Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 27 Lovísa Einarsdóttir formaður FSÍ: „Þetta er geysilega mikið puð“ FIMLEIKASAMBAND íslands var stofnaö 17. maí árið 1968 og átti því 15 ára afmæli á þessu ári. Síöastliðin tvö ár hefur Lovísa Einarsdóttir setið þar viö stjórn og farist það vel úr hendi. Mbl. ræddi viö hana fyrir skömmu um FSÍ og þaö sem framundan er hjá fimleikafólkinu okkar. Hvernig líkar þér að starfa sem formaður FSÍ7 — Ég hef mikinn áhuga á fim- leikum, annars væri maöur aö sjálfsögöu ekki aö standa í þessu. Þetta er geysilega mikiö puö, sér- stakiega þegar eitthvaö mikiö stendur til eins og landskeppnin viö Skota á dögunum. Þaö er mik- iö undirbúningsstarf sem þarf aö vinna og í mörg horn er aö líta til aö allt gangi snuröulaust fyrir sig þegar á hólminn er komiö. Þetta er í rauninni þaö mikil vinna aö maö- ur á ekki neinar tómstundir núorö- iö, þaö eru miklar kvaöir á því fólki sem starfar í forustunni fyrlr svona íþróttasamtökum. Þaö er nú einu sinni þannig aö ef viö náum í ein- hvern sem getur stjórnaö móti svo vel sé, þá losnar sá hinn sami ekk- ert á næstunni, og þannig er um fleira, ef fólk tekur eitthvaö aö sér og gerir hlutina vel þá eru þeir fastir i netinu og losna ekki svo auðveldlega úr því aftur. Viö í aöalstjórninni fáum ungt fólk frá félögunum til aó starfa fyrir okkur en þrátt fyrir aö þaö sé allt af vilja gert aö starfa vel þá tekur mikinn tíma aö koma þessum krökkum inní hlutina, en félögin þurfa á öllum reyndum starfskröft- um aó halda sjálf þannig aó þaó veröur ekki breyting á þessu á næstunni. Ég vil taka þaö skýrt fram aö meö þessu er ég ekki aö lasta þessa krakka, þau hafa áhuga á aö starfa vel, og gera þaó, en þaö tekur alltaf langan tíma aö koma þeim inní málin. Þú nefndir landskeppnina viö Skota hér é undan, hvernig stöndum viö í fimleikum gagn- vart öörum þjóöum og þé helst okkar négrönnum? — Þaö má segja aö Danir standi okkur næst hvaö getu snertir og má þar nefna sem dæmi aö Kristín Gísladóttir sló þeim dönsku viö á slánni í fyrra og þaö sama má segja um strákana okkar. Okkur hefur einnig gengiö vel í Luxemborg, þar varö Axel Bragason í ööru sæti í sínum ald- ursflokki á síöasta móti sem viö tókum þátt í þar. Stúlkurnar frá Gerplu hafa einnig komiö vel út í keppnum viö Luxemborg, þær uröu i fyrsta sæti í sveitakeppninni þar í annaö skiptiö sem viö höfum keppt þar og í þriöja sæti í hitt skiptiö. Ekkl má gleyma því aö gagnvart Skotum erum viö á upp- leið miðaö viö hve vel viö stóöum okkur á móti þeim nú á dögunum, en þar náöum viö mun betri ár- angri en þegar viö heimsóttum þá í fyrra. Þaö sem hrjáir okkur mest er hversu snemma viö missum fólk út úr íþróttinni og svo viröist sem á næstunni komi millibilsástand þar sem okkur vantar fólk til aö taka viö af þeim sem nú fara aö hætta hvaö úr hverju. Okkur vantar líka meiri breidd, viö höfum hæfileika- fólk hér til aö gera góöa hluti í fimleikum og svo einnig fólk sem dvelst erlendis og hefur gengiö vel þar, en þaö er of stórt bil á milli þeirra sem nú eru aö keppa og svo aftur niöur í börnin og viö þurfum aö passa uppá að þaö komi ekki aftur fyrir aö slíkt bil myndist. Ég get nefnt sem dæmi aö Skotar Lovísa Einarsdóttir. buöust til aö vera meö sex kepp- endur í karlaflokki en viö höfóum ekki nema fjóra. Ekki má heldur gleyma því aö í ár tókum viö í fyrsta skipti þátt í Evrópumótinu meö Kristínu Gísladóttur og var þaö eflaust stærsta afmælisgjöfin, enda gáfum viö okkur hana sjálf. Hvaö eru margir sem atunda fimleika hér é landi og hvernig er aöataöan til æfinga og keppni? — Við þurftum aö athuga fjölda iðkenda nokkuö nákvæmlega { haust fyrir alþjóöa sambandið og þá komumst vió aó því aö þaö eru um 1.500 manns sem ióka áhalda- fimleika. í sannleika sagt þá hefur verið einblínt of mikiö á áhaldafim- ieika hjá okkur og viö þurfum aö fara meira út í aörar greinar, eins og nútímafimleika. Þeir voru tals- vert stundaöir hér fyrir nokkrum árum en þegar þjálfarinn, sem var tékknesk kona búsett her á landi, hætti, þá lagöist þetta niöur. Aöstaöan til aó æfa fimleika er mjög misjöfn. Þaö eru mest félög hér í Reykjavík og nágrenni, en einnig á Akureyri og svo er aö vakna mikill áhugi í Vestmannaeyj- um. Hér á svæöinu er eitt félag sem hefur aöstööu til aó æfa allar greinar fimleika, þaö vantar á flestum stööum eitthvaö, eins og t.d. hjá Gerplu, þar vantar keppn- isgólfiö og svo mætti lengi telja. Samt tel ég aö aöstaöan hér á Reykjavíkursvæðinu sé mun betri en hjá félögunum úti á landi. Auk þess aö vera meö ónóga aöstööu þá fáum viö mjög slæma tíma í sumum íþróttahúsum borgarinnar. Þaö hefur komiö fyrir aö viö eigum aö vera meö börn á æfingum seint á kvöldin, en þaö nær auövitaö ekki nokkurri átt. Ég held aö þaö sé vaxandi áhugi á fimieikum og get ég nefnt sem dæmi aö þegar viö vorum meö þjálfara og dóm- aranámskeiö í vetur þá komu nokkrir þátttakendur utan aö landi og ég er aö vonast til aö þaö eigl eftir aö skila sér i auknum iök- endafjölda. Ég held ég veröi aö nefna þaö aö þegar veriö var aö byggja íþróttahöllina á Akureyri þá var haft samband viö okkur og viö beöin um upplýsingar um hvernig best væri aö hafa festingar og fleira í sambandi viö fimleika, nokkuö sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar. • Þessi hópur fré fimleikadeild Stjörnunnar (Garöabæ sýnir nú (júní og júl( í Svíþjóö og é Ítalíu, en tveir aörir hópar frá islandi taka einnig þétt ( þessum hátíöum. Sýndar veröa allar greinar fimleika, en auk þessa hóps fré Stjörnunni, sem sýnir undir stjórn Lovísu Einarsdóttur, fara 8 stúikur fré Björk í Hafnarfiröi undir stjórn Hlínar Árnadóttur og 15 konur úr Hressingarleikfimi Ástbjargar Gunnarsdóttur undir hennar stjórn. Eruö þiö ekki meö þaö ( huga aö byggja ykkar eigiö hús? — Þaö er auövitaö óskadraum- ur sem viö leyfum okkur aö leiöa hugann aö ööru hvoru, en þaö er svo langt í þaö ennþá aö óhætt er aö segja aö þaö sé ekki nema draumur. Þörfin á svona húsi er mjög mikil, þaö er enginn vafi á því en ég get ekki séð hvernig hægt væri aó fjármagna svona mikiö fyrirtæki. Forráöamenn FSi eru allt aö því betlandi í fyrirtækjum hér á Reykjavíkursvæóinu og þetta lend- ir mikiö á sama fólkinu þannig aö þaö er ekki á þaó bætandi aó út- vega fjármagn í eina íþróttahöll. Þaö sem er að fara meö okkur eru þessir eilífu tækjaflutningar, t.d. ef viö erum meö mót í Laugardaishöll þá vantar þar tvíslá o.s.frv. Annars höfum viö veriö heppin i vetur að flest mót hafa veriö haldin í Höll- inni. Þaö væri mikill munur aö eiga hús þar sem öll tæki stæöu uppi og hægt væri að æfa þar og keppa, þaö væri vit í því. Hvernig finnst þér skólakerfið og fjölmiölar standa aó fimleik- um? — Þaö er nú dálítiö erfitt aö fara fram á aö öll íþróttahús hafi fullkomin tæki til fimleikaiökunar því þau eru svo dýr, en ég tel aö í skólunum sé hægt aó gera betur • Heimsmetiö i 6 daga hjólreiöa- keppni eiga Þjóöverjarnir Rich- ard Huschke og Franz Krupkat. Þeir hjóluðu samtals 4.544,2 kíló- metra og voru 144 t(ma aö þv(. Þaó svarar til aö meöalhraöi þeirra hafi verió 31,5 km é klst. Ekki er hægt aö segja annaö en met þetta sé nokkuð komiö til éra sinna því þaö var érió 1924 sem þaö var sett og í Berlín. en gert er í dag. Þaö er þannig í dag aö veriö er aö hringlast í öllum iþróttum án þess aö gera neinni íþrótt sæmileg skil. Þetta verður aö laga. Til þess aö fimleikar fái þar sæmilegan sess þá er þaö frumskilyrði aö húsin séu sæmi- lega tækjum búin, en þaö kostar töluveröa peninga. Hvaö varöar fjölmiölana þá hafa þeir skánaö mikið í vetur og því vil ég sem minnst segja um þá á meö- an þeir eru á réttri leiö fyrir okkur. Samt verö ég aö segja aö okkur finnst stundum furóulegt mat þeirra á hvaö sé frétt og hvaö ekki. Þaö hefur komið fyrir aö þegar viö erum aö keppa á minniháttar mót- um þá er þeim gert mjög góö skil í fjölmiölum, en þegar okkur finnst viö vera aö fara út i meiriháttar fyrirtæki þá er ekki stafur um þaö. Hvaó er þaö helsta sem er framundan hjé FSÍ7 — Þaö sem er næst á dag- skránni er aö í sumar förum viö meö hópa á fimleikahátíðir sem eru árlega haldnar í Evrópu. Aö þesu sinni förum viö á tvær slíkar. Tveir hópar fara á hátíö sem haldin er á Italíu, en þaö eru stúlkur úr Björkinni, og svo verö óg meö einn hóp í kvennaleikfimi. Síðan er ann- ar hópur kvenna sem fer til Sví- þjóöar og veröur þar meö leikfimi • Fyrstu 6 daga hjólreióakeppn- innar sem fram fóru í Ástralfu voru é érunum 1912 og 1913 og fóru fram undir berum himni i Melbourne og Sidney. Þaó hafói heilmikla erfiöleika í för með sér, einkum þó keppnin í Melbourne. Rigndi svo mikið meöan é keppn- inni stóö aó keppnisdagarnir uröu 9 í staö 6. undir stjórn Astbjargar Gunnars- dóttur. I haust ætlum viö að ráöst í stórverkefni en þaö er aö fá hingaö þrjátíu manna hóp frá Kína og munu þeir sýna fimleika og fleira, en þetta var einnig gert áriö 1975 eins og fólk man eftir. Kín- verjarnir munu sýna hérna í Laug- ardalshöll í október og er ekki aö efa aö þar verður stórkostleg sýn- ing á feröinni, enda Kínverjar meö mjög góöa fimleikamenn. Þaö skal tekiö fram aö viö erum ekki ein um aö fá þennan hóp hingað, því aö viö gerum þetta í samvinnu viö kínversk-islensku menningarsam- tökin (KÍM). Þá má einnig geta þess aö viö höfum nú auglýst eftir umsóknum um fjárhagsaöstoö til þeirra sem áhuga hafa á aö leggja stund á fimleikakennslu og/ eöa þjálfun. Viö viljum meö þessu styöja vlö bakið á þeim sem áhuga hafa á þessu, en fjármagniö fáum viö úr minningarsjóði um Áslaugu Ein- arsdóttur en hann var stofnaöur í fyrra og hefur áskotnast talsvert fé í hann. Ætlar þú aö vera lengi í þesau starfi hjé FSÍ7 — Ég hef nú ekki hugleitt þaö en ætli ég veröi ekki eitthvaö áfram svo lengi sem ég gerl gagn | og fólk vill hafa mig áfram. gyg • Kenny Saneom ku etska déttur sfna heitt og víst er aö hún gerir slíkt hið sama, þ.e. elskar hann. Alla vega sýnir hún honum ést sína é þessari mynd þar sem Nat- alie hefur gefió fööur sinum skyrtubol meö életruninni: „To daddy — love, Natalie“ — Til pabba meö éstarkveóju fré Nat- alie. • Jé, margur er knér þótt hann sé smér. Alfred Letourneurer mældist aöeins 1,49 é hæö meö- an hann keppti í hjólreiöakeppn- um. Engu aö síöur sigraöi hann tuttugu og einu sinni ( 6 daga keppnum, en þó aldrei í heima- landi sínu, Frakklandi. % • Ekki alls fyrir löngu rékumst vió é grein um fimleika é íslandi i ritinu „World Gymnastics" sem er mjög vandað timarit um fimleika. í grein- inni er rakin saga fimleika é Islandi ( stuttu méli, síöan er rætt um samskipti við önnur lönd og i þvi sambandi minnst é NM unglinga sem hér var haldiö í fyrra og loks talaö um landskeppni okkar við Skota sem héó var ytra é síóasta éri. Af þessari grein sést aö fimleikafólk i heiminum í dag veit aö ísland er til og aó þar eru stundaöir fimleikar, en þeir é ritstjórninni voru greinilega ekki alveg vissir um hvar é hnettinum þetta ísland er, og settu þaö sem eyju í Miójaróarhafinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.