Morgunblaðið - 17.08.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.08.1983, Qupperneq 1
40 SIÐUR //' 184. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Habre býðst að ræða við Khadafy N'Djamcna, 16. ágúst- AP. FRANSKA herliðinu í Chad var í dag skipað að koma sér fyrir á nýjum stöðum í varnarlínu stjórn- arhersins, sem snýr að eyði- mörkinni í norðurhluta landsins. Eyðimörkin er á valdi uppreisn- armanna og líbýska hersins, sem styður þá. Talið er að fjöldi franskra hermanna nái þúsundinu innan skamms. Að sögn franska varnarmála- ráðuneytisins er þessi skipun liður í sérstökum aðgerðum og enginn vafi er nú talinn leika á að Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, ætli að reyna allt, sem í hans valdi stendur, til þess að hjálpa Hissine Habre, forseta Chad. Skoðanakönnun í Frakk- landi, sem birt var í dag, sýnir að 53% eru andvígir íhlutun Frakka í málefni í Chad. Habre forseti bauðst í dag til þess að eiga viðræður við Mo- ammar Khadafy um brottflutn- ing líbýsks herliðs frá Chad. Habre hafnaði hins vegar alfar- ið öllum pólitískum sérkröfum Khadafys. Hefur Líbýuleiðtog- inn farið fram á stofnun sér- staks íslamsks ríkis araba innan Chad, sem yrði í tengslum við Líbýu. Hefur hann einnig lagt til að herliðið verði um kyrrt á eyðiumerkursvæðinu, sem teng- ir Chad og Líbýu. Þessu hafnar Habre alfarið. Fremur kyrrt hefur verið á helstu átakasvæðunum í Chad eftir að Faya Largeau féll í hendur uppreisnarmanna í kjölfar mjög harðra bardaga. Er talið að sú lognmolla stafi af því að uppreisnarmennirnir séu að skipuleggja næstu aðgerðir sínar. Heyjað um allt Suðurland í gær Ljósmynd. Mbl. Ragnar Axelsson. Hvarvetna á Suðurlandi var fólk í óóa önn aö hiröa hey af túnum í gærdag þegar Morgunblaösmenn flugu yfir Suöurlandsundirlendiö til þess að fylgjast meö heyskap. Víðast hvar var búiö að vélbinda hey í bagga áöur en rigningarsúldin skall aftur yfir, en allt frá Ölfusi og austur í Landbrot var fólk viö heyskap, flestir meö allar vélar í gangi en á stöku staö sást ein og ein hrífa. Tökin hert í Gdansk og Honecker fagnað í Varsjá Varsjá og Gdansk, 16. ágúst. AP. YFIRVÖLD í Póllandi nýttu sér í dag í fyrsta sinni heimild í lögum til þess aö beita ströngum hömlum í hafnarborginni Gdansk, á sama tíma og þjóðarleiðtogar fögnuðu komu Erich Honecker, leiötoga austur-þýska kommúnistaflokks- ins. Var lagt blátt bann viö öllum útisamkomum eftir að fólk haföi safnast saman bæöi í gær og fyrra- dag. Þriggja daga opinber vináttu- heimsókn Honecker til Póllands markar viss tímamót, því hann er fyrsti háttsetti leiðtogi annars austantjaldslands en Sovétríkj- anna, sem heimsækir Pólland eftir að Samstaða var stofnuð fyrir þremur árum. Með Honeck- er í förinni til Póllands voru fjór- ir háttsettir embættismenn Austur-Þjóðverja, þar á meðal Taugaveiklun sovéskra í Afganistan: Skutu 50 saklausa borgara á testofu Islamabad og Nýju Delhí, 16. ágúst. AP. AÐ ÞVÍ ER haft er eftir vestrænum diplómat í Kabúl varö áhöfn sovésks skriödreka a.m.k. 50 manns að bana er hún hóf skyndilega skothríð á gesti á testofu við þjóöveg í Afganistan fyrir skemmstu. Voru fórnarlömb- in öll úr langferöabifreið, sem geröi stuttan stans á ferö sinni. Ástæðan fyrir þessari skyndi- Kabúl frá því Sovétmenn gerðu legu skothríð Sovétmannanna var sú, að vélbyssuskytta þeirra í skriðdrekanum varð fyrir skoti frá leyniskyttu. Eftir að hafa svipast um eftir henni um stund hljóp þeim kapp í kinn og hófu skothríð með fyrrgreindum af- leiðingum. Þessi grimmilega árás á sak- lausa borgara virtist m.a. þjóna þeim tilgangi að hefna fyrir hörðustu árás frelsissveitanna á innrás í landið fyrir rúmu hálfa fjórða ári. Réðust þær á höfuð- borgina úr þremur áttum og olli árás þeirra gífurlegu eignatjóni. Að því er fregnir herma létust fimm afganskir embættismenn í þessari síðustu árás og a.m.k. 15 hermenn stjórnarinnar. Að sögn diplómata í Kabúl logaði öll borgin, að undanskild- um litlum hluta, f átökum laugardagskvöld. Sókn frelsis- sveitanna var geysilega öflug og á leið sinni að höfuðborginni yf- irtóku þær þrjár bækistöðvar stjórnarhersins og innrásarhers Sovétmanna. Felldu meðlimir þeirra 15 hermenn stjórnarinnar í átökunum auk þess sem 15 gengu þeim á hönd. Aðalskotmörk frelsissveit- anna í Kabúl voru bækistöðvar sovéska innrásarhersins og aðr- ar mikilvægar stöðvar stjórn- arhersins. Að því er heimildir hermdu felldu frelsissveitirnar fjölda manna, en tölum um fjölda látinna her þó ekki saman. forsætisráðherrann, Willi Stoph, og Oskar Fischer, utanríkisráð- herra. Mikið var um dýrðir við komu Honeckers til Varsjár í morgun. Lýsingum af komu hans var bæði sjónvarpað og útvarpað beint og öryggisgæsla var hert að mun í höfuðborginni, Varsjá. Almennt var svo litið á að heimsókn Hon- eckers væri til þess að sýna stuðning við Jaruzelski í verki, en stjórnvöld í Austur-Þýska- landi gagnrýndu það harðlega á sínum tíma, að andstaða verka- fólks í Póllandi skyldi ekki brotin á bak aftur við stofnun Sam- stöðu. Fréttir frá Póllandi um við- ræður Jaruzelskis, forsætisráð- herra Pólverja, og Honecker benda hins vegar til þess að þeim gangi illa að brjóta niður þann múr er myndaðist á milli þjóð- anna i kjölfar stofnunar Sam- stöðu. Sæfari sótt- ur til saka New York, 16. ágúst. AP. RÉTTVÍSIN lætur ekki að sér hæða. Það fékk Englendingurinn Ginger Elliott að reyna. Eftir að hafa siglt einsamall yfir Atlantshafið á 6 metra skútu, barist hetjulegri baráttu gegn veðri og vindum, og mátt þola matarskort og aðra vesöld á tveggja mánaða ferð sinni yfir hafið, kom það eins og köld vatnsgusa framan í hann, er bandarísk yfirvöld tilkynntu að þau myndu kæra hann fyrir að koma á ólöglegan hátt inn í land- ið. Þegar hann kom að landi í Bandaríkjunum var honum sagt að mæta fyrir rétt í dag, þriðju- dag. Verður honum væntanlega vísað úr landi. Bandaríkin veittu Klaus Barbie hiálp Wa.shin|!ton, 16. ágúsl. AP. ^ ^ BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið gaf í dag út yfirlýsingu, þar sem stað- fest var, að gagnnjósnaþjónusta landhersins hefði aðstoðað stríðsglæpa manninn Klaus Barbie við að flýja frá Evrópu í lok síðari heimsstyrjaldarinn- Hafa Bandaríkjamenn ákveðið að biðja Frakka opinberlega af- sökunar. Barbie, sem nefndur hef- ur verið „slátrarinn frá Lyon“, er talinn bera ábyrgð á dauða þús- unda gyðinga er hann var yfir- maður Gestapo í Lyon á árunum 1942-44.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.