Morgunblaðið - 01.06.1983, Síða 13

Morgunblaðið - 01.06.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 K"”ES ÞROTTUR Gudmundur Erlingsson Ottó Hreinsson Kristján Jónsson markvöróur bakvörður bakvörður Jóhann Hreiðarsson Ársæll Kristjánsson Júlíus Júlíusson miðvörður miðvörður tengiliður bakvörður framlínumaður framlínumaður Leifur Harðarson Lárentínus Ágústsson Ólafur Ólafsson bakvörður markvörður markvörður Sigurkarl Aðalsteinsson Örn Óskarsson Jónas Hjartarson framlínumaður varnarmaður framlínumaður Bjarni Harðarson Sigurður Hallvarðsson Baldur Hannesson framlínumaður framlínumaður framlínumaður „Þetta verður erfitt hjá okkur í sumar“ „SUMARIÐ leggst sæmilega vel í mig, ég er að vísu hóflega bjart- sýnn. Við höfum aðeins eitt stig eft- ir fyrstu tvær umferðirnar en nokkrir af okkar lykilmönnum hafa átt við meiðsli að stríða, en eru nú að ná sér aftur þannig að ég held að þetta fari að smella saman hjá okkur. Við höfum fengið nokkra nýja menn frá því í fyrra og því tel ég að okkur ætti að takast að ná markmiði okkar en það er að halda okkur í deildinni,“ sagði Þorvaldur Þorvaldsson fyrirliði Þróttar í sam- tali við Mbl. Þorvaldur, sem er fæddur og uppalinn Þróttari, sagði að sér þætti byrjunin á þessu keppnis- tímabili lofa góðu knattspyrnu- lega séð. „Knattspyrnan í sumar verður betri en í fyrra, félögin eru mikið með sama mannskapinn og ættu því að ná betur saman, en mér finnst þó að það mætti vera meira um sóknarbolta, hann er svo miklu skemmtilegri bæði að spila og ekki síður að horfa á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður erfitt hjá okkur í sumar en við erum með góða blöndu af ungum og efnilegum strákum og svo gamal- reyndum mönnum og með sam- stilltu átaki ætti þetta að takast.“ Lokastaðan, hvernig verður hún? „Ef ég sleppi því að hugsa um Þrótt þá verður Víkingur, Valur, ÍA og Keflavík í toppbaráttunni. fBV, KR og Breiðablik verða um miðja deild en ÍBÍ og Þór eiga erfitt uppdráttar í sumar.“ Þorvaldur Þorvaldsson. „Markmiðið að halda sér í 1. deildinni" „Ég kann mjög vel við mig hér hjá Þrótti, annars hefði ég varla verið hér allan þennan tíma, en þetta er þriðja árið mitt hjá Þrótti. Sumarið leggst nokkuð vel í mig, en þó tel ég líklegt að þetta verði tals- vert ströggl hjá okkur eins og al- gengt er hjá nýliðum í 1. deild. Markmiðið hjá okkur er að halda okkur í deildinni og ég held að okkur takist það. Nokkrir „gamlir“ Þróttarar hafa komið til liðs við okkur og auk þess Örn Óskarsson, sem getur að vísu ekki leikið með okkur fyrr en eftir u.j>.b. mánuð vegna meiðsla,“ sagði Ásgeir þjálf- ari. Hvernig heldur þú að mótið verði í sumar? „Ég held að þetta mót verði nokkuð skemmtilegt, a.m.k. hafa verið skoruð mörg mörk það sem Ásgeir Elíasson af er og er það ekki það sem fólk hefur gaman af að sjá? Annars er alltaf matsatriði hvað er skemmtileg knattspyrna, mér finnst Valur, Víkingur og ÍA spila skemmtilegan bolta og einn- ig hefur Breiðablik gert það und- anfarin ár og þeir halda því ef- laust áfram. Þórsliðið hefur einn- ig spilað nokkuð vel það sem af er og ég held því að deildin verði nokkuð spennandi. Liðin eru nokkuð jöfn og allir geta unnið alla og má því vænta óvæntra úr- slita í nokkrum leikjum í sumar.“ Viltu spá einhverju um loka- stöðuna? „Nei, ég treysti mér ekki til að setja neitt lið í eitthvert ákveðið sæti, en Valur og Víkingur verða allavega í toppbaráttunni. Um annað vil ég ekki spá neinu.“ „Sum liðin eru með miklar kýlingar“ „ÞETTA leggst ágætlega í mig en þetta verður ekki létt hjá okkur en með baráttunni ætti okkur að tak- ast að halda okkur í deildinni," sagði Ómar Siggeirsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar. „Liðin eru nokkuð ólík knatt- spyrnulega séð. Sum liðin eru með miklar kýlingar en önnur bæði við og fleiri leikum létta og skemmtilega knattspyrnu. Til að hægt sé að leika góða knattspyrnu þurfum við að fá betri velli og það er fyrir neðan allar hellur að leika í 1. deild á malarvelli. Ég held að við séum komnir eins langt og hægt er að komast á þeim völlum sem við höfum hér á landi. Ef við viljum Ómar Siggeirsson fá skemmtilegri knattspyrnu verðum við að fá slétta og góða grasvelli." — Hvað með peningahliðina? „Hún hefur ekki verið mikið vandamál sl. tvö ár og við stefn- um í að hafa það eins í ár. Ef rétt er haldið á málum og peningun- um ekki kastað í veisluhöld og utanlandsferðir fyrir Pétur og Pál þá er þetta ekki svo erfitt. Þetta er að vísu óhemju dýrt bæði peningalega og ekki síður hvað varðar vinnuna sem menn leggja á sig. Þetta er vinna í 24 tíma á sólarhring." — Vilt þú spá einhverju? „lA, Víkingur og Valur verða á toppnum en ég vil ekki spá um röð annara liða.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.