Morgunblaðið - 23.09.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 19
Fastráðinn verði starfsmaður
að Ríkisútvarpinu á Akureyri
„FJÓRÐUNGSÞING Norðlendinga,
haldið á Raufarhöfn 1. til 3. sept-
ember 1983, fagnar því, að tekizt
hefur að byggja upp myndarlega
starfsemi Ríkisútvarpsins á Norður-
landi. Uppbygging Ríkisútvarpsins í
landshlutanum er veigamikill þáttur
í menningarhlutverki útvarpstarf-
seminnar í landinu. Fjórðungsþingið
minnir á, að með bættri húsnæðisað-
stöðu og tækjakosti geti deild Ríkis-
útvarpsins á Norðurlandi sinnt betur
verkefnum sínum á sviði fréttaöflun-
ar og dagskrárgerðar," segir meðal
annars í ályktunum þingsins um fé-
lags- og menningarmál.
Þar segir ennfremur, að þingið
beini því til forráðamanna Ríkis-
útvarpsins að fastráðinn verði
starfsmaður við deild Ríkisút-
varpsins á Akureyri svo efla megi
enn frekar fréttaþjónustu og dag-
skrárgerð frá Norðurlandi. Þá tel-
ur þingið brýnt að nýta þegar í
stað þann möguleika að útvarpa
sérstakri dagskrá nokkrar stundir
vikulega til Norðurlands frá Ak-
ureyri samhliða dagskrá Ríkisút-
varpsins í Reykjavík. Ennfremur
verði Ríkisútvarpinu á Akureyri
leyft að hagnýta sér þá sjálfstæðu
tekjustofna, sem völ er á.
Hilmar Karls-
son með fjöltefli
HILMAR Karlsson, ís-
landsmcistari í skák, teflir
fjöltefli á vegum Taflfélags
Seltjarnarness í Valhúsa-
skóla á laugardag og hefst
taflið klukkan 14. Öllum er
heimil þáttaka og eru menn
beðnir að taka með sér tafl.
Skagafjörður:
Haustlegt um að litast
Bjp, Höfðaströnd, 22. september.
HÉR ER orðið haustlegt um að líta og snjór víða niður í miðjar hlíðar.
Undanfarið hefur verið norðankuldi og úrfelli á útsveitum enda snjóað
niður í fjöll. Frá höfuðdegi og fram í miðjan september var þó ágætt
veður og góð heyskapartíð se ,i bjargaði heyfeng margra bænda sem áður
höfðu átt í miklum erfiðleikum með heyskap. Hey eru þó víða í lakara
lagi, sérstaklega hvað heygæði snertir en margir eru þó með mikil hey.
Sauðfjárslátrun er nú hafin og gengið á ýmsu vegna óstillu. Um
er fallþungi misjafn eins og alltaf tíma fékkst síld í lagnet fyrir
er en margir telja sig þó hafa náð mynni Skagafjarðar og þá var
betri vikt en í fyrra. Kartöfluupp- einnig sæmileg þorskveiði á línu
skera er rýr og sumstaðar hefur og vænn fiskur. En nú undanfarið
ekki þótt taka því að taka upp. hefur þeta farið úrskeiðis vegna
Best mun uppskeran vera fjögur norðanáttar og storma en sjó-
til fimmföld. Kýr eru ennþá á menn vona þó að úr rætist og
beit á káli, höfrum og túnum en stillur komi.
mjólk í mjólkursamlagið hefur — Björn
minnkað mikið. Til sjávar hefur
Góö aðsókn aö sýningu Ragnars
MJÖG góð aðsókn var fyrstu sýn-
ingarhelgina að sýningu Ragnars
Kjartanssonar myndhöggvara í
Listmunahúsinu, Lækjargötu 2.
Sýningin sem haldin er í tilefni af
sextugsafmæli Ragnars sem var
þann 17. ágúst síðastliðinn og var
opnuð síðastliðinn laugardag. Sýn-
ingin stendur til 2. október og er
hún opin daglega frá 10 til 18 en 14
til 18 laugardaga og sunnudaga.
Látid Hörpu
gefa
tóninn
Ekki®
/ii/ yí
i hláinn
Þaö er ekki út í blá-
inn aö lífga upp á til-
veruna meö Ijósu
tízkulitunum frá
VERÐHRUN
Sængur + Koddar
Verö áöur TtTQ.- T546<
Kerrupokar
Verö áöur'88d.-
Verö nú
680.-