Morgunblaðið - 21.09.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983
Marcús Túllíus Cíceró:
Um ellina
Bókmenntir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Hið íslenska bókmenntafélag, 1982,
108 bls.
Aldur hver á sína gleði
Ást á heima í ungu geði;
aldur hver á sína gleði;
yrkir Helgi Hálfdanarson í
orðastað Shakespeare í Þrett-
ándadagsnótt. Það má orða boð-
skap Cícerós í bókinni um ellina
sem út kom á síðasta ári með þess-
um orðum. Tilgangurinn er að
leiða fram ýmsa þá kosti sem ellin
hefur umfram önnur æviskeið og
andmæla útbreiddum hugmynd-
um um ókosti sem ellinni fylgdu.
Það er merkilegt að margt af því
sem Cíceró hafði orð á fyrir tvö
þúsund árum og kemur nú í ís-
lenskum búningi skuli enn eiga
við. Þessi litla bók hefur margt að
flytja lesanda á okkar dögum. Þótt
Cíceró hafi verið merkilegur rit-
höfundur og stjórnmálamaður í
Rómarborg á síðustu árum lýð-
veldisins, þá er það ekki eina
ástæða þess að menn ættu að lesa
rit hans Um ellina.
Þekkingu á klassískum höfund-
um í Róm eða Aþenu er mjög
ábótavant um þessar mundir. I
menntaskólum landsins hefur
kennsla í klassískum málum dreg-
ist saman og hefðbundnar mála-
deildir lagst sums staðar niður. I
staðinn hafa komið nýmáladeildir.
Við þessu er svo sem ekkert að
segja. En þó er ekki einvörðungu
hægt að skýra breytinguna með
því að áhugann skorti hjá nem-
endum. Skólum ber ákveðin
skylda til að flytja menningararf-
leifð til nemenda sinna. Þeir þurfa
því að skapa áhuga. Þeir bera því
sína ábyrgð á því hvernig klass-
ískum fræðum er komið í landinu.
Cíceró var fæddur árið 106 fyrir
Krists burð í grennd við borgina
Arpinum sem er u.þ.b. 100 km
austur af Róm. Hann var veginn
við Formíae við ströndina um 150
km sunnan Tíberósa, 7. desember
árið 43 f.Kr. Á þeim 63 árum sem
hann lifði afrekaði hann ýmislegt.
Hann komst til æðstu metorða
innan rómverska ríkisins. Hann
varð kvestor árið 75 f.Kr., edíll ár-
ið 69 f.Kr., dómstjóri árið 66 f.Kr.
og ræðismaður 63 f.Kr. Ræð-
ismannsembættið var æðsta emb-
ætti í Rómarborg og voru á hverj-
um tíma tveir ræðismenn eða
konsúlar. Völdum þeirra voru sett
takmörk heima fyrir í Rómarborg,
en í hernaði utan borgarmúranna
fóru þeir með óskoruð völd. Á þrí-
tugasta og öðru ári fær Cíceró
sæti í öldungaráðinu sem þá var
orðin æðsta valdastofnun ríkisins.
Cíceró var mesti mælskumaður
í Rómarborg um sína daga. Á
þeim tíma, eins og löngum síðan,
hefur mælskulist og lögþekking
verið nauðsynleg þeim sem hugði
á frama í stjórnmálum. Mælskan
mun hafa orðið Cíceró til meiri
vegsauka en nokkuð annað. Hann
flutti mál margra ríkra skjólstæð-
inga í Róm og utan Rómar, „og
það var ómetanlegt í þjóðfélagi
þar sem gagnkvæm greiðasemi
var undirstaða mannlegra sam-
skipta í margfalt ríkara mæli en
nú gerist", eins og segir í ágætum
og fróðlegum formála bókarinnar
eftir Eyjólf Kolbeins.
Cíceró var árin 79—77 f.Kr. í
Grikklandi og Litlu-Asíu við
framhaldsnám í heimspeki og
mælskulist og dvaldist þá meðal
annars hálft ár í Aþenu. Helsta
framlag Cícerós sem mennta-
manns er yfirburðavald á latn-
eskri tungu og hins vegar setti
hann fram mörg meginatriði
grískrar heimspeki á latínu og
sameinaði rómverska menntahefð
grískri heimspeki. Rit hans um
þau efni voru um langan aldur
helsta fróðleiksnáma mennta-
manna í Evrópu um gríska heim-
speki. Það hefur verið ienska að
telja Cíceró ekki sérlega merki-
legan heimspeking. Sé hann bor-
inn saman við Grikkina stenst
hann þeim engan veginn snúning.
En hann er snjall rithöfundur,
skýr og læsilegur sem er mjög
mikilvægt.
Um ellina er samræða eins og
heimspekiritin grísku. Cató hinn
eldri er aðalpersóna samtalsins og
Cíceró leggur honum í munn skoð-
anir sínar um ellina. Cató byrjar
samræðuna á að rifja upp ævi ým-
issa merkra Rómverja. Niðurstað-
an er í sem fæstum orðum þessi:
„Iðkun fræða og dyggða er vissu-
lega haldkvæmast vopna í baráttu
við ellina; ef slíkt hefur verið rækt
á öllum aldursskeiðum verður
uppskeran dýrlegur ávöxtur að
lokinni langri og farsælli starfs-
ævi, ekki eingöngu vegna þess að
slíkt líferni endist oss til æviloka
— enda þótt það skipti meginmáli
— heldur og vegna þess að ekkert
er dýrlegra en vitundin um að vel
var lifað og minningin um að hafa
látið gott af sér leiða í lífinu."
(Bls. 44.)
Þetta er ágæt lífsspeki og ekk-
ert fjarri sanni. En ég verð að játa
það að mér hefur þótt það merki-
legt um Platón og Aristóteles og
einnig Cíceró að þeir trúa því að
iðkun heimspeki sé æðst allrar
mannlegrar starfsemi. Ég hef þá
sterklega grunaða um að vera ekki
óvilhallir dómarar í því máli.
Cató nefnir fjórar ástæður þess
að menn telji ellina ömurlega. „Þá
fyrsta að ellin svipti menn
starfshæfni, í öðru lagi að hún
veikli líkamann, hina þriðju að
hún ræni oss næstum öllum lysti-
semdum, og fjórðu að hún sé fyrir-
boði dauðans." (Bls. 47—48.) Meg-
inmál samræðunnar fer í að
hrekja þessar ástæður og sýna
fram á það að ellin sé unaðsleg-
asta æviskeiðið hafi ævinni verið
skynsamlega varið.
Þessi bók er öll hinn vandað-
asta. Hún er brotin öðruvísi inn í
kápuna en venjan hefur verið með
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
og sýnist mér það til bóta. Þýðing-
in er í alla staði hin vandaðasta en
hana gerði Kjartan Ragnars. Inn-
gang og skýringar ritaði Eyjólfur
Kolbeins og ætti hvort tveggja að
auðvelda lesendum skilning. Þessi
bók hefur það einkenni sem er að-
al góðra bóka: Hún batnar því
oftar sem hún er lesin.
37
Ungmennafélag íslands:
Fjölsótt
Sambands-
þing í Stapa
SAMBANDSÞING Ungmennafélags
íslands, hið 33. í röðinni, var haldið í
Félagsheimilinu Stapa í Njarðvík
dagana 10. og 11. september sl.
Þingið sátu rúmlega 100 fulltrúar og
gestir. Formaður UMFÍ, Pálmi
Gíslason, setti þingið með yfirlits-
ræðu um störf síðustu tveggja ára. í
ræðu Pálma og skýrslu stjórnar kom
fram að starfsemin er í örum vexti
og eru nú yfir 200 ungmennafélög
starfandi í landinu með um 26 þús-
und félaga.
Fjölmörg mál voru lögð fyrir
þingið, sem starfshópar fjölluðu
um og lögðu síðan fam til af-
greiðslu síðari dag þingsins. Má
þar nefna ýmis mál varðandi
næsta landsmót, erlend samskipti,
fjármál, skipulags- og útbreiðslu-
mál, málefni Skinfaxa og félags-
málaskólans, tillaga um friðar-
mál, um Þrastaskóg og margt
fleira.
UMFÍ varð 75 ára á síðasta ári
og settu þau tímamót á ýmsan
hátt svip sinn á starfið, m.a. var
efnt til herferðarinnar „Eflum ís-
lenskt", og í framhaldi af því var
UMFÍ þátttakandi í nýafstaðinni
iðnsýningu. Var og afmælisins
minnst með ýmiss konar útgáfu-
og kynningarstarfi og innan
skamms verður saga UMFÍ gefin
út.
Fréttatilkvnnino