Morgunblaðið - 05.06.1983, Side 9
Ögmundur fyrirliði fékk ósk
sína uppfyllta í fyrra
— varð
aðalmarkvörður Víkings
eftir margra ára bið
ÖGMUNDUR Kristinsson fékk
ósk sína uppfyllta í fyrra, að vera
fastamaður í markinu hjá Víkingi.
Hann var varamaður hjá félaginu
1971-74 en gekk síðan í önnur félög
og spilaði með þeim. Jafnframt
beið hann eftir tækifærinu, að
koma aftur í Víking og það kom í
fyrravor, þegar Diðrik Ólafsson
hætti í markinu. Ögmundur kom
aftur í Víking og hefur síðan verið
markmaður númer eitt og skilað
þeirri stöðu með rnikilli prýði.
Ögmundur átti heima við gamla
Sogaveginn, þar sem nú er Háaleit-
isbraut, en 11-12 ára flytur hann í
Smáíbúðahverfið og gengur að
sjálfsögðu í hverfisfélagið, Víking.
„Þjálfarar mínir fyrstu árin voru
Kort Sævar Ásgeirsson og Berg-
steinn Pálsson. Minn flokkur var
ekki sterkur, við unnum engin mót
og enginn úr flokknum héfur hald-
ið áfram nema ég. Þegar ég var á
síðasta árinu í 2. flokki var sterkur
árangur á fyrra ári, Stebbi Hall-
dórs, Gunnar Örn, Óli Jóns og fleiri
kosti og galla. Ég var óheppinn að
lenda hjá lélegu félagi. Okkur gekk
vel fyrsta árið sem ég var úti og allt
var sett á að komast upp í 1. deild í
Belgíu. En herzlumuninn vantaði
og fjárhagsörðugleikar ollu því að
selja varð leikmenn og þjálfari var
ráðinn úr röðum leikmanna. Það
hallaði einnig undan fæti hjá mér
— ég var óheppinn að því leyti, að
eiga í stöðugum meiðslum og vistin
í Belgíu varð heldur döpur. Ég frétti
að Royale Union hefði fallið alla
leið niður í 4. deild — slíkt var
hrunið hjá félaginu. En þetta var
dýrmæt reynsla — sem ég undir
engum kringumstæðum vildi prófa
á nýjan leik. Atvinnumennska er
ekki bara dans á rósum"
— Hvaða möguleika telur þú, að
Víkingur hafi á að verja íslands-
meistaratitilinn?
„Við höfum ekki byrjað íslands-
mótið of vel — en þrátt fyrir það þá
tel ég möguleika okkar allgóða. Ef
við náum að leika jafna leiki, détt-
um ekki niður á plan meðal-
mennskunnar, þá eigum við vissu-
lega möguleika. En það verður erf-
itt, jafnvel þó ég telji Víking hafa
betra liði á að skipa en í fyrra. Leik-
menn eins og Aðalsteinn Aðal-
steinsson, Heimir Karlsson, Jó-
hann Þorvarðarson og Ómar Torfa-
son verða allir sterkari í sumar, að
ég tel. En spurningin er í raun
hvernig önnur lið leika í sumar,
hvort þau hafa tekið meiri framför-
um en við“
og þá loksins vann ég mót með Vík-
ingi,“ segir ögmundur.
Byrjaði seint í marki
Eins og svo margir markmenn
byrjaði Ögmundur ekki að leika þá
stöðu strax. „Ég byrjaði ekki að
leika í marki fyrr en á seinna ári í 3.
flokki. Það vantaði mann í markið
og Kort Sævar fékk mig til þess að
fara í markið. Ég fann mig eins og
skot í markinu og það hefur verið
mín staða síðan. Árið 1971 var ég
fyrst varamarkmaður í meistara-
flokki og var það fram á árið 1974.
Diðrik var upp á sitt bezta á þessum
árum og var í landsliðinu og ég fékk
því skiljanlega fáa leiki. Haustið
1974 stóð ég á krossgötum, ég sá að
ekki gat ég endalaust setið á bekkn-
um. Eg hafði um tvennt að velja, að
fara í annað félag eða hreinlega
hætta"
— Og hvað varð fyrir valinu?
„Ég ákvað að hætta. En sú á-
kvörðun breyttist strax um vetur-
inn. Ég var að læra prent í Guten-
berg með Jóni Hermannssyni og
Jón plataði mig og Birgi Einarsson
úr Val til að byrja að æfa með Ár-
manni, en hann var þjálfari þar.
Það varð úr að ég spilaði með Ár-
manni næstu þrjú árin. TVö árin,
þegar Hólmbert Friðjónsson þjálf-
aði okkur vorum við í 3. sæti í 2.
deild og aðeins feti frá 1. deild. Árið
1978 ákvað ég að breyta til. Mig
langaði mest í Víking en óttaðist að
fara beint á bekkinn aftur svo að ég
valdi Fylki, sem þá var að koma upp
í 2. deild í fyrsta skipti. í Fylki var
ég í fjögur ár og líkaði mjög vel.
Okkur gekk ágætlega og hápunkt-
urinn var þegar við unnum Reykja-
víkurmótið 1981. Ég var samt alltaf
í viðbragðsstöðu og beið eftir að
Diðrik hætti, þá ætlaði ég að ganga
aftur í Víking"
Tækifærið kom 1982
— Og tækifærið kom svo eftir
íslandsmótið 1981?
„Já, eftir íslandsmótið 1981, þeg-
ar Víkingur varð íslandsmeistari í
fyrsta skipti í 57 ár, ákvað Diðrik að
hætta. Um veturinn tilkynnti ég
félagaskipti yfir í Víking. Það voru
auðvitað mikil viðbrigði að koma
yfir í Víking því þótt vel væri að
málum staðið hjá Fylki var allt með
öðrum brag hjá Víkingi, enda
miklu stærra félag. Nú auðvitað
voru viðbrigðin mikil að kynnast
félaginu aftur eftir öll þessi ár, þar
hafði orðið gjörbreyting, Víkingur
orðinn stórveldi í íþróttum. Nú, það
var mikil breyting að koma til þjálf-
arans Youri Sedovs. Það opnaðist
nýr heimur þegar maður kynntist
honum hann er frábær þjálfari. Við
Sigurjón Elíasson kepptum um
markmannstöðuna og Youri vildi
ekki gera upp á milli okkar fyrir
fyrsta leikinn í Reykjavíkurmótinu
og sagði að við ættum að gera það
upp milli okkar tveggja. Við fórum
út á völl, tókum steina í annan lóf-
ann og völdum. Ég sá að Sigurjón
kreppti annan meira en hinn og
vann hlutkestið. Við unnum 1:0 og
ég varði vítaspyrnu. Ég hélt stöð-
unni og hef verið í markinu síðaní‘
— Varst þú nokkuð hræddur að
koma úr 2. deild upp í 1. deild?
„Nei, ég var ekkert hræddur og
ég fann mig vel í markinu í fyrra-
sumar. Ég vil meina að ég hafi verið
þokkalega góður markmaður tvö
síðustu árin með Fylki en ég var
ekki í sviðsljósinu frekar en aðrir
leikmenn 2. deildar. Ég var ekkert
betri markvörður í fyrra en árið áð-
ur hjá Fylki en ég var óþekktur
markmaður og fékk því betri krítík
en ella. Staðreyndin er sú að margir
strákar í 2. deild geta vel spjarað sig
í 1. deild“
Árangurinn í fyrra fór
fram úr björtustu vonum
— Gerðir þú þér miklar vonir í 1.
deildinni með Víkingi?
„Ég gerði mér ekki of háar hug-
myndir, en innst inni vonaði ég auð-
vitað að við héldum íslandsmeist-
aratitlinum. Árangur sumarsins fór
auðvitað fram úr mínum björtustu
vonum, við urðum Reykjavíkur-
meistarar, meistarar meistaranna
og loks íslandsmeistarar. Það var
rosaleg spenna í síðasta leiknum
gegn Skagamönnum og ég man að
síðustu 3-4 mínúturnar voru óskap-
lega lengi að líða og við Stebbi Hall-
dórs gerðum ekki annað en telja
hvor öðrum trú um að við værum
að verða meistarar. Það var ólýsan-
legur fögnuður þegar leikurinn var
flautaður af og við vorum meistar-
arí‘
— Nú spiluðuð þið eftirminni-
legan leik á Spáni gegn Real Soici-
dad, var það ekki mikil upplifun?
„Jú, ferðin til Spánar var há-
punktur sumarsins. Samheldnin í
hópnum var hreint ótrúleg, þarna
voru menn komnir saman til þess
að ljúka ákveðnu verkefni, þetta
var lokapunkturinn á erfiðu en ár-
angursríku sumri. Ég var auðvitað
hissa hvernig leikurinn þróaðist og
að tapa aðeins 2:3 gegn þessu sterka
atvinnumannaliði, sjálfum Spánar-
meisturunum, var auðvitað hreint
ótrúlegt.
Móttökurnar voru frábærar í alla
staði, jafnvel smáatriðin voru þaul-
hugsuð hjá Spánverjum. Ég get
nefnt eitt atriði því til staðfestingar.
Á æfingu daginn fyrir leikinn var
óskaplegur hávaði í hátölurum
beint fyrir aftan markið. Þetta fór
mjög í taugarnar á mér og ég gat
ekki einbeitt mér. Ég bað um að
slökkt yrði á þessu en það fékkst
ekki fram. Það var ekki fyrr en
löngu seinna að ég fekk skýringu á
þessu. Það var verið að líkja eftir
hávaðanum frá áhorfendum og
venja okkur við hann!
— Hvernig lýst þér á sumarið?
„Mér lýst ekkert illa á það. Við
erum seinir í gang en ég hef þá trú
að við blöndum okkur í toppbarátt-
una með Akranesi og Val. Ég vona
svo bara að við verðum heppnir í
Evrópukeppninni, Liverpool er
óskalið númer eitt, tvö og þrjú!‘
Shrtmps lcoiandtc Seafood Producl Coohed an|
RÆKJUR
k. A A A A
KET: 2000 gr. Djúptrysl - Quick Irozsn asco
jrsAz'án*
L A A X 1
Saltfiskur Humar Rauðspretta
Lúða Skelfiskur Harðfiskur
Rækja Skötuselur Lax
Ýsa Steinbítur Silungur
Fæst í matvöruverslunum
Sími 86722