Morgunblaðið - 22.06.1983, Page 8

Morgunblaðið - 22.06.1983, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 39 Námskeið um þátttöku í vörusýn- ingum haldið á vegum iðnrekenda í TENGSLUM vid iðnsýningu Fé- lags íslenzkra iönrekenda 1983 gengst félagið fyrir námskeiði um möguleika iðnfyrirtækja til að nýta vörusýningar sem virkan þátt í sölustarfseminni. Námskeiðið er fengið hingaö til lands frá danska iðnrekendafélaginu, Industrirádet. Markmið námskeiðsins er að kynna stjórnendum fyrirtækja í FÍI þær leiðir, sem gera þátttöku þeirra í vörusýningum markviss- an og árangursríkan lið í mark- aðsfærslu framleiðslunnar. Þann- ig er gert ráð fyrir, að þátttak- endur geti að námskeiðinu loknu skilgreint markvisst þann tilgang sem þátttaka fyrirtækisins í vöru- sýningu hefur og skipulagt sjálfa framkvæmd sýningarinnar. Enn- fremur munu þátttakendur hafa öðlast þekkingu á margvíslegum hagnýtum hjálpartækjum til notkunar á sýningarbásum. Námskeið þetta er ætlað sölu- mönnum og markaðsstjórum ásamt þeim starfsmönnum fyrir- tækja, sem sjá um skipulagningu eða hafa umsjón með þátttöku fyrirtækisins í vörusýningum. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi mála- flokka: 1) Hlutverk vörusýninga í markaðsfærslu og sölu fram- leiðslunnar. 2) Hvaða og hvers konar vörusýningum á fyrirtækið að taka þátt í og hvaða árangurs má fyrirtækið vænta af þátttöku sinni. 3) Skipulagning vörusýn- ingar og samhæfing við aðra starfsemi fyrirtækisins. 4) Skipu- lag, hönnun og uppsetningu sýn- ingarbáss. 5) Sölustarf á sýn- ingarbás. 6) Hverning á fyrirtæk- ið að fylgja eftir á árangursríkan hátt þeim viðskiptatengslum, sem vörusýning skapar. Efni námskeiðsins er sérstak- lega sniðið að þörfum iðnfyrir- tækja og því mun gefast ríkulegt tækifæri til að ræða ákveðin vandamál einstakra fyrirtækja. Fyrirtækjum, sem taka þátt í iðnsýningu 1983 er sérstaklega bent á að notfæra sér þetta hag- nýta gildi námskeiðsins við undir- búning á sýningunni. Námskeiðið fer að mestu fram á ensku, en hluti kennslugagna, sem dreift verður, er á dönsku. Námskeiðið verður haldið á Hótel Sögu föstudaginn 1. júlí nk. og mun það standa yfir frá klukkan 9 til 17. SAAB byggir lang- ferðabílaverksmiðj u í Bandaríkjunum SAAB-Scania-verksmiðjurnar sænsku tilkynntu á dögunum, að ákveðið hefði verið að byggja nýja langferðabílaverksmiðju í Bandaríkjunum og er það fyrsta verksmiðja SAAB-Scania þar í landi. Talsmaður SAAB-Scania sagði á fundi með blaða- mönnum, að kostnaðurinn við byggingu verksmiðjunnar væri um 6,6 milljónir dollara. Til viðbótar hefði fyrirtækið síðan ákveðið að byggja miðstöð fyrir varahlutaþjónustu í Bandaríkj- unum, en kostnaðurinn við þá byggingu væri um 3,4 milljónir dollara. Talsmaðurinn sagði að í byrj- un yrðu framleiddir um 250 bíl- ar á ári, en stefnt væri að því, að framleiðslan yrði um 600 bíl- ar á ári. EBE: Atvinnuleysi minnkaði í maí Hlutfallið 10,4% ATVINNULEYSI minnkaði nokkuð í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu 25%, í magni talið, fyrstu fjóra mánuði ársins, þegar út voru flutt 535,2 tonn, borið saman við 714,1 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er um 74%, eða 58,5 milljónir króna á móti 33,7 milljónum króna á sama tíma í fyrra. KÍSILGÚR Útflutningur á kísilgúr jókst um 5%, í magni talið, fyrstu fjóra mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 8.042,9 tonn, borið saman við 7.692,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 116%, eða 37,7 milljónir króna á móti 17,5 milljónum króna á sama tíma í fyrra. ÞANGMJÖL Útflutningur á þangmjöli jókst um 308%, í magni talið, fyrstu fjóra mánuði ársins, þegar út voru flutt 356,0 tonn, borið saman við 87,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 466%, eða tæplega 1,9 milljón- ir króna, borið saman við 330 þús- und krónur. BROTAJÁRN Útflutningur á brotajárni dróst saman um 30%, í magni talið, fyrstu fjóra mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 1.891,4 tonn, borið saman við 1.186,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 8%, eða liðlega 3 milljónir króna, bornar saman við 2,8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. í maímánuði, samkvæmt upplýsing- um bandalagsins, en það var um 10,4% af mannafla í maímánuði, borið saman við 10,7% í aprflmán- uði. Talsmaður EBE sagði ástæðuna fyrir þessu minnkandi atvinnu- leysi vera hefðbundna árstíða- sveiflu, þannig að ekki væri þess að vænta, að atvinnuleysið héldi áfram að minnka. Talsmaðurinn sagði, að alls hefðu verið 11,6 milljónir manna án atvinnu í löndum bandalagsins í maímánuði sl., borið saman við 11,9 milljónir manna í aprílmán- uði. Talsmaðurinn sagði, að hlutfall atvinnulausra í Vestur-Þýzka- landi hefði verið 6,2% í maí, en 8,5% í apríl. I Frakklandi var hlutfallið 8,3% í maí, en 8,6% í apríl. Á Ítalíu var hlutfallið 10,2% í maí, en 12,0% í apríl. í Hollandi VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Svía var jákvæður um 3.800 milljónir sænskra króna fyrstu fjóra mánuði ársins, en það er samanborið við 2.540 milljónir sænskra króna á sama tima í fyrra, samkvæmt upplýs- ingum sænsku hagstofunnar. Útflutningur Svía jókst um 22% fyrstu fjóra mánuðina og var verðmæti hans samtals um 67.300 milljónir sænskra króna, borið saman við liðlega 55.150 milljónir sænskra króna á sama tima í fyrra. var hlutfallið 11,1% í maí, en 14,1% i apríl. í Belgíu var hlutfall- ið 12,1% í maí, en 13,7% í apríl. I Luxemborg var hlutfallið 1,1% í maí, en 1,4% í apríl. í Bretlandi var hlutfallið 10,9% í maí, en 12,3% í apríl. Á írlandi var hlut- fallið 11,8% í maí en 15,0% í apríl. í Danmörku var hlutfallið 8,3% í maí, en 10,3% í apríl. Innflutningur Svía jókst um 20% á fyrstu fjórum mánuðum ársins, þegar verðmæti hans var samtals um 63.500 milljónir sænskra króna, borið saman við 52.900 milljónir sænskra króna á sama tíma í fyrra. Það vekur athygli, að hlutfall olíuvara í heildarinnflutningi jókst fyrstu fjóra mánuði ársins, eftir að það hefur stöðugt verið að minnka undanfarna mánuði og misseri. Hlutfallið í ár var um 21%, en til samanburðar um 20% í fyrra á sama tíma. Svíþjóð: Útflutningur jókst um 22% janúar—apríl FJÓRAR 4 af helstu málningarvöru og innréttingaverslunum á höfuðborgarsvæðinu EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA Á einum staö 130 sófasett að skoða v. , V HVSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 Notaðar vinnuvélar til sölu COMET Opera sambyggö steypuhrærivél/steypubíll árgerð 1981 meö fjórhjóladrlfi og sjálfhleðslubunaöi. Mjög gott verö. HINO KM vörubifreið árgerö 1980. HINO KL vörubifreiö árgerö 1981. HIN02M 802 vörubifreiö árgerö 1981. KOMATSU D 45A jaröýta árgerö 1980. JCB 807 beltagrafa árgerö 1974. JCB traktorsgrafa árgerö 1980. Allar nánari upplýsingar veitir sölumaður Véladeildar. BlLABORG HF Smiöshöföa 23, aími 81299. •sre. W ,m 'J7>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.