Morgunblaðið - 21.09.1983, Page 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983
Krafturinn sá sami
þótt hárunum fækki
Hljóm-
plotur
Sigurður Sverrir Páisson
Saxon
Power and the Glory
Carrere/ Fálkinn
Eftir að hafa séð Saxon á tón-
leikum í Hammersmith Odeon
sl. vetur, blandaðist mér ekki
hugur um að Biff Byford og hans
menn stæðu flestum öðrum
bárujárnsrokkurum framar. Ég
beið því spenntur eftir komu
plötunnar Power and the Glory.
Eftir því sem biðin varð lengri
varð spennan meiri. Loks þegar
mér barst platan, varð spennu-
fall. Saxon er ekki lengur alveg
sú sveit sem hún var. Á því leik-
ur vart nokkur vafi.
Það, sem lengstum hefur skap-
að Saxon sérstöðu innan báru-
járnsrokksins, hefur verið söng-
ur Biff Byford. Söngurinn gerir
það reyndar ennþá, en lagasmíð-
unum hefur hrakað talsvert frá
því á fyrri plötum. 1 mínum huga
er ekki nema eitt mjög gott lag á
þessari nýjustu plötu fimm-
menninganna frá Walsall. Það
er Warrior og stendur hinum
feti framar og gott betur. Hin
lögin, 7 talsins, eru öll fremur
keimlík.
Þótt hárunum hafi fækkað
nokkuð á höfði tveggja meðlim-
anna, hefur ekkert dregið úr
hraðanum í tónlistinni. Hann er
reyndar meiri en áður, ef eitt-
hvað er. Dúndrandi bassa-
trommusláttur Nigel Glockler
glymur í eyrunum eins og loft-
pressa og Steve Dawson sér til
þess að áhrifin verði enn ofsa-
fengnari með bassadrunum í
takt við Glockler. Ofan á þetta
bætist svo gítarleikur þeirra
Graham Oliver og Paul Quinn.
Þeir hamast sem í ákvæðisvinnu
væru og söngur Byford er síðan
punkturinn yfir i-ið. Saman hafa
þessir fimmmenningar myndað
hljómsveit, sem virðist því mið-
ur vera að gefa eftir, hægt og
sígandi.
Power and the Glory er engan
veginn besta plata Saxon, en
kannski ekki sú lakasta heldur.
Þrátt fyrir viss vonbrigði með
hana leikur samt enginn vafi á
því, að Saxon heldur merki báru-
járnsrokksins hærra á loft en
flestir keppinautarnir, a.m.k.
ennþá, hvað sem síðar verður.
Þetta er ekki heppileg plata til
fyrstu kynna af Saxon, þannig
að ég bendi áhugasömum á ein-
hverra eldri platnanna. Saxon-
fríkin munu hins vegar „fíla“
þessa í botn.
Óvæntur stormur
frá Capitol
Storm
Storm
Capitol/ Fálkinn
Engin deili veit ég á hljóm-
sveitinni Storm, en þessi plata
hennar hefur engu að síður orðið
mér heljarmikið umhugsunar-
efni. Ekki aðeins býður þessi
plata upp á mjög góða tónlist á
köflum heldur eru lögin einnig
svo ólík innbyrðis að undrum
sætir. Þá hefur það ennfremur
vakið athygli mína hversu hljótt
hefur verið um þessa hljómsveit
vestanhafs. Sennilegasta skýr-
ingin er þó einfaldlega sú, að
Storm hafi enn ekki náð að láta
vinda sína blása um fremur
geldan tónlistarmarkað Banda-
ríkjanna.
Storm er fjögurra manna
flokkur og innan hans er m.a. að
finna feikilega skemmtilega
söngkonu í formi Jeanette
Chase. Ekki aðeins leggur hún
til afbragðsgóðan söng heldur
leggur hún fram ríflegan skerf
til lagasmíða þessarar hljóm-
sveitar. Það kemur í hlut Lear
Stevens að semja lögin á móti
henni og þótt sum laganna séu
að mínu mati ekki nægilega
sterk, eru þarna önnur sem bæta
veikleika hinna fyllilega upp og
gott betur. Þó er nokkurt mis-
ræmi á milli laganna og stund-
um er eins og Storm viti ekki
allsendis við hvaða línu hún á að
halda sig. Þetta eru þó vonandi
aðeins þyrjunarörðugleikar og
sem einlægur rokkunnandi vona
ég að þyngra rokkið verði ofan á
þegar upp er staðið.
A þessari plötu er sem fyrr
segir að finna ýmsar tegundir
rokks. Lagið Running from You
hljómar á köflum ekki ósvipað
því sem Zeppelin var að gera á
tímabili og hjálpar þungur
trommuleikur Jimmy Monroe og
öruggur bassaleikur Ronni Han-
sen til við að styrkja þá kenn-
ingu. Chase á það líka til að reka
upp þessi ljúfu öskur „a la
Plant". Þá er lagið Pez mjög at-
hyglisvert, svo og tvö-þrjú til
viðbótar.
Capitol virðist hafa lag á að
grafa upp hljómsveitir, sem
eitthvað er spunnið í. Ef ég man,
er þetta önnur platan, sem kem-
ur mér verulega á óvart á þessu
ári og báðar eiga það sammerkt
að vera frá Capitol. Gefið þessu
nafni, Storm, gaum í framtíð-
inni.
The Dead Girls
Jóhanna Kristjónsdóttir
The Dead Girls eftir Jorge Ibargii-
engoitia.
Útg. Chatto & Windus 1983.
Þetta mun vera fyrsta bók mex-
íkanska höfundarins Jorge
Ibargúengoitia, sem kemur út á
ensku. Hann er fæddur fyrir tæp-
um sextíu árum í Guanjato í Mið-
Mexíkó og hefur að minnsta kosti
tvívegis fengið einhver ágæt Mið-
Ameríku- og Suður-Ameríku-bók-
menntaverðlaun. Hann hefur ver-
ið afkastamikill þýðandi spánskra
verka á ensku.
The Dead Girls mun vera byggð
á staðreyndum að grunni til: lík
nokkurra ungra stúlkna eru grafin
upp í garði hóruhúss nokkurs. Síð-
an er sagan rakin, yfirheyrslan og
aðdragandinn, og ailt er þetta öllu
fremur í skýrsluformi en skáld-
sagna-. Þó svo að höfundurinn
Roj Friberg hefur gert teikningar við Sólarljóð, sem komu út í Svíþjóð fyrr á þessu ári í þýðingu Gunnars D.
Hanssonar, ug er meðfylgjandi mynd úr bókinni.
Haustsýning FÍM í október
Haustsýning FÍM verður opnuð
á Kjarvalsstöðum þann 15. októ-
ber nk. Haustsýningin er nú með
öðrum hætti en venja hefur verið.
Nú verða þar eingöngu sýnd mynd-
verk unnin á pappír eða í pappír —
s.s. hvers konar myndir unnar með
hinum ýmsu efnum á pappír, svo
og klippmyndir (collage), papp-
írsskúlptúrar og t.d. svifmyndir úr
pappír.
Öllum er heimilt að senda
myndir til sýningarnefndar fé-
lagsins, sem jafnframt skipar
dómnefnd sýningarinnar.
Myndum skal skilað á Kjar-
valsstaði föstudag 7. október kl.
4—6 e.h.
Sænskur listamaður, Roj Fri-
berg, mun sýna teikningar á
Haustsýningunni í boði FÍM.
Roy Friberg er víða kunnur fyrir
teikningar sínar, og hefur sýnt
myndir sínar víða um lönd.
Hann hefur einnig unnið leik-
myndir fyrir t.d. Dramaten í
Stokkhólmi. Sýningin stendur til
sunnudags 29. október.
Mosavaxnar áttir
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson:
ÓSTAÐFEST UÓÐ.
Þorvaldur Þorsteinsson teiknaði
myndir.
Svart á hvítu 1983.
íslensk ljóðlist er ekki fátæk af
náttúruskáldskap. Gömlu skáldin
ortu um náttúruna, formbylt-
ingarskáldin líka og ljóst er að
ung skáld hafa síður en svo snúið
af þraut fyrirrennaranna.
Eitt þeirra ungu skálda sem
kveða náttúrunni lof er Sigmund-
ur Ernir Rúnarsson í bók sem
hann nefnir óstaðfest ljóð.
Sigmundur yrkir um það hvern-
ig náttúran birtist manninum,
ljóðin eru nokkuð eintóna, en
áberandi vilji til hnitmiðunar.
Landið er lifandi í þessum ljóð-
um, hreyfingin skiptir miklu til að
laða fram rétta stemmningu:
gljálitir stormar þenja hörpustrengi
í austurátt
einsog skelfdir tónar hlaupa þeir
eftir slóó
og skuggi þeirra svartur
stekkur vesturundan
Jorge Ibargiiengoitia
byggi á staðreynd að nokkru leyti
rannsakar hann samt sem áður
málið út frá sínu eigin sjónar-
horni og dregur þær niðurstöður,
sem honum sýnist trúlegastar. Þó
Sigmundur Ernir Rúnarsson
rjóóur morgunn
vekur á heióum
fótatak jaróar
sem heldur undan svartamyrkri
veg til kvölds.
Yfirleitt er náttúruskáldskapur
Sigmundar fremur sviplítill, en
hann nær sér stöku sinnum á strik
með persónugervingu sem vekur
svo að hér sé sagt að bókin sé í
eins konar skýrsluformi fer því
víðs fjarri, að hún sé þurr og óað-
gengileg. Hún rennur fram af
rökvísi og ritleikni sem er bæði
heillandi og á stundum illgirnis-
lega spaugileg. Lífshlaupi stúlkn-
anna, svo og þeirra Baldaro-
systra, sem stjórna hóruhúsinu
eru gerð skil, svo að persónurnar
eru skýrar og manneskjulegar.
Grimmd þeirra systra verður líka
að minnsta kosti skýranleg og þó
er kannski ekki farið mjög djúpt
— með snöggum og litríkum
dráttum skynjum við harmleik
þeirra.
The Dead Girls er verulega góð
bók, óvenjuleg í hæsta máta. Það
er meira en hægt er að segja
hverju sinni.
athygli. Málið er ljóðrænt og
fremur mótað af eldri skáldskap
en nýjungum í ljóðlist. Sumt orkar
tvímælis í málbeitingu eins og títt
er hjá byrjendum, en varla ástæða
til að tíunda það af því að ungt
skáld á í hlut.
Þriðja erindi ljóðsins Tíðarandi
er á þessa leið:
vesturundan heiAinni er eamlar vöróur aó finna
ehki er lengur til þeirra huesaó eóa í þar npáó
og mosavaxnar eru áttir þeirra
Hefði staðið í þessu ljóði að
vörðurnar væru mosavaxnar hvað
hefði þá getað bjargað því frá að
leysast upp í venjulegan prósa?
En með því að kalla áttirnar mosa-
vaxnar er fundin lausn sem heldur
athygli lesandans vakandi.
Vissulega er maðurinn á ferð í
náttúru þessara ljóða. En fyrir-
ferðarlítill er hann. Eiginlega er
hlutverk fuglsins stærra. Hann
flýgur hjá oftar en einu sinni í
ljóðunum. I Náttfuglinn er að
finna töluverða mælsku í ekki
lengra erindi: „blæbrigði vind-
anna/ hylur gleðina/ grátur skýj-
anna/ þekur reiðina".
Náttúran speglar hugarástand
skáldsins. En örlæti í náttúrulýs-
ingum getur orðið til þess að kæfa
hugsun, draga úr styrkleika þeirr-
ar myndar sem skáldið hlýtur
þrátt fyrir allt að vilja gera sem
eftirminnilegasta.