Morgunblaðið - 12.08.1983, Page 31

Morgunblaðið - 12.08.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 Mnrgimbl«an/ Mrarinn Rngnnrnnon. • „Ég er reynslunni ríkari, og það kemur mót aftur,u sagði Einar Vilhjálmsson við Mbl. íslandsmótið í knattspyrnu: Margir leikir á dagskrá um helgina MARGIR leikir eru á dagskrá íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina. Þar á meðal er leikur ÍA og KR í 1. deild á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldiö. Sigri lið IA í þeim leik hefur liðið örugga forystu í deildinni. FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2. deild Akureyrarvöllur — KA : Víðir kl. 19.00. 3. deild A Akranesvöllur — HV : Víkingur kl. 19.00. 3. deild A Kópavogsvöllur — ÍK : Grindavík kl. 19.00. 3. deild B Seyðisfj.völlur — Huginn : Austri kl. 19.00. 4. deild A Hv.eyrarv. — Haukar : Afturelding kl. 19.00. 4. deiid B Stjörnuvöllur — Stjarnan : Grótta kl. 19.00. 4. deild C Heimalv. — Eyfellingur : Stokkseyri kl. 19.0. 4. deild C Melavöllur — Árvakur : Hveragerði kl. 19.00. 4. flokkur úrslit 5. flokkur úrslit LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1. deild ísafjarðarvöllur — ÍBÍ: UBK kl. 14.00. 1. deild Keflavíkurvöllur — ÍBK : Víkingur kl. 14.00. 1. deild Laugardalsvöllur — Valur: Þróttur kl. 14.00. 1. deild Vestmannaeyjavöllur — ÍBV: Þór kl. 14.00. 2. deild Vopnafj.völlur — Einherji: Fylkir kl. 14.00. 3. deild A Melav. — Ármann: Skallagrímur kl. 14.00. 3. deild A Selfossvöllur — Selfoss : Snæfell kl. 14.00. 3. deild B Hornafjarðarv. — Sindri: Valur kl. 14.00. 3. deild B Krossmúlavöllur — HSÞ : Þróttur kl. 14.00. 3. deild B Sauðárkr.v. — Tindastóll: Magni kl. 14.00. 4. deild A Bolungarvíkurv. — Bolungarv.: Hr. Flóki kl. 16.00. 4. deild A Suðureyrarv. — Stefnir : Oðinn kl. 14.00. 4. deíld B Kópav.völlur — Augnablik : Láttir kl. 14.00. 4. deild B Melavöllur — ÍR : Hafnir kl. 16.00. 4. deild C Víkurvöllur — Drangur: Þór kl. 14.00. 4. deild F Borgarfj.v. — Umf. B : Leiknir kl. 14.00. 4. deild F Egilsstaðav. — Höttur: Hrafnkell kl. 14.00. 4. deild F Stöðvarfj.v. — Súlan : Egill rauði kl. 14.00. 2. deild kv. B KA-völlur — KA: Hveragerði kl. 14.00. 4. flokkur úrslit 5. flokkur úrslit SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1. deild Laugardalsvöllur — KR : ÍA kl. 14.00. 2. deild Njarðvíkurv. — Njaröv.: Völsungur kl. 14.00. 2. deild kv. B Þórsv. — Þór : Hverageröi kl. 14.00. Bikarkeppni kvenna — úrslit 4. flokkur úrslit 5. flokkur úrslit MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2. deild Sandgerðisvöllur — Reynir: KS kl. 19.00. Einar Vilhjálmsson: „Vissulega vonbrigði að komast ekki í úrslitin“ „ÞAÐ VORU vissulega vonbrigði að komast ekki í úrslitin, því mér fannst ég mjög upplagður og allur undirbúningur var í stakasta lagi,“ sagði Einar Vilhjálmsson spjótkastari í samtali viö Morgunblaðiö, en sem kunnugt er vantaöi aðeins 20 senti- metra á að hann kæmist í úrslitakeppnina í spjótkasti á heims- meistaramótinu í frjálsíþróttum í Helsinki. Miklar vonir voru bundnar viö Einar þar sem hann hatöi nýveriö lagt heimsmetshafann aö velli og kastaö spjótinu rúmlega 90 metra. Hann sagöi í samtali viö Mbl. fyrir mótiö að í svona keppni gæti allt gerst, og hefur hann reynst sann- spár, enda má nánast ekkert út af bera. „Þaö var frekar Irtiö sem fór úr- skeiöis hjá mér en þaö var nóg. Ég var í ööru sæti eftir fyrstu umferð, kastaöi 81,72 í fyrsta kasti, og í næstu umferö ætlaöi ég aö taka betur á, en náöi ekki réttu út- kastshorni, kastið varö styttra en þaö fyrsta. Þá var bara ein tilraun eftir og enn uröu mér á örlítil tæknileg mistök, reif í spjótið sek- úndubroti of snemma og því fór þaö ekki langt,“ sagöi Einar. Einar var í sjöunda sæti þegar fyrri kasthópurinn haföi lokið sér af, en keppendum var skipt í tvo hópa. „Þaö var viss spenna aö fylgjast meö seinni hópnum, menn voru vongóðir um aö ég kæmist i úrslitin, en ég taldi líkurnar litlar,“ sagöi Einar. í raun og veru er Einar óheppinn aö komast ekki í úrslit meö 81,72 metra kast, því fróöir menn segja aö þaö hafi ekki gerst áöur á stórmóti aö þessi árangur dugi ekki til aö komast í 12 manna úr- slitahóp. Og í undankeppninni kastaöi aöeins einn keppandi yfir 90 metra, og þó ekki jafn langt og Einar hefur gert í sumar. i samtalinu viö Einar kom fram aö honum höföu veriö gefnar rang- ar upplýsingar um æfingarköst fyrir sjálfa keppnina. Var sagt aö hann mætti kasta aö vild inni á leikvanginum í 25 mínútur, og því tók hann færri köst en ella í sjálfri upphituninni, engin meö fullri at- rennu. Þegar inn á leikvanginn kom, fengu keppendur hins vegar ekki aö kasta eitt einasta æf- ingarkast, eins og Einari haföi ver- iö sagt, er hann spuröist sérstak- lega um þessi atriði hjá tæknistjór- um mótsins. „Ég vil ekki segja aö þetta hafi ráöiö úrslitum, og alla vega setti þetta mig ekki út af laginu. En þaö heföi komið sér betur að vita hiö rétta. Þetta kennir manni vissa lexíu,“ sagöi Einar. — ágás. Hjólreiðakeppni i Hafnarfirði Eftir þriggja ára keppnis- reynslu á þjóðvegum hefur JC í Hafnarfirði í samráöi við Hjólreiöafélag Reykjavíkur ákveöiö aö halda hjólreiðamót innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. Ekki er þetta þó fyrsta hjólreiöa- mótið sem haldið er innanbæjar, því á 17. júní var haldin 4,5 km keppni í Reykjavík. Þetta mót hefur þá algeru sér- stööu, þar sem nú miöast öll upp- bygging mótsins viö aö áhorfendur geti fylgst meö mótinu á einum staö í staö þess aö keyra á eftir í bíl eins og tíökast hefur. Um alla Evrópu eru hjólreiöar með vinsælustu íþróttum, og flykk- ist fólk viösvegar aö þar sem keppni er. i Frakklandi og Ítalíu leggst öll vinna niður í þeim borg- um sem hjólað er um enda eru hjólreiðar þjóöariþrótt Frakka og ítala. Hjólreiöamót Junior Chamber í Hafnarfiröi veröur haldiö sunnu- daginn 14. ágúst kl. 14 (mæting kl. 13). Byrjaö veröur viö lögreglu- stööina í Hafnarfiröi og hjólaöur hringurinn: Lækjargata-Hring- braut-Öldugata-Reykjanesbraut— Þúfubarö-Suöurgata-Lækjargata. Hjólaöir veröa 5 hringir í keppnis- flokki og 3 í opnumfiokki. Aldurs- takmark 13 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.