Morgunblaðið - 17.08.1983, Page 34

Morgunblaðið - 17.08.1983, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 yj Fru Kdso. • Weíd cö) tx/tt 5é ekki eins og (?ói) d o& \Jera.." ... að bera hana upp himnastiga hamingjunnar. TM Req. U.S. Pat. Off —all rights reserved ©1983 Los Angeles Times Syndicate 7U3 Hafa hér ekki orðið einhver mis- tök, með manninn minn? HÖGNI HREKKVÍSI ..FALOAFEVKlNUIVI " Spurningar til forstjóra SVR Þórður Kristinsson skrifar: „Velvakandi. I sumar hefur bréfritari ferð- ast flesta morgna með strætis- vagni frá Bústaðavegi vestur í miðbæ og til baka um fimmleytið. Hefur hann ýmist ekið með vögn- um nr. 6/7, 8/9 eða 11. Þeir aka hver sína leiðina, og hefur undir- ritaður að mörgu notið ferðanna, sérdeilis þó um þau hverfi sem hann ella ber sjaldan augum. En snúum okkur beint að efninu. Smám saman hafa fjögur undur orðið öllum viðburðum hugstæð- ari úr þessum endurteknu ferða- lögum — og vakið upp heilabrot og spurningar sem aftur kalla á svör. Ekki er samt svo að skilja að bréfritari hafi lagt sig sér- staklega eftir að ala undrin með sér, heldur hefur endurtekningin velt þeim æ ofar í hugskotið og belgt þau út. Á þetta einkum við um morgunferðirnar. Fyrst er til að taka að téðir þrír vagnar birtast allir jafn- snemma á Bústaðavegi; í ein- faldri röð að vísu, en það er auka- atriði. Líður síðan kortér uns þeir birtast aftur. Svona ku þetta ganga of daginn. En enda þótt þeir komi sjálfsagt úr ólíkum stöðum á þennan veg og fari ólík- ar leiðir þaðan, þá vaknar eðli- lega sú spurning í hugum þeirra er jafnan húka í skýlum við Bú- staðaveg hvernig í greflinum standi á þessari hópferð vagn- anna? Ræður hér hending ein? Og þá e.t.v. vísvituð þar sem leið- akerfið er væntanlega manna- setning? Eða er þetta gert svo ökuþórarnir geti haft eftirlit hver með öðrum; t.a.m. að upp um þann skratta komist sem sleppir úr ferð eða tveimur? Eða er verið að angra fólkið við veginn? Sjálfsagt er viðkvæðið að á þess- um vegi komi vagnarnir saman til að fólk með ólíka áfangastaði í huga en í skökkum vagni megi hlaupa á milli vagna til að leið- rétta ferðir sínar. En hvers eiga þeir að gjalda sem þurfa að berja sér í skýlunum? Undur númer tvö má kalla loft- þyngsl. Svo vill til að snemma á morgnum virðist fólk finna hjá sér sérstakt tilefni til að fylla vagnana. Tíðum er það sveitt eft- ir spretthlaup við að ná þeim og að auki hundblautt meður því stórrigningar eru nú í tísku. Sumir auk þess andfúlir eins og gengur. Við þessa atburði alla verða loftþyngsl mikil í vögnun- um sakir uppgufunar af votum klæðum og sveittum búkum og eins af því að hver sú skepna sem búin er lungum þarf að draga að sér tiltekið súrefnismagn til að geispa ekki golunni — en skjótt gengur á það lífsloft þar sem rými er takmarkað. En má þá ekki bara lúka upp lofthlera eða gangsetja viftu ef einhver er til að bæta loftslagið? Ja, það er nú það. Spurningin er þessi: Hver hefur leyfi til að hleypa andrúms- lofti inn í vagninn? Því sinnir ekki nokkur sála. Bréfritari sá sig tilneyddan til þess einn regnvot- an morguninn þegar hann hélt að dagar sínir væru senn á enda að krafsa opinn hlera í lofti til að ná andanum. Og hvað gerðist? Ferðafélagarnir gláptu á hann eins og þessi viðleitni væri glæp- samleg og hann genginn af vit- inu. En þeir sögðu ekkert frekar en fyrri daginn. Sennilega bilað- ur þessi, hafa þeir hugsað. Best að láta hann vera. En fyrst við minnumst á þessa ferðafélaga á annað borð þá er það sam- dóma álit undirritaðs að þeir séu með endemum þungbúnir á morgnana — það nánast drýpur af þeim fýlan. Sefur þetta fólk svona illa? Eilífar martraðir? Strætisvagnaforstjórinn kann vísast ekki svar við því, en loft- þyngslin bæta ekki úr. Máske hefur eitthvert kvikmyndafirmað verið að auglýsa eftir þungbúnu fólki til að leika í mynd? Hver veit? En spurningin er semsé: Hver hefur leyfi til að hleypa inn lofti? Einstakir farþegar sem enn þyrstir í lífið? Hinir þungbúnu láta sér sjálfsagt lynda að drep- ast þegjandi og hljóðalaust. Eða heyrir það undir embætti öku- þórsins? Hvað segir forstjórinn? Þriðja undrið er hraðakstur, einkum í beygjum, og rykkingar þegar ekið er úr kyrrstöðu. í sjálfu sér hefur bréfritari ekkert á móti hröðum akstri, en aðstæð- ur verða víst að ráða. Öllum þremur vögnunum er sameigin- legt að þegar sér í gatnamót eða hlykk á veginum framundan, þá er líkt og ökuþórinn sjái fyrir sér eitthvert lostæti sem hann verð- ur að ná í hvað sem tautar og Hættum að herja landið Gestur Sturlaugsson skrifar: „Velvakandi. Þegar ég pára þessar línur hef- ur rignt stanslaust, að kalla má, í heilan mánuð. Um sunnan- og vestanvert landið rignir enn og að öllum líkindum áfram, bændum og öðrum til hrellingar, eftir því sem veðurfræðingar segja. Það rignir bændum til hrell- ingar, en ekki ferðaskrifstofueig- endum, því nú græða þeir á tá og fingri. Landflótti er brostinn á og lái ég engum þeim sem sækir sól- ina til blíðari landa. Líklegast er Trausti, veðurfræðingurinn okk- ar, ánægður, því einhvern tíma sagði hann að sér líkaði rigningin bara vel. Norðlendingar og þeir Aust- fjarðamenn baða sig nú í blíðunni og eiga það svo sannarlega skilið, ekkert fengu þeir vorið en vetur fram í maílok. En nóg um veðrið I bili, ég mun koma að því aftur. Mikið hafa menn rætt um verð- bólguna að undanförnu, já og meira en að undanförnu. Framá- menn þjóðarinnar hafa verið að baksa við að lækna þessa ógur- legu bólgu undanfarin fjörutíu ár. Varla er hægt að segja að árangur hafi verið sem erfiði, um leið og birt hefur í þessum málum, sigur á ógæfuhliðina aftur. Margt verið rætt en lítil niðurstaða náðst. Nú langar mig að ræða um þetta frá öðrum sjónarhóli en venja er. Hvernig stendur á því að verð- bólga hér er svo margfalt meiri en í nágrannalöndunum, beggja vegna hafsins? Þó við séum í mörgu lík þessum þjóðum og oft af sama kynstofni komin, hafa' hlutirnir gengið fyrir sig á annan hátt en hjá þessum löndum. Ég held að þetta komi einfaldlega til vegna þess hve ísland er ólíkt nágrannaþjóðunum, hvað veður- far og náttúrufar snertir. Ég er sannfærður um að hver þjóð mótast af því landi sem hún byggir og öll saga hennar um leið. Hér kem ég aftur að veðrinu. Hver trúir öðru en að það hafi áhrif á allt mannlíf? Og má nú fara að tengja saman verðbólgu og veðurfar. Vegna harðrar veðr- áttu búum við íslendingar í sterkari og vandaðri húsum en margir nágrannar okkar. Ekki að- eins sterkari heldur íburðarmeiri húsum, enda hírumst við inni mestan hluta ævinnar. Árlegar ferðir til útlanda eru stórum hluta landsmanna jafn nauðsyn- legar og daglegt brauð. Allt kost- ar þetta peninga og til að afla þeirra prentum við oft seðla út á verðmæti sem ekki eru til, eða tökum erlend lán. Áhrif veðurfars á sögu þjóðar- innar ætla ég ekki að ræða hér,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.