Morgunblaðið - 01.06.1983, Page 19

Morgunblaðið - 01.06.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 59 fclk í fréttum Nýjasta tískan í náttfötunum + Þessar léttklæddu dönsku dömur komu rtýlega fram á tísku- sýningu í Kaupmannahöfn, en þær kynntu þær nýjustu strauma í náttfata-, sundfata- og nærfata- tískunni. Þaö er 27 ára gömul, einhleyp stúlka, Jane Wigh að nafni, sem haföi frumkvæöið aö þessari sýn- ingu og sést hún hér fyrir miðri mynd í náttfötum eins og þau gerðust þegar amma var ung. Jane rekur snyrtivöruverslun í Ist- edgade í Kaupmannahöfn og hefur mörg járn í eldinum. T.d. býður hún kvenfólkinu aö koma til sín þegar það vill vera virkilega vel til haft og þá sér hún um snyrtinguna fyrir 90 kr. ísl. Viö lá aö illa færi fyrir Jane og stúlkunum hennar áöur en tísku- sýningin var haldin, því aö fötin freistuðu greinilega bæöi réttlátra og ranglátra. Öllum lagernum var sem sagt stolið, en Jane tókst aö útvega önnur föt í tæka tíö. Hamingjan brosir aftur við Joan + Joan Kennedy, fyrrum eiginkona Edward Kenn- edys öldungardeildarþingmanns, lifir nú eingöngu fyrir starf sitt sem píanóleikari og lítur nú öörum og bjartari augum á lífiö og tilveruna en áöur. Ástæöan er ekki síst sálfræöingurinn Gerry Arnoff, sem hefur verið henni stoö og stytta í erfiðleikunum. Honum semur líka vel viö börnin, sérstaklega þau yngri, en eldri drengirnir hafa enn sem komiö er meira samband viö fööur sinn. Gerry er velmetinn sálfræöingur og á saman meö Joan áhugann á tónlist og leiklist. Hann hefur ekki veriö kvæntur áöur, en nú er þaö altalaö, aö þess veröi ekki langt aö biða, aö þau Joan gangi í þaö heilaga. Þakka innilega öllum, sem minntust mín á 75 ára af- mœli mínu. Kr. Guðmundur Guðmundsson. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér tryggb og vottuöu vináttu sína á 95 ára afmæli mínu 27. maí sl. Thor J. Brand. Borð og 4 stólar kr. 5.900.- Stærð á borði 95 sm og stækkun 40 sm. Litur: Ijóst og brúnbæsað. Tækifæriskaup. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI 4 SÍMI8 2275 MeísöluNaó á hverjum degi! SPU NNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN hann skrifaði gegn Trotsky haustið 1924 og er einna frægust rita hans: Sósíalismi í einu landi. Gagnrýni á kenningu Trotskys um „stöðuga byltingu". Það skiptir ckki máli hvaða bylting er gerð, heldur hverjir gera hana. Og Stalín er ánægður með sína byltingu. 43 Skáldskapurinn er eins og alltaf öruggasta heimildin. Ekki sízt um það, sem gerist í íburðarlausri stof- unni með ánarkandi arineldinum í Kuntsevó. Atvik eru með öðrum hætti en áður er lýst. Grunur og skáld- skapur segja eitt, en heimildir annað. En þeim trúir enginn. 44 Stalín liggur meðvitundarlaus á gólfinu. Kvenlæknir stumrar yfir honum. Félagarnir eru saman komnir í stofunni, allir nema Molotov. Félagi Napoleon var að deyja .. . Og dýrin gengu á tánum. Segir í Dýragarði Orwells. Bería segir: Hann er í móki. Malenkov svarar: Já, hann lætur ekki á sér kræla. Voroshíloff segir: Eigum við ekki að láta sækja Svetlönu dóttur hans. Bería svarar: Nei, seinna. Krúsjeff segir: Nú, hvers vegna ekki strax? Það lítur ekki vel út. Bería snýr sér að lækninum: Viltu ekki ganga út, félagi. Sjúklingurinn þolir ekki mikinn hávaða, segir læknirinn um leið og hann læðist flóttalega út. Við vitum allt um það, hreytir Bería út úr sér. Við köllum, ef eitthvað gerist, segir Voroshíloff. Búlgarinn segir hikandi: Já, eigum við ekki að láta sækja dóttur hans? Gungur, segir Malenkov. En Bería veitir þeim þá áminningu, sem nægir: Ég er yfirmaður öryggismála ríkisins. Og ég tel það nauðsynlegt öryggi þess, eins og á stendur, að hingað komi engir aðrir en nánustu sam- starfsmenn. Það er lítið samband milli þeirra feðginanna, segir Malenkov. Hreyfir hann sig? spyr Krúsjeff. Þú talar of hátt, segir Bería. Þú getur vakið hann. Hvað mundi það gera til? spyr Voroshíloff. Þú heyrðir, hvað læknirinn sagði, segir Malenkov. Hann hefur gott af að sofa, segir Búlganin. Jú, sjáið þið, þarna hreyfir hann sig! Bería óttasleginn: Hreyfir sig? Malenkov: Nei! Krúsjeff segir undrandi, en glaður: Hann hefur opnað augun. Hann bendir okkur að koma. Þeir kalla á lækninn og ganga hikandi að rúminu. Lúkowsky hjartasérfræðingur í sovézku akademíunni kemur inn, ásamt kvenlækninum. Stalín réttir þeim hönd- ina af veikum mætti. Þeir heilsa honum. Hann bendir vísifingri á Bería, sem hrökklast undan. Hann vill tala við þig, félagi, segir Krúsjeff. Nei, nei, ekkert frekar en ykkur hina, muldrar Bería. Gengur svo að Stalín, krýpur hjá honum, kyssir hönd hans og segir: Kæri Jósef Vissar- ionvich, fyrirgefðu mér! Voroshíloff lýtur niður að Stalín og spyr: Hvernig líður þér, Jósef? Stalín reynir af veikum mætti að kinka kolli. Hann brosir út í annað munnvikið að venju, Lúkowsky tekur á púlsinum: Honum er erfitt um mál, segir hann. Lúkowsky er hræddur og varfærinn. Taktu almennilega á honum, segir Bería, eða ertu ekki læknir? Lúkowsky gerir það. Kvenlæknirinn tekur bolla og matar Stalín með teskeið. Hann reynir að benda á myndina á veggnum af lambinu, sem verið er að gefa mjólk með teskeið. Krúsjeff segir: Hann er að reyna að segja okkur, að hann sé eins og lambið þarna á myndinni, sem verið er að gefa mjólk. Búlganin segir blíðlega eins og við barn: Þér eykst þróttur, félagi. Þú kemst á fætur. Lambið á eftir að stækka! Stalín glottir. Þeir lúta niður að honum og reyna að greina orð af vörum hans. Bería horfir lengi og ísmeygilega á Stalín. Það er eins og hann sé að reyna að tclja deyjandi manninum trú um, að hann sé honum trúr og hollur. Hann muldrar hræddur: Ég hef alltaf verið þér FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.