Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
Ljósm. Jón Gunnlaugsson.
Ómar Ragnarsson varð fyrir því óhappi í laugardaginn, að flugvél hans, TF-FRÚ, datt i nefið ofan í skurð við
Innsta-Vog á Akranesi, er hann var að laga hana til vegna óveðurs sem var að skella á. Vélin skemmdist hins
vegar lítið, og flaug Ómar henni til Reykjavíkur á sunnudag. Kvaðst Ómar í samtali við Mbl. líklega þurfa að
lagfa-ra vélarhlíf og „mótorbúkka“ en annað ekki. — Aðfaranótt sunnudags gerðist það hins vegar að
neyðarsendir fór í gang í Frúnni, þar sem hún stóð uppi á Skaga 12 tímum eftir óhappið. Sagðist Ómar ekki vita
hvernig það gerðist, en sem betur fer hefði vélin fundist áður en farið væri að skipuleggja mikia leit um nóttina.
Er ánægður með viðbrögð
verkalýðshreyfingarinnar
— segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ
„ÉG ER mjög ánægður með hvernig
viðbrögð talsmanna verkalýðshreyf-
ingarinnar við þeim hugmyndum
okkar að hefja viðræður um lausn
þeirra miklu vandamála, sem við er
að etja um þessar mundir, hafa ver-
ið. Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, lýsti því m.a. yfir í sjónvarps-
þætti sl. föstudag, að verklýðshreyf-
ingin væri tilbúin til viðræðna.
Formlegt svar hefur reyndar ekki
borizt ennþá,“ sagði Magnús Gunn-
Byggingarvísitala
hækkar um 6,4%
*
— Arshraðinn um 28,2%
HAGSTOFA íslands hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verð-
iagi í fyrri hluta septembermánaðar og reyndist hún vera 149 stig. Hún gildir
fyrir tímabilið október-desember nk.
Hækkun vísitölu byggingar-
kostnaðar frá því hún var reiknuð
út samkvæmt verðlagi í byrjun
júnímánaðar er 6,4%, en þá var
hún 140 stig. Árshraði vísitölu
byggingarkostnaðar miðað við
þessa þriggja mánaða hækkun er
því tæplega 28,2%. Á síðustu tólf
mánuðum hefur vísitala bygg-
ingarkostnaðar hækkað um
66,3%.
í fréttatilkynningu Hagstofunn-
ar segir ennfremur, að í samræmi
við ákvörðun ríkisstjórnarinnar,
um að vísitala framfærslukostn-
aðar skuli reiknuð út mánaðarlega
til ársloka, hafi Kauplagsnefnd
reiknað hana út miðað við verðlag
í septemberbyrjun. Reyndist hún
vera 365,21 stig, eða 0,74% hærri
en í ágústbyrjun, þegar hún var
362,52 stig.
Vísitala vöru og þjónustu reynd-
ist vera 364,73 stig í september-
byrjun og var einnig um að ræða
0,74% hækkun frá ágústbyrjun.
Þá segir í annarri fréttatilkynn-
ingu Hagstofunnar, að leiga fyrir
íbúðarhúsnæði og atvinnuhús-
næði, sem bráðabirgðalögin frá í
Útför dr.
Gunnars gerð
á föstudag
ÚTFÖR dr. Gunnars Thoroddsen,
fyrrverandi forsætisráðherra,
verður gerð á föstudaginn. Verður
útförin á kostnað ríkisins og fer
fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík. Athöfnin hefst klukkan 13.30
og séra Þórir Stephensen dóm-
kirkjuprestur jarðsyngur.
vor taka til, skuli haldast óbreytt í
mánuðunum október til desember
nk., frá því sem hún er í septem-
ber. „Það skal tekið fram, að húsa-
leiguhækkun svarandi til 4% al-
mennrar launahækkunar frá 1.
október 1983 kemur ekki til fram-
kvæmda fyrr en í janúarbyrjun
1984,“ segir ennfremur orðrétt.
arsson, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambands íslands, í samtali
við Mbl.
„Þeir hafa lýst sig sammála því
grundvallaratriði, að heppilegast
sé, að aðilar vinnumarkaðarins
leysi sín deilumál innbyrðis án af-
skipta ríkisvaldsins," sagði Magn-
ús ennfremur.
„Það er reyndar ljóst af þeirri
umræðu, sem farið hefur fram í
þjóðfélaginu að undanförnu, að
þau miklu vandamál, sem við
verðum að glíma við í nánustu
framtíð, verða ekki leyst nema í
viðræðum verkalýðshreyfingar-
innar og vinnuveitenda. Þær
samningaviðræður, sem stjórn-
völd hafa verið þungamiðjan í
undanfarin ár, hafa einfaldlega
ekki skilað þeim árangri, sem
nauðsynlegur var. Þessir samn-
ingar hafa oft á tíðum verið dýrir
og óraunhæfir. Það er því ljóst, að
raunhæfar kjarabætur fást ekki á
næstunni, nema til komi aukin
framleiðni og aukin framleiðsla,"
sagði Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, að síðustu.
Þorsteinn Gíslason forstjórí Coldwater:
Engin verðlækkun á
ufsa hjá Coldwater
„ÞAÐ hefur engin veróbreyting orð-
ið á ufsaflökum hjá okkur í seinni
tíð og engin áform eru uppi um
lækkun á þeim,“ sagði Þorsteinn
Gíslason, forstjóri Coldwater, sölu-
fyrirtækis Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í Bandaríkjunum, er
Morgunblaðið spurði hann um verð-
lækkun á þessari söluvöru, sem ný-
lega var frá skýrt.
Þorsteinn Gíslason sagði að
hvað snerti ufsablokkir mótaðist
verð þeirra af markaðsástandi í
Bandaríkjunum á hverjum tíma,
og væri það ekki háð ákvörðun
Coldwater Seafood Corporation.
„Coldwater kaupir ufsablokkir og
selur á því verði, sem þær eru á á
markaðinum," sagði Þorsteinn
Gíslason.
Rækjuverð lækkar
á heimsmarkaði
„ÞAÐ ER STAÐREYND að verð fer nú lækkandi á rækjumörkuðum erlend-
is. Verð fyrir djúprækju komst hæst í 260 pence pundið CIF í sumar, en það
er nú komið niður í 230—240 pence pundið CIF og er sennilega nær 230
pencunum,“ segir Óttar Yngvason, forstjóri íslenzku útflutningsmiðstöðvar-
innar hf„ í samtali við Fiskifréttir sl. fostudag.
í samtalinu við Fiskifréttir seg-
ir Óttar, að mikil rækjuveiði við
Island í sumar og haust eigi engan
þátt í lækkandi rækjuverði á er-
lendum mörkuðum. Það væri fyrst
og fremst hinar miklu veiðar
Norðmanna sem réðu verðinu.
Þá segir í blaðinu, að þegar hrá-
efnisverð á rækju hafi verið reikn-
að út fyrir yfirstandandi rækju-
vertíð hafi verið reiknað með að
230—240 pence fengjust fyrir
pundið. Verðið hafi hins vegar far-
ið hærra eins og áður sagði og hafi
því stórar fjárhæðir verið greidd-
ar í Verðjöfnunarsjóð fiskiðn-
aðarins á nýjan leik, en langt er
liðið frá því mögulegt var að
greiða inn í rækjudeild sjóðsins.
Einkennileg yfirlýs-
ing forsætisráðherra
— segir Jón Hákon Magnússon
„ÞESSI yfirlýsing forsætisráðherra °g vera * ósamræmi við staðreynd-
finnst mér í hæsta máta einkennileg
Ný flugstöð:
Samningar
undirritaðir
í DAG klukkan 15 verða undirritað-
ir samningar byggingarnefndar nýrr-
ar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli
og verktakafyrirtækisins Hagvirki
hf. um fyrsta áfanga mannvirkisins.
Byggingarnefndin ákvað fyrir
skömmu að taka tilboði Hagvirkis,
sem var þriðja lægsta tilboðið í
verkið, en alis bárust 16 tilboð.
Tilboð Hagvirkis nam um 9,6
milljónum króna. Reiknað er með
að framkvæmdir hefjist fyrir
mánaðamót og að þeim verði lokið
fyrir endaðan mars, nk.
og vera
ir,“ sagði Jón Hákon Magnússon,
framkvæmdastjóri markaðs- og
flutningasviðs Hafskips, í samtali
við Mbl., er hann var inntur álits á
þeim ummælum Steingríms Her-
mannssonar, forsætisráðherra, á
dögunum, að hann væri andvígur
sölu á Ríkisskip, þar sem hann teldi
þjónustu við landsbyggðarbúa ekki
tryggða í höndum einkaaðila.
„Ef grannt er skoðað kemur í
Ijós, að hluthafar í þeim þremur
fyrirtækjum, sem staðið hafa í
viðræðum um sameiginlegan
rekstur strandflutninga, Eimskip,
Hafskip og SÍS, eru tæplega 56.000
talsins, eða tæplega fjórðungur
þjóðarinnar. Mér finnst óneitan-
lega fremur einkennilegt ef ekki
er hægt að treysta fjórðungi þjóð-
arinnar fyrir þessu verkefni,"
sagði Jón Hákon ennfremur.
Austfirðingar gera klárt fyrir sfldarsöltunina:
Vaðandi síld í Norðfirði og Reyðarfirði
Sfldveiðar í reknet hefjast næstkomandi sunnudag, 2. október. Á Aust-
fjörðum eru menn að gera sig klára til að veiða og salta sfldina og fylgjast
grannt með fréttum af sfldinni, hvor og hvart til hennar sést. Morgun-
blaðið hafði samband við nokkra af fréttariturum sínum fyrir austan og
fara frásagnir þeirra hér á eftir:
Ncskaupstaó, 26. september.
FJÖRÐURINN er fullur af
stórri og feitri síld. Bátar hafa
lóðað niður á margar torfur hér í
firðinum, en lítils háttar hefur
verið veitt til frystingar í beitu.
Sýni sem voru tekin og mæld
sýndu allt upp í 18% fitu.
Síldarsöltunin hefst væntan-
lega 2. október og er undirbún-
ingur undir söltunina nú í full-
um gangi. Auk þess sem saltað
verður í Síldarvinnslunni eins og
venjulega verður að þessu sinni
saltað hjá Gylfa Gunnarssyni.
Sigurbjörg.
Reyðarrirði, 26. september.
HÉR VAR unnið alla helgina og
einnig hefur verið unnið fram á
nætur að undanförnu við að und-
irbúa síldarsöltunina. Menn eru
mjög bjartsýnir á góða vertíð.
Byrjað verður að salta hjá nýrri
síldarsöltunarstöð, Austursíld,
en auk þess verður saltað í
gömlu stöðvunum.
Eskifjarðarbátur lóðaði á síld
hér úti í firði og stórar torfur
eru hér inn allan fjörð og hefur
síld sést alveg hér inn að bæ.
Gréta.
Fáskrúðsflrði, 26. september.
HÉR ERU menn langt komnir
með að undirbúa síldarsöltunina
til að vera tilbúnir þegar síldin
kemur. Ekkert hefur orðið vart
við síld hér inni á firði enn sem
komið er en vonandi er að hún
fari að sjást, því veiðarnar hefj-
ast um helgina.
Albert.
GskitirAi, 26. septeraber.
HÉR ER unnið af fullum krafti
við að undirbúa síldarsöltunina.
í ár verður saltað hér hjá 5
stöðvum, þar af einni nýrri. Um
helgina, þegar veiðarnar hefjast,
verður allt tilbúið og vonandi að
síldin láti þá ekki á sér standa,
en ég hef ekki haft neinar fregn-
ir af henni hér inni á firði enn
sem komið er. Ævar.
Ilöfn, Mornaflrði, 26. september.
Útgerðarmennirnir eru að
undirbúa þá 20 báta sem fara
héðan á síld í haust. Nú bíða bát-
arnir því nýmálaðir og fínir eftir
því að síldin gefi sig. Lítið hefur
frést af síld hér í nágrenninu og
fara bátarnir fyrst á firðina til
að reyna fyrir sér. Steinar.
Seyðisfirði, 26. september.
FYRSTA síldin barst til Seyð-
isfjarðar nú á hádegi er Auð-
björg EA-22 frá Hauganesi land-
aði hjá Norðursíld hf. 40 tunnum
af síld sem veiðst hafði í lagnet.
Að sögn skipstjórans, Oðins
Valdimarssonar, fengu þeir síld-
ina, sem var nokkuð góð beitu-
síld, inn með Dalalandinu í
Norðfjarðarflóanum. „Þetta
virðist vera að glæðast núna. Við
höfum lagt 4 sinnum en ekki
fengið neitt fyrr en nú en orðið
varir við þó nokkra síld," sagði
Öðinn. Einnig töldu trillukarlar
sig sjá vaðandi síld inni á Norð-
fjarðarflóa og sunnanmegin í
Seyðisfirði. Hér á Seyðisfirði er
nú allt að verða klárt fyrir síld-
arvertíðina og undirbúningur á
lokastigi. Hjá Norðursíld hf. er
búið að reisa nýja 640 fermetra
skemmu fyrir síld og fleira. Að
sögn Hreiðars Valtýssonar
framkvæmdastjóra mun verða
aðstaða fyrir 42 söltunarstúlkur
en alls munu starfa á milli 60 og
70 manns við söltunina hjá hans
fyrirtæki. Þá hefur verið stofnað
nýtt fyrirtæki, Strandarsíld sf.,
sem er í eigu Mikaels Jónssonar
og sona hans. Það fyrirtæki
stendur þar sem söltunarstöðin
Ströndin var og hefur verið
endurbyggt auk þess sem byggt
hefur verið nýtt söltunarhús.
Mikael sagði að aðstaða vaeri
fyrir 36 söltunarstúlkur hjá
þeim en alls myndu starfa á
milli 40 og 50 manns í kringum
síldina þegar allt verður komið í
fullan gang.
Ólafur Már.