Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 1983 45 Vel heppnaóir tónleikar Classix Nouveaux: endur Það verður að segjast eins og er, að íslenskir poppunnendur eiga það ekki skilið, aö menn ieggi i sig mikla fyrirhöfn og fjárhags- lega áhættu að flytja inn erlendar hljómsveitir til landsins. Ekki var að sjá að fólk kynni vel aö meta það aö boðíö væri upp á tónleika Classix Nouveaux í Hðllinni á fimmtudag. Ekki veit Járnsíöan upp á hár hversu margir áhorfendur voru saman komnir í Höllinni þetta kvöld, en þeir hafa tæpast verið fleiri en 1500 — sennilega þó eitthvaö færri. Synd og skömm þegar jafn ágæt sveit og Classix Nouveaux á í hlut. í ofanálag reynd- ust margir hafa falsað miöa og flögguöu þeim viö innganginn. Vissulega leitt til slíks aö vita því eins og málum er háttaö getur það auöveldlega hlaupiö á nokkrum tugum miöa hvernig heildarútkom- an er í slíkum dæmum. Þaö er ekki von á öflugu framhaldi á hljóm- sveitainnflutningi meö slíku áfram- haldi. Veröi tónleikarnir meö Echo and the Bunnymen annan laugar- dag, 2. júlí, ekki betur sóttir en þetta þarf ekki aö gera því skóna, aö fleiri erlendar sveitir gisti landiö í bráö. Af tónleikunum sjálfum er þaö annars aö segja, aö þeir voru um flest vel heppnaðir. Bæöi Q4U og iss! skiluöu sínu af prýöi og sér- staklega var gaman aö heyra í issl, sem er í mjög örri framför. Skemmtileg sveit meö hinn óviö- jafnanlega Einar Örn í fararbroddi. Án hans væri ekki mikiö í flokkinn variö, a.m.k. ekki fyrir augaö. Classix Nouveaux komst mjög vel frá sínu og ekki bar á ööru en áhorfendur kynnu vel aö meta flutn- inginn. Báru móttökurnar því vitni og virtust menn vel meö á nótunum í mörgum laganna. Solo er greini- lega allt í öllu í hljómsveitinni og sama má segja um hann og Einar Örn og reyndar Ellý í Q4U, þótt ólíku sé saman aö jafna, aö án þessara persóna eru hljómsveitirn- ar þrjár höfuðlaus her. „Sándiö“ í Höllinni var ágætt, mun betra en oft áöur, og Ijósin áhrifarík. Gott ís- lenskt ljósa„show“. Þaö má því meö sanni segja, aö tónleikarnir heppnuöust vel þótt biðin eftir Classix hafi verið dálítiö löng. Hins vegar var fjöldi áhorf- enda ekki í neinu samræmi viö til- efniö og atburöinn sjálfan. Lýöurinn tekur vel á móti fimmmenningunum í Classix Nouve- aux á tónleikunum. Morgunblaöið/ RAX „Mér finnst bara þægi- legt að vera svona“ segir Sal Solo um að vera krúnurakaður á tímum litaðs hárs og fJölbreytilegrar hártísku „Af hverju komum við til íslands? Ja, af hverju ekki?“ svaraði Sal Solo, hinn skðll- ótti höfuðpaur Classix Nouveaux, rólegur í bragði, er einn íslensku blaöamannanna lét sig loks hafa það að spyrja hann fyrstu spurningarinnar. Fram að því haföi blaöamannafundurinn að Hótel Loftleiöum einna helst líkst fugla- bjargi (ef é annaö borð er hægt að nota slíka samlíkingu) og allir virtust uppteknir við aö tala um allt é milli himíns og jarðar, án jjess þó að um samræöur á milli hljómsveitarínnar og blaðamannanna væri að ræða. „Við höfum fariö mjög víöa um heiminn og reyndar gert tilraunir til aö koma hingaö fyrr. Þær mistókust einhverra hluta vegna. Stutt er síöan viö vorum í Póllandi og héöan förum viö til Finnlands. Einn okkar, Jimi Sumen, er finnskur. Á meðal annarra landa, sem hljómsveitir leggja sig yfirleitt ekki niöur viö aö heimsækja en viö höfum samt gert, má nefna israel, Ungverjaland, Thai- land og Indland. Okkur langar til Sov- étríkjanna, en hefur enn ekki gefist tækifæri til slíks feröalags," sagöi Solo, sem haföi nær eingöngu orö fyrir þeim félögum. Þaö kom reyndar ekkert á óvart. Hinir virtust næsta innihaldslitlir, ef Mik Sweeney er und- anskilinn. Meira metiö „Staðreyndin er sú, aö fólk í áöurnefndum löndum kann miklu meira aö meta þaö, aö viö komum til aö spila fyrir þaö en t.d. al- menningur í Bretlandi. Fólk heima er svo vant því aö geta gengiö að tónleikum frægra hljómsveita allan ársins hring, aö þaö gerir sér hreinlega ekki grein fyrir hvers kyns for- réttindi þaö í rauninni hefur. Þaö segir sem svo: „Iss, viö sjáum þá bara þegar þeir koma næst.“ Viö finnum þaö svo vel í fjarlægari lönd- um, aö fólk metur þaö sem viö erum aö gera fyrir það og þeir áhangendur, sem viö vinn- um á okkar band þar, eru tryggir aödáend- ur. Auk þess er miklu skemmtilegra fyrir hljómsveitina aö feröast til fjarlægra landa og reyna aö ná til fólks sem e.t.v. hefur ekki heyrt í okkur áöur. Fólk t.d. í Indlandi hefur ekki efni á aö kaupa plöturnar okkar, en þaö haföi þaö nú samt einhvern veginn af aö komast á tónleika meö okkur. Hérna er dæmiö iíka mjög sérstakt á allt annan hátt þó. Viö vitum, aö um leiö og viö fáum 2.300 manns á tónleika okkar erum viö meö eitt prósent þjóöarinnar fyrir framan okkur. Þaö er meira en viö fáum nokkurs staöar á tón- leika í heiminum." — Hvernig veröur næsta plata ykkar? „Hún veröur allt ööruvísi en hinar tvær. Hún mun heita „Forever In A Day“ og vænt- anlega koma út í september eöa október. Hún veröur verulega ólík fyrri plötunum okkar og lögin veröa miklu meira í dans- lagastíl, þ.e. þaö veröur auöveldara aö dansa viö þessa nýju tónlist okkar. Viö höf- um látiö fönkiö alveg eiga sig þótt þaö hafi átt nokkrum vinsældum aö fagna í Bretlandi því viö teljum okkur einfaldlega ekki vera í stakk búna til þess aö leika þá tónlist, viö þekkjum hana ekki nægilega vel. Þaö er miklu betra aö halda síg viö tónlist sem viö þekkjum." Aö þroskast... — Voruö þiö þá ekki ánægöir meö La Verité? „Viö vorum vissulega ánægöir meö hana,... á sínum tíma. Þaö gerist hins veg- ar alltaf aö menn eru ekki eins sáttir viö hlutina þegar lengra líöur frá gerö þeirra. Breytingar veröa á stíl og hugarfari og sú hætta ríkir alltaf aö menn sætti sig ekki viö eldri afkvæmi sin.“ — Þú segir aö þriöja platan veröi öðru- vísi. Hefur Classix Nouveaux þroskast mikiö sem hljómsveit? „Þaö segir sig alveg sjálft, aö hljómsveit, sem náö hefur aö gefa út þrjár breiöskífur, hlýtur aö hafa náö vissum þroska. Ég er hins vegar þeirrar skoöunar, aö aöallagiö á tveggja laga plötunni af væntanlegri breiöskífu okkar sé besta lag, sem Classix Nouveaux hefur látiö frá sér fara.“ Aö þessu svari loknu kom dálítiö vand- ræöaleg þögn. Enginn sagöi neitt, tveir blaöamannanna heyröu ekkert, þar sem þeir sátu meö Walkman-tæki klesst yfir eyr- un og voru að hlusta á umrætt lag, og hinir góndu í gaupnir sér eöa á aöra ámóta til- gangslausa staöi. Loks ræskti einhver sig og spuröi. Krúnurakaður — Af hverju ertu krúnurakaöur, hefur þetta eitthvaö aö gera meö „image“ hljóm- sveitarinnar? „Ef þér finnst hann undarlegur núna þá heföiröu átt aö sjá hann fyrir nokkrum árum. Þá var hann sko FURÐULEGUR.” Mik Sweeney haföi skyndilega vaknað til lífsins eftir aö hafa rabbaö viö hina hæröu félaga sína í flokknum um skeiö. „Af hverju er ég svona? Þaö er nú þaö,“ sagöi Solo og velti vöngum. „Mér finnst bara þægilegt aö vera svona. Á sínum tima, þegar pönkiö ætlaöi allt aö drepa, tók ég upp annan klæöaburö og hárgreiöslu (!) en gengur og gerist. Þessu hef ég viöhaldiö siðan Þetta var svona þegar viö stofnuöum Classix Nouveaux og sé þetta oröiö aö ein- hverju leyti einkenni á hljómsveitinni þá er þaö bara hluti af þróuninni. Ég man, aö á þeim tíma sem ég var aö krúnuraka mig fyrst voru hljómsveitir á borö viö Japan og Ultravox komnar á legg, en enginn haföi áhuga. Annars er popp-tónlist þannig, aö hún er best þegar hún er framkvæmd um leið og hún kemur upp í hugann. Ef allt er fyrirfram ákveöiö er ekkert gaman aö hlutunum. Þess vegna reynum viö alltaf aö „impróvísera“ á tónleikum okkar. Á tónleikum reynum viö alltaf aö gera sem mest fyrir áheyrendur. Þeir eru nú einu sinni komnir til þess aö hlusta og horfa á okkur, því þá aö bregöast vonum þeirra? Á flöskur Einhver kom meö þá ágætu spurningu hvort Sal Solo heföi nokkra skýringu á því af hverju Englendingar væru alltaf svo langt á undan i poppinu, sem raun bæri vitni. „Ef viö Englendingar vissum þaö værum viö áreiðanlega löngu búnir aö tappa þeirri þekkingu á flöskur og selja úr landi," sagöi hann og hló. „Nei, annars, ég veit ekki skýr- inguna á þessu. Þetta hefur alltaf veriö svona, Bandaríkjamenn apa flest eftir okkur. Tískubylgjur koma upp meö nokkuö regulegu millibili og þær eiga nær allar sín upptök í Bretlandi. Þaö var t.d. ekki fyrr en tiltölulega nýlega, aö Bandaríkjamenn sættu sig viö Classix Nouveaux. Viö fórum þangaö fyrir tveimur árum, en þaö var of snemmt. Þeir voru ekki reiöubúnir til aö taka á móti okkur og öfugt.’ — SSv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.