Morgunblaðið - 22.06.1983, Síða 10

Morgunblaðið - 22.06.1983, Síða 10
innan félagasamtaka eða utan. Hver hópur vinnur að þeim verkefnum sem hann kýs, enda geri hann það i eigin nafni. Æskilegt er að hver hópur kenni sig við þann jarðveg er hann sprettur úr t.d. félag eða heimabyggð. Aðild einstaklinga að hreyfingunni er einnig heim- il. 2. í Reykjavík starfar Miðstöð hreyfingarinnar. í henni eru fyrst um sinn þær konur sem starfað hafa í þeim friðarhópi kvenna, sem stofnaður var 1982 í Reykjavík. 1) Verkefni Miðstöðvar er fyrst og fremst að vera hvetjandi og samtengjandi aðili allra kvenna á íslandi sem vilja stuðla að af- vopnun og friði í heiminum. Það geri Miðstöð m.a. með út- gáfu fréttabréfs þar sem miðiað sé upplýsingum um friðarstarf á breiðum vettvangi bæði inn- anlands og erlendis, vígbúnað, afvopnun og annað er hún telur mikilvægt eða friðarhópar og einstaklingar æskja. Önnur verkefni Miðstöðvar gætu verið fundir eða aðrar að- gerðir er samkomulag verður um. 2) Miðstöð setur sér starfsregl- ur og skiptir með sér verkum. Hún getur ákveðið að fækka í sínum hóp frá því sem nú er verði um það samkomulag allra aðila. 3) Allar ákvarðanir Miðstöðvar skulu samþykktar með atkvæð- um % meðlima hennar. 3. Allir aðilar hreyfingarinnar, hópar eða einstaklingar eru i tengslum við Miðstöð og fá send fréttabréf, fundarboð o.þ.h. gegn gjaldi sem Miðstöð ákveð- ur. 4. Að ári liðnu skal Miðstöð skipu- ieggja og boða til landsfundar Friðarhreyfingar íslenskra kvenna. 5. Miðstöð skal fara þess á leit við eigendur Hallveigarstaða, að MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 41 þar verði póstfang hreyfingar- innar og önnur lágmarksað- staða. Gjald komi fyrir hana ef óskað er. Við getum haft áhrif Haldnir voru 24 fundir í frið- arhópnum á þessum tíu og hálfa mánuði auk fjölmargra í undir- nefndum. Allt hefur sinn tíma. Mest var fundað í kringum frið- arávarpið í ágúst, undirbúning stofnfundar og skipuiag hreyf- ingarinnar sem var mikið mál og vandasamt. í þverpólitísku samstarfi þarf að leita málamiðlunar og leggja áherslu á það sem sameinar en víkja ágreiningsmálum til hliðar. Við erum fullgildir þegnar á vett- vangi þjóðanna. Við eigum aðild að alþjóðasamstarfi eins og Sam- einuðu þjóðunum og Norðurlanda- ráði. Við getum haft áhrif. Og friðarhreyfing kvenna á að miðla þekkingu og skapa umræður. Tal- að hefur verið um að safna undir- skriftum allra íslenskra kvenna undir friðarávarp og senda Sam- einuðu þjóðunum. Eyfirskar konur komust vel að orði í bréfi til friðarhópsins: „ís- lenskar konur mega ekki sitja þegjandi hjá þegar framtíð mannkyns er í slíkri tortím- ingarhættu, heldur taka sér stöðu við hlið allra þeirra sem berjast fyrir friði hvar sem er í heimin- um.“ Höfum í huga þessi orð og ennfremur það sem Maj-Britt Theorin sagði í ræðu sinni og skal verða lokaorð þessarar greinar: „Ef ekki næst samstaða fjölda fólks sem er virkt, mótmælir, tek- ur sjálft afstöðu, skrifar bréf og tillögur til flokkanna og kvenna- samtaka, bregst við ríkisstjórnum og þingmönnum, þá er engin ástæða til að breyta neinu. Þá get- ur allt haldið áfram í sama farinu. Þá afhendum við öðrum ákvörðun- arréttinn yfir tilveru okkar og lífi.“ Hjálpaði Vatikanið stríðs- glæpa- mönnum New York, 20. júní. AP. BANDARÍSKA tímaritið Re- form Judaism, sem gefið er út af samtökum gyðinga í Banda- ríkjunum, sagði svo frá í síð- asta tölublaði, að Vatikanið hefði aðstoðað stríðsglæpa- menn í stórum stfl að laumast frá Evrópu til Suður-Ameríku og arabalanda eftir að síöari heimsstyrjöldinni lauk. Charles Allen ritar grein- ina, þar sem þetta kemur fram og hann vitnar í skýrslu sem Vincent La Vista, lögfræðingur 1 Róm- arborg sendi til bandaríska varnarmálaráðherrans í maí 1945. Plaggið var áður leyni- skjal, en er nú opinbert. Þar segir að sögn Allens, að 22 hjálparstofnanir hafi hjálp- að nauðstöddum nasistum frá Evrópu eftir „klaustur- leiðum". „Glæpamennirnir voru fluttir suður og vestur um Austurríki til Norður- Italíu og loks var þeim laum- að úr landi frá Genúa, Nap- ólí og Bari. Aðrir flýðu um Spán og Portúgal. Vatikanið var langstærsta stofnunin af þessu tagi sem hjálpaði ólöglega þýskum stríðs- glæpamönnum,“ segir í skýrslunni og grein Allens í fyrrgreindu tímariti. Snöggar hitabreytingar, snjór og ís í dag, regn og þíöa á morgun eöa sterkt sólskin. „PLAGAN POPULÁR" er framleitt til að standast erfiöustu veöurskilyröi. „PLAGAN POPULÁR" er meðfærilegt og traust þak- og veggklæðningaefni úr galvaniser- uðu stáli meö veðrunarþolinni GAULE ACRYL húö. ts >J BYGGINGAVÚRUVERSLUN BYKO KÓPAVOGS Cv S} TIMBURSALAN SKEMMUVEGI 2 SÍMI:41000 CA3GO Viö getum nú aftur boöiö léttbyggöa vörubíla frá Ford-verksmiðj- unum í Bretlandi. Þessir bílar koma í staö hinnar vinsælu D-gerö- ar. Nýju gerðirnar heita Ford Cargo 1013 meö heildarburðarþol 10.000 kg og Ford Cargo 1215 meö heildarburöarþol 12.000 kg. Bílarnir eru fáanlegir í 4 lengdum: 3075, 3600, 4250 og 4850 mm hjólabil. Eftirfarandi búnaður er í Cargo 1013: 6.2e Ford dieselvél, 128 din hö viö 2600 sn. 5 gíra gírkassi, vökvastýri, aflhemlar, tvöfalt kerfi, vélhemill, 115 I olíugeymir. Hjólbarðar 8,25x20 14 pr. vatnsskilja á olíuleiðslum, frostvarnar- búnaöur fyrir hemla, styrktur rafgeymir og rafall, kaldstart, styrkt miöstöö, samlímt gler í framrúöu, aukin einangrun í stýrishúsi, snúningshraöamælir, „Custom“-stýrishús, sem innifelur m.a. vandaðri klæöningu á hurðum, mælaborði, sætum og toppi. Eftirfarandi búnaður er í Cargo 1215 framyfir Cargo 1013: 6.0 1 Turbo Ford diesel-vél, 150 din hö viö 2400 sn„ 6 gíra gírkassi, 900x20 14 pr. hjólbarðar. Til sýnis í dag og næstu daga. Áætlað verð: FORD CARGO 1013 kr. 811.000.- FORD CARGO 1215 kr. 879.000,- Vinsamlegast hafiö samband viö söludeild okkar varöandi nánari upplýsingar. SVEINN EGILSSON HF., Skeifan 17, s. 85100. FORD \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.