Morgunblaðið - 22.06.1983, Síða 23
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNl 1983
Almenna Bókafélagið,
Austurstræti 18, sími 25544.
Skemmuvegi 36, Kópavogi, sími 73055.
Stanga-
klippur
Klippa stangir upp í 32 mm.
Beygjuvélar
Beygja rúnnjárn upp í 30 mm.
Beygjuþvermál 5—20 sinnum
þvermál rúnnjárnsins. 2 geröir.
Plötu-
klippur
Plötur 0—6 mm. Flatjárn 70x7
mm. Rúnjárn 13 mm.
Lokkur
10 mm gat í 6 mm þykkt stál eöa
20 mm gat í 4 mm þykkt stál.
Flatjárns-
beygjuvélar
Beygja flatjárn uppí 70 mm
breitt.
Útvegum einnig fjölbreytt úrval af stórum raf- og vökva-
drifnum beygjuvélum og klippum.___________________
G. J. FOSSBERG
VÉLAVERSLUN HF.
Skúlagðtu 63, Reykjavfk.
Sími18560
Stolt siglir
fleyið mitt
— eftir Arna
Halldórsson
Þegar nýi Gullfoss kom siglandi
inn flóann og gamli Magni dró
hann til hafnar í Reykjavík 19.
maí 1950 fannst öllum veörið gott
og veröldin fögur, enda þjóðin
stolt af þessu fagra fleyi sem
óskabarn hennar, Gimskipafélag
íslands, hafði látið smíða svo ís-
lendingar gætu siglt til frænd-
þjóða sinna á sómasamlegri
fleytu.
Svo liðu árin og Óskabarnið
gafst upp á að sigla þessu fagra
fleyi, þrátt fyrir alkunna reisn
þjóðarinnar og barns hennar.
Norðurlandaráð tók þá á sína
sterku arma að kanna hvort ekki
væri tilhlýðilegt að gera út far-
þegaskip á hinu forna hafi Norð-
manna- og Danakonunga á „sam-
norrænum grundvelli". Var um
þetta rætt fram og aftur, en „uden
resultat".
Svo skeður það á haustdögum
1974 að sú fregn barst hingað að
Færeyingar ætluðu að taka ómak-
ið af Norðurlandaráði og leysa það
undan frekara skrafi og skeggræð-
um um slíkar siglingar.
Urðu margir sneyptir við þau
tíðindi, svo sem von var, og senni-
lega jafnframt vantrúaðir á að
þessir Færeyingar gætu leyst
vanda sem allir stóru bræðurnir í
hinni norrænu fjölskyldu höfðu
eytt dýrmætum tima sínum í að
kryfja til mergjar.
Það kom líka fljótt í ljós að
Færeyingar ætluðu sér ekki að
leysa vanda íslendinga. Þeir lágu
sem sé á því lúga lagi að láta eins
og Reykjavík fyndist ekki á þeirra
sjókortum, en beindu fari sínu til
Seyðisfjarðar sem er eitthvert
„pleis" austast í hinu forna Skál-
holtsstifti. Er það álit flestra ær-
legra manna að þetta þokkabragð
að velja skipinu þessa höfn í Aust-
uramtinu, hafi Færeyingar fundið
upp okkur íslendingum til háð-
ungar, og til að bæta gráu ofan á
svart komu þeir í síðustu viku á
þennan Seyðisfjörð á enn glæstara
fleyi en áður.
„Á skal at ósi stemma," sagði
Ásaþór forðum, girti sig megin-
gjörðum og varp steini.
Þegar þær fregnir bárust að
Færeyingar höfðu keypt enn
glæstara fley en gamla Smyril
girtu íslenskir athafnamenn sig
megingjörðum og ákváðu að leysa
hina ættgöfugu íslensku þjóð úr
þeim viðjum að eiga siglingar sín-
ar undir náð erlends valds (skal
hér minnt á frábæra grein Grét-
ars Bergmanns í Morgunblaðinu
sl. föstudag er hann nefnir rétti-
lega „Eddan og færeyska sam-
keppnin").
Að vísu höfðum við ekki bol-
magn til að kaupa strax jafn stolt
fley og Nörrona er, en eins og oft
áður sannaðist hið fornkveðna
„jiegar neyðin er stært er hjálpin
nærst".
Forráðamenn Óskabarnsins og
Hafskips Ltd. höfðu haft spurnir
af því að austur i Póllandi lægi
skip að nafni „Rogalin" sem væri
enn glæstara fley en Norröna,
jafnvel enn glæstara fley en
Ormurinn langi, skip ólafs kon-
ungs Tryggvasonar, sem lengi hef-
ir verið talið mest skipa þeirra er
gerð hafa verið á Norðurlöndum.
Fyrir fleyi þessu ræður höfðingi
mikill er Jarúselski nefnist. Er
hann hæstráðandi til sjós og lands
þar í Póllandi, mildur og ástsæll
meðal þegna og þjóða.
Forráðamenn óskabarnsins og
Hafskip Ltd. gengu nú á fund hins
nafntogaða Jarúselckis og tjáðu
honum í hvern vanda hin íslenska
Árni Halldórsson
„Þegar þær fregnir bárust
aÖ Færeyingar heföu
keypt enn glæstara fley en
gamla Smyril girtu ís-
lenskir athafnamenn sig
megingjörðum og ákvaðu
að leysa hina ættgöfugu ís-
lensku þjóð úr þeim viðj-
um að eiga siglingar sínar
undir náð erlends valds.“
þjóð væri komin vegna yfirgangs
Færeyinga.
Jarúselski vildi af mildi sinni
líkna okkur íslendingum, enda
vissi hann af lestri ljóða þjóð-
skáldsins að Islendingar eru fáir,
fátækir og smáir, og vafalaust
orðið hugsað sem svo, að ekki
mundi orðstir drottnara Póllands
setja niður við að leysa stóran
vanda „smáríkis á eyju norður í
ballarhafi", svo notað sé orðafar
Bergmanns þess er áður var getið.
Þarf ekki að orðlengja það að
Jarúselski leigði „Farskipi Ltd.“
skip sitt fyrir sanngjarna borgun.
Að vísu fylgdi sá böggull skamm-
rifi að með í leigunni var pólsk
áhöfn, ráðin skv. nýjustu kjara-
samningum milli þeirra Lech
Walesa f.h. Samstöðu og Jarús-
elskis f.h. Kommúnistaflokks Pól-
lands.
Af sinni alkunnu mildi leyfði
Jaruselski að nefna mætti, svona í
þykjustunni, eins og börnin segja,
skipið Rogalin hinu norræna heiti
Edda og auk þess mætti íslenska
skipafélagið ráða allt að 40 íslend-
inga til undirtyllustarfa þar um
borð, að sjálfsögðu þó með því
ófrávíkjanlega skilyrði að pólskir
kjarasamningar um laun og atlæti
allt yrðu ekki á þeim brotnir.
Nú hljóta „allir sannir Islend-
ingar", svo stolið sé orðafari Pét-
urs okkar þríhross, að standa sem
einn maður saman um útgerð
skipsins Rogalin-Edda svo auðn-
ast megi að ná öllum ferjusigling-
um úr klóm erlends valds.
Hafa verður í huga, og líta mjög
alvarlegum augum, að Færeyingar
hafa, fyrir sakir andvaraleysis
vors náð óhugnanlegu forskoti í
ferjusiglingum hér á norðurslóð,
þar sem þeir hafa um árabil lagt
stund á þær og virðast hafa komið
þeim málum þannig fyrir að í
raun munu þeir orðnir óháðir
bæði íslenska og seyðfirska mark-
aðnum, a.m.k. ef nýjustu tölur um
farþegafjölda skipanna eru
marktækar, því þótt farþegar frá
íslandi með Rogalin-Edda í síð-
ustu ferð væru nokkru fleiri en frá
Seyðisfirði með Norröna, þá
hermir sagan að í Færeyjum hafi
beðið 900 manns fars til Bergen,
Hanstholm og Skrapster.
Augljóst er því að nú verða fs-
lendingar að taka á honum stóra
sínum. Skal í því efni minnt á, til
eftirbreytni, órjúfandi samstöðu
þjóðarinnar um björgun skipsins
„Het Wapen van Amsterdam",
sem ríkissjóður hefir stutt, m.a.
með sjálfskuldarábyrgð á láni að
fjárhæð kr. 50.000.000,-. Og hver
veit nema það stolta fley verði inn-
an tíðar fegursta bílferja í heimi,
siglandi með gull og gersemar í
kjölfestu, undir íslenskum fána,
með íslenskum yfirmönnum og
pólsku þjónustuliði.
Þetta er að vísu enn aðeins
draumsýn, en ef sá draumur ræt-
ist sýnist mér vel viðeigandi að því
skipi yrði gefið alíslenskt nafn er
minnti oss á hið stolta fley, Gull-
foss, og skipafélagið Hafskip.
Gullskipið skal það heita.
Að lokum þetta, góðir landar:
Snúum bökum saman í baráttu
okkar gegn allri erlendri ásælni og
leggjum á minnið vísuna úr borð-
sálmi listaskáldsins góða þar sem
það brýnir þjóð sína til dáða í sigl-
ingamálum:
Forsöngvarinn
Mér hefur verid sagt í svip
að sig hún taki að yggla,
og ætlar nú að eignast skip
þótt enginn kunni að sigla.
Fólkið
Við litlu má gera,
látum svona vera.
I*eir ýtast þá með árum
á bárum.
Egilsstöðum,
með nýju tungli
á barnabasmessu 1983,
Árni Halldórsson.
Árni Halldórsson er lögfræðingur á
EgilssCöAum.
Bladburðarfólk
óskast!