Morgunblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 41 tímahagvexti, fara hagræn öfl í gang, sem leitast við að vinna gegn slíkum breytingum. Þessi til- högun er auðvitað tengd þeim hugmyndum, sem peningahyggju- menn hafa lagt hagfræðinni til. Rökin eru einkum þau, að óvissan um áhrif og þá einkum tímasetn- ingu áhrifa af sérstakri beitingu almennra eftirspurnaraðgerða sé svo mikil að ógerlegt sé að tryggja árangur slíkra aðgerða. Áhrif að- haldsaðgerða kunna að koma fram, þegar þenslutímabili er raunverulega lokið og þar með geta þær orðið kreppuvaldur. Á sama hátt geta áhrif eftirspurnar- aukandi aðgerða komið fram þeg- ar kreppan er yfirstaðin og því leitt til verðhækkanaskriðu. Gagnstætt því að deyfa hagsveifl- urnar eins og til er ætlast, geta þessar ráðstafanir þannig magnað þær. Með þessari hagstjórnaraðferð er megináherslan lögð á að halda verðlagsþróun innan þröngra ásættanlegra marka. Hagfræð- ingar líta margir svo á, að hófleg, hamin verðbólga sé æskileg og jafnvel nauðsynleg til að viðhalda hagvexti og framförum. 1 stífasta formi peningahyggjumanna er í raun eingöngu ætlast til þess að stjórnvöld stýri vexti peninga- magns en markaðurinn sé látinn um önnur vandamál. Við þær að- stæður væru launasamningar ein- göngu í höndum vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. En aðferð hreinna peninga- hyggjumanna er á öðrum enda litrófsins. Á hinum endanum er tekjustefnan í því formi að til er ætlast að hún leysi allt verkefnið af hendi. Áherslurnar eru annars vegar hreinn markaðsbúskapur í anda þeirra sem aðhyllast svokall- aðan Chicago-skóla og hins vegar sósíalískur markaðsbúskapur í samræmi við boðskap John Kenn- eth Galbraiths og trúbræðra hans. Þar á milli eru óendanlega margar útgáfur með mismunandi blæ- brigðum hugsanlegar. Og reyndar má bæta þriðju víddinni við í þessu efni. Er þar um svonefndar rökrænar væntingar (rational ex- pectations) að ræða. En þær kenn- ingar skarast ekki mikið við efnið í þessu erindi, svo ekki verður far- ið lengra út í þá sálma. Heildar- eftirspurn eða heildarútgjöldum í peningum í hagkerfinu má stýra á fleiri vegu en með peningamagn- inu einu og stjórnvöld geta beitt sér fyrir ýmsum ráðstöfunum, án þess að stýra meira og minna beint launum og verði vara. Meg- inatriðið er að samræma eftir- spurnarstjórn með ríkisfjármála- og peningamálaráðstöfunum, og á þann hátt ákveða peningavirði heildareftirspurnar tiltekna vaxt- arbraut, en hér verður ekki farið nánar út í tæknileg atriði í því sambandi. Það væri nægjanlegt viðfangsefni fyrir nýtt erindi. Þessa hagstjórnaráherslu hafa flestar vestrænar þjóðir nú tekið upp, að vísu í nokkuð mismunandi formi eftir að svokölluð smá- skammtaaðferð með launa- og verðstöðvunartilbrigðum upp úr olíukreppunni 1974/ 1975 vægast sagt sýndi misjafnan árangur. Skýrustu dæmin um breytta hag- stjórn er að finna í Bandaríkjun- um og Bretlandi, en meira að segja stjórnir, sem hafa afneitað þessum kenningum í grundvallar- atriðum, sbr. í Frakklandi, hafa nú haldið í humátt á eftir. Gallinn við þessa hagstjórnar- aðferð er hins vegar sá, að verð- bólgulækningin getur reynst sárs- aukafull meðan verið er að ná tök- um á sjúkdómnum. Reynslan hef- ur sýnt að a.m.k. í fyrsta fasa feli þessi aðferð í sér verulegt at- vinnuleysi og vannýtingu fram- leiðsluþátta. Viðureignin við framboðspústra (supply shocks) vegna stórfelldra olíuverðhækk- ana á áttunda áratugnum er dæmi þar um. Þess vegna hefur aðferðin stundum verið nefnd kreppuleið til hagvaxtar. Eitthvert form á tekjustefnu eða sérstöku samráði við hagsmunaaðila á vinnumark- aði er tilfært sem möguleiki til að hemja verðbólguna án þess að misþyrma hagkerfinu fyrst með kreppu. En reyndar eru ólíkleg- ustu raddir, sem telja af allt öðr- um ástæðum, að efnahagsvandi velferðarríkja verði ekki leystur nema kreppa komi til. Agaleysi, skortur á ábyrgðartilfinningu og samkennd sé undirrót vandans. Einungis kreppa og óáran geti kennt mönnum að standa saman á ný. En þetta var útúrdúr. Þessum kenningum verður ekki haldið á lofti hér. Launastefna og sam- ráö stjórnvalda viÖ aðila vinnumarkaðarins Samráð við aðila vinnumarkað- arins um ráðstafanir í launa- og efnahagsmálum til að draga úr slæmum hliðarverkunum við að hemja verðbólgu og koma hag- kerfinu á vaxtarbraut á ný, er ákaflega mikilvægt í velferðar- ríkjum nútímans. Hversu vel tekst til, er komið undir slíkri sam- vinnu. Atvinnustig, lífskjör og kaupmáttur getur að verulegu leyti ráðist á þeim vettvangi. Hins vegar er ekki til nein ein alþjóðleg aðferð eða tilhögun á slíku sam- ráði. Það hlýtur að fara eftir þjóð- félags- og efnahagsgerð í hverju landi, hvaða tilhögun skilar best- um árangri í þeim efnum. Margs konar tillögur hafa kom- ið fram um samráð og launa- stefnu. ólafur Björnsson, hag- fræðiprófessor við Háskóla ís- lands, flutti fyrir mörgum árum, er hann var alþingismaður, þings- ályktunartillögu þess efnis að verkalýðsfélögin ákvæðu sjálf taxta sína og bæru þá um leið fulla ábyrgð á atvinnuástandinu, ef ekki tækjust samningar. Tillag- an fékk litlar undirtektir og hefur ekki verið tekin upp af launþega- hreyfingunni. í Bandaríkjunum hafa þarlendir hagfræðingar talsvert skrifað og rætt um skatt- tengda launastefnu. Hún er í því fólgin, að ríkisvaldið refsar þeim fyrirtækjum og launþegum, sem gert hafa samninga um launa- hækkun umfram tiltekin mörk, með skatthækkun, en lækkun skatta hjá þeim sem hafa haldið sig innan þessara marka. Einnig hefur bandarískur hagfræðingur, Abba Lerner, gert tillögu um út- gáfu opinberra leyfa til launa- hækkana í samræmi við stærð fy'rirtækja. Þessi leyfi gætu síðan gengið kaupum og sölum á mark- aðsverði milli fyrirtækja. En tími vinnst ekki til að gera þessum til- lögum nánari skil hér. launastefna hefur reynst ákaf- lega vandmeðfarið hagstjórnar- tæki og skilað misjöfnum árangri. Bein inngrip stjórnvalda með launa- og verðstöðvunarafbrigð- um hafa reynst ákaflega áhrifalít- il og reyndar er erfitt að staðfesta með dæmum árangur slíkrar stefnu. Reynsla sögunnar gefur ekki tilefni til að mæla með slíkri launastefnu í markaðshagkerfi, nema sérstaklega standi á. Engu að síður hefur launastefna í þessa veru verið einkennandi .fyrir hag- stjórn á fslandi í áratugi. En launastefna eða samráð, sem er grundvallað á því að efla þekk- ingu á efnahagslífinu, upplýs- ingamiðlun og skoðanaskiptum milli stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins, getur að mínu viti skilað umtalsverðum árangri. Formið og viðfangsefni slíks sam- ráðs verður að ákveða með hlið- sjón af þjóðfélags- og efnahags- gerð i hverju landi. í Austurríki er formbundið víðtækt samráð milli stjórnvalda, launþegasamtaka og atvinnurekenda, sem hefur gefið góða raun. Þessir aðilar hafa orðið sammála um að leysa aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum innan þess ramma sem fastgengisstefna gagnvart þýska markinu leyfði. í samræmi við þá stefnu hefur al- menn eftirspurnarstjórn ekki gef- ið hagsmunaaðilum kost á að leysa samningsmál sín með verð- bólgu. í Þýskalandi eru launa- samningar fyrst og fremst í hönd- um hagsmunasamtaka atvinnu- lífsins, en þeim eru sett skýr mörk með setningu markmiða um breytingu á peningamagni. Aðil- um er gert ljóst, að ef launabreyt- ingar sprengja þann ramma, hafi það óumflýjanlega áhrif á at- vinnuástandið. Á íslandi hefur samráð við aðila vinnumarkaðarins verið form- bundið í lögum frá 1979. Samráðið er engu að síður enn vanþróað og hefur alls ekki gefið jafnmikið af sér og það gæti. Ástæðurnar eru vafalaust margvíslegar. í því efni vegur ótvírætt þungt á vogarskál- unum, að sú hagstjórn, sem hefur verið einkennandi fyrir ísland, býður ekki heim opnu samráði. Skammtíma launa- og verðstöðv- unarafbrigði endurtekið í mis- munandi myndum gefur ekki kost á hlutlægu og frjósömu samráði, enda er eðli slíkrar stefnu að ganga gegn gerðum samningum en ekki að stuðla að því að athafn- ir og samningar aðila vinnumark- aðarins séu í samræmi við fyrir- fram mótaða stefnu í efnahags- málum. Með öðrum orðum þá tel ég að fyrirfram mótuð almenn eft- irspurnarstjórn í hátt við það, sem lýst hefur verið í þessu erindi, sé forsenda árangursríks , samráðs við aðila vinnumarkaðarins. Al- menn eftirspurnarstjórn með fyrirfram mörkuðum farvegi fyrir breytingar á peningavirði heildar- eftirspurnar ætti í reynd að vera ein meginósk og krafa launþega- hreyfingarinnar gagnvart rikis- valdinu, því með öðru móti geta forsvarsmenn hennar ekki há- markað hag umbjóðenda sinna. Undanlátsamri eftirspurnarstjórn fylgir verðbólga, óraunhæfir kjarasamningar, lakari hagvöxtur og þar með verri lífskjör alls al- mennings. Við staðfasta heildareftirspurn- arstjórn er hins vegar búið að mynda umgerð ákvarðana í efna- hagslífinu. Bráðabirgðalausnir sem í reynd skilja alla eftir verr setta en áður, þó þægilegar kunni að virðast í svipinn, eru ekki leng- ur með í myndinni. Við þessar að- stæður er unnt að einbeita kröft- unum að hinum raunverulegu vandamálum, sem eru skipting takmarkaðra þjóðartekna milli aðila efnahagslífsins og hvaða ráðstafanir er unnt að gera til að auka þjóðartekjurnar, þegar fram í sækir. I þessum efnum hlýtur launþegahreyfingin að gegna þýð- ingarmiklu hlutverki. Án þess að snúa sér að þessu verkefni, getur launþegahreyfingin ekki stuðlað að bestu kjörum fyrir félagsmenn sína. Virk þátttaka og samstarf allra aðila getur skipt sköpum fyrir atvinnustig og lífskjör. Lokaorð Meginniðurstaða mín er sú, að breytt eftirspurnarstjórn, sem byggist á því að halda fyrirfram ákveðnum vaxtarhraða í peninga- virði heildareftirspurnar, sé for- senda þess að verðbólga verði hamin og þá um leið forsenda framfara í atvinnuvegunum og bættra lífskjara. Samhliða slíkri stefnumörkun er nauðsynlegt að framfylgja ákveðinni launastefnu, sem er reist á því að auka skilning á gangverki efnahagsstarfseminn- ar og samræma sjónarmið þeirra aðila, sem taka þær ákvarðanir, sem mestu varða um þróun efna- hagslífsins. Þessi niðurstaða á ekki síður við um íslenska hag- kerfið en aðstæður á Norðurlönd- um almennt, þó vandinn lýsi sér nokkuð á annan hátt. Forsenda þess, að unnt sé að byggja upp alhliða sterkt atvinnu- líf á íslandi, sem fæðir af sér hag- vöxt framleiðniaukningu og þar með betri lífskjör, er sú, að íslend- ingar komist út úr sjálfheldu verðbólgunnar. Islendingar standa nú á kross- götum. Sú ríkisstjórn, sem tók við völdum í maí sl., hefur markað sér meginstefnu í efnahagsmálum í þá átt sem hér hefur verið lýst. Það er gjörbreytt efnahagsstefna frá fyrri árum. Launþegahreyfingin og samstarf hennar og ríkisstjórn- arinnar getur ráðið miklu um, hvort ný efnahagsstefna skilar bættum lífskjörum til almennings eða hvort efnahagslífið fellur aft- ur í sjálfheldu verðbólgunnar eða atvinnuleysi myndast. Þórdur Friðjónsson er hagfræðing- ur og efnahagsráðunautur Stein- gríms Hermannssonar forsætisráð- herra. FIGGJO NORWAY Figgjó hótelpostulín er fínlegra, sterkara og fallegra Figgjó hótelpostulín er þéttbrennt meö stálhöröum glerungi. Mjög hreinlegt í allri notkun. í postulínsmassann er blandaö „korund“, sem er áloxíö sem gerir postulíniö sérlega sterkt og óbrotgjarnt. Figgjó hótelpostulíni er hægt aö stafla vel og tekur minna pláss, enda teiknaö af hönnuöum meö kunnáttu og þekkingu á hótel- rekstri. Figgjó hótelpostulín er nútímalegt í hönnun og til í ótal litum og mynstrum. Hvítt postulín er ávallt til á lager. Figgjó postulín er hægt aö fá sérmerkt gegn litlum aukakostnaöi og iítilsháttar biötíma. Figgjo-Stavanger Figgjo Fajanse Stavangerflint as >1 AK_ UMBOOS OG HEILDVERSIUN A. Karlsson h. f. P.O. BOX 167, GRÓFIN 1, 121 REYKJAVÍK, ICELAND. SÍMI 27444 Metsölubíad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.