Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 30

Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Ný plata, hljómleikaferð og allt stefnir í rétta átt DAVID BOWIE Rokksöngvarinn og leikarinn David Bowie er að leggja upp í hljómleikaferðalag um heiminn í vor, og hann hefur gefið út nýja plötu, Let’s Dance. Hann hefur ekki farið í hljómleika- ferð í fimm ár. Á tímabili var von á Bowie hingað til lands, en síðustu fréttir herma að ekkert verði af því. Andlitið fræga verður að einu stóru brosi. „Við skulum bíða og sjá til,“ svaraði hann þeirri full- yrðingu að hann sé eina rokkstór- stjarnan, sem gert hefur það gott í kvikmyndum. Bowie sat í bleika og hvíta Ver- sala-herberginu á Carlyle-hótel- inu í New York (þar sem Warren Beatty er með íbúð og Bobby Short syngur reglulega), og virðist ákafur í að koma hlutunum á hreint. Eftir nokkra tíma átti hann eftir að lýsa því opinberlega yfir að hann hefði gert nýjan plötusamning við bandaríska fyrirtækið EMI, samning, sem margir vilja halda fram að gefi Bowie ekki minna en 10 milljónir í aðra hönd. í augnablikinu var hann þó áfjáður í að tala um myndirnar sínar, tónlistina sína og annað sem honum lá á hjarta. David Bowie hefur verið einn áhrifamesti rokksöngvari í ára- tug, og hefur skapað röð persóna, sem mótað hafa tísku um heiminn. En vandaðir konsertar og met- söluplötur eins og Ziggy Stardust, Young Americans og Heroes, var ekki nóg. Áhugi hans á eftir- hermuleikjum, sem hann fræddist um með Lindsay Kemp, varð til þess að Bowie flæktist æ meira inn í heim kvikmyndanna (The Man Who Fell to Earth, Just a Gigolo og þær myndir sem enn á eftir að frumsýna, The Hunger og Merry Christmas, Mr. Laurence) og leikhússins þar sem hann lék á Broadway í The Elephant Man, 1980. Ábending í amerísku dagblaði, sem var á þá leið að Mick Jagger hefði látið í ljós þá skoðun sína að Bowie hefði þurft að fyrirgera tónlistarframa sínum til að öðlast frama í kvikmyndum, kemur Bowie aftur til að brosa. „Ég býst við því að ég hafi látið tónlistina sitja á hakanum undan- farin þrjú ár,“ viðurkennir hann. „Ég gerði eina plötu og ég hefði gefið út aðra á síðasta ári, en ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég myndi leika í mynd Oshima (Merry Christmas, Mr. Laurence), svo fljótt sem raun varð á. Ég hafði rétt lokið við upptökur á The Hunger (þar sem hann leikur á móti Catherine Deneuve og Susan Sarandon) þegar Oshima hringdi og sagði að við mundum hefja upptökur tveimur vikum seinna við Suður-Kyrrahafið. Bowie ber mikla virðingu fyrir leikstjóranum japanska, Oshima, en um hann stóð nokkur styrr inn- an kvikmyndaheimsins fyrir nokkrum árum út af myndina, Ai no Corrida. „Það hefur tekið Oshima fimm ár að koma hlutun- um þannig fyrir að hann geti gert aðra mynd, vegna þess að verk hans hafa verið í hálfgerðu banni í Japan. En allir þeir sem með hon- um vinna eru sérstaklega trygg- lyndir — þeir unnu ekki í fimm ár heldur, til þess að fá tækifæri til að gera með honum aðra mynd. Bowie hefur ekki enn séð mynd- ina fullgerða, en hann segir að hlutverk sitt í henni hafi verið eitt það ánægjulegasta, sem hann nokkurntíma hafi leikið í myndum eða í tónlist. „Það var einstakt að vinna með eins fjölhæfum manni, og Oshima er,“ sagði hann. „Og örlátum — í fyrsta sinni var mér kleift að leggja til málanna hvað varðaði samtöl eða uppbyggingu atriða. Vegna þess hve við unnum hratt, hef ég enga hugmynd um hvernig myndin mun koma til með að verða í heild. Og Tom Conti, sem einnig leikur í henni, er held- ur ekki alveg klár á hvernig hlut- verk hans kemur til með að líta út. Maður stekkur úr einu atriði í annað — og við tókum þrjú, fjögur atriði á dag. Oshima gerði beina- grind um uppbyggingu atriðis og lýsti eðli þess, sagði hver hann héldi að niðurstaðan gæti orðið og spurði: „Jæja, hvað mundi ger- ast?“ Þá sögðum við Conti, „Right, hvað mundi gerast,“. Við sögðum honum hvaða hugmyndir við höfð- um og hann sagði, „ókei, þá skjót- um við.“ — Það var rétt eins og að vinna í verkhópi. Verkhópi með ríflegt fjármagn — miðað við jap- anskar myndir, það er að segja." Fyrir Bowie er vinna við kvik- myndir og í leikhúsi ekki sérlega mikið stökk frá vinnu rokkstjörn- unnar. Hann sagðist aldrei hafa fundið ró i sínum beinum sem rokkari, og hann öfundaði þá sem raunverulega fundu sig í hlutverk- inu. Þó var það nú svo að hann festi sig í rokkinu. Sé hann spurður að því hvort honum finnist hann nú hafa notað „karaktera” sína til að yfirstíga feimni, og síðan festst í þeim vegna vinsælda þeirra, eða hvort þeir hafi aðeins verið snjallt bragð til að vekja á honum athygli, svar- ar hann: „Það er afar erfitt að skilja þetta hvort frá öðru. Sum- part var leikurinn gerður til að vekja athygli á mér, en stór hluti þessa alls var löngunin til að gera eitthvað mjög spennandi á sviði. Þetta var leið til að breyta rokk og ról-sýningunum. Ég er mjög stolt- ur af uppbyggingu minna karakt- era og á hvern hátt þeir voru kynntir. Það var persónulegt hel- víti fyrir mig að fara í gegnum, en þetta var mjög gott fyrir rokkið. Það hlýtur að hafa verið stórkost- legt að hafa verið á meðal áhorf- enda. En þetta hafði litið að gera með hvernig ég er.“ Hvernig er hann? „Hljóðlátur. Feiminn. Hógvær." Þetta er sagt með örlítið tauga- strekktum hlátri, sem fylgir mörgum svörum hans. „Það, að hafa verið vitni að því þegar David Bowie kom fyrst fram í sviðsljósið í byrjun áttunda áratugarins, var eins og að fylgj- ast með sápuóperu. Það voru slá- andi yfirlýsingar um daður hans við bæði kynin, töluverð umfjöllun í fjölmiðlum um hið óvenjulega hjónaband hans (hann skildi fyrir sjö árum) og þar fram eftir götun- um. Þegar hann lítur til baka á þau atriði einkalífsins, sem mest voru í sviðsljósinu, segir Bowie: „Ég var að gera tilraunir á mínu eigin til- finninga- og sálarlifi. Ég gékk í gegnum allskyns próf til að kanna og komast í snertingu við alla mögulega reynslu á meðan ég var enn ungur, án þess að hugsa um hvað gæti gerst seinna meir. Það er gamla viðkvæðið: ef ég hefði vitað að ég ætti eftir að lifa svona lengi, hefði ég gætt mín betur. Ég get þó ekki sagt að ég sjái eftir nokkrum hlut. Eg hef lært mikið á þessu. Á miðjum áttunda áratugnum," segir hann, „brotnaði ég saman. Ég var ekki að skapa neitt. Það munaði litlu að ég tæki inn of stóran skammt af eiturlyfjum, þrisvar í sömu vikunni. Nokkrir sögðu mér að það væri mér fyrir bestu að hverfa frá þessu líferni og hverfa frá Los Angeles. Svo ég fór til Jamaica, með hljómsveit- inni, og fór í hljómleikaferð, sem ég man næsta lítið eftir. Þar réði heimur fantasíunnar. Ég settist að í Berlín og það tók mig tvö til þrjú ár að ná mér aftur á strik. Og enn í dag stend ég upp og hugsa: „Jæja ég ætla að eyða þessum degi eins og hann sé síð- asti dagurinn í lífinu.“ Svo um klukkan þrjú síðdegis hugsa ég að það sé einhver framtíð eftir allt. En ég á ekki lengur að strfða við sömu vandamál og áður. Ég hef lært að slappa af og vera það sem ég er. Mér líður vel hálffertugum. Það er ekki svo aumur aldur, eftir allt.“ Bowie, sem oft hefur haldið því fram að hann hati hljómleikaferð- ir, hefur skipulagt heimsreisu, sem hefst í vor og mun standa yfir í sex mánuði. Hann segir að hann kunni vel við hugmyndina. „Ég held að ég geti haft mikla ánægju af túrnum í þetta skipti. Ég sakna hljómleikaferðanna. Þegar þú hef- ur í huga að ég hef ekki verið á sviði í Evrópu í sex ár er eftir- væntingin stórkostleg. Eftir að hafa leikið í The Ele- phant Man á Broadway, get ég hugsað mér að gera allt. Það var dásamlegt að leika, eins og þar, án nokkurrar lyfjanotkunar. Rokkinu fylgir alltaf viskí eða vodka eða nokkrir bjórar. En þegar ég lék í The Elephant Man vildi ég muna hverja sýningu þá sex mánuði sem þær stóðu yfir. Og ég gerði það.“ Hin nýja plata Bowies, Let’s Dance, hefur yfir sér hlýju sem honum finnst hafa vantað í tónlist sína frá því Young Americans kom út 1975. „Ég vildi komast í snertingu við hina almennu þætti, og ekki líta út eins og eitthvert utangarðsfrík, sem ég er ekki. Mér finnst ég vera heilsteyptari hluti af öllu saman og mig langar til að lýsa þeirri tilfinningu. Ég vil ekki líta út fyrir að vera utanveltu og kaldur, vegna þess að ég er það ekki.“ Það má vera að Bowie sé ekki utanveltu og kaldur þessa dagana en það er enginn efi á þeim djúpu og miklu áhrifum sem'hann hefur haft á hina nýju kynslóð raf- væddra popptónlistarmanna, sem margir hverjir virðast hafa til- einkað sér þann stíl, sem hann hafði áður fyrr. „Ég held þetta sé strangt til orða tekið,“ segir hann,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.