Morgunblaðið - 01.06.1983, Síða 2
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNl 1983
Danakonunga sögur
Bókmenntir
eftir Hermann Pálsson
í
ÍSLENZK FORNRIT XXXV.
Danakonunga sögur: _ Skjöldunga
saga. Knýtlinga saga. Ágrip af sögu
i Danakonunga.
Bjarni Guðnason gaf út.
Hið íslenzka fornritafélag. Reykja-
! vík, 1982.
I
f formála sínum lætur Bjarni
Guðnason þess getið, að þetta
bindi íslenzkra fornrita hafi verið
miklu lengur í smíðum en hann
gat órað fyrir, þegar hann tókst
útgáfuna á hendur. Njótendur
verksins þurfa þó lítt það seinlæti
að sakast, því að eins og Hallgrími
Péturssyni, og öðrum spekingum
fyrri alda var kunnugt, þá verður
það dýrast sem lengi hefur geymt
verið og gefur raunar tvöfaldan
ávöxt í hentugan tíma fram borið.
Danakonunga sögur er mikið rit
vöxtum og af aíúð gert. Formálinn
er lengri en nokkur annar í fs-
lenzkum fornritum, enda hlaut
Bjarni að glíma við vandamál,
sem eru einstaklega örðug við-
ÞAÐ
BYGGIST
A
ÞESSU
Traust og ending hvers mannvirkis byggist
á góðu hráefni og vandaðri smíði.
ÞIÐ FÁIÐ
steypustál, járnbindivír, mótavír,
gluggagirði, þakbita, þakjárn, pípurí
hitalögn og vatnslögn í birgðastöð okkar
Borgartúni 32, sími 2 72 22.
Allt úrvals efni á hagkvæmu verði.
SINDRA
fangs. Skjöldunga saga er löngu
glötuð, en mikið af efni hennar
hefur varðveitzt í öðrum ritum, og
slíkum leifum hefur Bjarni safnað
saman svo að sem minnst fari for-
görðum; (a) Danasögu og Svíakon-
ungatali, sem Arngrímur lærði reit
á latínu og birtast hér með ís-
lenzkri þýðingu Bjarna; (b) svo-
kölluðu Upphafi allra frásagna, ör-
stuttum þætti um komu þeirra
Óðins og sona hans til Norðurálfu
og fyrstu niðja Skjaldar í Dan-
mörku: (c) frásögnum í Ynglinga
sögu og Snorra-Eddu af Hrólfi
kraka; Sögubroti af fornkonungum,
sem eru leifar af lengri gerð
Skjöldunga sögu; (e) Ragnars sona
þætti; og (f) tveim kapítulum úr
Ólafs sögu Tryggvasonar hinni
mestu um þá Ragnar loðbrók og
syni hans.
Ýmsar aðrar frásagnir fornar
sóttu efni sitt til Skjöldunga sögu,
og má þar einkum nefna Bjarka-
rímur og Ragnars sögu loðbrókar og
auk þess virðist hún hafa verið
einn af þeim „fræðasjóðum", sem
Saxo Grammaticus notaði við
samsetningu Danasögu sinnar.
Þær endursagnir og leifar, sem
enn eru til af Skjöldunga sögu,
hrökkva skammt til að gera sér
glöggva grein fyrir uppruna henn-
ar, frumgerð, aldri, heimildum og
höfundi, enda má segja, að Bjarna
hafi orðið furðu mikið úr þeim
fróðleik, sem fyrir hendi er. Með
gaumgæfilegri rannsókn á sund-
urleitum brotum rökstyður Bjarni
kenningar sínar um sköpun sög-
unnar. Vitaskuld stendur hann á
herðum nokkurra fræðajöfra, sem
kannað hafa þessi vandamál, og
má þar einkum nefna þá Axel
Olrik, Andreas Heusler og Jakob
Benediktsson, en meginefnið í
fyrra hluta formálans hefur
Bjarni sótt í doktorsrit sitt, Um
Skjöldunga sögu, sem kom út fyrir
réttum tveim áratugum. Hann tel-
ur sennilegt, að sagan sé tekin
saman af Páli Jónssyni biskupi
einhvern tíma á árunum
1180—1200. Lítill vafi getur leikið
á því, að Skjöldunga saga hafi verið
sköpuð undir handajaðri Odda-
verja, en hitt er miklum vafa und-
irorpið, að Páll sé höfundur henn-
ar, enda getur þess hvergi, að
hann hafi haft áhuga á sögum eða
öðrum innlendum fróðleik. Hins
vegar má geta þess til gamans, að
móðurbróðir Páls, Þorlákur Þór-
hallsson, stundaði ungur nám í
Odda undir handleiðslu Eyjólfs
prests Sæmundarsonar, og síðar
leggur hann land undir fót og eyk-
ur við þekkingu sína og lærdóm í
París og Lincolni. Um hann segir,
að hann nam, „þá er eigi dvaldi
annað, það er móðir hans kunni
kenna honum: ættvísi og mann-
fræði." Um Þorlák segir ennfrem-
ur, að hann „henti skemmtan að
sögum og kvæðum og að öllum
strengleikum og hljóðfærum, og
að hygginna manna ræðum og
draumum." Þá hefur þess verið
getið, að um það leyti sem hann er
við nám í Lincolni, þá er ekki ýkja
langt liðið frá því að Galfridus
Monumetensis lauk við Breta sögur
sínar (Historia regum Britanniæ),
en biskupinn í Lincolni þá var vin-
ur Galfridi. Má því ekki alls kost-
ar ósennilegt teljast, að Þorlákur
hafi valdið því að Breta sögur bár-
ust hingað til lands, hvort sem
hann hefur átt þátt í þýðingu
þeirra á íslenzku eða ekki. Eftir
sex ára nám í París og Lincolni,
nokkurra missera vist með frænd-
um sínum og sex ára dvöl í Kirkju-
bæ, gerist Þorlákur fyrsti for-
stöðumaður kanokaseturs í
Þykkvabæ (1168), og er þá rösk-
lega hálffertugur að aldri. „Menn
fóru til kanokaseturs Þorláks
ábóta úr öðrum munklífum eða
reglustöðum, bæði samlendir og
útlendir, að sjá þar og nema góða
siðu, og bar það hver frá, er þaðan
fór, að hvergi hefði þess komið, að
það líf þætti jafnfagurlega lifað
sem þar er Þorlákur háfði fyrir
séð.“ Svo segir í sögu hans og
mætti undarlegt heita, ef slíkt orð
færi af munklífi af Ágústínar
reglu á tólftu öld, ef engin fræði
voru stunduð þar. Tvennt hefur
einkum valdið því, hve tregir
fræðimenn hafa verið að setja
Þorlák í samband við fræðastörf á
tólftu öld. í fyrsta lagi hefur hann
goldið helgi sinnar og helgisögu,
og í öðru lagi hafa staðamál og
önnur átök milli hans og Jóns
Loftssonar þótt gera það ólíklegt
að Þorlákur hafi farið að rita um
langfeðga Oddaverja í danskri
fornöld. Að sjálfsögðu er ekkert
því til fyrirstöðu, að Skjöldunga
saga hafi verið rituð áður en Þor-
valdur varð biskup, enda var hann
þá kominn á fimmtugsaldur.
Þar sem frumgerð Skjöldunga
sögu er ekki tiltæk lengur, þá hlýt-
ur að vera erfitt að sanna, hverjar
heimildir hinn ókunni höfundur
hennar hefur notað, en hér eins og
víðar beitir Bjarni Guðnason
lærdómi sínum og hugkvæmni á
meistaralegan hátt. Hann bendir
á líkindi til þess, að höfundur hafi
ekki einungis fært sér í nyt þann
„grúa af hetjukvæðum og hetju-
sögum, sem til voru um Skjöld-
unga á vörum alþýðu", heldur
nefnir hann sérstaklega Grótta-
söng, Rígsþulu, Bjarkamál, Kráku-
mál og ýmis kvæði eignuð Starkaði
hinum gamla, en eitt af þeim var
Brávallaþula, sem gætir bæði í
Sögubroti og hinni latnesku Dana-
sögu Saxós. Af útlendum verkum,
sem Bjarni telur, að höfundur
Skjöldunga sögu kunni að hafa not-
að, má nefna Díalóga Gregoríusar
mikla, Breta sögur þær sem áður
var getið og einnið fróðleiksgrein-
ar, sem virðist hafa verið snarað á
íslenzku á tólftu öld. Allt er þetta
mjög athyglisvert, þótt vitaskuld
hefði verið miklum mun auðveld-
ara að gera sér grein fyrir heim-
ildum og fyrirmyndum Skjöldunga
sögu, ef henni hefði auðnazt að
hjara við óskertri fram á vora
daga. Sitthvað fleira kemur hér til
greina, og er þó enn ótalin ein
helzta heimild sögunnar: lang-
feðgatal Skjöldunga, en fyrir því
gerir Bjarni prýðilega grein. Jón
Sigurðsson benti á það fyrir löngu,
að hér væri í rauninni um að ræða
ættvísi sem komin væri frá
Oddaverjum, og rökstuddi hann
þá skoðun sína, að Sæmundur
fróði (1056—1133) hlyti að vera
höfundur þessa langfeðgatals.
Eins og aðrir fræðimenn, þá styð-
ur Bjarni þessa tilgátu Jóns Sig-
urðssonar. Rök Bjarna fyrir upp-
tökum langafeðgatals eru öll hin
athyglisverðustu, þótt örðugt sé
að fallast á skoðanir hans um ald-
ur þess og tilefni: „Þegar Loftur
Sæmundarson fékk Þóru Magn-
úsdóttur berfætts á þriðja tug 12.
Lyftaradekk
Eigum fyrirliggjandi Bridgestone
lyftaradekk í mörgum stærðum.
Bridgestone lyftaradekkin eru
óhemju slitsterk og endingargóð
og þau ódýrustu á markaðnum.
bridge STONE á íslandi
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23, sími 812 99.
Bjarni Cuðnason
aldar, hefur Sæmundur að líkind-
um tekið saman ættartölu þeirra
frænda til þess að sýna svart á
hvítu, að Þóra hefði ekki tekið
niður fyrir sig, þar sem Loftur
væri einnig konungborinn." Sam-
kvæmt þessari hugmynd (sem
raunar er komin frá Sigurði Nor-
dal, eins og Bjarni getur neðan-
máls á lvi. bls.) ætti Sæmundur
ekki að hafa tekið ættskrána sam-
an fyrr en hann var kominn yfir
hálf-sjötugt, og þá verður manni á
að spyrja, hvers vegna Sæmundi
datt ekki fyrr i hug að skrifa þessa
ættartölu en að sonur hans kvæn-
ist laundóttur Magnúsar berfætts.
Nú kemur Sæmundur úr skóla frá
Frakklandi árið 1076 (að tali Kon-
ungsannáls), og má tvímælalaust
gera ráð fyrir því, að helztu rit-
störf sín hefur hann unnið um
næstu áratugi á eftir og áður en
Loftur sonur hans mægist við
Norðmenn. Hitt má einnig þykja
ekki ósennilegt, að áhugi Sæ-
mundar á sögu Dana að fornu
kunni að hafa stafað að einhverju
leyti frá kynnum hans af viðhorf-
um Frakka á námsárum hans til
norrænna atburða. Um hitt verður
ekki efazt, að einn af samtíðar-
mönnum Sæmundar og samstarfs-
mönnum um setningu tíundarlaga
var Markús Skeggjason (d. 1107),
sem orti Eiríksdrápu til virðingar
Danakonungi á sínum tíma. í
þann mund sem Markús Skeggja-
son, sá fróði maður og helzti heim-
ildarmaður Ara fróða um lögsögu-
menn þjóðarinnar frá upphafi Al-
þingis, yrkir lofkvæði um Skjöld-
unginn Eirík Danakonung á miss-
erunum 1104—1105, þá hljóta
skrár Sæmundar fróða yfir fornar
ættir Danakonunga að hafa verið
til á bókfelli.
Þegar Skjöldunga sögu lýkur og
athygli lesenda þessa bindis bein-
ist að Knýtlinga sögu, þá taka við
ný vandamál, og verður ekki ann-
að sagt en að Bjarni Guðnason
sinni þeim sízt verr en hann gerir
í athugasemdum sínum í fyrsta
hlutanum um Skjöldunga sögu. Um
sköpun Knýtlinga sögu hlítir hann
þeirri gömlu tilgátu, sem fyrst
kom fram árið 1820 og hefur ný-
lega komizt aftur i tízku, að ólaf-
ur Þórðarson (d. 1259) sé höfund-
urinn. Veigamestu rökin fyrir
þessari kenningu er að finna í sög-
unni sjálfri, að ólafur var með
Valdimar Danakonungi (d. 1241)
og „nam að honum marga fræði,
og hafði hann margar ágætlegar
frásagnir af honum." ólafur var
menntaður maður, stundaði
fræðslu og tók víslega saman
Málskrúðsfræði, þar sem meistara-
lega er slungið saman latneskri
fræðigrein og fornum skáldskap
íslenzkum. Bjarni Guðnason hall-
ast einnig að þeirri hugmynd Pet-
ers Hallberg, að Ólafur Þórðarson
hafi og skrifað Laxdælu, en rök-
semdin fyrir því er þó engan veg-
inn einhlít, og er hér þörf ítarlegri
rannsókna.
Aðalfyrirmynd Knýtlinga sögu
var vitaskuld Heimskringla Snorra
Sturlusonar, föðurbróður ólafs,
enda notar hann óspart þetta
meistaraverk frænda síns, eins og
Bjarni rekur á skipulegan hátt. Af
öðrum ritum, sem notuð voru við
samningu Knýtlinga sögu, má
nefna glatað verk eftir Sæmund
fróða, íslenzk lofkvæði um danska
konunga, sem einnig eru að veru-
legu leyti glötuð; Eiríksdrápa
Markúss Skeggjasonar er helzta