Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 1
220. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ronald Reagan Bandarfkjaforseti á Allsherjarþinginu:
„Kjarnorkustríð er
ekki hægt að vinna“
„Mannréttindi fótum troðin víða um heim og
ekki bjart framundan,“ sagði Geir Hallgrímsson
Sameinuðu þjóðunum, 26. september. AP.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hélt sína fyrstu ræðu í Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í dag og sagði við þaö tækifæri að „kjarnorkustríð væri
ekki hægt að vinna og að stríð af þessu tagi mætti aldrei brjótast út“. Meðal
þeirra sem ávörpuðu allsherjarþingið í dag var Geir Hallgrímsson utanríkis-
ráðherra.
í ræðu sinni lýsti Reagan vilja
Bandaríkjamanna til að fækka
meðaldrægum eldflaugum, sem
fyrirhugað er að koma fyrir í Evr-
ópu, gegn því að Sovétmenn yrðu
við áskorun um fækkun kjarnorku-
vopna. Lagði hann áherzlu á að
fundin yrði friðsamleg lausn á
ýmsum alþjóðlegum deilumálum.
Jafnframt notaði Reagan tæki-
færið og hirti Sovétmenn fyrir að
skjóta niður kóresku farþegaþot-
una. Kvað hann það mál dæmi um
hve Sovétmenn virtu að vettugi al-
þjóðasamninga og hversu erfitt
væri að treysta að þeir stæðu við
gefin loforð.
í ræðu sinni sagði Geir Hall-
grímsson utanríkisráðherra, að í
byrjun hefðu íslendingar gert sér
vonir um að ríki Sameinuðu þjóð-
anna bæru gæfu til að gera sam-
tökin svo sterk og áhrifamikil, að
þau gætu tryggt friðsamlega lausn
deilumála og komið í veg fyrir
vopnaviðskipti og stríð. Þessar
vonir hefðu því miður ekki ræst.
Einmitt vegna þessa og sífelldrar
stríðshættu hefðu íslendingar séð
sig knúna til að tryggja öryggi sitt,
og fyrir rúmur þremur áratugum
hefði ríkisstjórnin og Alþingi talið
nauðsynlegt að Islendingar yrðu
þátttakendur í varnarbandalagi
Atlantshafsríkjanna og gert varn-
arsamning við Bandaríkin.
Þannig hefðu íslendingar bund-
ist samtökum með vinaþjóðum,
sem ættu sameiginlegar hugsjónir
frelsis og lýðræðis. Enn væri þörf
fyrir þessi samtök, en Islendingar
væntu þess þó að sá dagur kæmi
þegar ekki væri þörf slíkra sér-
stakra varnarráðstafana. Væru
þeir þó ákveðnir að halda vöku
sinni svo lengi sem nauðsyn krefði
um leið og þeir vildu stuðla að því
að Sameinuðu þjóðirnar gætu
gegnt því hlutverki, sem ætlast
hefði verið til af þeim í upphafi.
Geir sagði að ekki væri bjart um-
horfs og langt frá því að sæist til
lands. Mannréttindi væru fótum
troðin í Austur-Evrópu og víðar
um heim. Stríð væri háð í Líbanon,
írak og íran. Sovétríkin hefðu ekki
dregið innrásarher sinn í Afganist-
an til baka, Víetnamar létu heldur
ekki segjast í Kampútseu, Suður-
Afríka héldi til streitu aðskilnað-
arstefnu sinni, ófriðaröldur ógnuðu
Mið-Ameríku og grimmdarlegt at-
hæfi Sovétmanna er þeir skutu
niður kóreska farþegaflugvél
mætti ekki líðast eða endurtaka
sig.
Ræða Geirs Hallgrímssonar
verður birt í heild í Morgun-
blaðinu á morgun.
Sjá nánar á bls. 18.
Ronaid Reagan Bandaríkjaforseti í ræðustól í Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna í gær. AP/Simamynd.
Wazzan fer frá til
að auðvelda einingu
Beirút, 26. aeptember. AP.
SHAFIK Wazzan forsætisráðherra
baðst í dag lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt til að auðvelda myndun
þjóðstjórnar er sameinað gæti líb-
önsku þjóðina og reist landið úr rúst-
um eftir þriggja vikna borgarastríð.
Wazzan tilkynnti ákvörðun sína í
framhaldi af vopnahléssamkomu-
lagi stríðandi afla í Líbanon, en
fulltrúar deiluaðila hafa heitið að
virða samkomulagið. Sýrlendingar
og drúsar höfðu krafizt afsagnar
Wazzans vegna hlutdeildar hans í
samkomulagi um brottflutning
ísraelskra herja frá Líbanon.
Svo virtist sem vopnahléð væri
Gunnar Thoroddsen látinn
GUNNAR THORODDSEN, fyrrum forsætisráðherra og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, andaðist aðfaranótt sunnudagsins 25. september í
sjúkrahúsi í Reykjavík. Með Gunnari Thoroddsen hverfur af sjónarsvið-
inu stjórnmálamaður sem verið hefur í forystusveit á alþingi um hálfrar
aldar skeið.
Gunnar Thoroddsen fæddist í
Reykjavík 29. desember 1910 og
var því sjötíu og tveggja ára þeg-
ar hann lést. Foreldrar hans
voru Sigurður Thoroddsen, verk-
fræðingur og yfirkennari við
Menntaskólann í Reykjavík, og
kona hans, María Kristín Thor-
oddsen f. Claessen.
Gunnar varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1929 og lauk lögfræðiprófi frá
Háskóla íslands 1934. Síðan
stundaði hann framhaldsnám,
aðallega í stjórnlagafræði og
refsirétti, í Danmörku, Þýska-
landi og Englandi. Doktor í
lögfræði frá Háskóla íslands
fyrir ritið Fjölmæli 24. febrúar
1968.
Hann stundaði lögfræðistörf
1936—1940 en í okt. 1940 var
hann ráðinn og síðar skipaður
prófessor i lagadeild Háskóla ís-
lands og gegndi því starfi þar til
í febrúar 1947 þegar hann var
kjörinn borgarstjóri í Reykjavík.
Varð að nýju prófessor við laga-
deild Háskóla íslands 15. mars
1971.
Landskjörinn á alþingi
1934—37 og 1942 (sumarþing),
þingmaður Snæfellsnessýslu
1942 (haustþing) til 1949. Þing-
maður fyrir Reykjavík 1949—65
og frá júní 1971 til 23. apríl 1983.
Bæjarfulltrúi í Reykjavík
1938—62, bæjarráðsmaður
1946—60. Borgarstjóri í Reykja-
vík 1947-59.
Fjármálaráðherra nóv. 1959
til maí 1965. Sendiherra íslands
í Danmörku og Tyrklandi 1965
til 31. des. 1969. Hæstaréttar-
dómari 1. jan. 1970 til 16. sept.
1970. Lagaprófessor frá mars
1971. Félags- og iðnaðarráðherra
ágúst 1974 til sept. 1978. Forsæt-
isráðherra feb. 1980 til maí 1983.
Gunnar Thoroddsen var for-
maður Heimdallar félags ungra
sjálfstæðismanna 1935—39.
Formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna 1940—42. I
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
1948-65 og 1971-81. Varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins
1%1—65 og 1974—81. Formaður
þingflokks sjálfstæðismanna
1973-79.
Hann bauð sig fram í embætti
forseta fslands 1968 þegar
Kristján Eldjárn náði kjöri.
Gunnar Thoroddsen var kjör-
inn til margvíslegra trúnaðar-
starfa í nefndum og ráðum.
Hann sat meðal annars í stjórn-
arskrárnefnd frá 1972 og var
formaður hennar frá 1978. Lagði
á síðasta þingi fram frumvarp
að nýrri stjórnarskrá fyrir ís-
lenska lýðveldið. Eftir hann
liggja ritverk og ritgerðir um
lögfræði og stjórnmál. Hann var
sæmdur fjölda heiðursmerkja og
var heiðursfélagi Tónlistarfé-
lagsins og SÍBS.
Árið 1941 kvæntist Gunnar
Thoroddsen eftirlifandi konu
sinni, frú Völu Ásgeirsdóttur
Thoroddsen. Þau eignuðust fjög-
ur börn.
Morgunblaðið sendir frú Völu,
börnum þeirra hjóna og vanda-
mönnum öllum innilegar samúð-
arkveðjur.
virt í kvöld, en samt er spenna mik-
il í fjallahéruðunum umhverfis
Beirút og skutu leyniskyttur drúsa
á stjórnarhermenn í fjöllunum og í
úthverfum Beirút. Heyra mátti
stöku sprengjuhvelli eftir myrkur.
Þá lá við skotbardaga er stjórn-
arhermenn komu í veg fyrir tilraun
hóps drúsa til að laumast inn í
Souk El-Gharb. Leyniskyttur
drúsa felldu tvo stjórnarhermenn í
þorpinu Kaifoun þar skammt frá.
Vopnahléð gekk í gildi í morgun,
en um það var samið eftir stranga
fundi diplómata og embættis-
manna frá Bandaríkjunum, Saudi-
Arabíu, og Sýrlandi, og fulltrúa
hinna stríðandi fylkinga í Líbanon.
Viðbrögð víða um heim einkennast
af miklum létti, og Robert Mc-
Fariane sendimaður Reagans
Bandaríkjaforseta sagði samkomu-
lagið marka þáttaskil, þar sem full-
trúar allra deiluaðila hefðu fallist
á að ræðast við um framtíð lands-
ins.
Talið er að 806 manns hafi týnt
lífi og 1725 særst í bardögum, sem
brutust út eftir að ísraelar drógu
heri sína frá Chouf-fjöllunum 4.
september sl.
Astralíu-
skútan sigraði
Newport, 26. september. AP.
Ástralíuskútan „Ástralía H“ rauf
132 ára einokun bandarískra sigl-
ingamanna f Ameríkubikarnum, er
hún tryggði sér sigur í keppninni á
sjöunda og síðasta degi, í kvöld.
Bandaríska skútan „Liberty"
náði betra viðbragði í dag, eins og
endranær, en sú ástralska sigldi
hana fljótt uppi og kom 41 sekúndu
á undan i mark.
Áströlsku siglingamennirnir
hafa spjarað sig með glæsibrag í
keppninni, þar sem um tíma leit út
fyrir auðveldan sigur bandarísku
skútunnar. Sú skúta fer með sigur
af hólmi sem vinnur fjóra keppn-
isdaga, og um tíma var staðan 3:1
fyrir Liberty, en síðan kom
Ástralía II þrisvar fyrst í mark og
vann þar með sögulegan sigur í
keppninni.