.
Þá er átt við hið ritaða orð
(Biblíuna), hið talaða orð (pré-
dikun og vitnisburð í orði) og
sakramentin (táknrænar at-
hafnir tengdar orði Guðs á sér-
stakan hátt). Hann kemur til
leiðar endurfæðingu í skírninni,
miðlar fyrirgefningu syndanna
í kvöldmáltíðarsakramentinu,
lýkur hinu ritaða og boðaða orði
upp fyrir okkur til skilnings og
endurnýjunar og kemur til
mannsins endurlausninni sem
byggir á hjálpræðisverki Krists.
I GT er vissulega talað um
Heilagan anda, m.a. á fyrstu
blaðsíðu Biblíunnar. Auk þess
sem talað er um hann í sköpun-
arsögunni má nefna, að sérstak-
ir fulltrúar Guðs meðal þjóðar
hans höfðu Heilagan anda, svo
sem dómarar og spámenn GT.
í NT er Heilagur andi nefnd-
ur í Lúk. 1 — áður en Jesús
Kristur fæddist. Þegar kross-
festingin nálgast, lofar Jesús
lærisveinum sínum nálægð
Heilags anda. Á hvítasunnudag,
stuttu eftir upprisu og upp-
stigningu Krists, kom Heilagur
andi yfir lærisveinana á nýjan
hátt, skv. Post. 2. Þar með er
hann í fyrsta sinni gefinn öllum
lýð Guðs — ekki einungis fáein-
um sérstökum leiðtogum.
Eftir það er Heilagur andi í
kristinni kirkju. Án hans getur
hún ekki starfað.
Hinn fyrsti hvítasunnudagur
verður ekki endurtekinn. Heil-
agur andi tilheyrir kristinni
kirkju, og hver kristinn maður
á því Heilagan anda.
Hann er gefinn af náð Guðs
— án tilverknaðar okkar manna
eða endurgjalds. Við getum ekki
sært fram Heilagan anda og
heldur ekki náð valdi yfir hon-
um. Hvert skírt barn á Heilag-
an anda — gefinn af Guði.
En við getum komið í veg
fyrir að hann hafi áhrif á líf
okkar, hafnað því að hann vinni
þar verk sitt og geri okkur læri-
sveina Krists.
Á hvítasunnu er spurningin
til okkar því ekki, hvort við get-
um útskýrt Heilagan anda, eða
lýst honum á rökrænan hátt.
Heldur: Trúi ég á Heilagan
anda og játa því, að hann vinni
verk Guðs í lífi mínu?
Heilagur andi og við
Gleðilega hátíð, góðu lesendur.
Við, tilskrifendur ykkar, ákváð-
um að skrifa á hvítasunnu um
guðfræðilegan skilning á heilög-
um anda og svo um heilagan
anda í starfi. Og nú þegar komið
er að því blasa við margir mögu-
leikar. Því heilagur andi er að
störfum mitt á meðal okkar. Það
er áreiðanlegt. Þess vegna bund-
um við á okkur betri skóna og
gengum út í veðurblíðuna til að
spyrja kirkjufólk um kynni sín
af heilögum anda. En hverju
hefðuð þið svarað, ef við eða ein-
hverjir aðrir, hefðum spurt ykk-
ur á förnum vegi? Okkur þótti
gagnlegt að beina þeim spurn-
ingum til sjálfra okkar hvað
heilagur andi starfaði í okkar
eigin lífi. En nú spyrjum við
aðra — og sendum ykkur svörin
í von um að þau blessi ykkur.
★ Heilagur andi gefur kirkjunni
líf. Ef lærisveinar hefðu ekki
fengið heilagan anda hefði ekk-
ert gerzt. Þeir hefðu aldrei sigr-
azt á hræðslunni og þorað að
fara út og segja frá upprisu Jesú.
Það er alveg eins hérna í kirkj-
unni minni og í mínu eigin
hjarta. Allt, sem gerist hér til
blessunar er verk heilags anda.
★ Heilagur andi breytti lífi
mínu. Ég sá ekki að ég þyrfti að
trúa því að Jesús er Kristur,
frelsari minn. Það er kraftaverk
að það skyldi ljúkast upp fyrir
mér og ég fara að taka þátt í
kirkjustarfi, lesa Biblíuna, biðja
og segja öðrum frá Jesú.
★ Við höfum bænastundir í fé-
laginu okkar, syngjum, lesum
stutt vers úr Biblíunni eða höf-
um þau yfir eftir minni. Við
biðjum og segjum hverju öðru
frá því hvernig heilagur andi
hefur blessað okkur. Þetta eru
ómetanlegar stundir og trúin á
Jesú gefur öllu lífi mínu dýpt og
festu.
★ Mér finnst ég læra betur og
betur að tala við heilagan anda.
Ég tala við hann hvar sem er og
hvenær sem er. Ég ráðfæri mig
við hann þegar ég er heima eða
úti að ganga, spjalla við hann,
hlusta eftir svari. Það hefur
kennt mér svo margt. Kennt mér
að elska sjálfa mig á réttari
máta og fara betur með mig. Við
það hef ég orðið miklu sáttari
við aðra og gengið betur að meta
þá og skilja. Þessar stundir hafa
líka kennt mér að meta guðs-
þjónustu meira og sækjast eftir
þeim.
★ Já, ég tala tungum. Ég veit að
margir skilja það ekki. En þegar
ég er heima og bið og Guð gefur
mér heilagan anda svo ég tala
tungum þá blessar það sjálfan
mig ósegjanlega. Guð hefur líka
gefið mér svör við spurningum
mínum á þessum stundum.
★ Nei, ég tala ekki tungum sjálf.
En ég er mjög hlynnt náðar-
gjafahreyfingunni í kirkjunni.
Eg held að við þurfum á henni að
halda, hún á engan veginn að
verða allsráðandi en hún á að
haldast innan Þjóðkirkjunnar og
lífga hana. Við megum ekki
neita því að tungutalið er náð-
argjöf, sem Biblían talar um.
★ Það væri óeðlilegt ef engir í
kirkjunni töluðu tungum og ættu
lækningagáfu. Náðargáfurnar
eru svo margar og það er rúm
fyrir þær allar og þær eiga allar
að vera til í kirkjunni. Ég er
þakklátur fyrir að einhverjir
eiga þessar náðargáfur. Og ég er
þakklátur fyrir aðrar náðargáf-
ur t.d. stjórnvizku og leiðtoga-
hæfni eða verksvit og listsköpun.
Þakklátastur er ég auðvitað
fyrir náðargáfu kærleikans og
þá náð að trúa því að Jesús er
Kristur, hinn krossfesti og upp-
risni frelsari.
Andi Guðs, andi Krists
Hvítasunna Jóh. 14.15—21
Er hvítasunnan fæðingarstund kirkjunnar? Er úthelling
andans á hvítasunnudag einstakur atburður í kirkjusögunni
eða eigum við sífellt að biðja um úthellingu andans með
táknum og tungutali? Hvernig var í rauninni það tungutal,
sem sagt er frá í Postulasögunni? Um allt þetta hugsum við
og tölum. Við verðum ekki öll sammála og verðum að þola
hvert öðru og sjálfum okkur að vera ósammála. Öll verðum
við samt að vera eitt í trúnni á Krist fyrir hjálp heilags anda.
Heilagur andi, sem talað er um í Gamla testamentinu, Nýja
testamentinu og á öllum öldum kirkjunnar, líka á okkar öld,
er alltaf hinn sami. Hann er andinn, sem sannfærir um að
Kristur einn sé frelsari heimsins og frelsari okkar. Hann er
andi Guðs, andi Krists. Hann er ekki ónefnanlegur, hann er
ekki okkar innri kraftur, eða guð, eins og við kjósum að
hugsa okkur hann. Hann lagar sig ekki eftir hugmyndum.
Hann er heilagur, ofar okkar skilningi, samt er hann hjá
okkur, í hjörtum okkar, ef við opnum þau fyrir honum. Hann
kallar okkur til að trúa á Jesúm, gefur okkur trúna og hvetur
okkur, huggar okkur og leiðir okkur í þeirri trú dag eftir dag.
Guð gefi okkur gleðilega hátíð Heilags anda í kirkju okkar,
söfnuði okkar, á heimilum okkar og í hjörtum okkar.
Biblíulestur
vikuna 22.-28, maí
Sunnud. 22. maí: Jóh. 14:23—31.
a) íhugaðu, hvemig Jesús tengir ord sitt og nærveru Guds í
v.23.
b) V.26 segir okkur, hvert hlutverk Heilags anda er. Hvert er
þad?
Mánud. 23. maí: Jóh. 3:16—21.
a) V. 16—18: íhugaðu afgerandi þýðingu trúarinnar á Jesúm,
skv. orðum hans.
b) V.19—21: Sjá Jóh. 1:1—13. Forðumst við uppgjör við Guð,
eða viljum við leyfa Kristi að gefa okkur sátt við Guð í
fyrirgefningu syndanna?
Þridjud. 24. maí: I. Þessalónikubr. 1:1—10.
a) V.lt: Útvalning Guðs er í Kristi, útvalning öllum til hjálp-
ræðis.
b) V.6: Sjá tengsl orðsins og Heilags anda. Og áhrif þess á líf
þessaru manna.
c) V.9: Þjónum við sönnum Guði, eða einhverjum (óeiginleg-
um) skurðgoðum?
Miðvikud. 25 maí: I. bess. 2:1—12.
a) V.lg FM. þessa vers á við um alla kristna menn — ölleigum
við að vitna um Drottin okkar ogfrelsara.
b) V.12: Kappkostum við að breyta eins og samboðið er Guði,
eða er okkur sama?
Fimmtud. 26. maí: 1. Þess. 2:13—20.
a) V.13: Tökum við í reynd á móti orði Guðs sem Guðs orði —
með öllum þeim áhrifum, sem því hlýtur aðfylgja?
b) V.11,—16: Ihugum, að á margan hátt er unnt að
framgang kristninnar.
Föstud. 27. maí: 1. Þess. 3:1—13.
a) V.5: Allir kristnir menn þurfa að vera á varðbergi!
b) V.12—13: Má Drottinn einnig gefa okkur þennan kœrleika
sinn og gera okkur heilög frammi fyrir sér, eða stöndum við
í gegn því?
Laugard. 23. maí: I. Þess. 4:1—12.
a) V.3: F.hl. þessa vers á við um okkur einnig. Hvemig má
þetta verða?
b) V.3—8: Þessar áminningar eigum við einnig að taka til
okkar.
að hindra
Sannleikans andi, lát sannleikans Ijós þitt oss skina,
send oss í myrkrunum himnesku geislana þína;
sannleikans $61,
sjálfs Guðs að hátignarstól
lát þú oss leiðina sýna.
Kœrleikans andi, hér kom með þinn sólaryl blíða,
kveik þú upp eld þann, er hjartnanna frost megi þíða.
Breið yfir byggð
brœðralag, vinskap og tryggð.
Lát það vorn lífsferil prýða.
Friðarins andi, áfriðarins brautir oss leiddu,
friða þú hjörtun og sundrunga stormunum eyddu,
fær oss þinn frið,
föður vom himneskan við,
heimför til hans loks oss greiddu.
Heilagur and.i, þér heilagt bygg musteri’ á jörðu,
heilagan söfnuð og flekklausan kristnina gjörðu.
Heilagra hnoss
hlotnast um síðir lát oss
Drottins með heilagra hjörðu.
Valdimar Bríem