Morgunblaðið - 12.08.1983, Page 24

Morgunblaðið - 12.08.1983, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 Minning: Ingólfur Þórðar son skipstjóri Fæddur 19. janúar 1921 Dáinn 4. ágúst 1983 Með fáum orðum langar mig, við útför Ingólfs Þórðarsonar skipstjóra og kennara við Stýri- mannaskólann í Reykjavík um áratuga skeið, að votta aðstand- endum hluttekningu og Ingólfi þökk fyrir langa og dygga þjón- ustu við Stýrimannaskólann og ís- lenska sjómannastétt. Hann var fæddur í Berufirði 19. janúar 1921, missti ungur föður sinn og átti sín unglingsár í Nes- kaupstað. Þar hóf hann ungur sjó- mennsku. Farmannaprófi lauk hann 1947 og stundaði síðan nám við Stýrimannaskólann í Fanö í Danmörku árið 1948 og síðar 1978. Námsmaður mikill og lauk sínum brottfararprófum sem dúx og með ágætiseinkunn. Ingólfur Þórðarson hóf kennslu við Stýrimannaskólann árið 1947 og var skipaður fastur kennari árið 1948. Hann lét af kennslu- störfum við Stýrimannaskólann vorið 1982 eftir mikla vanheilsu og sjúkrahúsvist þann vetur, sem við samstarfsmenn hans vonuðum, að hann væri kominn yfir. Eftir hin erfiðu veikindi vetur- inn 1982 fór hann um sumarið beint á sjóinn sem skipstjóri og hresstist ótrúlega fljótt á sjónum. Kom þar vel fram að hafið og sjó- mennskan átti hug hans allan og hann var maður harður af sér. Um árabil var hann skipstjóri á hval- veiðiskipum Hvals hf. á sumrin og mun vafalaust við andlát hans vera einn fremsti hvalveiðimaður í Norðurhöfum á þessari öld. Eins og allir sannir veiðimenn hafði hann jafnframt mikinn áhuga á mannúðlegum veiðiaðferðum og vísindalegum rannsóknum á hvalastofninum. Fór Ingólfur iðu- lega í vísindalega leiðangra og hvalamerkingar snemma vors og sumars áður en hvalveiðivertíðin hófst. Stýrimannaskólanum í Reykja- vík vann Ingólfur af mikilli trúmennsku alla sína tíð. Hann var sívinnandi og bar mikla um- hyggju fyrir skólanum og nemend- um hans. Ávallt boðinn og búinn til að vinna Stýrimannaskólanum allt það gagn, sem hann gat og eftir að hann lét af störfum bauð hann mér, ef eitthvað lægi við, að ég mætti kalla í sig. Prófabækur skólans, sem hann færði í öll ár bera fagurri rithönd hans og vandvirkni vitni. Stundatöflur skólans fyrir hvert ár gerði hann af vandvirkni og samviskusemi og þurfti ekki frekar að huga að því vandasama starfi. Eftir að ég tók við stjórn Stýri- mapnaskólans haustið 1981 reynd- ist hann mér drengur góður, ráðh- ollur og trúr og styrkti mig til starfsins í hvívetna. Ég saknaði hans því sl. vetur og þótti miður er hann óskaði að hverfa frá kennslu eftir hin erfiðu veikindi veturinn 1982. Við fyrrum samstarfsmenn hans glöddumst þegar við mætt- um honum hressum og kátum, þegar hann kom af sjónum á sl. haustdögum og vonuðum að hanr hefði náð sér að fullu. Honum fylgdi hressandi blær, þegar hann kom í heimsókn. Nú er Ingólfur allur; hann and- aðist í Borgarspítalanum 4. ágúst sl. Fyrir nokkrum árum missti hann ástkæra konu sína, Guðrún Friðrikku Jónsdóttur. Þau eignuð- ust 3 börn. Andlát hennar var Ing- ólfi mikið áfall, þó að hann bæri ekki sorg sína á torg. Ég undirritaður og kennarar Stýrimannaskólans vottum að- standendum Ingólfs Þórðarsonar innilega samúð vegna fráfalls hans og þökkum Ingólfi samver- una og samstarfið. Hans mun lengi minnst hér í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík, en hinir fjölmörgu nemendur hans vítt og breitt um landið, íslenskir sjó- * menn, minnast góðs kennara og læriföður. Blessuð sé minning Ingólfs Þórðarsonar. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri. Góður vinur og félagi er horf- inn. Ingólfur Þórðarson, skipstjóri og fyrrverandi kennari við Stýri- mannaskólann í Reykjavík, lést hinn 4. þ.m., 62 ára að aldri, og er kvaddur hinstu kveðju í dag. Með honum er fallinn í valinn einn af svipmestu forystumönnum Slysa- varnafélags íslands á undanförn- um árum og á þeim vettvangi er hans sárt saknað. Á aðalfundi fé- lagsins í vor, sem haldinn var að Reykholti í Borgarfirði, mætti Ingólfur sem gestur, hress í bragði og glaður, og var sannarlega ánægjulegt að fá enn að heyra kjarnyrtan og einarðan málflutn- ing hans, sem bar vott um sívak- andi áhuga hans á málefnum fé- lagsins. Ér erfitt að sætta sig við, að nú sé hann allur. Ingólfur Þórðarson var fæddur á Krossi í Beruneshreppi, Suður- Múlasýslu hinn 19. janúar 1921. Foreldrar hans voru Þórður Berg- sveinsson, bóndi þar, og kona hans Matthildur Bjarnadóttir. Var Ing- ólfur þriðji sonur þeirra, en hon- um eldri voru þeir Bjarni, fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, er lést fyrir fáeinum árum og Sigur- sveinn, fyrrverandi skipstjóri, nú starfsmaður Tilkynningarskyldu íslenskra skipa. Síðar bættust í systkinahópinn Sigríður og Þórð- ur Matthías. Rétt áður en hinn síðastnefndi fæddist drukknaði fjölskyldufaðirinn í sjóróðri á Berufirði, en það var á árinu 1925. Má nærri geta, hverjir erfiðleikar biðu ekkjunnar með 5 börn. Á ár- inu 1929 fluttist fjölskyldan til Neskaupstaðar og þar bættist í hennar hóp fósturbarn, Þóra Guð- jónsdóttir, er missti móður sína ung, og ólst upp á heimilinu frá því. Matthildur andaðist árið 1972. Ingólfur og systkini hans fóru snemma að vinna til að létta undir með móður sinni. 14 ára fór Ing- ólfur fyrst á sjó og var starf hans upp frá því verulega tengt sjónum. Hann var á ýmsum fiskiskipum, fyrst sem háseti en síðar sem stýrimaður og skipstjóri. Fiski- mannsprófi lauk hann 1944, en lét sér það ekki nægja og tók far- mannspróf 1947. Fór hann síðan til framhaldsnáms í siglingafræð- um í Danmörku, en kennslu hóf hann í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1948 og stundaði hana til vors 1982. Jafnframt vann hann á sumrum frá árinu 1952 sem skipstjóri á hvalveiðibátum Hvals hf. Á árinu 1945 kvæntist Ingólfur Friðrikku Jónsdóttur, ættaðri frá Norðfirði. Var hjónaband þeirra farsælt og áttu þau 3 börn, Grétar, Hrefnu og Pétur Hafstein. Frið- rikka lést á árinu 1979 og var það Ingólfi mikið áfall. Ingólfur var sem fyrr segir lengi í forystusveit Slysavarnafélags fs- lands. Hann var í aðajstjórn fé- lagsins frá árinu 1966 til 1982, er hann baðst undan endurkjöri. Var hann jafnframt gjaldkeri stjórn- arinnar frá árinu 1973. Þá var hann um árabil í stjórn slysa- varnadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík. Eftir að Rannsóknar- nefnd sjóslysa var sett á fót með lögum árið 1970 sem föst nefnd til að kanna orsakir sjóslysa var Ing- ólfur fulltrúi SVFI í nefndinni þar til í byrjun þessa árs. Ingólfur Þórðarson hlýtur að verða hverjum þeim, sem honum kynntist, minnisstæður. Þar fór maður þéttur á velli og þéttur í lund. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á málum, var ófeiminn að setja þær fram og gerði það tæpi- tungulaust. Það gustaði um hann á stundum á 'mannamótum, en jafnan fór hann fram með dreng- skap og heiðarleik. Honum fylgdi ferskur blær, sem greinilega var ættaður af sjónum, og var auðvelt að gera sér Ingólf í hugarlund, þar sem hann stóð á stjónpalli skips síns, ákveðinn og úrræðagóður. Höfuðáhugamál Ingólfs á ofan- greindum vettvangi voru öryggis- mál sjómanna enda þekkti hann vel til slíkra mála eftir áratuga störf á sjó við ýmsar aðstæður. Lagði hann þar margt gott til mála, bæði innan Slysavarnafé- lagsins sem og í Rannsóknarnefnd sjóslysa. Honum var það mikið áhugamál, að sjómenn nýttu sér þá kosti, sem tiltækir eru til að auka öryggi þeirra við hættuleg störf á hafinu og fræddust um þessa hluti. Kæruleysi í þeim efn- um var eitur í hans beinum. Hon- um var mjög umhugað um að Til- kynningarskylda íslenskra skipa næði tilgangi sínum og hann var einn þeirra, sem mótuðu starf og starfshætti hennar frá upphafi. Lagði hann sig mjög fram um að auka áhrif hennar meðal sjó- manna. Sem gjaldkera Slysavarna- félagsins um allmörg ár var það honum hjartans mál að það fé, sem safnaðist meðal almennings á vegum félagsins, nýttist sem best til slysavarna- og björgunarmála. Þarna kom sér vel, hve Ingólfur var athugull og töluglöggur maður. Ég átti þess kost að kynnast Ingólfi Þóraðarsyni allvel, fyrst er við vorum saman í stjón svd. Ing- ólfs á sjöunda áratugnum, en einkum nú síðustu 9—10 árin, er við vorum saman í stjórn SVFÍ og í Rannsóknarnefnd sjóslysa. Sem formaður í þeirri nefnd frá árinu 1973 fram á byrjun þessa árs leit- aði ég oft ráða hjá Ingólfi og fékk alltaf góðar viðtökur. Á fundum nefndarinnar var jafnan hlýtt með athygli á það, sem Ingólfur hafði til mála að leggja og orð hans vógu þar þungt. Þótt Ingólf- ur hefði fastmótaðar skoðanir var það fjarri honum að taka ekki til- lit til sjónarmiða annarra og það var gott að eiga við hann rökræð- ur, sem miðuðu að því að finna sameiginlega niðurstöðu. Sama er að segja um störf hans í stjórn SVFÍ. Vissulega gat Ingólfur brýnt röddina hressilega í umræð- um til að leggja áherslu á mál sitt, en það var ekki síst gert til að fjörga umræðuna, því lognmolla var honum lítt að skapi. Eftirtekt- arvert var, hve samstarf hans og Gunnars Friðrikssonar, fyrrver- andi forseta félagsins, var gott og greinilega mótað af gagnkvæmri vináttu og trausti. Hefur Gunnar sagt mér, að þar hafi aldrei borið skugga á og flyt ég hér þakkir hans fyrir hið langa og góða sam- starf þeirra. Á þessum kveðjudegi eru bornar fram hugheilar þakkir Slysa- varnafélags íslands fyrir hilð mikla og óeigingjarna starf, er Ingólfur Þórðarson innti af hönd- um fyrir félagið. Jafnframt flyt ég þakkir Rannsóknarnefndar sjó- slysa fyrir starf hans á þeim vettvangi. Ingólfur ávann ser óskoraða virðingu og traust allra þeirra, er með honum störfuðu að slysavarna- og björgunarmálum. Minningin um hann er þeim, sem eftir standa, öflug hvatning til að vinna áfram að heill og framgangi þeirra hugsjóna, sem starf Slysa- varnafélags Islands byggist á. Að lokum færi ég börnum Ing- ólfs og öllum öðrum ættingjum einlægar samúðarkveðjur vegna andláts hans. Haraldur Henrvsson Þegar ég frétti að morgni 4. ág- úst að vinur okkar Ingólfur Þórð- arson væri orðinn meðvitundar- laus og síðar sama dag að hann væri látinn, kom það mér mjög á óvart. Hann hafði að vísu verið nokkurn tíma til rannsóknar á spítala, en ekki datt mér í hug að endalokin væru svona nærri. Síð- ast, þegar ég talaði við hann í heimsóknartíma, lá hann að vísu fyrir, en var þó léttur í tali eins og hann var vanur að vera og engin dauðamerki sjáanleg. Hann hafði verið í stöðugum og þreytandi rannsóknum, sem þó gáfu ekki vísbendingu um hver sjúkdómur- inn væri, og því ekki óeðlilegt að nokkurs vonleysis gætti hjá hon- um. Þó ekki svo að manni dytti helstríð í hug, enda var hann afar harður af sér, eins og áður hafði sýnt sig í fyrri veikindum. Ingólfur Þórðarson var fæddur 19. janúar 1921 á Krossi í Berunes- hreppi, S.-Múlasýslu. Foreldrar: Þórður Bergsveinsson, útvegs- bóndi, og kona hans Jóhanna Matthildur Bjarnadóttir. Þau Jó- hanna og Þórður eignuðust 5 börn. Elstur var Bjarni, sem var lengi bæjarstjóri í Neskaupstað, lést á síðasta ári, Sigursveinn, skip- stjóri, búsettur í Hafnarfirði, Ing- ólfur, Sigríður, húsmóðir, Nes- kaupstað og Þórður, skrifstofu- stjóri, Neskaupstað. Þórður, faðir þeirra, drukknaði 1925 aðeins 34 ára að aldri. Geta má nærri hversu erfiðir tímar fóru í hönd hjá hinni ungu móður með barnahópinn, það elsta 11 ára. Árið 1929 fluttist fjölskyldan til Neskaupstaðar og þann stað þótti Ingólfi ávallt vænt um. Jó- hanna lést árið 1972 nærri 82ja ára. Ingólfur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Nes- kaupstað 1937. Hann byrjaði sjó- mennsku kornungur eða 14 ára gamall og var til sjós á sumrin meðan hann var í skóla en eftir það að staðaldri. Haustið 1942 hóf hann svo nám í fiskimannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík. Ég byrjaði kennslu við sama skóla um áramótin 1942—’43 og minnist ég sérstaklega þessa nemanda, sem hafði óvenju miklar námsgáf- ur. Hefði hann þess vegna getað farið hvaða námsbraut sem var, en jafnvel þó efni hefðu verið til langskólanáms, sem ekki voru, held ég að honum hefði ekki hent- að það betur. Sjórinn og það sem honum viðkom átti mikil ítök í honum. Fiskimannaprófi lauk Ingólfur vorið 1944 með ágætiseinkunn, var efstur í sínum hópi. Á þeim tíma var fámennt kennaralið við Stýri- mannaskólann, en nemendafjöldi fór vaxandi. Vissi ég til að þáver- andi skólastjóri Stýrimannaskól- ans, Friðrik V. Ólafsson, hafði mikið álit á Ingólfi sem kennara- efni og bauð honum kennarastöðu. Gekkst hann fyrir því að Ingólfur settist í farmannadeildina 1946 og lauk hann farmannaprófi 1947. Þá um haustið byrjaði hann sem stundakennari. Síðan stundaði hann framhaldsnám við Fanö- Navigationsskole 1948 og var eftir það fastur kennari við Stýri- mannaskólann. Samstarf okkar við Stýri- mannaskólann stóð því meira en þrjá áratugi. Þess samstarfs minnist ég nú með ákaflega góð- um endurminningum. Ingólfur var sérstaklega góður kennari. Hann var strangur við nemendur sína, en á þann hátt sem þeim vrr fyrir bestu, enda mátu þeir hann upp til hópa mikils. Hann var stundvís, reglusamur og samviskusamur í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann leysti öll störf af hendi með ýtrustu vandvirkni og taldi ekki eftir sér að vinna umfram til- skyldan tíma, ef svo bar undir. Ég skal játa að nokkuð oft, eftir að ég tók við skólastjórn, hætti mér við að níðast dálítið á honum með störf, sem eiginlega var ekki hægt að meta til vinnustunda, en ég gerði það með þeirri vissu að hann mundi ekki telja það eftir. Öll samskipti okkar voru eins og best var á kosið frá hans hendi. Eftir fiskimannaprófið starfaði Ingólfur sem stýrimaður og skip- stjóri a fiskiskipum, en þó aðeins á sumrin eftir að hann byrjaði kennslu. 1952 réðst hann skip- stjóri til Hvals hf. og var skip- stjóri og skytta óslitið hjá því fé- lagi frá 1953 þar til í júlí síðast- liðnum er hann fór sjúkur í land. Eins og áður er getið átti sjór- inn mikil ítök í Ingólfi. Honum fannst hann þurfa að komast til sjós einhvern tíma ársins. Starfið hjá Hval hf. samræmdist líka vel kennslustarfinu, en frístundirnar urðu að sama skapi færri. Sem sjómaður hafði Ingólfur kynnst þeim hættum sem fylgja því starfi. Hann lét sig málefni Slysa- varnafélagsins miklu skipta og var gjaldkeri þess félags mörg ár. Hann var skipaður í sjóslysanefnd sem fulltrúi þess félags, þegar hún tók til starfa. I stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Aldan var hann nokkur ár og formaður þess félags um skeið. Ingólfur kvæntist 5. október 1945 Guðrúnu Friðrikku Jónsdótt- ur frá Neskaupstað. Þau hjón voru mjög samhent og gagnkvæmt traust ríkti milli þeirra. Friðrikka lést 12. júlí 1979 eftir erfið veik- indi. Faðir hennar Jón Kerúlf Guðmundsson er enn á lífi háaldr- aður og dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Börn Friðrikku og Ing- ólfs eru: Grétar Kerúlf, skipstjóri, Höfn Hornafirði, f. 3. febrúar 1945, kvæntur Gerði Bjarnadóttur frá Reykjavík og eiga þau 3 börn. Frá fyrra hjónabandi á Grétar 2 börn. Hrefna, f. 22. júlí 1948, gift Finni Jóhannssyni, Mosfellssveit, og eiga þau 3 börn, Pétur Haf- steinn, íþróttakennari, Akranesi, kvæntur Jónu Maríu Sigurgísla- dóttur Kjerúlf og eiga þau 2 börn. Þegar við hjónin kveðjum vin okkar Ingólf, minnumst við margra ánægjustunda með honum og hinni ágætu konu hans meðan hún lifði. Við vottum börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilegustu samúð okkar og barna okkar. Jónas Sigurðsson Ingólfur var fæddur á Krossi í Beruneshreppi, N—Múlasýslu, 19. janúar 1921 og voru foreldrar hans Þórður Bergsveinsson út- vegsbóndi þar og kona hans Jó- hanna Matthildur Bjarnadóttir. Þórður faðir Ingólfs drukknaði er hann var fjögurra ára. 1929 flutti móðir hans til Nes- kaupstaðar með systkinin fimm og ólst Ingólfur þar upp. Hann stund- aði nám þar og lauk gagnfræða- prófi 1937. Ingólfur settist síðan í Stýrimannaskólann og lauk fiski- mannaprófi 1944 og farmanna- prófi 1947. Kennari við Stýri- mannaskólann var hann 1947 til 1982. Það var ekki úr miklu að spila á uppvaxtarárunum og hófst því þátttaka í atvinnulífinu strax á unga aldri. Ingólfur hóf sjómennsku 14 ára gamall og stundaði hana að skóla- námi loknu þar til hann hóf kennslu í Stýrimannaskólanum. í sumarfríum frá kennslu stundaði hann sjómennsku óslitið til dauðadags, fyrst á síldveiðum en síðar við hvalveiðar á skipum Hvals hf. Fyrsta hvalveiðivertíð Ingólfs var 1952 og var hann þá skipstjóri á Hval 4, en skytta var þar Krist- ján Þorláksson. Frá og með hvalveiðivertíð 1953 var hann skipstjóri og skytta. Það sumar á Hval 1 og frá 1954 til 1961 á Hval 3. Það vildi til það sumar, er þeir voru á siglingu á hvalamiðum, að skrúfuásinn brotnaði og skrúfan þeyttist af. Vél skipsins eyði- lagðist og var mesta mildi að ekki hlutust af mannskaðar. Var þá strax hafist handa við að gera Hval 1 kláran til veiða en hann lá í legufærum í Hvalfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.