Morgunblaðið - 21.09.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.09.1983, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 Af evrópumótinu í Roderath Þeim Tómasi og Fjölni virtist ekki muna um þaö að skila 250 metrunum á 21,7 sekúndum keppnislaust eins og sést á mvndinni. En þessi tími er aðeins sekúndubroti frá gildandi fslandsmeti. Loft lævi blandið fyrsta dag mótsins íslendingar unnu EM-titil strax á fyrsta degi mótsins Aðalsteinn og Baldur sigruðu með gltesibrag í gæðingaskeiði og fímmgangi, en þessi mynd er tekin í úrslitum í fímmgangi. komust í úrslit um sjötta til sjöunda sæti í báðum greinum og var þetta mikill móralskur sigur fyrir Lárus sem þarna keppti í fyrsta skipti á Evrópumóti. Hestar Valdimar Kristinsson NÚ að afstöðnu sjöunda Evr- ópumóti íslandshestaeigenda hugsa vafalaust margir af þeim sem á mótinu voru til baka og reyna að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu þetta mót hefur fyrir okkur Islendinga. En þótt margir íslendingar hafi átt þess kost að fylgjast með mótinu á áhorfendabekkjunum í Roderath þá eru þeir án efa margfalt fleiri sem hafa orðið að fylgjast með úr fjarlægð og þá í gegnum fjölmiðla. Það er stórkostleg upplifun að vera á Evrópumóti og svo maður tali nú ekki um þegar vel gengur hjá okkar mönnum eins og nú gerði. Er því ekki nema sanngjarnt fyrir þá sem ekki voru á mót- inu að rekja örlítið nánar en gert hefur verið gang mála þá þrjá daga sem mótið stóð yfir. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera því góð skil í einni grein en hér verður rið- ið á vaðið með því að sagt verður frá gangi mála á fyrsta degi mótsins auk þess sem hér birtast öll helstu úr- slit mótsins. Fyrirfram var vitað að við yrð- um atkvæðamiklir í keppni á fimmKangshestum en heldur var þó útkoman betri en ráð var fyrir gert. En það voru fjórgangshest- arnir tveir sem komu svo skemmtilega á óvart og knaparnir á þeim, þau Olil Amble og Lárus Sigmundsson. Heldur þótti vonlít- ið að þeir kæmust í úrslit um sjötta til tíunda sæti en raunin varð önnur. Eftir þessa niðurstöðu má ætla að við getum gert okkur nokkra von um enn betri árangur á næsta Evrópumóti því þrátt fyrir að þeir Bjarmi og Bliki séu góðir hestar þá er það ekkert launungarmái að við eigum enn betri fjórgangshesta hér heima sem gætu náð lengra ef rétt er á málum haldið. Er þá átt við ná- kvæma markvissa þjálfun með Evrópukeppni efst í huga. Þjóðverjar og íslendingar sterkastir Ekki fór á það milli mála að íslendingar og Þjóðverjar voru eins og oft áður með sterkustu sveitirnar. Þjóðverjar nær einráð- ir í fjórgangi og tölti en íslend- ingar með örugga forystu í fimm- gangi og skeiðgreinunum. En óneitanlega setti það leiðinlegan svip á fimmganginn að Karl Zingsheim, Þýskalandi, var dæmdur úr leik eftir að hafa hlot- ið flest stig í undankeppni í fimmgangi og lent í fjórða sæti í gæðingaskeiði. Var greinilegt að þar var um að ræða verðugan keppinaut fyrir íslendingana. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu máli þar sem ekki er búið að rannsaka blóðsýni það sem tekið var úr hesti hans. En eins og áður hefur komið fram var talið að hestur Karls Zingsheim hafi verið undir áhrifum lyfja sem óheimilt er að nota fyrir keppni. í herbúðum íslendinga ríkti mikil spenna fyrir keppnina og lengi vel eftir að keppnin hófst. En eftir því sem lengra leið á keppn- ina og ljóst var hvert stefndi fór heldur að slakna á spennunni. Loft var lævi blandið eftir að Tómas Ragnarsson hafði lokið keppni því hann reið prógrammið á allt annan hátt en þeir sem á undan voru. Allir höfðu farið mjög gætilega og ekki teflt á tvær hætt- ur og þar á meðal Aðalsteinn Aðalsteinsson en hann var annar inn í keppnina og þykir það ætíð erfitt hlutskipti. En eftir að Tóm- as lauk keppni biðu menn spenntir eftir úrskurði dómara og var mað- ur viss um að annaðhvort myndu þeir dæma hann niður úr öllu valdi eða þá á hinn veginn sem og varð raunin. Eftir þennan dóm sáu menn að íslendingarnir og þeirra reiðlag áttu upp á pallborð- ið hjá dómurunum. Þegar for- keppni í fimmgangi lauk voru fjórir íslendingar inni í úrslitum og Gunnar Arnarson í sjötta sæti ásamt tveimur öðrum. Heldur fór að slakna á mönnum eftir þessi góðu úrslit en næst var það fjór- gangurinn. Góð útkoma í fjórgangi í raun og veru vissu íslendingar ekkert hvar þeir stóðu í fjór- gangnum, menn voru hræddir um eitthvert afhroð en sumir ólu von í brjósti þótt ekki væri haft hátt um það. Olil fór á undan Lárusi í hringinn og var hún reyndar mjög framarlega í röð inn í keppni. Sýn- ing hennar tókst framúrskarandi vel og man undirritaður ekki eftir I grein Aðalsteinn yfirburða- sigurvegari í gæðingaskeiði Og nú var farið að verða gaman að vera íslendingur því næst á dagskrá var gæðingaskeið. Allur skrekkur var rokinn út í veður og vind þegar hér var komið sögu og þeir Aðalsteinn, Reynir, Tómas, Eyjólfur og Gunnar hvergi smeyk- ir. Aðalsteinn og Baldur sigruðu með miklum yfirburðum og var það skoðun manna að sjaldan eða aldrei hafi sést eins vel útfærðir sprettir í gæðingaskeiði og hjá Aðalsteini og Baldri á þessari stundu. Skipting af tölti á stökk frábær, niðurtaka á skeið af stökki fullkomlega hnökralaus, hundrað metra skeiðsprettur af fullri snerpu og fallegu skeiðlagi og fimmtíu metra niðurhæging hreint ótrúlega góð. Næstur Aðalsteini kom svo Reynir á Sprota sem einnig tókst mjög vel upp. í þriðja sæti varð Austurríkismaðurinn Johannes Pucher á Bjarka frá Stokkseyri. Eyjólfur varð í fjórða sæti og Gunnar í áttunda. Fjölnir var eitthvað erfiður hjá Tómasi þann- ig að þeir urðu nokkuð aftarlega á merinni. Eftir þennan fyrsta dag mótsins voru íslendingar ánægðir með sinn hlut, annað var ekki hægt, svo að segja allt gekk upp og jafnvel meir en það. En kálið var ekki sopið þótt í ausuna væri kom- ið, eftir var forkeppni í tölti og síðan úrslit í tölti, fimmgangi og fjórgangi á sunnudag. En áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að birta hér heildar- Eyjólfur ísólfsson á Krák náði bestum árangri íslendinganna í tölti, varð þar I sjötta til sjöunda sæti. Auk þess varð hann í öðru sæti í keppni um sigurvegara mótsins á fímmgangshesti. Aðstaðan í Roderath var ein sú besta sem boðið hefur verið upp á frá upphafí Evrópumóta. Inn í hringvellinum sést Ijós ferningur þar sem hlýðnikeppnin fór fram. Vinstra megin sjást sölutjöldin þar sem seldur var bjór, matur og ýmislegt fleira. Þar fyrir ofan má svo sjá skeiðbrautina. að hafa séð Blika jafn góðan og einmitt á þessari stundu. 45,90 stig var niðurstaðan hjá dómurúm en í raun sagði það ekki mikið á þessari stundu, því vitað var að margir góðir keppendur ættu eftir að spreyta sig í hringnum. Þegar kom að Lárusi, voru línur heldur farnar að skýrast og miklar líkur á að Olil kæmist í úrslit um sjötta til tíunda sæti. Þá spurði maður sjálfan sig hvort ekki væri hugs- anlegt að Lárusi tækist líka vel upp. Og dæmið gekk upp hjá Lár- usi og lenti hann í tíunda til ell- efta sæti og þar með í úrslitum ásamt Olil. úrslit í öllum greinum mótsins. Eru hér taldir upp fimm efstu í öllum greinum. í tölti, fimmgangi og fjórgangi eru birt stig úr for- keppni en eins og sjá má urðu nokkrar breytingar á röð í úrslit- um. Orslit urðu sem hér segir: TÖLT: 1. Hans Georg Gundlach, Þýskalandi, á Skolla frá Þýskalandi, 102 stig. 2. Andreas Trappe, Þýskalandi, á Þór frá Sporz f Sviss, 104 stig. 3. Daniela Stein, Þýskalandi, á Seif frá Kirkjubæ, 86 stig. 4. Joris van Grinsven, Hollandi, á Rauðdreka frá Hollandi, 89 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.