Morgunblaðið - 17.08.1983, Page 16

Morgunblaðið - 17.08.1983, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 Afsteypa af Sonatorreki, verki Ásmundar Sveinssonar, á hlaðinu í Borg á Mýrum. Borg á Mýrum: Sonatorrek afhent Borgarnesi, 15. ágúst Á áttræðisafmælisdegi sínum þann 7. júlí síðastliðinn, afhenti Hallsteinn Sveinsson afsteypu af Sonatorreki, verki Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, en því hefur verið komið fyrir á hlaðinu á Borg á Mýrum. Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur á Borg, tók við verkinu fyrir staðarins hönd en gefendur eru auk fjölskyldu þeirra bræðra Ásmundar og Hallsteins ýmsir aðilar í héraði. Þorbjörn Hlynur sagði í samtali við Mbl. að Hallsteinn Sveinsson hefði átt frumkvæði að því að koma verkinu þarna fyrir en það hefði einnig verið mikið áhugaefni Ásmundar heitins. Sagði hann það einstakt og lofsvert framtak að sínu mati að koma verkinu þarna fyrir og bæri að þakka það. — HBj. Mjólkursamsalan í Reykjavík: Söluaukning fyrstu 6 mánuði ársins FYRSTTU sex mánuði þessa árs jókst sala á mjólk og mjólkurvörum hjá Mjólkursamsölunni f Reykjavík nokkuð miðað við sama tfmabil síð- astliðið ár. Sala á nýmjólk jókst um 242 þúsund lítra og á súrmjólk um 90 þús. lítra. Aftur á móti minnkaði salan á léttmjólk um 119 þús. lítra, þannig að salan á mjólk jókst í heild um 1,3%. Jógúrtsalan hjá Mjólkursamsölunni minnkaði um 120 þús. lítra eða um 21% og kemur þar sjálfsagt til samkeppni frá Húsavíkurjógúrtinni svoköll- uðu. Sala á kókómjólk minnkaði um 13%, jóga um 39%, en jókst aftur á móti talsvert á skyri, svo nokkr- ar tegundir séu nefndar. Notað heildarmagn af nýmjólk og und- anrennu í framleiðsluna jókst á tímabilinu um 603.796 lítra sem er um 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Nemur harmonikku- leik f Þýskalandi Ungur Bolvíkingur, Hrólfur Vagnsson, hefur undanfarin tvö ár stundað nám í harmonikkuleik við Hochschiile fiir Musik und Theat- er í Hannover í Vestur-Þýskalandi. Fréttaritari Mbl. heimsótti Hrólf kvöld eitt fyrir stuttu, en Hrólfur hefur dvalið hér heima í sumar. Þegar við höfðum komið okkur vel fyrir í stofunni heima hjá Hrólfi spurði ég hann fyrst hver hafi verið tildrög þess að hann fer utan til að nema harm- onikkuleik. „Ja, ég stundaði nám í harm- onikkuleik við Tónskólann hér í Bolungarvík frá því að ég var 9 ára og þar til ég lauk grunn- skólaprófi," hóf Hrólfur frá- sögnina. „Að loknu grunnskóla- námi hóf ég nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Þegar ég fór suður þriðja vet- urinn í Iðnskólann innritaði ég mig jafnframt í Tónskóla Emils og hugðist fyrst og fremst reyna að ná betri tökum á píanóharm- onikkunni svona til að vera lipr- ari í gömlu dönsunum. Ég var tvo vetur hjá Emil og á þeim tíma kynnti hann mér þá miklu möguleika sem harmon- ikkan hefur sem klassíst hljóð- færi og þar með vaknaði hjá mér ódrepandi áhugi á því að nema harmonikkuleik frekar, auk þess sem Emil Adólfsson hvatti mig óspart til að huga að þessum málum. Ég keypti mér síðan hnappa- harmonikku sumarið 1980 og var síðan veturinn 1980 til 1981 hjá Emil til undirbúnings inntöku- prófs í tónlistarháskólann í Þýskalandi. Inntökuprófið þreytti ég síðan í júlí 1981 og hóf síðan námið um haustið, og ég verð að segja það, kennarinn minn sem er kona, Elsbeth Moser að nafni, er alveg frábær kennari og tónlistarmað- ur, hún heimsótti ísland í fyrra- sumar og hélt hér fjóra tónleika í Reykjavík, á Akureyri, Húsavík og hér í Bolungarvík. Á þessum tónleikum lék hún klassísk verk á hnappaharmonikku." Blm.: Hver er megin munur- inn á píanóharmonikku og hnappaharmonikku? „Hnappaharmonikkan bíður uppá margfalt meiri möguleika umfram píanóharmonikkuna vegna þess að hún hefur mikið meira tónsvið, t.d. harmonikkan sem ég nota hefur svo kallaðan barintonbassa. Til að skýra þetta á einfaldan hátt getum við sagt að tónborðið hægramegin hefur tónsvið sem svarar tón- borði á flygli, þar að auki er tón- borð vinstramegin sem hefur um einni áttund minna tónsvið." Blm.: Hver er staða harmon- ikkunar í viðurkenndum þýskum tónlistarháskóla? „Innan skólans fær nemandi í harmonikkuleik sömu tónlistar- uppbyggingu og aðrir nemendur, t.d. í píanó- og fiðluleik, og sömu kröfur eru gerðar til þessara nemenda á inntökuprófi. Það er nefnilega ekki víst að allir viti það að harmonikkan í dag hefur í reynd stutta þróunarsögu þar sem það eru ekki nema um 60 til 70 ár síðan tónskáld fóru að skrifa fyrir harmonikku. Og á hnappaharmonikku áttu mögu- leika á að spila t.d. eldri músík sem skrifuð er t.d. fyrir orgel þar sem gert er ráð fyrir tveimur tónborðum og fótbassa án þess að umskrifa, eða útfæra sér- staklega fyrir harmonikku. Þetta skýrir ef til vill betur en margt annað ástæðuna fyrir því að harmonikkan skipar slíkan sess í tónlistarháskóla." Blm.: Hverjar eru helstu kennslugreinarnar fyrir utan harmonikkuleikinn? „Fyrir utan spilatímana er mest áhersla lögð á tónfræði og tónheyrn, tónlistarsögu og form- fræði auk þess er svo sálfræði og almenn kennslufræði, sömuleiðis er fjöldi fyrirlestra sem hægt er að velja úr, en það er gerð krafa um að nemandinn sitji ákveðinn fjölda fyrirlestra. Þar fyrir utan sækja nemendur mikið tónleika, bæði innan skólans og utan, þar sem stór hluti af náminu er að kynna sér tónlist á sem víðust- um grundvelli." Blm.: Nú hefur þú lokið við tvö ár af fjórum þarna í Þýskalandi, hverjir eru atvinnumöguleikarn- ir að afloknu náminu? „Atvinnumöguleikarnir eru í sjálfu sér ekki miklir," segir Hrólfur og hlær, „en að þessu námi loknu útskrifast ég sem tónlistarkennari með harmon- ikku sem aðalfag þannig að til greina kemur auðvitað almenn tónlistarkennsla. Hinsvegar finnst mér það áhugavert verk- efni að vinna harmonikkunni aukið gildi í tónmennt hér í landi því eins og ég hef bent á þá er hægt að spila margt fleira á harmonikkuna en ræla og valsa." Eftir að hafa þegið kaffi og rjómapönnukökur í eldhúsinu hjá Birnu Páls, móður Hrólfs, settumst við aftur inn í stofu því ég hafði óskað eftir tónleikum svona í restina. Eftir að hafa hlýtt á Hrólf leika tvö háklass- ísk tónverk á harmonikkuna af mikilli lipurð og öryggi, er álit mitt á harmonikkunni margfalt. Ég hefði vel getað hugsað mér að fá framlengingu á tónleikunum ef ekki hefði verið langt liðið á kvöldið, ég þakkaði því fyrir skemmtunina, spjallið og pönnu- kökurnar og kvaddi. Hrólfur Vagnsson með hljóófærið. Með honum á myndinni er unnusta hans, Dagmar Bjartmarz. Pia skaut strákun- um ref fyrir rass NÍTJÁN ára gömul sænsk stúlka, Pia Cramling, skaut 42 skák- mönnum af „sterkara" kyninu ref fyrir rass á Gausdal Young Mast- ers-skákmótinu í Noregi sem lauk fyrir skömmu. Á móti þessu tefldu eingöngu skákmenn 26 ára og yngri, þar af átta alþjóðlegir meistarar. Pia vann mótið með glæsilegum enda- spretti þar sem hún vann fjórar síð- ustu skákirnar. Hún hlaut sjö vinn- inga af níu mögulegum. Jafn henni að vinningum en lægri á Monrad- stigum varð bandaríski alþjóða- meistarinn Jonathan Tisdall. í fyrra varð Tisdall einnig efst- ur ásamt landa sínum deFirmian, en missti þá sem nú af gullverð- laununum vegna stiganna. í þriðja sæti á mótinu, hálfum vinningi á eftir þeim Piu og Tisdall, varð Margeir Pétursson með sex og hálfan vinning. Röð næstu manna varð sem hér segir: 4.-9. Bator (Svíþjóð), Bi- elzcyk (Póllandi), Welin (Svíþjóð), Bass (Bandaríkjunum), Ernst (Svíþjóð) og Ákesson (Svíþjóð) 6 v. 10.—12. Bradbury (Englandi), Dan Cramling (Svíþjóð) og Dlugy (Bandaríkjunum) 5l/z v. 13,—17. Qstenstad, Mork, Lauvás, Myreng og Voll (allir Noregi) 5 v. 18.—25. Hilmar Karlsson, Plaskett (Eng- landi) o.f!., en Hilmar var úr- skurðaður í 18. sætið með stiga- útreikningi. Pia Cramling fór sér hægt af stað í mótinu, en eftir að hún náði jafntefli gegn Hilmari Karlssyni úr hartnær vonlaustri stöðu í fimmtu umferð gaf hún engum grið, ekki einu sinni bróður sínum, hinum kunna alþjóðameistara Dan Cramling, sem hún lagði að velli í áttundu umferð. Ég fékk að kynnast einum af þessum alræmdu „slæmu dögum" í upphafi mótsins er ég tapaði fyrir Svíunum Ernst og Bator sama daginn. Með því að fá 5% vinning úr sex síðustu skákunum tókst mér þó að krækja í verð- launasæti. Munaði þar mestu um að í síðustu umferð tókst mér að sigra pólska alþjóðameistarann Bielczyk, eo hann hafði verið í for- ystu mótsins allt fram að því. Hilmar Karlsson, íslandsmeist- ari, tefldi ekki nægilega hvasst til að geta komist upp í forystuna. Það er einkenni á skákstíl hans að hann forðast fyrir allan mun að taka áhættu, en slíkt er i raun nauðsynlegt í svo fjölmennu Monrad-móti sem þessu þar sem styrkleiki þátttakenda er mjög misjafn. Gausdalur má nú heita á góðri leið með að verða skákmiðstöð Norðurlanda. Þetta ár hefur Arn- old J. Eikrem haldið þar fimm öfl- ug alþjóðleg mót og gefið þar með Norðmönnum og öðrum tækifæri til þess að hljóta alþjóðleg stig og titla. Að þessu sinni náðu þrír Sví- ar árangri alþjóðlegs meistara, þeir Robert Bator, sem er raunar fæddur og uppalinn í Póllandi, Thomas Ernst og Thomas Welin. Allir þessir þrír skákmenn eru rétt rúmlega tvítugir. Segir mér svo hugur að nokkrir íslenskir skákmenn á þessum aldri ættu mikla möguleika á að ná sambæri- legum árangri ef þeir stunduðu Gausdal-mótin reglulega. Aðstæður á mótinu voru að venju óaðfinnanlegar, kyrrð í skáksalnum, matur og húsnæði frábært og góð aðstaða til útivist- ar og íþróttaiðkunar í frístundum. Hilmar Karlsson hafði næstum afskrifað biðskák sína úr fyrstu umferð tapaða. En norskum and- stæðingi hans fataðist tafl- mennskan í framhaldinu og er jafnteflið blasti við lék hann herfilega af sér í tímahraki. Er þessi staða kom upp hafði hvítur síðast leikið 53. Kx2 - b3?? Svart: Hilmar Karlsson Hvítt: F. Lundin (Noregi) 54. — Rd4!!, 55. exd4 — e3 og hvít-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.