Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 49 fclk í fréttum Ungfrú Danmörk vill verða kerfisfræðingur + Nú fyrir nokkru fundu Danir út hver er fallegasta stúlkan þar í landi og sæmdu hana aö sjálfsögöu titlinum Ungfrú Danmörk 1983. Inge Thomsen heit- ir feguröardísin, 19 ára gömul, og er frá Árósum. „Auðvitað er ég ánægö og ekki síst yfir pening- unum, 25.000 krónunum (75.000 ísl. kr.), sem koma sér sannarlega vel,“ sagöi Inge. „Ég hlakka til aö fara í ferðirnar, sem fylgja titlinum, en ég ætla mér ekki aö gerast Ijósmyndafyrirsæta eöa eitthvað þess háttar. Ég lít á þetta sem kærkomið tækifæri til að fjármagna frekara nám.“ Inge stundar nám í verslunarskóla og segist stefna aö því aö mennta sig betur. „Ég vil veröa minn eiginn herra í starfi og hafa meiri tekjur en flestir karlar, helst sem kerfisfræöingur," segir Inge. Hvað karlmennina snertir, þá finnst Inge sem útlitiö skipti ekki mestu máli, heldur aö hægt sé aö ræöa viö þá um heima og geima og að þeir hafi eitthvert markmiö í lífinu. Inge á sér ekki margar tómstundir enda leggur hún hart aö sér viö námið og er einn af bestu nemendunum í Verslunarskóla Árósa. Þegar tóm gefst til kíkir hún þó í Shakespeare og sú kona, sem hún metur meira en aörar, heitir Margaret Thatcher. Inge Thomsen, Ungfrú Danmörk 1983. + Þetta gæti hvergi gerst nema í Bandaríkjunum. Keppni í því hvaöa krakki er fljótastur aö skriöa. Þaö var útvarpsstöö í Maryland, sem efndi til keppninnar og tóku þátt í henni 350 börn, sem ekki höföu enn lært að ganga. Crystal litla Hudson, sem fer hér fremst, var alveg meö á nótunum, tók strikiö beint í mark og sigraði meö yfirburðum. Aöeins örfáir keppendanna komust alla leiö, langflestir skildu nefnilega ekkert í hvers vegna þeir ættu aö skríöa burtu frá mömmu eöa pabba. COSPER Og hér er matreiðslubókasafnið mitt. + Sirhan Sirhan, banamaöur Rob- ert Kennedys, öldungadeildar- þingmanns og bróður þeirra John F. Kennedys heitins forseta og Edward Kennedys, sést hér lýsa því fyrir náöunganefnd, að kominn sé tími til aö hann fái aö fara frjáls ferða sinna. Sirhan var á sínum tíma, áriö 1968, dæmdur til dauöa en síöan var dóminum breytt í ævilangt fangelsi. Þjónusta fagmanna pudhíi Viðhalds- og viðgerðarvinna á húsum. Múrviðgerðir, þéttingar o.fl. Notum aðeins þraut- reynd Thoro efni frá Vönduð vinna. Hringið og leitið upplýsinga. ^&MÚRAFLhf. Simt 36022 ■i steinprýði M Leitið til þeirra sem ráða yfir verkkunn- áttu og reynslu — leitið til fagmanna. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BROSTU! Vik i iskomm tur ofskellih lótri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.