Morgunblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 Hagnaður af rekstri Samvinnuferða-Landsýnar 1982: Farþegum í hópferð- um fjölgaði um 43% — segir Eysteinn Helgason, forstjóri „HEILDARVELTA fyrirtækisins á síðasta ári var liðlega 124 milljón- ir króna og hagnaður af rekstri varð um 205.525 krónur,“ sagöi Eysteinn Helgason, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Samvinnu- ferðir-Landsýn, í samtali við Mbl., í tilefni aðalfundar fyrirtækisins, sem var haldinn fyrir skömmu. „í krónutölu jókst sala í hóp- ferðir um 116% og sala áætlunar- farseðla jókst um 133%. Á vegum fyrirtækisins fóru samtals 9.876 farþegar í skipulögðum hópferð- um, auk mikils fjölda í einstakl- ingsferðum. Er þar um að ræða 43% aukningu frá árinu á undan, en þá varð ennfremur liðlega 40% aukning frá árinu 1980,“ sagði Eysteinn Helgason ennfremur. „Aukning heildarfarþegafjölda frá íslandi til annarra landa á síð- asta ári var um 10%, þannig að markaðshlutdeild okkar hefur aukizt verulega og við getum því ekki verið annað en ánægðir með útkomuna," sagði Eysteinn Helga- son. Eysteinn Helgason sagði að hingað til lands hefðu komið um 3.600 erlendir ferðamenn á vegum ferðaskrifstofunnar á síðasta ári, sem væri um 89% aukning frá ár- inu 1981. „Innanlandsdeildin hefur því einnig aukið mjög umsvif sín og skilar hún umtalsverðum tekj- um auk þess sem starfsemi hennar hefur opnað íslendingum nýja möguleika á ódýrum utanlands- ferðum í gagnkvæmu leiguflugi." „Á síðasta ári festi fyrirtækið kaup á 1. og 3. hæð í húsnæði sínu við Austurstræti 12, en áður höfð- um við keypt kjallara hússins og afgreiðslusal. Húsnæði hefur því aukizt verulega og miklar breyt- ingar verið gerðar á þeim fjórum hæðum, sem starfsemin er nú rek- in í. Um leið var bókunartölva Flugleiða, Alex, tekin í notkun og á næstunni verður bókunartölva Arnarflugs og KLM ennfremur tekin í notkun. Við teljum, að að- staða til þjónustu við afgreiðslu áætlunarfarseðla sé eins fullkom- in og frekast er unnt. Á sama hátt hefur aðstöðu til sölu og úrvinnslu hópferða verið breytt í takt við aukin umsvif. Meginþungi þeirrar starfsemi var í skipulagningu ferða til Rimini, Portoroz, Grikklands og sumar- húsa í Danmörku og í ár bætast sumarhús í Hollandi í hóp stærstu áfangastaðanna," sagði Eysteinn Helgason ennfremur. Þá kom það að síðustu fram í samtalinu við Eystein Helgason, forstjóra Samvinnuferða-Land- sýnar, að sætanýting hefði verið mjög góð á síðasta ári. EUROCARD ICELAND - KREDITKORT S.F. UNOIRSKRtFT 5414 838S 0000 EURO ÍS JÓN JÓNSSON 1034 0345 Gildir út: 00.00 KREDITKORT S.F. - REYKJAVlK - ICELAND UNOIRSKRIFT Valid in lceland only. Valable en Islande uniquement 8310 345b 3800 EURO IS JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR Gildir út: 00.00 Iöntæknistoftiun býö- ur aðstoð við kynn- ingu á nýrri tækni Starfsemi Eurocard-ísland fer stöðugt vaxandi: Korthafar eru nú 115- lega fjögur þúsund STJÓRN Iðntæknistofnunar íslands ákvað nýlega, að stofnunin muni framvegis veita innflytjendum á hrá- efnum og vélum, sem notuð eru í iðnaði, aðstoð við kynningu á vörum sínum, þegar samsvarandi vara er ekki framleidd hér á landi. Aðstoð stofnunarinnar getur verið margvísleg, svo sem aðgang- ur að kennsluhúsnæði, fundar- aðstöðu, rannsóknarstofum eða tækjum, sem stofnunin hefur í eigu sinni. Telur stjórn Iðntæknistofnunar, að kynning innflytjenda geti verið mikilvægur þáttur í að kynna nýja tækni fyrir íslenzkum iðnfyrir- tækjum og vill hún því leggja sitt af mörkum í þessu efni. AÐALFUNDIJR Eurocard á íslandi — Kreditkorts s/f, var haldinn fyrir skömmu. A fundinum kom m.a. fram, að mik- ill og stöðugur vöxtur hefur verið á 10 mánaða starfstíma fyrirtækisins. Korthafar eru nú liðlega 4.000 og fer ört fjölgandi. Þjónustustaðir eru nú hátt á fimmta hundrað. Eurocard á íslandi er hlekkur í stærstu kreditkortasamsteypu í heimi, en að henni standa, auk Eur- ocard og Access, Ameríska risafyr- irtækið Mastercard International. Samsteypa þessi nær til allflestra landa heims, og eru korthafar alls um 100 milljónir og þjónustustaðir á fimmtu milljón. Eurocard á íslandi gefur út tvenns konar kreditkort; í fyrsta lagi kort til notkunar einungis inn- anlands og í öðru lagi alþjóðlegt kort til notkunar bæði hér á landi og erlendis. Til þess að fá slíkt kort, þarf viðkomandi að fá leyfi frá Gjaldeyriseftirliti Seölabankans. Eins og áður sagði eru þjónustu- staðir hér heima á fimmta hundrað, vítt og breitt um landið. Til þess að fá kreditkort, þurfa menn að vera fjárráða, skilamenn með óflekkað mannorð. Afgreiðslustaðir eru í afgreiðslum Verzlunarbanka, Útvegsbanka eða Sparisjóði vélstjóra. Ekki er nauð- Efna til hagræðingarverkefnis í fata- og ullariðnaði IÐNTÆKNISTOFNUN íslands hefur nú í undirbúningi skipulagt hagræðingarverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í fata- og ullar- iðnaði. Markmiðið með verkefninu er, samkvæmt upplýsingum í nýj- asta fréttabréfi Iðntæknistofn- unar, að auka framleiðni fyrir- tækjanna og verði leitað til sjóða iðnaðarins um greiðslu hluta kostnaðar. Trefjadeild Iðntæknistofnun- ar mun skipuleggja og sjá um framkvæmd verkefnisins. synlegt að korthafar hafi viðskipti sín í þessum bankastofnunum, og geta haft þau hvar sem er. Stofn- gjald fyrir Eurocard er kr. 600.-, en hægt er að hafa eitt auka kreditkort án sérstaks aukagjalds. Korthafi greiðir ekki önnur gjöld standi hann í skilum. Þá er einnig hægt að fá sérstök Eurocard kreditkort útgefin til fyrirtækja, fyrir forráðamenn og aðra fulltrúa þeirra. Eurocard kreditkort eru lánskort, þ.e. lánstími vöru og þjónustu er 15—45 dagar. Eindagi úttektartíma- bils er 5. hvers mánaðar. I stjórn félagsins eru Haraldur Haraldsson, Hallgrímur Ólasson og Reynir Jónasson. í varastjórn eru Gunnar Ólafsson, Steinn Magnús- son og Guðmundur Gíslason. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Gunnar R. Bæringsson. Aðilar Eurocard á Islandi eru Verzlunarbanki íslands h.f., Út- vegsbanki íslands, Sparisjóður vél- stjóra og Kort h.f. Aðalfundur Félags dráttarbrauta og skipasmiðja: Margar skipasmíðastöðvar komnar í þrot með verkefni AAalfundur Félags dráttarbrauta og skipasmiðja 1983 var haldinn í Reykjavík II. maí sl. Á fundinum kom m.a. fram, að á undanförnum árum hefði verið unnið að svonefndu Samstarfsverkefni FDS um hönnun og raðsmíði fiskiskipa. Nánast ekkert hefði þó gengið eða rekið við fram- kvæmd þess, þrátt fyrir marggefin fyrirheit rfkisstjórnar um annað. Onn- ur stjórnvöld komu í veg fyrir áform um raðsmíði, og hefðu þar með bakað þátttakendum f raðsmíðaverkefninu og raunar skipaiðnaðarfyrirtækjum öllum, ómælt tjón. M.a. vegna þess, að framvinda raðsmíðaverkefnisins hefði ekki verið með þeim hætti, er vonir stóðu til, væru íslenskar skipa- smíðastöðvar margar komnar í þrot með verkefni, en aðrar hefðu verkefni fram eftir sumri. Margt bendi til þess, að stöðvarnar eigi við meiri vanda og óvissu að glíma nú en löngum áður, og verði að fara allt aftur til áranna upp úr 1950 til að finna hliðstæðu, en þá lögðust nýsmíðar skipa algjörlega niður hér á landi, og tók mörg ár að endurlífga þær. Þá væri þess að geta, að óvanalega Iftið virtist ætla að verða um viðhald og viðgerðir fiskiskipa í vor og sumar, a.m.k. miðað við árs- tíma. Verkefnastaða skipasmíðastöðv- anna yrði því ekki lagfærð nema framkvæmd raðsmíðinnar verði tryggð, eða að önnur nýsmíði komi til. Á aðalfundinum flutti Bárður Hafsteinsson, skipaverkfræðingur, ýtarlegt erindi um endurnýjunar- þörf bátaflotans. Sjávarútvegs- ráðherra fól á sínum tfma Bárði að vinna úttekt á endurnýjunarþörf Endurnýjunarþörf flotans veruleg NR KJÖRD/EMI ÚRFALL BRL/ARI úrfall SKIP/ARI HLUTFALL BRL •/. HLUTFALL SKIP V. 1 SUÐURIAND 296.4 4 45 20.5 16.1 2 REVKJANES 470 8 7.34 32.6 26 6 3 REYKJAVIK 29 2 1 03 2.0 3 7 4 VESTURLAND 192.8 2.66 13.3 96 5 VESTFIROIR 162.3 5 31 11.2 19 2 6 NORDURLAND VESTRA 48.7 1.33 3 4 4 8 7 NOROURLAND EYSTRA 125 6 3 35 8 7 12.1 8 AUSTFIRDIR 120 4 2.16 8.3 7.9 allt landio 1446 2 27.63 100 100 alls fiskiskipastólsins. Hefur Bárð- ur nýlokið úttektinni varðandi bátaflotann, sem tekur til allra hefðbundinna fiskiskipa annarra en loðnuskipa og skuttogara, en enn væri verið að vinna að sams konar athugun fyrir þær skipsgerðir. Nú- verandi stærð bátaflotans, skv. skilgreiningu Bárðar, er 634 skip, samtals ríflega 38.000 brúttólestir. Meðalaldur þessa flota var árið 1982 um 18 ár, en meðalendingar- tími bátaflotans væri unnt að áætla 20-25 ár. Niðurstöður eru þær að endur- nýjunarþörf þessa hluta flotans er veruleg. Áhættan því samfara að treysta á útgerð margra þessara skipa væri mikil nú, þegar meðal- aldurinn væri farinn að nálgast svo mjög meðallendingartímann. Við athugunina á endurnýjunarþörf bátaflotans var leitast við að taka tillit til sem flestra þátta, er hér skipta máli, s.s. aldur skipa, stærð, úthaldsdaga og veiðiaðferðir, áhrif ýmissa breytinga og endurbóta, sem þegar hafa verið gerðar á ein- stökum skipum o.fl. Til fróðleiks fylgir hér tafla, sem Bárður hefur unnið til að sýna, hvernig úrfallið á bátaflotanum verður í hverju kjör- dæmi fyrir sig. Eins og sjá má úr-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.