Morgunblaðið - 22.06.1983, Side 15

Morgunblaðið - 22.06.1983, Side 15
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Veiting dómaraembætta eftir Steingrím Gaut Kristjánsson, borgardómara Hinn 15. mars sl. skipaði forseti íslands að tilhlutan dómsmála- ráðherra Pétur Kr. Hafstein, stjórnarráðsfulltrúa, sýslumann ísafjarðarsýslu og bæjarfógeta á ísafirði. Af þessu tilefni urðu nokkur blaðaskrif, þar sem m.a. kemur fram að níu menn sóttu um emb- ættið, tveir héraðsdómarar, einn bæjarfógeti, tveir aðalfulltrúar við sýslumannsembætti, tveir aðr- ir fulltrúar við sýslumannsemb- ætti og einn héraðsdómslögmaður. Staðhæft er að sá sem skipaður var hefði minnsta starfsreynslu og lægsta prófið. f Tímanum 17. mars sl. er viðtal við dómsmálaráðherra þar sem hann er spurður hverjar ástæður liggi að baki veitingunni og hvað sé hæft í fullyrðingum um að hann sé með embættisveitingunni að fallast í faðma við Geirsarm Sjálfstæðisflokksins. Þessari spurningu svarar ráðherrann ekki beint heldur með þessum orðum: „Það verður að hafa það að menn segi slíkt. Ég held að þetta eigi ekkert skylt við það ég bara vel góða menn ... þegar níu sækja ... er bara einn þeirra sem er tek- inn ...“ I Dagblaðinu sama dag er haft eftir ráðherra að ekki sé endi- lega sjálfsagt að taka alltaf þann sem gegnt hefur embættum lengst, meta verði marga þætti saman, svo sem aldur, reynslu, framhaldsnám og annað. Ráð- herra leggur áherslu á að allir um- sækjendur hafi verið mjög vel hæfir. f Helgarpóstinum 18. mars sl. er haft eftir ótilgreindum heimildum að hart hafi verið lagt að ráðherra að veita Pétri til að tryggja fullar sættir í Sjálfstæðis- flokknum. í Þjóðviljanum 18. mars er vakin athygli á ætterni hins nýskipaða sýslumanns, bent á að hann sé sonur Jóhanns Haf- stein, fyrrverandi forsætis- og dómsmálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sonarsonur Júlíusar Hafstein sýslumanns og kominn af Thor Jensen og Hann- esi Hafstein í báðar ættir. í Tím anum þennan sama dag er viðtal við hinn nýskipaða sýslumann. Þar segist hann ekki sjá ástæðu til að verja gjörðir ráðherra og enn síður að setjast í dómarasæti yfir meðumsækjendunum. Hann kveðst enga dul draga á það að hann sé sjálfstæðismaður og hafi fylgt forystu flokksins að málum. Hins vegar kveðst hann hafa reynt að leggja sitt af mörkum til að efla samheldni í Sjálfstæðis- flokknum og kveðst munu gera það áfram. Við lauslega athugun kemur fram að þeir sem sóttu um emb- ættið höfðu starfað og stundað framhaldsnám eins og hér greinir. Freyr Ófeigsson héraðsdómari hefur unnið að dómstörfum við sýslumannsembættið á Akureyri í 17‘k ár, þar af sem sjálfstæður héraðsdómari í um 10 ‘k ár. Már Pétursson héraðsdómari hefur starfað að dómstörfum við sýslu- mannsembættið í Hafnarfirði í 16 ár, þar af 10 ‘k ár sem héraðsdóm- ari. Á þessu tímabili var hann um mánaða skeið við framhaldsnám í lögfræði í Kaupmannahöfn og ver- ið settur sýslumaður í ísafjarðar- sýslu um nokkurra mánaða skeið. Barði Þórhallsson bæjarfógeti hefur starfað að dómstörfum í 13 'k ár, þar af sem skipaður hér- iðsdómari í 9'k ár. Ingvar Björnsson héraðsdómslögmaður /ar við nám og vísindastörf í tvö ír eftir embættispróf en hefur síð- in starfað sem bæjarlögmaður í 2 ir og héraðsdómslögmaður í 8 ár. luðmundur Kristjánsson aðal- 'ulltrúi hefur starfað við dómstörf ;em dómarafulltrúi í 10 ár en á >eim tíma var hann um nokkurra nánaða skeið við málflutn- ngsstörf. Hlöðver Kjartanssom dómarafulltrúi hefur starfað um 8 ár við dómsmálastörf, fyrst við saksóknaraembættið en síðan við dómstörf við sýslumannsemb- ættið í Hafnarfirði. Finnbogi Al- exandersson fulltrúi hefur starfað tæp 8 ár við dómstörf sem dómarafulltrúi. Pétur Kr. Haf- stein var að loknu embættisprófi fulltrúi lögreglustjóra um eins og hálfs árs skeið, síðan við nám í þjóðarétti um eins árs skeið og eftir það fulltrúi í eigna- og málflutningsdeild fjármálaráðu- neytisins í tæplega 5 ár. í þvi starfi hefur hann starfað að mál- flutningi fyrir hönd ríkissjóðs. Guðmundur Sigurjónsson aðal- fulltrúi hefur starfað um tæplega 6 ára skeið sem dómarafulltrúi við sýslumannsembættið á ísafirði. Sýslumaður boð- inn velkominn Þann 21. fyrra mánaðar var fjallað um málið á fundi í stjórn Dómarafélags Reykjavíkur eftir að könnuð höfðu verið sjónarmið þeirra tveggja félagsmanna sem voru meðal umsækjenda, Freys Ófeigssonar og Más Péturssonar2* Engin samþykkt var gerð um mótmæli við veitingunni en stjórnarformanni falið að fjalla um pólitískar embættaveitingar á breiðum grundvelli á opinberum vettvangi. í umræðum dómenda hefur komið mjög ákveðið fram að menn telja að þegar tekið er mið af starfsreynslu umsækjenda hafi verið gengið mjög gróflega fram- hjá mjög hæfum og reyndum dóm- urum við veitingu sýslumanns- embættisins á ísafirði. Hins vegar fullnægir sá sem skipaður var öll- um formlegum skilyrðum og þeir sem best þekkja til starfa hans telja, að af honum megi alls góðs vænta. Af hálfu Dómarafélags Reykjavíkur er því ekki talin ástæða til annars en að bjóða Pét- ur velkominn í stétt dómara. Misbeiting valds í riti sínu Stjórnarfarsréttur (önnur útgáfa 1974) segir Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra, á bls. 114, að það sé ævaforn reynsla að sjaldan sé meiri hætta á mis- beitingu valds og hlutdrægni en einmitt við stöðuveitingar; nú á tímum sé hið raunverulega veit- ingavald oftast nær í höndum pól- itískra ráðherra sem freistist oft til að nota það til framdráttar flokksmönnum sínum. í ræðu á Alþingi 3. maí 1976 sagði ólafur, að hér hefði löngum gætt nokkurr- ar tortryggni í garð veitinga- valdshafa sem veitir dómaraemb- ætti, sýslumanns- og bæjarfógeta- embætti og þar þótt kenna stund- um pólitískra sjónarmiða. Hann lagði áherslu á að í sínum emb- ættaveitingum hefði hann algjör- lega fylgt lagafyrirmælum en þá hafði hann veitt samtals 34 dóm- araembætti. Hann gat þess jafn- framt, að á tímabilinu 1935 til 1965 hefðu aðeins verið veitt 68 dómara- embætti og að í æðimörgum tilfell- um hefði ekki verið farið að lögum að því leyti til að dómarastöðurn- ar hefðu alls ekki verið auglýstar. Þótt væntanlega hafi aldrei bor- ið við að ráðherra hafi gengist við því að hafa látið pólitísk sjónar- mið ráða um embættaveitingar og varið hana á þeim grundvelli, má ætla, þegar einn af þeim sem gerst þekkir til, tekur svo til orða, að það sé ekki einber þjóðtrú að flokkspólitísk sjónarmið hafi í mjög ríkum mæli ráðið gerðum veitingavaldsins við embættaveit- ingar á liðnum áratugum, ekki síst við veitingu sýslumannsembætta. Það er því engan veginn að tilefn- islausu að hér verður leitast við að fjalla um nokkur meginsjónarmið, réttmæt og óréttmæt, sem geta 2) DómarafélaK Reykjavíkur er, þrátt fyrir nafnið, félag allra dómara á landinu sem ekki hafa umtalsverð umboð99törf sam- hliða dómstörfum, en auk þeirra eixa sak- sóknarar aðild að félaginu. Steingrímur Gautur Kristjánsson „Sá stjórnandi, sem veitir manni embætti, ef annar er í ríki hans bet- ur til þess hæfur, syndg- ar gegn Guði og þjóð sinni.“,) 1) John Stuart Mill: Um frelsið, Reykjavík 1886, bls. 101, tilvitnun í Kóraninn. ráðið úrslitum við veitingu dóm- araembætta. Sjónarmið við embættaveitingar í þeirri pólitísku, lögfræðilegu og siðfræðilegu umræðu sem farið hefur fram um embættaveitingar hefur verið rætt um allmörg sjón- armið og viðmiðunaratriði sem ýmist bæri að leggja til grundvall- ar eða réttmætt væri að leggja til grundvallar við embættaveitingar. Til yfirlits má telja nokkur af helstu atriðunum eins og hér seg- ir: 1. Hæfni til starfa, almenn og sér- stök, almenn menntun, kunn- átta og sérmenntun, námsár- angur. 2. Borgaralegar dyggðir, reglu- semi, samviskusemi og dugnað- ur. 3. Starfsaldur, reynsla. Af atriðum, sem talið er að oft ráði um embættaveitingar en eng- in treystist til að verja, má eink- um nefna: 1. Pólitík. 2. Ætterni. 3. Vináttu eða óvináttu. 4. Geðþótta veitingavaldshafa. Þegar reynt er að gera sér grein fyrir hvaða hæfileika og hæfni sá þarf að hafa til að bera sem fer með dómstörf, er vert að hafa í huga að dómendur fara með einn af þremur þáttum ríkisvaldsins. Þeim ber í störfum sínum einungis að lúta löggjafanum og þó aðeins að því leyti sem vilji löggjafans kemur fram í löggjöf og að svo miklu leyti sem hún samþýðist stjórnarskrá landsins. Hins vegar mega dómendur ekki fara að fyrir- mælum stjórnvaida, hvorki ráð- herra né annarra, nema að því leyti sem slík fyrirmæli koma fram í almennum reglum, einkum reglugerðum og einungis að því leyti sem slík fyrirmæli eiga stoð í lögum. Dómendur eiga úrskurðarvald um embættistakmörk yfirvalda, og það er almenn regla að sá sem telur sig vanhaldinn í viðskiptum við stjórnvöld geti fengið hlut sinn réttan fyrir dómstólum. Það er því eitt af meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar að dómendur séu sem sjálfstæðastir gagnvart stjórn- völdum. Á þessu er þó mikiil mis- brestur og einna mesti misbrest- urinn er að veitingavaldið er í hönd- um pólitískra stjórnvalda og dómar- inn á frama sinn undir þeim. Dómendur þurfa að hafa víð- tæka og staðgóða lögfræðimennt- un til þess að geta leyst úr hinum margvíslegustu lögfræðilegu álitaefnum. En þeir verða einnig að hafa næga siðferðiskennd til þess að geta greint rétt frá röngu og sálfræðilegt innsæi til að geta metið sannleiksgildi mannlegra sönnunargagna. I umræðum dóm- enda hef ég orðið þess var að menn telja sig ekki hafa náð fullu öryggi í dómum fyrr en eftir að hafa unnið stöðugt að dómstörfum í um það bil 5 ár. Dómendum ber að forðast hvatvísi og þeir verða að hafa til að bera góða almenna skynsemi. Sagt hefur verið, að þegar dómari hefur kannað öll lögskýringargögn og rakið fyrir sér öll lagarök, þannig að gild lögfræðileg niðurstaða er fengin, þá beri honum að líta á þá niður- stöðu og spyrja sig sjálfan hvort nokkur vitglóra sé í henni út frá sjónarmiði almennrar heilbrigðr- ar skynsemi. Stjórnsýsla og dóm- störf á einni hendi Eitt af því, sem greinir íslenskt stjórnarfar og réttarfar frá skipu- lagi allra annarra ríkja sem hafa sams konar stjórnskipun, er, að hér fara sömu embættismenn með dómstörf og umboðsstörf eða stjórnsýslustörf, þ.e.a.s. sýslu- menn og bæjarfógetar. Þetta fyrirkomulag á rót sína að rekja til einveldisstjórnarformsins sem mótaðist hér smám saman frá lok- um 17. aldar en hefur verið á öru undanhaldi frá því um miðja 19. öld. Meðal þeirra umboðsstarfa sem sýslumenn hafa með höndum eru lögreglustjórn og skattheimta. Þessi störf kalla á stjórnsemi, dugnað, marksækni og vissa lagni. Lögreglustjórar þurfa að geta tek- ið skjótar ákvarðanir. Af þessu yfirliti má sjá að til að vera sýslumaður á íslandi þarf maður að vera mjög fjölhæfur, og hlýtur að vera sjaldgæft að einn maður sameini alla þessa kosti. Sem umboðsmaður ríkisvaldsins þarf hann að vera stjórnvöldum landsins trúr og hlýðinn en sem dómari má hann ekki vera það. Þegar fleiri en einn eru í boði, gætir þess að sjálfsögðu gjarna að sumir hafa fremur hæfileika og reynslu á sviði dómsmála en aðrir eru fremur taldir líklegir til af- reka á sviði stjórnsýslu, og virðist þá greinilega gæta tilhneigingar til að veita fremur þeim sem búist er við að muni ná árangri á sviði skattheimtu en öðrum sem hefur getið sér orð fyrir námsafrek og skynsamlegar lögskýringar. Þetta ýtir svo aftur undir tilhneigingu margra sýslumanna til að koma vandasömum lögfræðilegum úr- lausnarefnum af sér. Þá virðist gæta meir tilhneigingar til að láta flokkspólitísk sjónarmið ráða þeg- ar um sýslumannsembætti er að ræða og embætti forstöðumanna dómstóla en um embætti þeirra sem eingöngu fara með dómstörf, en hvort tveggja þetta er meðal fjölmargra raka fyrir þeirri skoðun að ekki megi öllu lengur dragast að skilja að dómstörf og umboðsstörf. í umræðu um embættaveitingar kemur stundum fram að menn telja að tiltekinn umsækjandi eigi rétt á starfinu af einhverjum sök- um, t.d. vegna þess að hann hefur starfað sem næstæðsti maður f stofnun og sækir nú um starf fyrrverandi yfirmanns síns, en oft er það svo, að sá sem nýtir hæfi- leika sína vel sem næstæðsti mað- ur er óhæfur stjórnandi (Péturs- lögmálið). Annar galli á þessu viðhorfi er, að í því er áhersla lögð á hagsmuni og réttindi umsækj- andans en ekki hagsmuni almenn- ings eða hins opinbera af því að embættið sé vel skipað. Stundum hefur þeirri röksemd verið hreyft í umræðum um emb- ættaveitingar, að fremur ætti að veita þeim sem áður hefði starfað við viðkomandi stofnun en öðrum utanaðkomandi (innanhússreglan eða túbureglan). Þessa skoðun tel ég hina verstu villukenningu; í fyrsta lagi af því að hún fer í bága við grundvallarregluna um að veita skuli hæfasta umsækjand- anum, en í öðru lagi, að því er varðar dómstóla, vegna þess að hún getur hæglega leitt til ein- hæfni og þröngsýni. Dómari þarf að vera sérfræðingur í að beita lög- fræðilegri ályktunaraðferð við úr- lausn dómsmála, og þessi iðn lærist best með því að takast á við hin fjölbreyttustu viðfangsefni. Frá þessu sjónarmiði eru t.d. sér- dómstólar óheppilegir, svo og þrí- greining héraðsdómstólanna í Reykjavík, en ef menn vilja við- halda þessari sérgreiningu, þarf að vera greiður gangur milli stofn- ana. Hinsvegar má verja það sjón- armið að þeir umsækjendur sem starfa fyrir í dómstólakerfinu eigi að ganga fyrir, þar sem það tak- markar möguleika veitingavalds- ins til geðþóttaákvarðana og styrkir sjálfstæði dómstólanna. Veiting dómara- embætta er póli- tískt málefni Það sem máli skiptir varðandi dómstóla er að þeir séu nægilega sjálfstæðir og óháðir til þess að geta uppfyllt þær kröfur sem til þeirra eru gerðar og að þeir séu skipaðir mönnum sem hafa þá hæfileika í nægilega ríkum mæli sem lýst var hér að framan og geti tekið afstöðu af fyllstu óhlutdrægni. Það er auðvit- að hin mesta hugsunarvilla þegar sagt er að ekki megi gæta pólitískra sjónarmiða við veitingu dómaraemb- ætta. Sjálfstæðir og óháðir dómstól- ar eru pólitískt markmið sem hinn pólitíski veitingavaldshafi hlýtur að stefna að ef hann vill hafa hreina samvisku. Hins vegar gefur það augaleið, að ef þröng flokkshags- munasjónarmið eru látin ráða við veitingu dómaraembætta um lengri tíma, er þess vart að vænta að dóm- stólarnir verði skipaðir fullkomlega óhlutdrægum mönnum, og einkum má vart búast við að almenningur treysti því að svo sé, en eitt af því sem mestu máli skiptir varðandi dómstóla er einmitt það að almenn- ingur geti treyst óhlutdrægni þeirra. Stundum hefur verið látið liggja að því að pólitísk hrossakaups- sjónarmið lægju að baki embætta- veitingum, og kann þá að vera að lokamarkmið veitingavaldshafans sé heiðarlegt og lofsvert en emb- ættaveitingin í sjálfu sér ekki. Það getur líka í sjálfu sér verið lofs- vert að leggja sitt af mörkum til að forða manni frá drykkjuskap- aróreglu, en hins vegar er það ekki góð dómsmálapólitík að skipa óreglumenn í dómaraembætti, jafnvel þótt það sé gert með þá frómu ósk í huga að umsækjandi hætti drykkjuskap. Það er heldur ekki góð dómsmálapólitík að skipa menn í dómaraembætti til að losna við þá frá öðrum stofnunum. Eitt meginsjónarmiðið, sem býr að baki þeirri stjórnskipun sem hér er nú komin á, er að allir eigi jafnan aðgang að embættum án tillits til stéttar eða ætternis. Það er þessvegna ekki lengur gild rök- semd að umsækjandi sé kominn af gömlum og góðum embættismanna- ættum. Til að allrar sanngirni sé gætt, verður því ekki á móti mælt að oft á tíðum hefur tekist bærilega til með embættaveitingar þótt af þeim hafi verið flokkspólitískur keimur, og ef sá hópur manna, sem hefur vilja og hæfileika til að gegna dómarastörfum, skiptist í hæfilegum hlutföllum milli Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, mundi dæmið ganga nokkurn veginn upp. Þótt laganám og dómsmálastörf virðist hafa mcira aðdráttarafl fyrir íhalds- sama menn en róttæka, þá eru í hópi góðra lögfræðinga ýmsir, sem fylgja öðrum flokkum að mál- um en þessum tveimur, auk þeirra sem helgað hafa dómstólunum krafta sína og leggja metnað sinn í að halda sig utan við deilur stjórnmálaflokkanna. Það gæti orðið löng bið fyrir jafnaðarmenn ef þeir ættu ekki annarra kosta völ en að leita lags þegar Alþýðu-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.