Morgunblaðið - 21.09.1983, Side 17

Morgunblaðið - 21.09.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 49 Hugleiðing um stjórn og efnahagsmál — eftir Ingjald Tómasson í upphafi skal endinn skoða Mín hugsun hefur ætíð verið sú, að eftir því sem verðlag og kaup hækkar, þá ykist verðbólga að sama skapi. Einhver hagspekingur var að reyna að útskýra verðbólg- una fyrir fáfróðum almúganum. Hann sagði að verðbólga væri svo voðalega flókið mál, að það stæði tæplega í hans valdi að útskýra hana til hlítar. Já, mikið rétt. Stjórnvöldin hafa um mörg und- anfarin ár lagt ofurkapp á að ríða sem mesta netflækju utan um verðbólguna, svo almenningur botni sem minnst í henni og fari jafnvel að trúa á hana sem ómiss- andi þátt í að viðhalda hinni háskalegu óhófs-, óreglu- og bruðlstefnu, sem ríkt hefur og stöðugt færzt í aukana undanfarin ár. Glapræðiö við stjórnarskiptin Ekki get ég komið því í mitt höf- uð, að aðferðin við hjöðnun verð- bólgu sé sú bezt að láta verðlag, bæði vöru og þjónustu, rjúka upp úr öllu valdi. Það er engu líkara en kaupsýslu- og milliliðaferlíkið í okkar þjóðfélagi sé orðið svo vold- ugt að ekki megi skerða eitt ein- asta hár á haus þess. Þessi öfl hafa aldrei komist hærra né unað hag sínum betur en í tíð stjórnar Gunnars Thoroddsen. Það er sannarlega ekki óeðlilegt þótt lág- launastéttir kvarti, þegar stórlega er á þeim níðst, bæði hvað kaup og verðíag áhrærir. Talið er að laun- þegar séu um 80% af þjóðinni. Sennilega er hátekjufólk orðið þar í meirihluta. í hvert skipti sem verkalýðsforustan hyggzt rétta hlut launþega, þá er ætíð byrjað að reka upp hið gamla klassíska láglauna ramakvein. En ætíð er samið þannig að þrýstihóparnir og hátekjufólkið fær margfaldar launahækkanir, samanborið við hina láglaunuðu. Það er ótrúlegt hvað fáir virðast sjá nauðsyn þess að stöðva víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags. Ef enginn hef- ur þor eða bein í nefi til að stöðva þessa óheillaþróun, þá held ég að vart sé mögulegt að stöðva verð- bólguvandann. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar hefði því átt að vera alger kaup- gjalds- og verðlagsstöðvun, og þá held ég að flestir hefðu stutt þá byrjunaraðgerð. Byggjum á bjargi Allir sem hafa fengizt við bygg- ingar mannvirkja, vita að ekki er leyft að hefja verkið fyrr en undir- staðan er talin örugg, að áliti fær- ustu manna. Þannig er þetta líka með hina tiltölulega ungu nýtízku- legu þjóðfélgsuppbyggingu okkar. Og hver skyldi þessi bjargfasta undirstaða vera. Fyrst og mikil- vægust er gjaldeyrisöflunin og öflun verðmæta úr skauti náttúr- unnar, innlendu hráefni og úr hinni miklu ónýttu orku sem við eigum, bæði í fallvötnum og feiknamiklum ónýttum jarðhita. Það er lítil von um blóm í efna- hagshaganum meðan stjórnvöld virðast helzt leggja höfuðáherzlu á að þenja sem mest út hið opin- bera stjórnarbákn. Hvert stórhýs- ið á eftir öðru er reist, eða gamlar byggingar keyptar, sem þarfnast rándýrra endurbóta (sbr. Víðis- húsið). Allar þessar stórglæsihall- ir fyllast svo jafnótt af ýmist nýj- um stofnunum, eða af öðrum sem eru að sprengja utan af sér eldra húsnæði. Þetta er aðeins eitt dæmi um það úrvalsfóður, sem ráðamenn okkar þjóðar bera á jötu verðbólgupúkans. í Ingjaldur Tómasson „Ef enginn hefur þor eða bein í nefi til að stöðva þessa óheilla- þróun, þá held ég að vart sé mögulegt að stöðva verðbólguvand- ann.“ Það er nær sama hvar skyggnzt er um í þjóðfélaginu. Hin fjöl- mennu ráð og nefndir sem áttu að vernda almenning fyrir of háu verðlagi, virðast beinlínis hafa gengið í þjónustu verzlunarauð- valdsins. Allt virðist snúast um kaup, sölu og alls konar veitinga- og “skemmtiiðnað". Ég tek dæmi af hvíldar- og friðarstaðnum hans Birgis ísleifs í Austurstræti. Eitt fyrsta verk vinstri borgarstjórn- arinnar var að leyfa Dagblaðinu að setja pylsusölu á svæðið, svo kvöld- og næturgöngulið gæti úð- að í sig pylsum með tilheyrandi ógeðslegri áleggsdrullu. Nú er allt svæðið, ef guð gefur sólarglætu, fyllt af alls konar kaupsýsluliði. Varla heyrist mannsins mál fyrir hávaðagargi frá Karnabæjar- glymskrattanum, sem ausið er yf- ir mannskapinn alla daga. Og svo horfir styttan hans Tómasar á all- an „glæsibraginn" á þessum hjartastað Reykjavíkur. Stað- reynd er, að sölumennskan í sin- um fjölbreytilegu myndum hefir verið að leggja undir sig hvern krók og kima í Reykjavík og í öðru þéttbýli landsins. Allir þekkja auglýsingaæðið í öllum fjölmiðlum. Þar er sjón- varpið lang áhrifaríkast. Allt þetta borgum við segir kaupsýsl- an. „Þið borgið ekki höllina," sagði einn ágætur bankastjóri í sjón- varpi nýlega. Þetta er alrangt og ætti að vera öllum fullvita mönnum augljóst. Allt auglýs- ingaskrumið og allan hinn mikla opinbera lúxus, bæði í byggingum, auglýsingum og fjölmörgu fleira, borgar enginn annar en almenn- ingur í okkar ágæta landi, sem verið er að stór spilla með hóf- lausri rányrkju, bæði til sjós og lands. Það er vonlaust að vænta bata í þjóðarbúskapnum, meðan ráða- menn þjóðarinnar virðast varla huga að öðru en hlaða undir sinn eigin rass og sinna skjólstæðinga og treysta á að Bandaríkin haldi hér uppi hinu fársjúka efnahags- kerfi okkar með stöðugum lánveit- ingum. I stuttri blaðagrein er ekki rúm fyrir nema brot af hinni fölsku efnahagsglansmynd, sem við leik- um okkur nú að. Hefi minnst á ofurveldi stofnana og verzlunar- valdið. Og þar er Samband ísl. samvinnufélaga engin undantekn- ing. Hið fjölmenna stjórnarlið stórstofnana heldur því gjarnan á lofti, að almenningur eigi og reki þessi fyrirtæki. Ég sé ekki betur en þau séu rekin fyrst og fremst með tilliti til stjórnarliðsins og starfsmannanna. Og svo kemur pólitíkin freklega inn í dæmið. Miklum tíma og fjármunum eyðir hin ríkjandi yfirstétt í algerlega gagnslausar kjaftaráðstefnur, bæði hér og erlendis. Einn ágætur ráðuneytisstjóri, nýhættur störf- um, taldi í útvarpi, að það væri aðeins eitt sem okkur vantaði, og það væri að stórauka fjárframlög til íslenzkra listamanna erlendis. Skapandi undirstöðustörf eru hædd og fyrirlitin. Skemmtikraft- ur í útvarpi nýlega hæddi það fólk sem sparaði, t.d. með því að slíta út fötunum sínum. í þætti um „Daginn og veginn" var veizt að þeim konum, sem gerðust svo ósvífnar að þvo og snyrta hár sitt heima. Það væru svik við þjóðfé- lagið að styðja ekki hinar löglegu hárgreiðslu- og snyrtistofur. Al- kunn er ólundin sem hleypur í „meiningu“ fjölmiðla, sérstaklega útvarps, þegar skólafólk fer í fisk til að bjarga verðmætum, sem liggja undir skemmdum. Og bless- aðir bændurnir hafa svo sannar- lega fengið sinn skammt. Eitt út- breiddasta dagblað okkar hefir um áratuga skeið gegnt því „göf- uga“ hlutverki að þrýsta því í þjóðina, að næstum allt okkar efnahagsböl sé íslenzkum bænd- um að kenna. Það er nú líka farið að hylla undir það að bændur „leggi upp laupana" í vaxandi mæli. Fjölmargar jarðir sitja nú ýmist gömul hjón, systkini eða gamlir einsetumenn. Það er áreið- anlega ekki margt ungt fólk, sem vill gera landbúnað að lífsstarfi, og er ekki óeðlilegt, því það getur valið um vellaunuð framtíðarstörf við margs konar þjónustu, og þá líka við fyrirtæki landbúnaðarins. Hve lengi ætla stjórnvöld aö ala verðbólgupúkann? Ekki vil ég halda því fram, að fyrrverandi stjórn eða kommún- istar eigi hér alla sök. Allir stjórn- málaflokkar, ásamt hinu geysi- fjölmenna stjórnarliði stórstofn- ana og jafnvel stór hluti almenn- ings eiga hér hlut að. Það er von- laust fyrir forustumenn að vera að tala um útflutningsiðnað, meðan verðbólgan er um 100 prósent, á meðan helztu viðskiptalöndin leggja höfuðkapp á útrýmingu hennar. Er ekki hið erlenda um- boðafargan orðið ískyggilega tröllaukið í landinu. Þar þyrfti að koma til opinber rannsókn. Alls konar líkams- og sálarspillandi drasli er haugað inn í landið gegn- um umboðin. Eitt hrikalegasta dæmið um heildsala og umboða- valdið er hin gífurlegi viðskipta- halli við Norðurlönd. Milljörðum er eytt í alls konar vörukaup frá þessum löndum meðan þau kaupa sáralítið af okkur. „Við verðum að gera þetta því við erum í mark- aðsbandalagi,“ segja umboðin og heildsalarnir. Við heimtum bara að tekin séu lán á lán ofan upp á framtíð barn- anna í vöggunni svo við getum óhindrað lifað í vellystingum praktuglega. Engin samtök eða bandalög geta skyldað nokkurn mann til mikilla vörukaupa, sem ekkert fjármagn hefir til að greiða með. Ég vil að lokum beina þeirri ósk til núverandi ríkisstjórnar, að henni takist á sem stytztum tíma, að flæma verðbólgudrauginn að fullu út úr íslenzku þjóðlífi, svo aldamótaviðreisn II verði komin f fullan gang um næstu aldamót. Ingjaldur Tómasson er verkamað- ur í Reykjavík. Björn Þórðarson og Sverrir Björnsson um borð í Viggó. Morgunblaðió/Gunnar Berg. Bjöm Þórðarson, útgerðarmaður: „Ég er nú bjart- sýnn að eðlisfari“ Siglufirói, 15. tteplember. ÞÓ HJÓL atvinnulífsins sýnist að- komumanni snúast orðið vel á Siglufirði, fer þó ekki hjá því að athyglin beinist að þeim mörgu smábátum, sem liggja bundnir við bryggju um þessar mundir og menn eru að dytta að í rólegheit- um, í annars ólgandi iðu vinnandi fólks í miklum önnum. Við eina bryggjuna hitti tíðindamaður Mbl. þá feðga Björn Þórðarson og Sverri Björnsson, sem gera út 7 tonna bát, Viggó. Björn hafði orð fyrir þeim feðgum. „Við höfum andsk ... ekkert gert í heilan mánuð. Þetta er ör- deyða um þessar mundir. Síldin gefur sig ekki ennþá, við bíðum og erum tilbúnir þegar til henn- ar fréttist. Þá förum við á lag- netin. Þrátt fyrir barlóm í mér nú, þá er ég bjartsýnn að eðlis- fari, það máttu hafa eftir mér. Við höfum áður séð það svart hér á Siglufirði, miklu svartara. Við á smábátunum tökum það rólega nú um skeið, en okkar tími kemur. Rækjan hefur gert mikið gott hér í bænum nú í sumar og okkar tími er á næstu grösum. Þeir lóðuðu á mikla síld hér fyrir utan í ágúst. Hún er þarna. Það er bara að finna hana,“ sagði Björn Þórðarson, hressilegur að vanda. GBerg. Kröfur um úrbætur í húsnæðismálum: Hærri langtíma- lán - lengri láns- tími - afturvirkni Eftirfarandi eru minnispunktar, sem áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum afhentu nýlega Alex- ander Stefánssyni félagsmálaráð- herra: Frumkröfur 1. Hærri langtímalán strax. 2. Lengri lánstíma. 3. Afturvirkni til upphafs verð- tryggingar á útlánum. Nánari útfærsla 1. Fyrstu úrbætur, sem við för- um fram á, rúmast nær allar innan ramma núgildandi laga. Þær þurfa því ekki að tefjast vegna endurskoðunar húsnæð- islöggjafar. 2. Strax verði gerðar ráðstafanir til að hækka verulega lán frá Húsnæðismálastofnun í sam- ræmi við gefin loforð. 3. Sambærilegar reglur gildi um lán til nýbygginga og til kaupa á eldra húsnæði, sérstaklega varðandi lánshlutfall og láns- tíma. 4. Sömu reglur gildi hvort sem menn eru að eignast sína fyrstu eign eða ekki, enda dragist áhvílandi lán frá Hús- næðismálastofnun frá nýrri úthlutun í hverju tilfelli. 5. Leggja verður þunga áherslu á að vandinn mikli sem við blas- ir í dag er hjá þeim sem byrjað hafa byggingu/ kaup eftir að útlán urðu almennt verð- tryggð. Þess vegna er aftur- virkni með viðbótarlánum á kjörum Húsnæðismálastofn- unar nauðsynleg hið fyrsta. 6. Ef úrbætur dragast til ára- móta, verður að leysa vanda þessa fólks á kerfisbundinn hátt í gegnum bankakerfið eða á annan hátt þangað til. 7. Eðlilegt er að hin afturvirku lánsréttindi verði sambærileg við þau réttindi sem nýliðar á húsnæðismarkaði fá á næsta ári. 8. Onnur lánsréttindi einstakl- inga, svo sem frá lífeyrissjóði, séu algjörlega óháð úthlutun Húsnæðismálastofnunar, enda eru réttindi þessi mjög ólík milli sjóða. 9. Lán verði greidd út í einu lagi, eða á raungildi og rýrni ekki á útborgunartíma. 10. Einhleypingar fái sömu láns- réttindi og barnlaus hjón eða sambúðarfólk. 11. Gerðar verði ráðstafanir til þess að þeir sem lán hafa fengið hjá Húsnæðismála- stofnun geti greitt af skuld sinni fjórum sinnum á ári eins og núgildandi lög gera ráð fyrir. 12. Lánstími húsnæðislána verði lengdur markvisst í áföngum. 13. Viðeigandi stjórnvöld beiti sér fyrir ítarlegri kynningu á verðtryggðum lánskjörum og greiðslubyrði af húsnæðislán- um meðal almennings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.