Morgunblaðið - 17.08.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 17.08.1983, Síða 22
22 Reykjavíkurvika MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 Vatnsveita Reykjavíkur kynnt í dag STARFSEMI Vatnsveitu Reykjavík- ur verður kynnt sérstaklega í dag, 17. ágúst, á Kjarvalsstöðum kl. 16.00. Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri, flytur erindi um Vatnsveituna. Að lokinni kynn- ingu þar verður farið í kynnisferð undir leiðsögn í Heiðmörk að Gvendarbrunnum. Skoðaðar verða daelustöðvar við borholur og inni í borginni. Dagskráin verður endur- tekin sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.00 í Gerðubergi og þaðan verð- ur síðan farið í kynnisferð. Aðset- ur Vatnsveitunnar er á Breiðhöfða 13 og gefst borgarbúum tækifæri til þess að kynnast starfseminni þar þriðjudaginn 16. ágúst og föstudaginn 19. ágúst kl. 14.00-16.00. Vatnsveitustjóri er Þóroddur Th. Sigurðsson. Reykjavíkurvika: Tónleikar að Kjarvalsstöðum Á VEGUM Reykjavíkurviku verða í kvöld tónleikar að Kjarvalsstöðum og hefjast þeir kl. 21.00. Tónlistar- fólk úr Reykjavík leikur og syngur. Fram koma: Áshildur Har- aldsdóttir leikur á flautu og með henni leikur Haukur Tómasson á píanó. Elísabet F. Eiríksdóttir, sópran. Júlíus Vífill Ingvarsson, tenór. Nína Margrét Grímsdóttir, einleikur á píanó. Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir, einleikur á píanó. Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu og með henni leikur Jórunn Viðar á píanó. Tónleikarnir verða endurteknir föstudaginn 19. ágúst kl. 20.00 í Gerðubergi. Smásagnakeppni móðurmálskennara: Olga Guðrún hlaut verðlaunin SAMTÖK móðurmálskennara efndu til samkeppni um smásögur handa börn- um sl. vetur. Frestur til að skila sögum rann út 1. júní, en alls hárust 77 sögur eftir höfunda á aldrinum 20 til 75 ára. Ein verðlaun voru veitt, krónur 20 þús- und, og tilkynnti dómnefnd val sitt á fundi samtakanna með blaðamönnum í gær. Fyrir valinu varð saga Olgu Guð- rúnar Arnadóttur, „Vertu ekki með svona blá augu“, en auk hennar var valin 21 saga, sem samtökin hyggjast gefa út í tveimur bókum í vetur. Sigurður Svavarsson, formaður samtakanna, sagði að hugmyndin að þessari samkeppni hefði sprottið upp úr umræðum um þörfina á hand- hægri kennslubók með smásögum ætluðum börnum og unglingum. Voru verðlaunin hugsuð sem hvatn- ing til höfunda að setjast niður og skrifa sérstaklega fyrir þennan ald- urshóp. Sagði Sigurður að samtökin væru mjög ánægð með árangur keppninnar, enda væru sögurnar flestar hverjar mjög góðar. Ætlunin er að skipta sögunum, sem fyrir val- inu urðu, í tvo hópa og gefa út i tveimur bókum, önnur frekar ætluð bórnum, en hin unglingum. Það er Meimir Pálsson menntaskólakennari sem verður í forsvari fyrir útgáfunni. Höfundar þeirra sagna sem valdar voru í bækurnar eru eftirtaldir: And- rés Indriðason, Ármann Kr. Einars- son, Ása Sólveig, Benóný Ægisson, Elías Snæland Jónsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Guðjón Sveinsson, Guðmundur Ólafsson, Herdís Egils- dóttir, Jón Dan, Jórunn Sörensen, Sigurður Svavarsson, formaður sam- taka móðurmálskennara, afhendir Olgu Guðrúnu Árnadóttur verð- launaávísunina. Kristín Steinsdóttir, Njörður P. Njarðvík, Oddný Guðmundsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Sigrún Björgvinsdóttir, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Svanhildur Friðriks- dóttir og Þórður Helgason. Einnig benti dómnefndin á tvær aðrar sögur sem hún taldi mjög góð- ar, en of langar til að eiga heima í smásagnasafni. Höfundar þeirra eru Þóranna Gröndal og Trausti Ólafs- son. Dómnefndina skipuðu Sigurborg Hilmarsdóttir kennari, Silja Aðal- steinsdóttir bókmenntafræðingur og Símon Jón Jóhannsson, kennari. Keppendi á mótorhjóli bíður þess að leggja af stað á eina sérleið rallsins, í baksýn má sjá sex hjóla sjúkrabfl, sem kemur til landsins með Bertrand. íslandsrallið: „Vonast til að fá leiðirnar í gegn“ allar Einn keppenda í Alsír-rallinu á síðasta ári, sem Jean Claude Bertrand skipulagði og er svipað í sniðum og íslandsrallið. — segir Jean Claude Bertrand „ÞAÐ ER 21 keppandi um borð í Kddunni með mér núna, einnig þrír starfsmenn sjónvarpsstöðv- ar og blaðamenn frá Frakk- landi, Sviss, Belgíu og Ítalíu,“ sagði Bertrand er Morgunblaðið ræddi við hann um íslandsrall- ið. „íslands hefur verið mikið í erlendum fjölmiðlum og mikið hefur verið skrifað um seina- gang íslenskra stjórnvalda. Þetta er örugglega eina land Evrópu þar sem þetta gæti gerst. Persónulega líkar mér þetta náttúrlega afar illa og er vægast sagt mjög reiður," sagði Bertrand og var greini- lega órór. „Þetta hefur þegar kostað mig stórfé og nú á skyndileg að sleppa fjórum leiðum. Keppendurnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir að koma til íslands, en því er ekki hægt að neita að margt mis- jafnt hefur verið sagt um landið. Það telja margir land- ið vera afar einkennilegt ..,, “ sagði Bertrand. Upphaflega var áætlað að íslandsrallið yrði átta daga keppni og átti leiðin að liggja um vegi á hálendi landsins. Hinsvegar fékkst aðeins leyfi á tæpan helming þeirra er sótt var um, þ.e. Kjalveg, Sprengi- sand, Kaldadal og hugsanlega Fjallabaksleið, en ákvörðun hefur enn ekki verið tekið um hvort sú leið verður leyfð í keppninni. „Við höfum fengið synjun á Kverkfjallaleið, Fljótsdal og Hlöðufelli. Við Hlöðufellsleiðina var talið að rafmagnsmöstur stæðu of ná- lægt veginum. Einnig verður Arnarvatnsheiði ekki ekin þar sem við teljum hættu á jarð- raski vegna mikilla rigninga undanfarið," sagði Olafur Guðmundsson, ritari LÍA, sem aðstoðað hefur Bertrand við skipulagningu rallsins, er Morgunblaðið ræddi við hann. „Það er afar slæmt að búið er að eyðileggja allt skipulag keppninnar nokkrum dögum áður en hún hefst. Líklega verður keppnin í fimm daga og þá með einhverju hléi, þar sem aðeins er um fjórar aksturs- leiðir að ræða,“ sagði Ólafur. íslandsrallið á að hefjast þann 25. ágúst miðað við nú- verandi áætlun. Aðeins er vit- að um erlenda keppendur í rallið, en allmargir íslenskir ökuþórar hafa þó sýnt keppn- inni áhuga og nokkrir kepp- endur í Ljómarallinu segjast ætla að taka þátt í íslandsrall- inu ef þeir falla snemma úr keppni. Einnig kvað Októ Ein- arsson í Vélhjólaíþrótta- klúbbnum. Moto-Cross kepp- endur hafa áhuga, en fulldýrt væri að taka þátt í rallinu. Kvað hann jafnframt sérstaka tegund mótorhjóla þurfa í svona langa keppni og því ættu menn erfitt um vik. Það er því ekki ljóst nákvæmlega enn sem komið er hvernig end- anlegt fyrirkomulag rallsins verður, né hve margir þátttak- endur koma til með að leggja af stað. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist er við komum til íslands," sagði Bertrand að lokum. „Ég von- ast enn til að fá allar leiðirnar í gegn.“ G.R.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.