Morgunblaðið - 05.06.1983, Qupperneq 7
7
4. flokkur:
„Setjum stefnuna á að
komast í úrslitakeppni“
segir Bjarni Gunnarsson, þjálfari
„Mér líst þokkalega á sumarið
hvað 4. flokk viðkemur. Við
stefnum á að komast í úrslita-
keppni 4. flokks“, sagði Bjarni
Gunnarsson þjálfari 4. flokks í
stuttu spjalli. Strákarnir hans
byrjuðu ekki vel í Reykjvíkurmót-
inu en í þremur síðustu leikjum
hafa þeir náð að spila vel - unnu
Fram 4-0, Val 3-2 og töpuðu fyrir
KR 1-2. KR hefur á að skipa geysi-
sterku liði í 4. flokki, i raun yfir-
burðaliði og minnsti sigur KR fyr-
ir leikinn gegn Víking var 4-0 gegn
Þrótti í Reykjavíkurmótinu.
„Það hafa verið um 25 strákar á
æfingum hjá mér og þar á meðal
eru margir efnilegir - en þrír alveg
sérstök efni. Leikmenn sem eiga
eftir að verða geysisterkir - ef þeir
halda sig vel að knattspyrnunni.
Þeir eru Björn Einarsson, Arnar
Arnarsson og Lúðvík Bragason.
Ég vænti mikils af þeim í framtíð-
inni - en ekki má skilja orð mín
svo, að fleiri góðir leikmenn séu
ekki í Víkingi. Þvert á móti - við
höfum sterkan kjarna og efnilega
leikmenn, þó þessir beri nokkuð
af‘.
— Hvernig hefur þú byggt upp
æfingar?
„Ég hef lagt megináherzlu á
boltaæfingar - ég hef verið með
margar æfingar, sem Youri Sedov,
fyrri þjálfari Víkings, lagði upp
fyrir yngri flokka félagsins. Reyni
að hafa æfingar stuttar, en hnit-
miðaðar. Ég finn mikinn mun á
strákunum eftir að við tókum upp
æfingaprógram Youri. Við höfum
verið með þrjá stráka á móti ein-
um á litlum ferningi, eða 5 á móti
3. Þar hafa strákarnir orðið að
vera á mikilli hreyfingu, og ýmist
orðið að gefa viðstöðulaust eða
eftir eina eða tvær snertingar.
Strákunum finnst gaman að
þessum æfingum - og það tel ég
ákaflega mikils virði. Að æfingar
verði léttar, að létt sé yfir strákun-
um og þeir hafi gaman af því sem
þeir eru að gera - sé svo, þá er mik-
ið unnið“, sagði Bjarni Gunnars-
son.
Til almannaheflla
i yorutiu ar
Á 40 ára afmælinu sendum viö öllum viðskiptavinum okkar árnaðaróskir. Jafnframt levfum við
okkurað vona að félagið hafi náð því markmiði sínu að auka öryggi þeirra, og milda þau áföll sem
sumir hafa orðið fyrir. Við vitum að vöxtur og viðgangur tryggingafélags er m.a. háður
góðri afspurn - viðhorfum og umsögnum þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni
og sækja síðan bætur í hendur tr/ggingarélags síns.
Starfsemi okkar hefur aukistjafntog þéttá undanfömum 40árum. Nú eru starfsmenninmir 55
og sjálfstæðar skrifstofur á Akureyri, Akranesi, Selfossi og í Hafnafirði.
Aðalskrifstofan er í hinum nýju og rúmgóðu húsakynnum í Síðumúla 59.
Umboðsmenn eru um allt land.
Starfsemi okkar spannar öll svið trygginga - smá og stór.
Á seinni árum höfum við annast stærri verkefni en nokkru sinni fyrr - tryggingar fyrir íslenska
verktaka íorku- og stóriðjuframkvæmdum.
Um leið og við þökkum viðskiptin á liðnum árum viljum við nota tækifærið til að minna enn á
nauðsyn fyrirhyggju ...
...þaðtryggirenginn eftírá.