Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983
43
Frá sýningu á „Stundarfriði" (Keine Leit — Keine Zeit) í Borgarleikhúsinu í Braunschweig í Þýskalandi
ábyrgðartilfinningu. Með sjón-
varpinu hefur bernskan horfið.
Bðrnin deila heimi hinna full-
orðnu — en kynnast honum ekki
smátt og smátt gegnum bækur
sem krefjast hugsunar heldur með
myndum sem höfða beint til til-
finninganna ... Börnin fara fyrr
en áður að hegða sér sem fullorðin
væru en eru í rauninni lengur
börn í sálinni. Vandamálið við
leikrit Guðmundar er að hann
leggur ekkert fram til þessarar
umræðu, hvorki tilfinningalega né
heimspekilega eins og Postman
gerir. Hann dregur upp mynd af
ríkjandi ástandi á heimili þar sem
fjölmiðlarnir hafa völdin — lætur
sér nægja að stílfæra staðreyndir
sem við þekkjum. Verkið er löng
lýsing á þessu „trippaða" ástandi
en af því að það er aðeins ytra
borðið sem lýst er — með persón-
unum sem eru bara týpur — verð-
ur það hvorki virkjandi né hættu-
legt þegar til lengdar lætur, en í
bestu atriðunum þó nokkuð bros-
legt. Gagnrýnandinn er hrifnastur
af unglingunum, eða systkinunum
í sýningunni og telur þau sýna af-
burðavel þær „egótrippuðu týpur",
sem lýst sé í bók Neil Postmans.
Að lokum: „Ég er hræddur um
að Stundarfriður verði ein neyslu-
varan enn.“
Svenska dagbladet, 8. mai 1983.
íslenskt á sænsku.
Verðbólgan hefur áhrif bæði á
peningana og siðgæðið. Það er um
að gera að eyða peningunum áður
en þeir eru orðnir verðlausir. Þeim
mun hraðar sem krónan fellur því
meira kaupir maður, en sá sem
kaupir bara til að festa fé hugsar
skammt. Og sá sem hugsar
skammt hugsar bara um sjálfan
sig og augnabliksþarfir sínar. Þar
með er fyrirbrigðið orðið siðfræði-
legt. Á litla sviði Dramatens er nú
verið að sýna spéspegil frá Islandi.
Að hann er íslenskur á sér tvær
góðar og gildar ástæður; í fyrsta
lagi er verðbólgan yfir meðallagi í
Evrópu og íslendingar þekkja því
bakhliðina á neysluþjóðfélaginu
manna best, í öðru lagi er ísland
minnst þekkta og mest spennandi
leikhúsland álfunnar ... (Guð-
mundur Steinsson) skrifar mjög
hægt, prófar hvort tónninn sé
ekta, byrjar upp á nýtt ... og hon-
um heppnast það sem hann ætlar
sér ... Persónurnar eru mann-
gerðir sem maður rekst á í dag-
lega lífinu, án þess að þurfa að
ganga mörg skref frá leikhúsinu.
Expressen, 8. maí 1983.
Frábært leikrit.
Gagnrýnandi segir að það lýsi
nútímalífi mjög vel og dragi fram
raunveruleg vandamál þess: „sam-
bandsleysi, klofningu, tilfinn-
ingakulda, skort á manneskjulegu
næmi og kalda hagræðingu. En
sýningin er ekki prédikandi. Hún
dregur fram, máir út, gerir upp-
reisn, sem er gleymd á næsta
augnabliki, meðan persónurnar
verða smám saman fölari, hrædd-
ari, grárri. Aðferð bæði höfundar
og leikstjóra er að „brjóta upp“
hætta þegar hæst stendur. Það
sem raunverulega gerist milli
persónanna er sjaldan sagt bein-
um orðum. Það seytlar út gegn um
víravirki af hávaða, hreyfingum
og ópum ..." Ennfremur segir
gagnrýnandinn að sýningin lýsi
því betur en langar fræðigreinar
hversu mjög líf okkar stjórnist af
tæknivæðingunni. Persónurnar
séu næst því að mynda fjölskyldu-
heild þegar þær setjast saman
fyrir framan sjónvarpið.
Aftonbladet, 8. maí 1983.
Stofuakademíunni breytt f jök-
ul.
Gagnrýnandinn er mjög hrifinn
af verkinu, finnst það vel byggt og
hrollvekjandi. Það lýsi fjölskyldu-
lífi sem sé hreinasta helvíti „sem á
íslensku heiti Niflheimur". Sumsé
gaddfreðið. Hann dáist einnig að
leikstjórninni og finnst leikstjór-
inn skilgreina (filtera) afar vel þá
skelfingu sem okkar daglega líf
vekur innra með einstaklingnum.
Þetta er undirstrikað með sviðs-
mynd og ljósum. Gegnumlýsanlegt
gólfið verður æ ógreinilegra eftir
því sem líður á sýninguna og eins
fer með sófann, hann breytist, er
fyrst rósóttur, síðan einlitur og
loks er áklæðið tekið af. Elektrón-
ísk ljósin gefa til kynna einhverja
veröld innan dyra þar sem sólskin
er óþekkt ...
Arbetarbladet, 11. maí 1983.
Vægðarlaus saga.
í lokin segir gagnrýnandinn „Já,
þetta er saga, vægðarlaus saga í
anda ísiendingasagnanna en frá-
sögnin hefur flug án þess að þar
votti nokkuð fyrir væmni.“
Stúdentaleikhúsid
Dagskrá meö verkum
Jökuls Jakobssonar
fimmtudag 23. kl. 20.30.
Allra síðasta sinn.
„Samúel Beckett“
(Fjórir einþáttungar)
Frumsýnt laugardag kl. 20.30.
Veitingasala.
Félagsstofnun stúdenta
v/Hringbraut.
Sími 19455.
Mál eraá æyna
KAFFIKORN-
Þegar búið er að opna
kaffipokann er best ad
geyma hann í lokuðu
íláti. Þá hefur súrefni
ekki áhrif á kaffið og
bragðið og styrkleikinn
helst lengur.
Geymið kaffibaukinn
ávallt á köldum og
þurrum stað.
Ólafur Kr. Guðmundsson
c/o Trévirki hf.
„Allir fagmenn hljóta að þekkja Thorsmans boltana og vita um þeirra festigetu, enda er Thorsmans nafnið
gæðamerki sem allir geta treyst."
Ef óskaö er eftir sýnishornum af ofanskráöu efni frá Thorsmans þá góðfúslega fyllið út
þennan miða. Sýnishornin eru send án endurgjalds.
Nafn:
Heimilisfang:
JOHAN RÖNNING HF „ÍStíSSt
Staður: