Morgunblaðið - 21.09.1983, Side 10

Morgunblaðið - 21.09.1983, Side 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 Jón I>. Árnason: Spurningin er: Hvenær má búast við, að „vel- ferðar“-borgara Vesturlanda taki að gruna, að skuldasöfnun hins opinbera er fyrirframálagðir skattar? — Lífríki og lífshættir XCII. Vesturlandabarn, er fyrst sér dagsins ljós árið 1983, verður 17 ára, ef himneskt alræði lofar, ár- ið 2000. Á öld barnaverndar, ónæmislyfja, alhliða heilsugæzlu og hollustuhátta í fæði og klæði, ætti með allmiklum líkum að mega ætla, að langflestum lýta- lausum ungbörnum hlotnaðist þessi náð án teljandi áfalla í bernsku og æsku. Aðstandendur hins nýja heimsborgara ættu ennfremur að geta gert sér góðar vonir um efnahagslega afkomu hans. Að því tilskildu þó, að einhver fótur hefði reynzt eða reyndist fyrir síendurteknum fyrirheitum velmegunartrúaðra um stig- magnaðan hagvöxt, sem þeir telja ekki neitt sérstakt afrek að auka um ríflega 4% á ári. Áleitnar efasemdir Foreldrunum myndi því reyn- ast auðvelt að reikna út, að erf- inginn myndi geta haft um 100% hærri fjárhæð úr að spila á 18. aldursári sínu en hvort þeirra um sig hafði haft, þegar hann fæddist. Eða, ef hans náð sýndist svo, þyrfti ekki að vinna nema 50% af tíðkanlegum vinnutíma til að geta búið við sambærileg kjör og algengust voru fyrir 17 árum, og voru ekki að öllu leyti umkvörtunarefni. Ýmislegt þykir benda til, að lífið á jörðinni um komandi ár- þúsundamót muni verða með talsvert öðrum og kjararýrari hætti en sölumenn á lýðræðis- legum atkvæðamarkaði hafa heitið. í rauninni ber flestum ábyrgum framrýnum saman um, að með öllu sé óvíst, hvort nokkru lífi, sem líf getur kallazt eða svipuðu því, sem nú er lifað, verði til að dreifa jafnvel á næst- unni. Þeir telja ugglaust, að þeg- ar á næsta leiti bíði eins okkar og allra saman margs konar ógnir, sem flestum er enn um megn að gera sér grein fyrir, ef nokkra, einkum sökum þess að fordæmi skorti. Fyrir því hefir fjöldi merkra lærdóms- og vísindamanna leit- azt við af alvöruþunga, en með fátæklegum árangri, að opna augu samtíðarinnar fyrir fáein- um öðrum feigðarboðum en þeim, er liggja í augum uppi af völdum (1) mannfjölgunar- sprengjunnar, (2) náttúrurán- skapar og (3) kjarnorku-, eitur- efna- og sýklastyrjaldar. Þannig hafa þeir vakið athygli á, að fjöldatortíming gæti verið skammt undan, og reyndar þeg- ar orðin áþreifanleg sums stað- ar, sökum (a) eitrunar and- rúmsloftsins, (b) spillingar drykkjarvatns og vatnsskorts, (c) örfoks og eyðingar ræktunar- lands og gróðurs, (d) útrýmingar dýra- og jurtategunda, (e) hirðu- leysis við matvælaframleiðslu, ({) geislunaráhrifa, (g) matvæla- skorts, (h) hrapi gervihnatta og geimfarartækja, og brotaregns úr þeim, og (i) bílaplágu og um- ferðaröngþveitis. Ekki þarf að efa, að flestir myndu fremur kjósa að kveðja þennan heim með náttúrlegum hætti, t.d. vegna sjúkdóma, far- sótta eða ellihrumleika, heldur en að falla í valinn fyrir áhrif hinna óhjákvæmilegu og ban- vænu fylgikvilla, er svokallaðar framfarir með „velferðina" sína í eftirdragi hafa þvingað yfir þorra mannkyns. Tvenns konar rán Þótt enginn framantalinna „velferðar“- eða hagvaxtarsjúk- dóma yrði til að myrkva framtíð óskabarns ársins 1983, væri samt sem áður ærin ástæða til að taka ítrekuð loforð „stjórn- málamanna" um, að þegnar lýð- ræðisheimsins þurfi aðeins að þola vissar þrengingar „í bili“, með tilhlýðilegri varúð. Því hétu atvinnulýðræðismenn Brasilíu kjósendum sínum fyrir 3 árum ekki síður en kollegar þeirra annars staðar. Af frétt í „Frankfurter All- gemeine Zeitung" hinn 7. þ.m. má ráða að tekið sé að brydda á óþolinmæði þarlendra út af því að „bilið" sé orðið óþægilega langt, en hún hljóðar svo: „Fleiri hundruð íbúa í fá- tækrahverfi einu í Rio de Jan- eiro — þ.á m. börn og gamal- menni — réðust til atlögu gegn fjórum stórmörkuðum og létu ,Peningana eða lífið! Viðjar vinstrimennsku Auðvelt Atkvæði sífellt Billjón er reikningsdæmi til leigu eða sölu milljón milljónir greipar sópa. Hinir handteknu báru fyrir sig, að þeir hefðu tek- ið ákvörðun um ránin af því að þeir hefðu ætlað sér að seðja börn sín og væru líka sjálfir hungraðir." Blaðið birti þessa fregn í smá- klausudálki og sýnist því ekki hafa talið hana stórvægilega. Eigi að síður gæti hún verið vísbending um, hvers vænta má, þegar sulturinn hefir gerzt óbærilegur. Á fjármálavígstöðvum hins æðri hagvaxtarheims berast daglega tilkomumeiri — og jafn- framt uggvænlegri — tíðindi. Ríkisskuldir keyra úr öllu hófi fram, ekki aðeins ríkisskuldir GULAG- og nýfrelsisríkja, held- ur verður ekkert lát á kappi stjórnvalda í frjálsræðislöndum við að afgreiða pantanir félags- hyggjufólks á peningum handa þeim, sem eru staðráðnir í að láta aðra borga fyrir óska- drauma sína og vanhæfni. Ef það er ekki gert, selja eða leigja óreiðuatkvæðin sig þeim tungu- mýkstu og vikaliprustu. Útkom- an getur þar með ekki orðið nema á einn veg — og óaðfinn- anlega sósíalískan: Sparifé ráð- deildarfólks og öðru því, sem til næst, er sópað saman og stráð yfir hópinn. Þegar það hefir ver- ið skafið niður á klöpp, þá er tek- ið til við að taka út í reikninga ungra og óborinna. Sá aldarandi, sem bauð fólki að forðast í lengstu lög að stofna til skulda nema vissa væri fyrir um greiðslugetu á gjalddaga, er fyrir löngu úr sögunni. Nú, eða allt síðan vinstrimennska varð ríkistrú og aðal alþýðu, þykir ekkert áhorfsmál lengur að haga lífsháttum einstaklinga og þjóða eins og ekkert sé yndislegra en að láta bruðllífi foreldranna bitna á börnunum. Drepþungir félagsmálapakkar Þetta er ekki staðbundið við- horf, ekki bara íslenzkt. Þetta ■ná heita alþjóðlegt fár, sem sízt virðist í rénun. Það má m.a. marka af sífellt hækkandi ríkis- skuldum nálega alls staðar, eins og hér að framan er drepið á. T.d. má nefna, að á árunum 1976—1981 jukust ríkisskuldir Bretlands, Hollands og Vestur- Þýzkalands um 80%; Frakk- lands, Ítalíu og Noregs um ná- lægt 100%; og Austurríkis, Jap- ans og Svíþjóðar um rösk 200%. Að venju er allt mest í Banda- ríkjunum, sem nú eiga ekki ann- arra kosta völ en að jafna hinn stjarnfræðilega fjárlagahalla með lántökum á lántökur ofan. Líkt og í öðrum lýðfrelsislöndum nægir sparifjármyndun Banda- ríkjamanna, aðeins 4% af þjóð- artekjum, hvergi nærri til að mæta kosningaloforðum og óhjákvæmilegum ríkisútgjöld- um. Af því leiðir, að Bandaríkin lokka til sín erlent fjármagn með einum eða öðrum hætti, einkum þó með því að bjóða girnilega aðhlynningu, svo sem háa vexti. Skuldasöfnun ríkja og stofn- ana þeirra, þessi missirin skuldaæðið bandaríska, er meg- inorsök uppnáms og óreiðu á gjaldeyris- og fjármagnsmörk- uðum heimsins um þessar mund- ir. Andspænis tálvöxtum og fjár- magnsflótta í kjölfar þeirra, standa Evrópuríkin og seðla- bankar þeirra nær varnarlaus. Búast má því við, að þau neyðist til að hækka vexti hjá sér fyrr en síðar. Þegar til þess kemur, get- ur naumast brugðizt, að sitt hvað óskemmtilegt verði upp á teningnum, og má þó naumast tæpar standa en þegar er komið. A.m.k. seir Arno Surminski í grein sinni í efnahagsmálahluta „Frankfurter Allgemeine Zeit- ung“ hinn 5. þ.m.: „Vestræn ríki stefna að sjálfskyrkingu með skuldasöfn- unarpólitík sinni. Nú vita allir, að hið opinbera, frá Bonn til Washington gæti ekki greitt laun, ef engin lán væru tekin." Á stefnubreytingu örlar hins vegar ekki. Samkvæmt nýjustu 3kýrslu bankasamsteypunnar Morgan Guaranty í New York mun halli á fjárlögum Banda- ríkjanna fjárhagsárin 1983 og 1984 nema $ 200.000.000.000 hvort ár. Upp í þennan vinstri- rekstur ársins 1983 tekur Wash- ington- stjórn á milli 70 og 80% alls sparifjár einstaklinga, en það kallar Morgan Guaranty „þjóðnýtingu sparifjár" í skýrslu sinni, sem og sést af OECD- hagskýrslum, er sýna að slík meðferð á sér ekki hliðstæðu í alþjóðlegum samanburði. Næstu 5 fjárhagsár er talið, að hallinn verði aldrei undir $ 200.000.000.000 á ári, ef þjóð- þingið brestur kjark til sparnað- ar eða skattahækkana, og muni því skuldabyrði rfkisins tvöfald- ast á tímabilinu og verða komin í $ 2.000.000.000.000 - tvær billj- ónir dollara —. Dr. Ingo Klausen „í Vestur-Þýzkalandi er líka farið með svimandi háar tölur. Þar námu ríkisskuldirnar DM 545.000.000.000 í árslok 1981 (skv. Renate Marklein: „Die Deutschen werden ármer", Rein- bek bei Hamburg 1982), og sam- anlagðar skuldir einkafyrir- tækja og einstaklinga á sama tíma DM 2.007.000.000.000 — tveim billjónum og sjö milljörð- um þýzkra marka — samkvæmt nýjustu útreikningum Deutsche Bundesbank. Og enn fara báðir þessir skuldabálkar vaxandi, enda ríkja allt önnur viðhorf þar síð- an enduruppaldir Vestur-Þjóð- verjar tóku við af stríðskynslóð- inni. Eigi að síður veldur vinstri- mennskan mörgu fólki, sem enn hugsar fram í tímann, þungum áhyggjum, og það spyr æði oft, hvert stefni í þessum efnum. Því svarar Paul C. Martin, hagfræðingur og rithöfundur, er reglulega birtir hugleiðingar sínar um efnahagsmál í „Welt am Sonntag" — og fyrir 6 vikum sendi frá sér 2. metsölubók sína, „Sachwert schlágt Geldwert" — í þætti sínum hinn 4. þ.m. í grein sinni rekur Martin að nokkru feril 2ja vikna gamals kornabarns, er hann nefnir Ingo, til ársins 2013, þegar Ingo litli stendur á þrítugu, duglegur og gáfaður, hefir lokið herþjónustu, háskólanámi og tekið doktors- gráðu: Dr. Ingo Klausen. Árið 1013 er dr. Ingo Klausen orðinn „þátttakandi í atvinnulíf- inu“ eins og það heitir á hátíð- legu máli. Á 1. launagreiðsluyf- irliti hans, segir Paul C. Martin, eru eftirtalin gjöld færð til frá- dráttar mánaðarlaununum: O DM 5.000 félagsmálaframlag; af því að hann Ingo þarf nú að sjá 2 gamlingjum farborða („þér og mér til dæmis", segir Martin). O DM 7.000 almennur tekju- skattur; af því að árið 2013 þarf velferðarnetið ennþá meiri viðhaldskostnað en nú. O DM 8.000 ríkisskattar; af þvf að vinstraríkið þarfnast stöð- ugt hærri upphæða til að standa undir vöxtum, afborg- unum, framlengingarkostnaði og lántökugjöldum vegna gamalla og nýrra lána ríkis, fylkis og borgar. „20.000 mörk á mánuði lág- mark. Það eru örlögin, sem blasa við Ingo litla. Ekkert getur forð- að honum frá að vaxa upp í skuldaþrældóm, þann versta, er nokkru sinni hefir hent mann- eskju," segir Paul C. Martin. Rétt er og sanngjarnt að bæta því hér við, að drápsklyfjar Ing- os eru að hluta til svona þungar vegna þess að Vestur-Þjóðverj- um fækkar, og gamlingjafram- færi kemur því þyngra niður en víða annars staðar. Vegna þess að allir lesendur „Morgunblaðsins" kunna pró- sentureikning og vaxtavaxta- reikning, þarf að öðru leyti engu við að bæta, enda flestir farnir að kenna „velferðar“-verkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.