Morgunblaðið - 22.06.1983, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983
47
flokkurinn hefur völd á dómsmál-
unum, að ekki sé talað um Alþýðu-
bandalagsmenn og flokksleys-
ingja, en reyndin er sú, að þeir
síðastnefndu gætu sér að skað-
lausu sparað sér fyrirhöfnina við
að leggja inn umsókn ef hillir und-
ir pólitískan umsækjanda, og á
þeim sem grunaðir eru um skoð-
anir vinstra megin við stefnuskrá
Alþýðuflokksins hvílir eins konar
„Berufsverbot", enda má heita fá-
heyrt að menn af því sauðahúsi
gefi kost á sér. Hins vegar virðast
engin samsvarandi takmörk gilda
á hægri vængnum.
Mörgum dómurum er það nánast
óskiljanlegt að nokkur maður sem
fer með úrlausnarvald fái sig til að
byggja afstöðu sína á sjónarmiðum
sem hann getur ekki gengist við
opinberlega. Þegar dómaraembætti
eru veitt á grundvelli óverjandi sjón-
armiða er því unnið að því að valda
trúnaðarrofi milli dómsmálastjórn-
arinnar og dómstólanna; og
dómarafulltrúi sem leggur sig
fram í starfi sínu og gegnir því af
trúmennsku kann að snúa baki við
þeirri starfsgrein sem hann hefur
valið, vonsvikinn, eftir að hæfi-
leikaminni menn hafa oftar en
einu sinni verið teknir fram yfir
hann af annarlegum ástæðum.
Það er svo aftur sérstakt um-
hugsunarefni hve dómarafulltrúar
ráðast oft að dómstólunum með
tilviljunarkenndum hætti. Þegar
menn koma upphaflega til starfa
við dómstólana, atvikast það oft
þannig að fulltrúastaða losnar, og
maður er ráðinn sem er á lausum
kili, oft nýkominn frá prófborði.
Utan Reykjavíkur er algengt að
þessir menn fari strax að fást við
hin vandasömustu dómstörf sök-
um þeirrar tilhneigingar margra
sýslumanna að taka umboðsstörf-
in fram yfir dómstörfin og láta
fulltrúa sína fremur sjá um
dómsmálaþáttinn. Það er heldur
ekki vansalaust að dómarafulltrú-
ar eru látnir, jafnvel árum og ára-
tugum saman, fara með vanda-
sömustu dómsmál, án þess að
njóta þess starfsöryggis sem
stjórnarskrá og réttarfarslög
veita sjálfstæðum embættisdóm-
urum.
f skáidsögunni Ágúst eftir Stef-
án Júlíusson, sem nýlega var lesin
í útvarpi, er bráðskemmtileg lýs-
ing á raunum ráðherra, aðstoðar-
manna hans og ráðuneytisstjóra
við veitingu sýslumannsemhættis
norður í landi. Það atriði sem reið
baggamuninn var afstaða flokks-
manna ráðherrans heima í héraði,
og þegar upp var staðið, varð
ráðherrann vegna pólitískrar
sjálfheldu að taka óvandaðan og
óreyndan mann fram yfir aðal-
fulltrúann á staðnum, sem hafði
bakað sér óvild áhrifamanna í
héraðinu með því að hindra þá í að
hlunnfara umkomulítinn mann í
fasteignakaupum á vegum flokks-
ins. Þessi raunsæja skáldsaga
leiðir hugann að ábyrgð áhrifa-
manna í stjórnmálaflokkunum, en
það mun vera algengt að þeir átelji
ráðherra sína fyrir að ganga framhjá
góðum flokksmönnum í embætta-
veitingum, og þegar þrýstingur
flokksbræðra leiðir ráðherra í póli-
tíska sjálfheldu, hvílir ekki mikil
ábyrgð á þessum mönnum.
Þegar vel er að gætt, verður
þannig ljóst, að hvorki er rétt né
raunhæft að gera ráð fyrir öðru en
að pólitísk sjónarmið ráði ferðinni
við embættaveitingar, og það er
jafnvel hægt að hugsa sér að
flokkspólitísk sjónarmið eigi á
vissan hátt rétt á sér í þessu sam-
bandi. Þar til má nefna þá óskráðu
reglu sem talin er gilda við skipun
dómara í Hæstarétt Noregs, en þar
hefur þess jafnan verið gætt frá því
upp úr 1920, að öll helstu stjórn-
málaviðhorf ættu fulltrúa í hæsta-
rétti í hlutfalli við fylgi meðal þjóð-
arinnar3*
Ég tel, í samræmi við tilvísun-
ina fremst í greininni, að á veit-
ingavaldshafanum hvíli sú einfalda
skylda að veita þeim manni laust
embætti sem hann veit, eftir hæfi-
lega eftirgrennslan, líklegastan
þeirra, sem í boði eru, til að gegna
3) Thorstein Eckhoff: Noen bemerkninger om
domstolenes uavhengighet, Jussens Venn-
er nr. 1, 1965.
starfínu vel. I því sambandi getur
farsæll starfsferill skipt máli, en
starfsaldur ætti ekki að ráða
nema að öðru jöfnu. Varðandi
stjórnmálaskoðanir skiptir það eitt
máli, hvort umsækjandinn hefur til
að bera næga víðsýni og siðferðis-
þroska til að varast að láta persónu-
legar skoðanir ráða gerðum sínum.
Ráð til að tryggja
að ekki gæti annar-
legra sjónarmiða
f flestum löndum, sem búa við
áþekkt stjórnarfar og íslendingar,
er á ýmsan hátt leitast við að
tryggja að ekki gæti annarlegra
sjónarmiða við veitingu dómara-
embætta. Á ftalíu er dómstólun-
um t.d. beinlínis falin ráðstöfun
dómaraembætta. f Svíþjóð hafa
ýmist „hofréttirnir" (millidóm-
stigið) eða forsetaráðið, þ.e. for-
seti Hæstaréttar, sex forsetar
hofréttanna, formaður og varafor-
maður almenna dómarafélagsins,
megináhrif um veitingu dómara-
embætta í héraði og í hofréttun-
um. í Finnlandi háttar líkt til og í
Svíþjóð, en þar er það Hæstiréttur
sem hefur lykilstöðu í ráðstöfun
dómaraembætta og skipar sjálfur
í ýmis þeirra. í Danmörku eru
engar lögfestar reglur um afskipti
annarra aðila en veitingavaldsins
af embættaveitingum. Hins vegar
eru hefðbundnar venjureglur í
framkvæmd á þá leið að forsetar
landsréttanna og Hæstaréttar
veiti umsögn um umsækjendur.
Þar hefur tíðkast að fundir væru
haldnir með embættismönnum
dómsmálaráðuneytisins og forset-
um Hæstaréttar, landsréttanna og
borgardóms Kaupmannahafnar og
ræddar umsóknir, ef veita ætti
mörg dómaraembætti samtimis
eða einhver sérstök vandamál
væru í sambandi við veitingu emb-
ættis. Hæstiréttur Danmerkur
ræður því í reynd sjálfur hverjir
eru skipaðir hæstaréttardómarar.
í Noregi er ástand mála að því er
varðar veitingu héraðsdómara-
embætta áþekkt því sem hér er.
Algengt er þar að starfsmenn
ráðuneyta séu skipaðir í dómara-
embætti4*
Samkvæmt 5. gr. hæstaréttar-
laga 75/1973 skal leita umsagnar
dómsins um dómaraefni áður en
dómaraembætti er veitt. I reynd-
inni mun það svo, að ráðherra fer
ekki gegn áliti Hæstaréttar við veit-
ingu hæstaréttardómaraembætta, ef
dómurinn mælir ákveðið með ein-
um umsækjanda. Hins vegar eru í
32. gr. einkamálalaganna ákvæði,
sem fela í sér að ráðherra hefur
mjög rúmar heimildir til að skipa
mann í dómaraembætti í héraði
þótt hann hafi ekki dómara-
reynslu. Þannig nægir t.d. þriggja
ára starf sem fulltrúi á skrifstofu
Alþingis, útvarpsstjóri, fulltrúi í
utanríkisþjónustunni eða í starfi
sem hagfræðipróf þarf til. Auk
þess getur dómsmálaráðherra sett
mann til að gegna dómaraembætti
þótt hann hafi ekki náð tilskildum
aldri, 25 ára, eða hafi jafnvel ekki
embættispróf í lögum.
Frá því um miðjan siðasta ára-
tug hafa farið fram nokkrar um-
ræður um aðhald við veitingu
dómaraembætta og á 97. löggjaf-
arþingi 1975—1976 var lagt fram
svohljóðandi frumvarp um breyting
á einkamálalögunum:
Áður en embætti héraðsdómara er
veitt, skal leita skriflegrar umsagn-
ar nefndar 3ja manna, sem dóms-
málaráðherra skipar til 3ja ára í
senn. Einn nefndarmanna skal til-
nefndur af Hæstarétti, og er hann
formaður, einn tilnefndur af sam-
tökum dómara úr hópi héraðs-
dómara landsins og einn skipaður
án tilnefningar. Dómsmálaráð-
herra setur reglur um kjör
dómarasamtakanna. Hann getur
einnig sett reglur um tilnefningu
varamanna, um fresti til að skila
tilnefningum og um afleiðingar
þess að nefndarmenn eru ekki
tilnefndir, um fresti til að skila
álitsgerðum, svo og um önnur
framkvæmdaatriði.
4) Sbr. Aiþingistíðindi 1975—1976, þsk. 586,
og Úlfljót, 2. tbl. 1974, Stefán Már Stefáns-
son: Afskipti dómstóla við veitingu dóm-
araembætta.
Frumvarp þetta var samið í
dómsmálaráðuneytinu, en frum-
kvæði að því kom upphaflega frá
Dómarafélagi Reykjavíkur.
Mín skoðun er sú, að vænlegast
væri til að viðurkenndra sjónar-
miða væri gætt við veitingu dóm-
araembætta, að veitingavaldið
væri í höndum nefndar sem í sætu
dómsmálaráðherra, forseti
Hæstaréttar og einn maður kjör-
inn af Dómarafélagi Islands eða
formaður féiagsins. Vel mætti
hugsa sér nefnd þessa fjölmennari
og starfssvið hennar vfðtækara,
þannig að hún hefði t.d. hlutverki
að gegna varðandi viðbrögð við
ávirðingum dómara og lausn.
Einnig mætti hugsa sér umsagn-
arnefnd, sem gæti bundið ráð-
herra við val á 2 eða 3 umsækjend-
um.
Þá tel ég að rétt sé að endur-
skoða ákvæði um starfsreynslu
dómaraefna, þannig að reynsla við
óskyld störf veiti ekki aðgang að
dómaraembættum. Ég tel frum-
varpið frá 1976 ganga of skammt,
en meðan fullur aðskilnaður hefur
ekki verið gerður milli umboðs-
starfa og dómstarfa, virðist það þó
álitlegur kostur til úrbóta. Frum-
varp þetta nýtur eindregins stuðn-
ings Dómarafélags Reykjavíkur og
eflaust allrar dómarastéttarinnar.
Ég legg því til, að það verði að nýju
lagt fyrir næsta þing og því fylgt
fast eftir af dómsmálaráðherra.
Steingrímur Gautur Kristjánsson
horgardómari er formaður
Dómarafélags Reykjavíkur.
Kauplaus
starfsmaður
sem vinnur allan sólarhringinn
Ronex örtölvusímsvarinn er nauðsynlegt tæki hjá öllum
minni fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum.
Hann tekur niður skilaboð, þegar ekki er hægt að svara í síma
vegna anna, eða meðan skroppið er frá, hjá sumum er
hann meira að segja notaður til að taka niður pantanir.
Ronex örtölvusímsvarinn er hannaður samkvæmt
nýjustu tækni og býður upp á fjölmarga kosti, sem eldri gerðir
símsvara buðu ekki upp á:
Fullkomna örtölvustýringu
2 venjulegar mini kasettur
Tekur upp skilaboð og gefur skilaboð
Fullkomin raddstýrð fjarstýring (enginn tóngjafi nauðsynlegur)
Hægt er að nýta hann til upptöku á símtölum t.d. utanlandssímtölum
Sérlega einfaldur í notkun
Stærð 295x181x60 mm, þyngd aðeins 2,7 kg.
Samþykktur af Pósti og síma, engin rekstrar- eða leyfisgjöld
Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar
um þetta undratæki. Hagstætt verð.
★
★
★
★
★
★
★
★
Hafnarstræti 18 s:19840