Morgunblaðið - 22.06.1983, Qupperneq 7
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983
VIÐSKIPTI
VÍÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Hafskip:
Ný tækni við flutn-
ing á mjölvörum
HAFSKIP hefur í samvinnu við viðskiptamenn sína tekið í notkun nýja
tækni við flutninga á mjölvöru úr vörugeymslum félagsins, að sögn Páls
Braga Kristjónssonar, fjármálastjóra Hafskips.
„Með þessari nýju tækni spar- vörugeymslu Hafskips. Þessi síló
ast mikill kostnaður við af- eru tvö. Þau eru fest á flutnings-
greiðslu, þar sem hún gengur vagn og geta tekið samtals um 10
nánast sjálfkrafa fyrir sig, og tonn í ferð,“ sagði Páll Bragi.
gamli sekkjaburðurinn er nú úr „Hjá viðskiptavinunum er síð-
sögunni," sagði Páll Bragi enn- an á sama hátt síló, sem hveitinu
fremur. er dælt í af vögnunum, þannig að
hagræðið af þessu er augljóst og
Páll Bragi sagði, að hveiti og mikill sparnaður er þessu sam-
mjölvara væru flutt í stórum fara eins og ég sagði áður,“ sagði
sekkjum til landsins. „Innihaldi Páll Bragi Kristjónsson, fjár-
sekkjanna er síðan dælt í síló úr málastjóri Hafskips að síðustu.
Um 46,2% samdráttur
í gasolíuinnflutningi
Benzíninnflutningur hefur dregizt saman um 20%
HEILDARINNFLUTNINGUR á olíu og benzíni dróst saman um 35,5%
fyrstu fjóra mánuði ársins, í magni talið, þegar inn voru flutt samtals um
105.503,1 tonn, borið saman við 163.709,1 tonn á sama tíma í fyrra.
Verðmætaaukningin milli ára er um 17%, eða 485,45 milljónir króna á
móti 414,86 milljónum króna.
Innflutningur á benzíni dróst
saman um 20% á umræddu fjög-
urra mánaða tímabili, þegar inn
voru flutt samtals 27.397,4 tonn,
borið saman við 34.227,0 tonn á
sama tíma í fyrra. Verðmæta-
aukningin milli ára er um 35%,
eða 144,23 milljónir króna á móti
106,79 milljónum króna.
Samdrátturinn í innflutningi á
svartolíu var um 33%, þegar inn
voru flutt samtals 32.349,6 tonn
borið saman við 48.163,4 tonn á
sama tíma í fyrra. Verðmæta-
aukningin milli ára er um 35,2%,
eða 104,56 milljónir króna á móti
77,34 milljónum króna á sama
tíma í fyrra.
Gasolíuinnflutningurinn dróst
saman um 46,2% fyrstu fjóra
mánuði ársins, þegar inn voru
flutt samtals 37.1440 tonn, borið
saman við 68.994,2 tonn á sama
tíma í fyrra. Verðmætasamdrátt-
urinn milli ára er um 2,2%, eða
188,77 milljónir króna á móti
193.022 milljónum króna.
Innflutningur á flugvélabenzíni
dróst saman um 23% fyrstu fjóra
mánuðina, þegar inn voru flutt
samtals 596,9 tonn, borið saman
við 774,3 tonn á sama tíma í fyrra.
Verðmætaaukningin milli ára er
um 30%, eða 5 milljónir króna á
móti 3,85 milljónum króna.
Loks dróst innflutningur á
þotueldsneyti saman fyrstu fjóra
mánuði ársins um 30,6%, þegar
inn voru flutt 8.015,2 tonn, borið
saman við 11.550,2 tonn á sama
tíma í fyrra. Verðmætaaukningin
milli ára er um 26,6%, eða 42,9
milljónir króna á móti 33,87 millj-
ónum króna á sama tíma í fyrra.
Heíldarútflutningur drést saman um 4% janúar—aprfl sl.:
Um 54% aukning á út-
flutningi iðnaðarvara
Útflutningur af áli og álmelmi jókst um 68%
Heildarútflutningur íslendinga
dróst saman um 4%, í magni talið,
fyrstu fjóra mánuði ársins, þegar
samtals voru flutt út 191.232,8
tonn, borið saman við 198.307,5
tonn á sama tíma í fyrra. Verð-
mætaaukningin milli ára er hins
vegar um 100%, eða 4.467,5 millj-
ónir króna í ár, borið saman við
2.232,5 milljónir króna á sama tíma
í fyrra. Meðalgengi dollara fyrstu
fjóra mánuði ársins í ár er 19,97
krónur, en var 9,89 krónur á sama
tíma í fyrra. Hækkunin milli ára er
því um 102%. Þessar upplysingar
koma fram í samantekt Utflutn-
ingsmiðstöðvar iðnaðarsins.
Heildarútflutningur iðnaðar-
vara jókst á umræddu fjögurra
mánaða tímabili um 54%, í
magni talið, þegar út voru flutt
72.780,2 tonn, borið saman við
47.137,8 tonn í fyrra. Verðmæta-
aukning iðnaðarvöruútflutnings-
ins er um 154% milli ára, eða
1.253,6 milljónir króna á móti
492,7 milljónum króna.
ÁL OG ÁLMELMI
Útflutningur á áli og álmelmi
jókst fyrstu fjóra mánuði ársins, í
magni talið, um 68%, þegar út
voru flutt 39.378,6 tonn, borið
saman við 23.432,0 tonn á sama
tíma í fyrra. Verðmætaaukningin
milli ára er 215%, eða um 881,8
milljónir króna, borið saman við
279,5 milljónir króna.
KÍSIUÁRN
Kísiljárnsútflutningur dróst
saman um 22%, í magni talið,
fyrstu fjóra mánuði ársins, þegar
út voru flutt samtais 7.995,7 tonn,
borið saman við 10.271,2 tonn á
sama tíma í fyrra. Verðmætaukn-
ingin milli ára er aðeins um 24%,
eða 63,3 milljónir króna, borið
saman við liðlega 51 milljón
króna.
ULLARVÖRUR
Útflutningur á ullarvörum jókst
um 3%, í magni talið, fyrstu fjóra
mánuði ársins, þegar út voru flutt
414,0 tonn, borið saman við 400,4
tonn á sama tíma í fyrra. Verð-
mætaaukningin milli ára er um
84%, eða 130,2 milljónir króna,
borið saman við 70,7 milljónir
króna. í ullarvöru er mjög mikill
mismunur á útflutningingi ein-
stakra gerða. T.d. er mikill sam-
dráttur í útflutningi á svokölluð-
um ytri fatnaði, án prjónafatnað-
ar, og ennfremur er samdráttur í
lopa og bandi, en hins vegar góð
aukning í prjónavörum úr ull, ull-
arteppum og annarri vefjavöru.
SKINNAVARA
Útflutningur á skinnavöru dróst
saman um 38%, í magni talið,
fyrstu fjóra mánuði ársins, þegar
út voru flutt 79,3 tonn, borið sam-
an við 127,1 tonn á sama tíma í
fyrra. Þar er verðmætaaukningin
milli ára um 23%, eða 27,8 millj-
ónir króna, borið saman við 22,5
milljónir króna á sama tima 1
fyrra.
VÖRUR TIL
SJÁVARÚTVEGS
Útflutningur á vörum til
sjávarútvegs jókst um 31%, í
magni talið, fyrstu fjóra mánuði
ársins, þegar út voru flutt samtals
640,1 tonn, borið saman við 490,2
tonn á sama tíma f fyrra. Verð-
mætaaukningin milli ára er um
122%, eða 27,7 milljónir króna,
borið saman við 12,5 milljónir
króna.
NIÐURLAGÐAR
SJÁVARAFURÐIR
Útflutningur á niðurlögðum
sjávarafurðum dróst saman um