Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
Ileimsókn Jóhanncsar l’áls pála II í l'óllandi
Jóhannes Páll páfí II. ásamt Joszef Glemp erkibiskupi og bandaríska kardin-
álanurn Krol. Myndin var tekin þegar páfi taladi til einnar milljónar manna
við klaustrið í Jasna Gora en þar var þess minnst, að 600 ár eru liðin frá
stofnun þess. AP.
Frá Poznan heldur páfi til
Katowice og mun flytja þar
messu í kvöld. í Katowice er
mikil kola- og stálframleiðsla
og verkamenn þar voru meðal
einörðustu stuðningsmanna
Samstöðu. Nú er þar allt með
kyrrum kjörum. „Fólkinu hef-
ur verið mútað til að þegja,“
sagði einn fyrrum félagi í
Samstöðu og átti þá við, að
verkamönnum á þessum slóð-
um væri nú borguð allt að fjór-
föld þau laun, sem tíðkast í
landinu. Aðrir segja, að ástæð-
an sé sú, að lögreglueftirlitið
sé meira í Katowice en víðast
annars staðar og að fólk óttist
að lenda á svörtum lista hjá
yfirvöldunum.
í Wroclaw, sem páfi kemur
til á morgun, þriðjudag, er
mikil ólga undir niðri. „Hér í
borg er fólk mjög þjóðernis-
sinnað eins og raunar annars
staðar í Póllandi," sagði prest-
ur nokkur í borginni. „Og 90%
borgarbúa styðja Samstöðu
svo ekki sé tekið of djúpt í ár-
inni. Að vísu óttast margir
lögregluna, táragasið og kylf-
urnar, en það er erfitt að finna
þann mann, sem mælir gegn
Samstöðu."
Poznan, Katowice og Wroclaw:
í
landinu
Poznan, Póllandi, 20. júní. AP.
ÞESSI síðasta vika heimsóknar
Jóhannesar Páls páfa II í Pól-
landi verður e.t.v. erfiðasti hluti
ferðarinnar og sá sögulegasti þar
sem leið hans nú liggur til
þriggja borga þar sem andstaða
almennings við stjórn kommún-
ista hefur verið hvað mest. Þess-
ar borgir eru Poznan, Katowice
og Wroclaw og í þeim öllum hef-
ur blóðið flotið um stræti í upp-
reisnum pólsks verkalýðs gegn
kúgurum sínum.
Páfi mun augljóslega þurfa
að huga vel að orðum sínum til
að ekki sé hætta á að upp úr
sjóði og reyna að þræða meðal-
veginn milli hins pólitíska
raunveruleika í Póllandi og
vona fólksins. Poznan, þar sem
páfi kom í dag, er mikil iðnað-
Beðið og vonað
Lech Walesa og kona hans hafa fylgst með heimsókn páfa í sjónvarpinu og
enn er ekkert vitað hvort eða hvenær þau hjónin og börn þeirra fá að hitta
páfa. ap.
arborg og býr enn að þýskum
hefðum frá því að Þjóðverjar
réðu henni fyrir fyrra stríð.
Þar reis pólskur verkalýður
fyrst upp gegn stjórn komm-
únista, árið 1956, en uppreisn-
in var bæld niður af hörku og
70 manns lágu eftir í valnum.
„Það er komið nóg af blóðs-
úthellingum. Við viljum frið en
við vonum líka, að betri tímar
renni upp fyrir þjóðinni," sagði
kona nokkur, sem hafði verið
að biðjast fyrir við minnis-
merkið um verkamennina, sem
féllu fyrir kúlum lögreglunnar
árið 1956. „Já,“ sagði hún og
benti á minnismerkið, sem
Samstaða reisti árið 1981,
„þetta er allt, sem eftir er af
Samstöðu. En Samstaða lifir í
hjörtum okkar og þaðan getur
enginn upprætt hana.“
„Ég ann ykkur
af öllu hjarta“
- sagði Jóhannes Páll páfi þegar ein milljón manna fagnaði honum í Jasna Gora
('zestochowa, Póllandi, 20. júní. AP.
í RÆÐU, sem Jóhannes Páll páfi II flutti við klaustrið í Jasna Gora sl.
laugardag, bar hann lof á þá pólska verkamenn, sem hefðu risið upp gegn
kúguninni og stofnað Samstöðu, hin óháðu verkalýðsfélög. í fyrsta sinn í
heimsókninni tók hann sér orðið „samstaða'* í munn og brutust þá út
gífurleg fagnaðarlæti meðal fólksins, einnar milljónar manna, sem komin
var saman á þessum mikla helgistað.
f ræðunni, sem páfi helgaði
pólskri æsku, þakkaði hann lönd-
um sínum fyrir að hafa sýnt „sam-
stöðu með þeim, sem hefðu verið
handteknir, fangelsaðir og reknir
úr vinnu og með fjölskyldum
þeirra". Orðið „samstaða" átti
þarna ekki beint við verkalýðsfé-
lögin, sem stjórnvöld hafa bannað,
en það var eins og fólkið hefði ver-
ið að bíða eftir þessu eina orði, svo
mikill var fögnuðurinn. Fánar og
borðar voru hafnir á loft, sem á
var letrað: „Gdansk hefur sam-
stöðu með páfa“, „Við munum
bera sigur úr býtum" og „Sýnum
samstöðu, pólska þjóð“.
Gríðarmiklir hátalarar báru orð
páfa út yfir mannfjöldann, sem
var eins og hafsjór yfir að líta.
Þegar páfi bjóst til að tala hrópaði
fólkið nafn hans og söng heilla-
sönginn „Sto lat“, sem þýðir „Megi
hann lifa í hundrað ár“. Páfi tók
undir með djúpri barytónrödd en
rétti loks upp hönd og spurði:
„Finnst ykkur ekki rétt að leyfa
manni nokkrum frá Róm, sem
staddur er í Jasna Gora í Póllandi,
að tala?“ Fagnaði þá fólkið enn
einu sinni. „Eg ann ykkur af öllu
hjarta," sagði páfi og táraðist.
Ekkert er enn vitað um það
hvenær Lech Walesa og fjölskyldu
hans verður leyft að hitta páfa að
því er talsmaður hans sagði fyrir
helgi. Stjórnvöld, sem jafnan
vitna til Walesa sem „fyrrverandi
formanns fyrrverandi verkalýðs-
félags", ætluðu sér að koma í veg
fyrir að hann næði páfafundi en
féllust loks á það fyrir orð kirkj-
unnar manna og páfa sjálfs að því
sagt er. Orðrómur hefur verið á
kreiki um að yfirvöldin ætli að
draga fundinn fram á siðasta dag
en engin vissa er fyrir því enn.
í Jasna Gora talaði Jóhannes
Páll páfi einnig sérstaklega til
kirkjunnar manna og trúaðs fólks
frá Szczecin (Stettin), sem komið
hafði til fundar við hann, og þótti
þá miklu berorðari en fyrr í heim-
sókninni.
Þrjár borgir - táknrænar
fyrir kúgunina
Ný von fyrir ófrjóar konur:
Þungun af völd-
um eggjaflutnings
('hkago, 20. júní. AP.
Háskólar í Búdapest:
Bandarískir prófess
orar með fyrirlestra
BúdapeNt, 20. júní. AP.
ÞRJAR ófrjóar konur hafa að
undanförnu freistað þess að verða
þungaðar með nýrri aðferð. Hún
er í því fólgin að egg annarra
kvenna eru frjóvguð með sæði
eiginmanna kvennanna þriggja,
en síóan hefur eggjunum verið
komið fyrir í legi þeirra.
Sú fyrsta sem gekkst undir
„aðgerð" þessa varð ófrísk, en
lét eyða fóstrinu í vor. Hinar
konurnar tvær fóru í aðgerðina
í síðustu viku og því óljóst enn
hvernig tekist hefur til. Unnið
hefur verið að þróun þessarar
nýju tækni við háskólann í
Kaliforníu þrjú síðustu árin og
stjórnandinn, John Buster, seg-
ir: „Það er aðeins tímaspursmál
hvenær fyrsta barnið lítur
dagsins ljós.“ Buster og sam-
starfsmenn hans eru svo bjart-
sýnir á árangurinn, að þeir
reikna með því að hver sem er
geti eignast barn með þessum
hætti í Kaliforníu innan sex
mánaða og hvar sem er í Banda-
ríkjunum fljótlega upp úr því.
„Slíkir eggjaflutningar hafa
verið stundaðir hjá dýrum,
einkum nautgripum, allt frá því
síðast á síðustu öld. Hefur þetta
ekki verið stundað hjá mann-
skepnunni fyrr en nú. Buster
sagði að tilraunirnar hefðu
valdið fjaðrafoki hjá ýmsum
trúarhópum og einnig meðal
margra lögfróðra. En hann
varði starf sitt með því að segja:
„Þetta gæti hjálpað þúsundum
ófrjórra hjóna að eignast börn.
Ég sé ekkert rangt við það.“
YFIRVOLD í llngverjalandi hafa
fallist á að leyfa bandarískum pró-
fessorum að kenna sögu Kandaríkj-
anna og fleira við háskólann í Búda-
pest. Er slíkt talið nær einsdæmi þar
sem Austur-Evrópuríki á í hlut.
Talsmaður við bandaríska
sendiráðið í Búdapest sagði í sam-
tali við fréttamenn, að samið hefði
verið um tíu ára kennslutímabil,
en þó verður málið endurskoðað
eftir fimm ár. Bandarísku kennar-
arnir munu halda fyrirlestra um
bandarískan lífsstíl, menningu,
tungumál og bókmenntir svo eitt-
hvað sé nefnt. Hver kennari mun
dvelja í Búdapest frá einu ári upp
í þrjú ár. „Við teljum þetta stórt
og mikið framfaraskref í sam-
skiptum og sambúð Banda-
ríkjanna og Ungverjalands," sagði
talsmaðurinn ennfremur. Hann
bætti við að ekki væri ákveðið
hvenær fyrsti bandaríski prófess-
orinn kæmi til Búdapest. Raunar
væri mikil undirbúningsvinna enn
fyrir höndum áður en kennslan
gæti hafist.