Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
67
Örtröd við grillið. Yfirgrillari var örlygur Þorkelsson.
Garður:
Fjölmenni á fjöl-
skylduhátíð
að Gufuskálum
Garói, 15. maí.
MILLI 200 og 300 manns sóttu fjöl-
skylduhátíð að Gufuskálum sl. laug-
ardag, en þeir eru skammt austan
við þorpið. Það var nýstofnað For-
eldra- og kennarafélag Gerðaskóla
sem stóð fyrir hátíðinni í tilefni af
skólaslitum í skólanum fyrir
skömmu. Hafði hátíðin verið vel
undirbúin fyrir hálfum mánuði síðan
en þá fóru 15 manns út af Gufuskál-
um, hreinsuðu svæðið og settu upp
snyrtiaðstöðu og bálköst.
Hátíðin hófst með skrúðgöngu
frá skólanum kl. 13.30 og var
gengið fylktu liði út á mótssvæðið.
Skemmtunin hófst síðan með
leikjum. Var farið í boðhlaup,
reiptog og hlaupið í skarðið svo
eitthvað sé nefnt. Þá var sett upp
heljarmikið grill og grillaðar pyls-
ur í stórum stíl. Kom hver fjöl-
skylda með fyrir sig, pylsur og til-
heyrandi. í lokin var svo kveikt í
bálkestinum og tekið lagið.
Júlíus Baldvinsson formaður
Foreldra- og kennarafélags
Gerðaskóla sagði, að skemmtunin
hefði tekist vonum framar og það
væri von félagsins að þetta gæti
orðið árlegur viðburður. Aðstaða
að Gufuskálum væri mjög góð og
ef veðurguðirnir væru mannfólk-
inu hliðhollir væri hvergi betra að
koma saman.
f lokin var kveiktur vardeldur og tekið lagið þar sem hver söng með sinu
Arnór
Góðir gestir heimsækja
Borgarfjörð eystri
Borgarfiröi-eyHtri, 8. maí.
SUNNUDAGINN 1. maí komu ná-
grannar okkar Seyðfirðingar hingað
og sýndu leikritið Gullna hliðið, eftir
Davið Stefánsson. Að vísu höfðu
þeir boðað komu sína tvívegis áður,
en í bæði skiptin gripu máttarvöldin
í taumana og sendu okkur svo
mögnuð hret, að vegurinn um Vatns-
skarð lokaðist, svo að úr leikferðinni
gat ekki orðið.
En svo tókst þriðja tilraun með
ágætum og leikur Seyðfirðinganna
varð þeim til mikils sóma og okkur
heimamönnum hin mesta
skemmtan.
Leikendur voru um 30 að tölu og
má þar fyrst og fremst nefna Emil
Emilsson, sem lék Jón, Ólafíu
Stefánsdóttur, sem lék kerlingu
Jóns, Gunnþórunni Gunnþórsdótt-
ur, sem lék Vilborgu og Hermann
Guðmundsson, sem lék óvininn og
verð ég að segja það, að hann var
óhugnanlega líkur þeirri mynd
sem ég hef gert mér af þeim háa
herra.
Leikstjóri var Auður Jónsdóttir
úr Kópavogi, sem í mörg undan-
farin ár hefur bæði leikið og
leikstýrt og dómur minn, sem
leikmanns, er sá að í þessu leikriti
hafi henni farist leikstjórn mjög
vel úr hendi.
Á þessu ári eru nú liðin 100 ár
frá því að leikstarfsemi hófst á
Seyðisfirði og langar mig því að
vitna í leikskrá félagsins, en þar
segir m.a.: „Það má segja að nokk-
uð sé í fang færst hjá litlu leikfé-
lagi að ætla sér að setja Gullna
hliðið á svið, en tilefnið er ærið,
þar sem með því skal minnst, að
100 ár eru liðin frá því að leik-
starfsemi hófst á Seyðisfirði, en
það var 14. jan. 1883, er sýndir
voru sjónleikirnir „Sigríður
Eyjafjarðarsól” eftir Ara Jónsson
og „Brandur" eftir Sigurð Péturs-
son, í því húsi sem við í dag köllum
Gamla skóla. Þann vetur voru svo
tvær uppfærslur til viðbótar og
verður ekki annað sagt, en að leik-
starfsemi hafi jafnan verið við
lýði á Seyðisfirði síðan ..."
Við óskum Seyðfirðingum til
hamingju með afmælið og
frammistöðuna.
Að lokum má svo ekki gleyma
unga manninum sem las Prologus
afbragðsvel.
Annars er fátt að frétta héðan
úr Borgarfirði. Langur og leiðin-
legur vetur, snjóasamur og kaldur,
liðinn samkvæmt almanaki, en
sumars lítið vart enn sem komið
er. Um páskaleytið gerði hér norð-
anhríð og snjókomu og síðan hafa
veður verið köld, enda þótt einn og
einn hlýr dagur hafi komið. Snjór
er hér niður í flæðarmál og fannir
til fjalla óvenjumiklar. Héðan
hafa nú róið fjórir línubátar og
fiskað mjög lítið, en vinna haldist
sæmileg í frystihúsinu, aðallega
vegna flutnings á togarafiski frá
Reyðarfirði, þegar bílfært hefur
verið yfir Vatnsskarð.
Hrognkelsaveiði hefur alveg
brugðist.
En vinir okkar farfuglarnir láta
ekki á sér standa, þótt kalt næði.
Hér á mörkum hins byggilega
heims hafa nú vitjað okkar þrest-
ir, kríur, lóur og maríuerlur. Lík-
lega hugsa þessir sumargestir líkt
og bjartsýni Borgfirðingurinn,
sem brosti aðeins, þegar aðrir fár-
uðust yfir ótíð og harðindum og
sagði: „Einhverntíma kemur vor“.
Sverrir
EIR-
PfPUR
einangraöar meö plasthúð. Þær eru sérlega með-
færilegar og henta vel til notkunar viö margs konar
aðstæður, t.d. á sjúkrahúsum. Pípurnar fást í rúll-
um, 10-22 mm sverar. Auk þess höfum við óein-
angraðar, afglóðaðar eirpípur, 8-10 mm í rúllum
og óeinangraðar eirpípur 10-15 mm í stöngum.
- Aukin hagkvæmni
- minni kostnaður
- auðveld vinnsla.
SINDRAi rÆ .STÁLHF
Borgartúni 31 sími 27222
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600
Amerískur
og um það þarf ekki fleiri orð.
6 manna lúxus bíll
Fullt verð kr. 506.030,*
Sérstakur afsláttur af árg. 1982 96.540,-
m. «j 409.490,-
Litir: silfurgrár - dökkgrænn sanseraður - drapplitur - dökkblár
Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri - Aflhemlar - Hituð afturrúða - Electronisk kveikja
Deluxe innrétting - Digital klukka - Fjarstýrður hliöarspegill - Litað gler
É