Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 W AF ERLENDUM VETTVANGI Mitterrand losnar ekki við hið „sérstaka hlutverk“ Frakka í Afríku eftir GREG MACARTHUR Franskir fallhlífahermenn I Ndjamena, höfuöborg Chads. Frakkar eiga mikilla efna- hagslegra hagsmuna að gæta í fyrrverandi nýlendum sínum í Afríku. Frönsk fyrirtæki sjá um smíði vatnsorkuvers á Fíla- beinsströndinni, lagningu járn- brauta í Nígeríu og vinna að námagrefti víða um álfuna. Ný- lendurnar fyrrverandi kaupa fyrir tvo milljarða dollara meira af Frökkum en þær selja þeim og Chad er nokkurs konar brim- brjðtur milli útþenslustefnu Líbýumanna I norðri og þeirra ríkja sunnar í álfunni, sem hlynnt eru vesturveldunum. í þeim eru líka enn um 350.000 Frakkar búsettir. Mitterrand eins og de Gaulle forðum telur Frakka líka hafa „sérstöku hlutverki" að gegna sem „þriðja aflið“ í heimsmálum og hann gerir sér grein fyrir, að ef Frakkar bregðast þessu hlut- verki er mikil hætta á að stór- veldin taki að berjast til áhrifa á þessum slóðum. Arfur Frakka sem nýlendu- veldis kemur hér einnig til álita. Gömlu nýlenduveldin réttlættu jafnan yfirráð sín með því, að þau vildu mennta og uppfræða þjóðirnar en Frakkar, ólíkt því sem var með flesta aðra, tóku þetta alvarlega. í þeim 26 þjóð- um Afríku þar sem franska er opinbert mál eru franskir siðir í heiðri hafðir. Fólk etur franskt brauð, ekur um á frönskum bíl- um, fylgist með úrslitum í franska fótboltanum, les frönsk dagblöð og bækur og horfir á franskt sjónvarpsefni. Stjórnkerfið og menntakerfið eru í raun það sama og var undir stjórn Frakka og gjaldmiðill 14 þessara ríkja er 'nátengdur franska frankanum. Menningarleg áhrif hafa jafn- an verið ríkur þáttur í franskri utanríkisstefnu og frönskum sósíalistum er það jafn hugleikið og hægrisinnuðum löndum þeirra að standa vörð um það hlutverk, sem Frakkar hafa svo lengi haft í hinni svörtu álfu. Margar ástæður voru fyrir glæsilegum sigri Francois Mitterrands f forsetakosningunum í Frakklandi árið 1981 en ef nefna skal eitt mál öðru fremur er það hneykslið, sem snerti fyrirrennara hans, Giscard d’Estaing, og Bokassa, einn alræmdasta harðstjóra í Afríku. Eftir kosn- ingarnar lýsti Mitterrand því yfir, að endi hefði verið bundinn á 20 ára ódulbúna íhlutun í málefni Afríkuríkja. Nú, aðeins tveimur árum síð- ar, neyðist Mitterrand til að feta í fótspor fyrirrennara sinna og taka að sér það hlutverk, sem gefið hefur Frökkum viðurnefnið „Afríkulöggan". Að þessu sinni er það raunar ekki síst fyrir þrýsting frá Washington og höf- uðborgum ýmissa Afríkuríkja en á síðustu áratugum, frá 1960—80, hefur franskur her haft úrslitaáhrif í átökum, sem geisað hafa í Kamerún, Zaire, Djibouti, Gabon, Komoro-eyjum, Chad og Mið-Afríkulýðveldinu. Árið 1979 sendi Giscard d’Estaing, þáverandi forseti, 700 manna lið frá Gabon til Mið- Afríkulýðveldisins til að styðja við byltinguna gegn Jean-Bedel Bokassa, sjálfskipuðum keisara, sem þá var staddur hjá Khadafy, Líbýuleiðtoga. Bokassa þóttist þó eiga annað inni hjá þessum fornvini sínum. Árum saman hafði Giscard notið gistivináttu hans, veitt með honum villibráð og að lokum þegið frá honum stórgjöf, demanta og dýrar perl- ur. Þetta síðasta vinarbragð Bokassa reyndist þó vera bjarn- argreiði við Giscard eins og fyrr sagði. Þessir atburðir komu heim og saman við þá „nýlendustefnu í nýrri mynd“, sem franskir sósí- alistar höfðu verið að gagnrýna árum saman, og Mitterrand Iét jað verða sitt fyrsta verk í emb- ætti að segja hana heyra sög- unni til. í samræmi við það voru 1400 franskir hermenn í Mið- Afríkulýðveldinu látnir halda kyrru fyrir í búðum sínum þegar David Dacko, sem steypti Bok- assa, var sjálfur rekinn frá í september 1981. „Nærvera, já — íhlutun, nei,“ sagði Mitterrand í síðustu heim- sókn sinni í Afríku. Mitterrand Frakklandsforseti. Efnahagslegir hagsmunir og arfur nýlenduveldisins eru þyngri á met- unum en hugsjónir Sósíalista- flokksins. í Chad hefur Mitterrand kom- ist að raun um að nærvera er það sama og íhlutun, sem að þessu sinni felst í mikilli hernað- araðstoð og allt að 50Q hernað- arráðgjöfum. Þau ríki Afríku, sem löngum hafa treyst á Frakka í vandræð- um sínum, eru hins vegar óánægð með þá hálfvelgju, sem Mitterrand hefur sýnt í stuðn- ingi sínum við stjórnina í Chad, og sömu skoðunar eru ýmsir Frakkar líka. Stórblaðið Le Monde hélt því t.d. fram fyrir nokkrum dögum, að ef stjórnin í Chad félli vegna aumingjaskap- ar frönsku stjórnarinnar, myndi það verða til þess, að aðrar rfkis- stjórnir á þessum slóðum sneru sér í æ ríkara mæli til Banda- ríkjanna eftir stuðningi. Togarafiski skipað um borð í nótaskipið Börk. Ljóflmynd Snorri Snorrason. Neskaupstaður: Góð reynsla af sölu- ferðum Barkar NK — segir Guðmundur Bjarnason hjá Sfldarvinnslunni NÓTASKIPIÐ Börkur frá Neskaup- stað hefur frá því snemma á þessu ári siglt reglulega með ísfísk frá Neskaupstað og selt hann erlendis. Börkur er í eigu Sfldarvinnslunnar í Neskaupstað og hefur verið verk- efnalaus undanfarið vegna stöðvun- ar loðnuveiða og skorts á kolmunna á íslandsmiðum. Var því gripið til þess ráðs að láta skipið sigla með þann afla togara fyrirtækisins, sem annars hefði verið saltaður. Þannig var létt mjög á frystingu hjá fyrirtæk- inu og hefur þetta fyrirkomulag gefið mjög góða raun að sögn Guð- mundar Bjarnasonar á skrifstofu Síldarvinnslunnar. Börkur hefur alls siglt 11 sinn- um það sem af er árinu. Fyrst seldi hann í Hull 28. febrúar og nú síðast í Færeyjum 9. þessa mánað- ar. 9 sinnum hefur Börkur selt í Englandi, einu sinni í Þýzkalandi og einu sinni í Færeyjum, samtals 17.050 lestir alls. Borgarfjörður: Ný brú á Sanddalsá Þessa dagana er verið að fylla að og gera veg að nýju brúnni yfír Sanddalsá við Krók í Norðurárdal í Mýrasýf lu, en brúin var byggð í vor. Brúin sjálf er fullfrágengin en vegurinn hefur ekki verið tengdur. Gamla brúin á Sand- dalsá er alveg orðin ónýt og er því orðin brýn þörf á að tengja nýju brúna. Morgunbladid/ GuAjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.