Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 5 Ingrar Kristjánsson, sprengisérfræAingur fest vid merkiduflid. Ljósmynd Kristján JónsNon. Merkidufl gert óvirkt Landhelgisgæzlan gerði fyrir skömmu merkidufl á Syðri- Steinsmýrarfjöru óvirkt. Það var Ingvar Kristjánsson, sprengisér- fræðingur Gæzlunnar, sem gerði merkiduflið óvirkt. Nokkuð er um það, að merkidufl reki á land og fyrir nokkrum dögum varð vart við annað dufl á Stýjafjöru I Meðallandssveit. Að sögn Gæzlunnar aðstoðaði Hörður Davíðsson lögreglurnað- ur Gæzlumenn við að finna og komast að merkiduflinu. Dufl af þessu tagi eru notuð við ýmsar æfingar til að merkja staði á sjó. Er þeim venjulega varpað úr flugvélum og eiga þau að opnast og brenna er þau lenda í sjónum og senda þannig frá sér ljós- eða reykmerki. Fyrir kemur, að dufl- in virka ekki og berast þau þá oft á land. Hættulegt er fyrir ókunnuga að fást við duflin, því þau geta sprungið við það og brunnið og skaðað fólk. Eru duflin gerð óvirk á þann hátt, að sprengiefni er fest við þau og duflin síðan sprengd. Baldur Jónsson rektor er látinn Látinn er í Reykjavík Baldur Jóns- son, rektor Kennaraháskóla íslands. Hann var fæddur 31. október 1923 að Mel í Skagafirði, sonur hjónanna Jóns Eyþórs Jónassonar bónda þar og Ingibjargar Magnúsdóttur. Baldur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 og rand. mag. í íslensk- um fræðum frá Háskóla íslands 1952. Hann lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla íslands 1953 og stundaði framhaldsnám 1 norrænum þjóðfræðum (þjóðsagna- og þjóðháttafræði) viö Uppsalahá- skóla 1954—55. Baldur var þingritari á Alþingi á árunum 1948—51; kennari við Miðskólann á Selfossi 1952—54; við skóla gagnfræðastigsins í Reykja- vík 1955—64; Kennaraskóla íslands og síðan Kennaraháskóla íslands frá 1964. Hann var konrektor 1%7—75 og rektor frá 1975. Þá átti hann sæti í ótal nefndum og ráðum tengdum starfi sínu. Meðal rit- starfa hans má nefna þýðingu á bók Ivars Orgland: Stefán frá Hvítadal. Maðurinn og skáldið, Rvík 1%2. Eftirlifandi kona hans er Jó- hanna Jóhannsdóttir, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur, og eignuðust þau þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Skagafjörður: Sjötíu og eins árs kona ferst í bílslysi FULLORÐIN kona, Jakobína Pálmadóttir til heimilis að Háaleit- isbraut 43, Reykjavík, beið bana þegar harður árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða á þjóðveginum skammt frá Ytri-kotum f Norðurár- dal í Skagafiröi á laugardag. Jakob- ína lést á leið í sjúkrahús á Sauö- arkróki. Hún var 71 árs að aldri, fædd 1. aprfl 1912. Lögreglunni á Sauðárkróki barst tilkynning um að harður árekstur hefði orðið í Norðurárdal um klukkan 14 á laugardag. Lög- reglumenn fóru á vettvang ásamt tveimur sjúkrabifreiðum frá Sauðárkróki og einum úr Varma- hlíð. Sjö manns voru í bílunum og var flest fólkið flutt til Sauðár- króks og gert að meiðslum, sem munu ekki talin alvarleg. Báðar bifreiðirnar voru af Stór-Reykjavíkursvæðinu og eru gerónýtar. Agnar Breiðfjörð forstjóri látinn LÁTINN er í Reykjavík Agnar G. Breiðfjörð, blikksmíðameistari, for- stjóri Breiðfjörðsblikksmiðju h/f. Hann var fæddur 14. október 1910, sonur hjónanna Guðrúnar Bjarna- dóttur og Guðmundar J. Breiðfjörð, blikksmíðameistara. Agnar var á yngri árum virkur þátttakandi í íþróttum og hlaut við- urkenningu fyrir knattspyrnu og fimleika. Árið 1952 fann Agnar upp flotvörpu og fékk einkaleyfi á henni í mörgum löndum. Ennfremur fann hann upp hagkvæm steinsteypumót, tengimót, sem náð hafa miklum vinsældum. Árið 1980 hlaut Agnar heiðursverðlaun frá verðlaunasjóði iðnaðarins. Heiðursverðlaunin veru veitt fyrir ýmsar uppfinningar er hagnýttar hafa verið í þágu at- vinnulífs landsmanna og fyrir ára- tuga farsæl störf í þágu íslensks iðnaðar. Eftirlifandi kona hans er Ólafía Bogadóttir Breiðfjörð og eignuðust þau fjóra syni. ir festing fyrir létta og þunga hluti. hefur grip og hald. UMMuECB fœst í flestum byggingavöruverslunum. Ólafur Kr. Guðmundsson c/oTrévirki hf. „Allir fagmenn hljóta að þekkja Thorsmans boltana og vita um þeirra festigetu, enda er Thorsmans nafnið gæöamerki sem allir geta treyst." Ef óskað er eftir sýnishornum af ofanskráðu efni frá Thorsmans þá góðfúslega fyllið út þennan miða. Sýnishornin eru send án endurgjalds. X Nafn: Heimilisfang: Staöur: JOHAN RÖNNING HF£m%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.