Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
Karnabær selur hlut
sinn í Steinum hf.
BREYTINGAR á eignahlutföliuin í
hljómplötuútgáfunni Steinum hf. eru
fyrirsjáanlegar, þar sem Guðlaugur
Bergmann, f.h. Karnabæjar hf., hef-
ur ákveðið að bjóða fjórðungshlut
sinn í fyrirtækinu til sölu.
Guðlaugur hefur ákveðið að ein-
beita sér að fataframleiðslu og
rekstri tískuverslana Karnabæjar,
en Steinar Berg ísleifsson, for-
stjóri Steina hf., hyggst annast
rekstur fyrirtækisins sem hingað
til. Samstarf Steina hf. og Karna-
bæjar hefur staðið í liðlega sjö ár.
„Við munum eftir sem áður eiga
samstarf um rekstur þeirra
tveggja hljómplötuverslana sem
eru í húsnæði Karnabæjar og
sömuleiðis um aðra viðskiptalega
hagræðingu," sagði Steinar Berg í
samtali við Mbl. í gærkvöldi.
Hlutabréf Karnabæjar í Steinum
hf. hafa enn ekki verið verðlögð né
endanlega ákveðið hvenær sala
þeirra fer fram.
MILLIVEGGJA
PLOTUR
Stærðir:
50x50x 5
50x50x 7
50x50x10
VANDAÐAR PLOTUR
VIÐRÁÐ ANLE GT VERÐ
BMVALIÁ"
PANTANIR:
Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá
Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk.
Símar: 91-25930 og 91-25945
á KRisunn
f Á\#SIGGeiRSSOn HF
^ J LAUGAVEGI 13, REYKJAVIK, SÍMI 25870
Opið á fimmtudögum til kl. 21, á
föstudögum til kl. 19 og til hádegis
á laugardögum.
AF ERLENDUM VETTVANGI
EFTIR JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Marcos
Sin erkibiskup við útför Aquinos.
Filippseyjar:
Gæti valdarán hersins
verið yfirvofandi?
SAMTÍMIS því að ólgan og ókyrrðin á Filippseyjum magnast í kjölfar
morðsins á stjórnarandstöðuleiðtoganum Benigno Aquino hefur annað
vandamál, töluvert flókið, komið á daginn. Rannsóknarnefndin, sem
Marcos forseti skipaði til að kannað morðmálið, virðist að minnsta kosti
í bili óstarfhæf. Formaður nefndarinnar, Enrique Fernando, hæstarétt-
ardómari, hefur látið af því starfi vegna þess að mikil gagnrýni kom fram
á skipan hans. Annar nefndarmanna, Guillermo Santos, er á sjúkrahúsi,
sagður hafa fengið hjartaáfall. Sin erkibiskup neitaði að starfa með
nefndinni og þeir þrír fulltrúar, sem eftir eru þá, hafa ákveðið að fresta
rannsókninni um ótiltekinn tíma. Væntanlega ekki sízt vegna þess að
margir á Filippseyjum og utan þeirra telja fráleitt að nefndin geti starfað
hlutlaust og sjálfstætt. Marcos valdi sjáifur fulltrúana og þó að enginn
bendli hann beinlínis við morðið, hefði verið hyggilegra af forsetanum að
velja einhverja úr hópi hinnar svokölluðu hófsömu stjórnarandstöðu og
einhverja kirkjunnar menn. Jafnvel þótt Sin erkibiskup hefði ekki viljað
taka sæti í nefndinni, er ekki þar með sagt, að ekki hefði mátt sýna
viðleitni í þessa átt.
Síðan Aquino var myrtur
hefur raunar ýmislegt ver-
ið dregið fram í dagsljósið,
sem vekur undrun ef rétt er.
Sem stendur bendir ýmislegt til
þess, að öfl innan hersins hafi
látið fremja morðið, án vitundar
Marcosar. Sé þetta á rökum reist
gerir Marcos sér auðvitað grein
fyrir, að staða hans hefur veikzt,
þar sem hann hefur fram að
þessu getað treyst á tilstyrk
hersins. Heimildir bandaríska
tímaritsins Newsweek, svo og
blaðsins Far Eastern Economic
Review, greina frá því að meint-
um morðingja, Rolando Galman,
hafi líklega ekki verið kunnugt
um, hvað það var nákvæmlega
sem í vændum var á flugvellin-
um í Manilla. Galman átti sér
vinstúlku að nafni Anna Oliva
sem vann á skemmtiklúbbi f
Manilla. Síðustu þrjá sólar-
hringana fyrir tilræðið héldu
Oliva og Galman til á litlum
gististað, skammt frá flugvellin-
um. Þrír vopnaðir menn voru á
verði við vistarverur þeirra allan
sólarhringinn. Heimildir innan
fjölskyldu stúlkunnar segja, að
hún hafi tjáð fjölskyldu sinni að
„mikið verkefni" biði Galmans
og þegar því væri lokið myndi
margt breytast til batnaðar, en
ekki var þetta skýrt nánar. Oliva
var um kyrrt á gistiheimilinu,
þegar mennirnir þrfr komu að
sækja Galman og fylgja honum
til ótiltekins ákvörðunarstaðar.
Hins vegar hefur Anna Oliva
hvorki sézt á vinnustað né heim-
ili sínu síðan morðið var framið.
Eiginkona Galmans og ungur
sonur eru horfin sporlaust lfka.
Við þetta má einnig bæta að
talsmenn ýmissa stjórnarand-
stöðuhópa hafa sagt, að ellefu
sjónarvottar væru reiðubúnir að
sverja, að þeir hefðu séð her-
menn skjóta Aquino niður og
síðan Galman. Hins vegar
treysta þessir ellefu sér ekki til
að stíga fram og bera vitni þess
efnis, nema öryggi þeirra verði
tryggt og fram til þessa hefur
enginn aðili treyst sér til að gera
það.
Sé því nú svo háttað, að Marc-
os forseti sé ekki á einn eða
neinn hátt viðriðinn morðið,
benda stjórnmálaskýrendur á,
að hann sé að missa tökin á
hernum. Það eru í þessu fólgnar
ýmsar mótsagnir: Marcos er
gagnrýndur fyrir að vera flækt-
ur í morðmálið í fyrstu. Síðan
kemur upp úr dúrnum, að líkast
til hefur hann ekkert vitað um
hvað til stóð. Og þá hlýtur hann
ámæli fyrir að hafa ekki alla
þræði í höndum sínum. Það er
ekki tekið út með sitjandi sæld-
inni að vera í sporum Filipps-
eyjaforseta þessar vikurnar.
Stjórnmálaskýrendur benda á
að Marcos hafi vissulega gert
ítrekaðar tilraunir til að sann-
færa landa sína um að hann
hefði fyllstu stjórn á öllu sem
fyrr og hann er sýknt og heilagt
að koma fram í sjónvarpi og út-
varpi til að gefa yfirlýsingar um
bráðgott heilsufar sitt. Einnig
þessar yfirlýsingar vekja grun-
semdir um að ekki sé allt með
felldu og Marcos sé sárveikur
maður. Kona hans, Imalda, hef-
ur lítt látið að sér kveða í þess-
um umræðum öllum, að því frá-
töldu, að hún segist ætla að láta
af öllum trúnaðarstörfum, sem
hún gegnir nú, eftir ár, vegna
þess hún finni að hún hafi misst
tiltrú þjóðarinnar.
Ekki blandast neinum hugur
um, að það ríkir vond og grimm-
úðleg harðstjórn á Filippseyjum.
En málið er flóknara en svo, að
það væri einhver stórsnjöll lausn
að steypa Marcosi einungis til að
koma honum frá. Það er hætt við
að óöldin og ringulreiðin myndi
magnast um allan helming. Eng-
inn er sjálfskipaður eða sjálf-
sagður eftirmaður Aquinos, þess
eina manns, sem sennilega hefði
getað sameinað þorra þjóðarinn-
ar að baki sér. Þrír möguleikar
eru augljósir: Herinn gæti gripið
til þess að ræna völdum og Ver
hershöfðingi, illræmdur maður,
sem oft hefur verið getið í frétt-
um, myndi þá líkast til taka við
stjórnartaumunum. Annar
möguleiki er kommúnískt vald-
arán með tilheyrandi afleiðing-
um. Kommúnistum hefur vaxið
mjög fiskur um hrygg á harð-
stjórnarárum Marcosar, en for-
ystumannavandi hrjáir þá.
Þriðji og síðasti kosturinn er svo
að stjórnarandstöðuflokkarnir,
aðrir en kommúnistar og kirkj-
an, sem er býsna áhrifamikil,
tækju höndum saman. En að
Aquino gengnum virðist heldur
enginn vera þar sem Filippsey-
ingar geta sameinazt um sem
leiðtoga. Það er því deginum
ljósara, að framtíðin hefur ekki
um langar tíðir verið Filippsey-
ingum jafn óviss og nú. Það er
sorglegt til þess að vita, því að
Filippseyingar gætu án efa bætt
hag hins almenna borgara til
muna ef þeir fengju að búa við
betra og heilbrigðara stjórnar-
far og vera lausir við að lifa í
stöðugum ótta um afkomu sína
og framtíð.
(Heimildir: Newsweek, Far
Estern Economic Review.)
Jóhanna Kristjónsdóttir er blaða-
maður á Morgunbiaðinu.