Morgunblaðið - 23.09.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.09.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 Mál Hallgróns Inga fyrir Hæstarétti: Krafist hið minnsta 12 ára fangelsis RÍKISSAKSOKNARI, Þórður Björnsson, hefur krafist fyrir Hæsta- rétti refsingar eigi undir 12 ára fang- elsi yfir Hallgrími Inga Hallgríms- syni fyrir að hafa gerst sekur um tilraun til manndráps, stórfellda lík- amsárás og tilraun til nauðgunar þegar hann réðst á 15 ára gamla stúlku og misþyrmdi á hrottalegan hátt í skúr við Þverholt í Reykjavík í desember 1981. Hallgrímur Ingi var dæmdur í 10 ára fangelsi í Sakadómi Reykja víkur. Ráðist á mann fyrir utan Borgina RÁÐIST var á 33 ára gamlan mann fyrir utan Hótel Borg aðfaranótt sunnudagsins og var hvað eftir ann- að sparkað í andlit hans. Lögreglan var kvödd á vettvang á fjórða tíman- um og þegar hana bar að garði, hafði hópur fólks safnast um illa útleikinn mann, sem lá f götunni. Atvik eru þau, að maðurinn hugðist stilla til friðar meðal manná sem áttu í átökum og skipti engum togum að maðurinn var felldur og hvað eftir annað sparkað í andlit hans. Maðurinn vankaðist og var fluttur í slysa- deild. Hann var illa útleikinn í andliti og var óttast að hann hefði kinnbeinsbrotnað. Hann var hafð- ur í slysadeild um nóttina en við myndatökur kom í ljós, að hann hafði ekki brotnað. Árásarmaðurinn er ófundinn og biður lögreglan í Reykjavík þá sem geta gefið upplýsingar um hann, vinsamlega að gefa sig fram. „Hvað er að gerast“ AÐ GEFNU tilefni skal þeim lesendum Morgunblaðsins, sem hug hafa á að koma fréttatilkynningum inn í dálkinn „Hvað er að gerast um helgina" í föstudagsblaði, bent á að fréttatilkynning- unum verður að skila í síð- asta lagi kl. 10.00 á fimmtu- dagsmorgnum. Einnig er hægt að skila þeim inn á miðvikudögum. Þrír liósmanna Mezzoforte á hljómleikum f London I sumar. I kvöld eru hljómleikar í Miinchen og alla næstu viku í helstu borgum Þýskalands. Mezzoforte í V-Þýskalandi — ný plata á markað hér í dag HUÓMSVEITIN Mezzoforte hefur í kvöld hljómleikaferð um V-Þýska- land með hljómleikum í Miinchen. Næstu átta daga mun hljómsveitin leika í öðrum helstu borgum Þýskalands en um mánaðamótin snýr hljómsveitin aftur til Englands, þar sem hún hefur haft bækistöðvar síðan í maí, og verður þá lokið við gerð nýrrar hljómplötu. Sú plata mun koma á markað á íslandi í nóvember en í Bretlandi og e.t.v. víðar eftir áramótin, að sögn Steinars Berg ísleifssonar, framkvæmdastjóra Mezzo- forte. Steinar sagði að um miðjan október myndi Mezzoforte halda fimm hljómleika í Hollandi og fara þaðan til Danmerkur, Nor- egs og Svíþjóðar, og halda þar sjö hljómleika. í nóvemberbyrj- un kæmi hljómsveitin fram i sjónvarpsþætti í Bretlandi og léki að auki á New Haven-jazz- hátíðinni — næst á undan Dizzy Gillespie, sem væri lokaatriðið þar um kvöldið. Daginn eftir, 6. nóvember, myndi hljómsveitin koma fram við verðlaunaafhend- ingu British Jazz Funk Awards í London, sem væri þýðingarmikið atriði. Ef til vill kæmi út tveggja laga plata með hljómsveitinni í Englandi um mánaðamótin október-nóvember en það væri óráðið enn. Síðustu viku nóv- ember mun svo Mezzoforte leika sem aðalnúmer I jazzklúbbi Ronnie Scott í London. Ýmislegt fleira væri í deiglunni. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru væntan- legir heim í jólafrí en allsendis er óvíst hvort verður af því að hljómsveitin komi fram hér við það tækifæri. Steinar sagði að í dag kæmi út ný plata með Mezzoforte á ís- landi og væri það hljómleika- plata, sem hefði verið hljóðrituð á tónleikum sveitarinnar í Dom- inion Theatre í London fyrr á þessu ári. Sú plata mun ekki koma út erlendis. Afinælishátíð Hljóma BRCAID WaVT ÞEGAR Engilbert söng um Bláu augun. ÞEGAR Hljómar troöfylltu Háskólabíó. ÞEGAR slagsmálin brutust út í Sandgerði. ÞEGAR Hljómar þurftu lögreglufylgd á Laugavatn. ÞEGAR Rúnar gekk á boröum og fór í heljarstökk í Glaumbæ. ÞEGAR frúrnar sögöu aö Hljómar væru lúsugir. annað kvöld, laugardagskvöld kl. 19, stundvíslega. Allir gömlu félagar Hljóma veröa heiöursgestir kvöldsins, þeir Erling- ur Björnsson, Karl Hermannsson, Eggert Kristinsson og Einar Júlíus- son en auk þeirra veröa á sviðinu aö sjálfsögöu þeir Gunnar, Rúnar og Engibert ásamt 15 toppsöngv- urum þessa tímabils. Allar gömlu góöu minn- ingarnar verða rifjaðar upp allt frá Krossinum í Glaumbæ. Þaö er 12 manna hljómsveit Gunnars Þórðarsonar sem leikur undir á einhverjum mestu tónleikum sem sviðsettir hafa veriö hérlendis. Breiðholts- blóm i þá gömlu góöu daga þá var ekkert kreditkort aö hafa en nú tökum viö hiö vinsæla EUROCARD til daglegra nota Boröapantanir í síma 77500 í dag. Pantið miða strax og takiö þátt í Hljómakvöldi þar sem allir aödáendur Hljóma hljóma nú saman. Aögangseyrir kr. 300.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.