Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Aúglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö. Verðbólga og vinnumarkaður 99 Hlutverk launþegasam- taka er að sjá til þess áð meðlimir þeirra fái hlutdeild í þeirri verðmætaaukningu sem er fyrir í þjóðfélaginu hverju sinni. Slík verðmætaaukning fyrirfinnst ekki í þjóðfélaginu í dag nema síður sé — því miður — og því er ekkert sem getur réttlætt verkfallsaðgerðir til að knýja fram launahækkanir sem þjóðarbúið getur engan veginn staðið undir nú.“ Þessi er meg- inniðurstaða í grein sem Jó- hanna E. Sveinsdóttir, stjórnar- maður í VR, reit í Morgunblaðið sl. laugardag. Hannes H. Garðarsson, starfsmaður SVR, leggur áherzlu á það forgangsverkefni — í grein í Mbl. sama dag — að vinna þjóðarbúið út úr þeim vanda, sem við er að etja, og varar við ótímabærum aðgerð- um, „sem bitna verst á okkur sjálfum og seinka enn frekar þeim kjarabótum sem við eigum svo sannarlega inni“, eins og greinarhöfundur kemst að orði. íslenzkur þjóðarbúskapur er í öldudal, sem fyrst og fremst á rætur I rangri stjórnarstefnu 1978—1983 — en jafnframt í aflasamdrætti og rýrnandi þjóðartekjum. Staða hans við stjórnarskiptin bar þessi höfuð- einkenni: • Undirstöðuatvinnuvegir höfðu verið reknir með vaxandi halla um árabil, gengið á eigið fé og safnað skuldum, bæði hérlendis og erlendis. • Fjölmörg ríkisfyrirtæki og þjónustustofnanir höfðu einnig breytt vaxandi rekstrarhalla í innlendar og erlendar skuldir. • Fjárlög 1983 vóru byggð á 42% verðhækkun 1982—1983 í helmingi hærri verðbólgu. Þetta kallar á stórfelldan rekstrar- halla ríkissjóðs í ár. • Aflasamdráttur rýrir út- flutningstekjur þjóðarinnar 1983 um nálægt einn milljarð króna. Þjóðhagsstofnun spáir 12% rýrnun þjóðarframleiðslu á hvern vinnandi mann 1982 og 1983, með tilheyrandi skerðingu þjóðartekna og lífskjara. • Viðskiptahallinn við útlönd óx mjög, einkum á sl. ári, og verður fyrirsjáanlega nokkur 1983. • Löng erlend lán ukust ógnvekjandi, enda taprekstri atvinnuvega og opinberra stofn- ana, sem og almennri eyðslu þjóðfélagsins umfram tekjur, safnað í erlent skuldalón. Greiðslubyrði erlendra skulda verður á bilinu 20—25% af út- flutningstekjum 1983. Þessi þróun hefur rýrt lánstraust okkar erlendis og stefndi efna- hagslegu sjálfstæði í hættu. • Ríkisumsvifin hafa vaxið jafnt og þétt. Skattar til ríkis- ins hækkuðu um sem svarar 5,7% af þjóðarframleiðslu frá 1977-1983 (úr 25% í 30,7%). • Verðbólgan stefndi í 140% 1983, samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar, án viðnámsaðgerða, sem hefði þýtt stöðvun fjölda fyrirtækja og víðtækt atvinnu- leysi, sem var raunar farið að segja til sín. Það var við þessar aðstæður sem ný ríkisstjórn greip til við- námsaðgerða. Höggvið var á sjálfvirkt víxlgengi verðlags og kaupgjalds og stefnt að því marki að ná verðbólgu niður í um 30% áður en árið er allt. Óðaverðbólga kemur verst við þá lægst launuðu. Það er því vert nokkurra tímabundinna fórna, ef tekst að ná verðbólgu úr 140% niður í 30% fyrir árs lok. Forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar hafa og löng- um lýst því yfir, að meta beri lækkun verðbólgu til kjarabóta. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa hinsvegar þrengt hag heimilanna, enda erfitt að sporna gegn því að rýrnun þjóð- artekna kæmi með einum eða öðrum hætti fram í almennum lífskjörum. Engin þjóð getur til langframa lifað upp á erlenda krít. Búvöru- og þjónustuhækk- anir, sem komu í kjölfarið, gerðu hinsvegar illt verra fyrir almenning. Launafólk væntir þess af for- sjármenn ríkisbúskaparins geri sömu kröfur til hans og heimil- anna í landinu. Það verður að höggva á sjálfvirkt víxlgengi ríkisútgjalda, rétt eins og það víxlgengið, sem laun varðar. Þegar þjóðartekjur dragast saman verður skattahlutur ríkisins að lækka samsvarandi. Landsmenn vilja gjarnan sjá gleggri merki þess en nú eru áþreifanleg, að sú hjöðnun verð- bólgu, sem þeir telja sig vera að kaupa með nokkurri kjara- skerðingu, verði að veruleika. Þeir munu því fylgjast grannt með þróun búvöru- og fiskverðs, sem og gengisskráningu, þá manuði sem eftir lifa ársins, þ.e. á tímabili 4% hækkunar taxtakaups. Sú framvinda verð- ur afgerandi um, hvort boðuð vaxta- og verðbólgulækkun næst fram. Við núverandi aðstæður þolir enginn átök á vinnumarkaði, ekki þjóðarbúið, ekki atvinnu- vegirnir, ekki launafólk. Sú meginniðurstaða er rétt hjá þeim talsmönnum launþega, sem fyrr var vitnað til. Vísitala framfærslukostnaðar í byrjun ágúst, 117% á ársgrundvelli, er að vísu mestpart arfur frá fyrri stjórn, en sýnir öngvu að síður, að allnokkuð skortir í endamark fyrirheita, sem bundin vóru við áramót. Það er allra hagur að ríkisstjórnin nái þessum markmiðum. Til þess þarf hún að fá starfsfrið og eðlilegan um- þóttunartíma. Nokkrir aðstandendur Iðnsýningarinnar. Frá vinstri talið: Bjarni Þór Jónsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, Jónas R. Sigfússon, tæknilegur framkvæmdastjóri, Gunnar Bjarnason leikmyndateikn- ari, en hann sér um hönnum sýningarinnar, og Sigurjón Jóhannsson blaðafulltrúi. í baksýn má sjá upphækkaðan pall í smíðum, en meiningin er að öll skemmtiatriði fari þarna fram. MorgunbiaAií/KEE. 's „íslensk framtíð i Hallarinnar. Undirbúningur Iðnsýningarir UNDIRBÚNINGUR Iðnsýningarinnar ’83, sem hefst nk. föstudag í Laugardalshöll, er í fullum gangi og miðar verkinu vel áfram að sögn forráðamanna. Smiðir, málar- ar og aðrir handverksmenn vinna hörðum höndum að því að reisa skilrúm og bása fyrir þau 116 fyrirtæki og 5 stofnanir sem taka þátt 1 sýningunni. Verður hver afkimi Hallarinnar gjörnýttur og mörg fyrirtæki munu sýna á útisvæði. Iðnsýningin er haldin í tilefni 50 ára afmælis Félags íslenskra iðnrekenda og er kjörorð sýningarinnar „íslensk framtíð á iðnaði byggð“. Jónas R. Sigfússon, tæknilegur framkvæmdastjóri Iðnsýningarinnar, sagði í spjalli við blaðamann í gær, að hann væri ánægður með gang mála, og engir erfiðleikar yrðu á því að hafa allt klappað og klárt á tilskildum tíma. Undirbúningur hefur staðið í marga mánuði, en verklegar framkvæmdir innanhúss í Höllinni hófust þó ekki fyrr en áttunda þessa mánaðar. Sýningin opnar, sem fyrr segir, á föstudaginn kl. 18, og verður opin um helgar frá 13—22, en frá 15 til 22 á virkum dögum. Unnið að uppsetningu sýningarbása í Höllin Sjálfboðaliðar í stígalagningu í Krísuvík um helgina UM næstu helgi fer af stað sjálfboðaliðastarf við stígal- agningu í þjóðgörðum. En á föstudag koma Bretar frá Brit- ish Trust for Conservation Vol- unteers til landsins og munu kynna slíkt starf starf á vegum Náttúruverndarráðs. Verður byrjað í Reykjanesfólkvangi með því að leggja stíga í kring- um hverasvæðið í Krísuvík, þar sem fjöldi fólks kemur daglega en erfitt er að komast um. Verður byrjað á laugardag um hádegi og haldið áfram sunnudag og mánudag. Stjórn Reykjanesfólk- vangs og Hafnarfjarðarbær leggja til efnivið, en Bretarn- ir og fólk frá Náttúruvernd- arráði stjórna verkinu. En Einar Sæmundsen, landslagsarkitekt, hefur gert uppdrætti að stígunum, sem liggja upp í brekkuna og milli hveranna, en víða verð- ur að leggja trébrýr. Þetta er fyrsta tilraun til að koma á sjálfboðastarfs- emi af þessu tagi á svipaðan hátt og tíðkast í Bretlandi. Bretarnir hafa mikla þjálfun í að leggja slíka stíga í blautu landi og bratta, svo þeir endist, og telur Náttúru- verndarráð mikinn hag af því að læra af þeim. Þeir munu dvelja í skáta- skálanum í Krísuvík, og þeir sem vilja geta tjaldað og dvalið um kyrrt eða ekið daglega á þeim. Níu sveitarf- élög standa að fólkvanginum og áhugafólk úr þeim hvatt til að koma og leggja lið um leið og efnt er þannig til út- iveru og samveru, að því er Elín Pálmadóttir formaður fólkvangsstjórnar sagði. Æskilegt er að menn til- kynni sig til Náttúruvernd- arráðs, en einnig er hægt að koma beint á laugardag, sunnudag eða mánudag í Krísuvík. Breskir sjálfboóaliðar leggja göngustíg í brekku tilraun til slíks sjálfboðaliösstarfs í Krísuvík um 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.