Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 19

Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 19 NBC skaut keppinaut- unum ref fyrir rass Los Angeles, 26. september. AP. NBC-sjónvarpsstöðin skaut keppi- nautum sínum, CBS og ABC, rétt eina ferðina ref fyrir rass er Emmy-verð- launin svonefndu voru afhent í gær- kvöldi. NBC, sem er þriðja stærsta sjón- varpsstöðin í Bandaríkjunum, sóp- aði nefnilega til sín verðlaunum. Hlaut 33 á móti 14 verðlaunum ABC og 11 til handa CBS. Þetta er þriðja árið í röð, sem NBC er keppi- nautunum sterkari' í þessari út- nefningu. Hún fór nú fram í 35. sinn. Hlutabréfin í BP seljast vel London, 26. september AP. SALA hófst í dag á hlutabréfum í British Petroleum að nafnverði 130 millj. pund, sem verið hafa í eigu brezku stjórnarinnar. Vonir standa til, að 565,5 millj. pund fáist fyrir þessi hlutabréf og fari svo, mun ríkissjóður Bret- lands hagnast verulega á sölu þeirra. Gekk sala hlutabréfanna mjög vel f dag og var það talið benda til þess, að almenningur hefði mikla trú á framtíð BP. Nigel Lawson, fjármálaráð- þeim halla, sem væri á brezku herra Bretlands, tilkynnti í júlí fjárlögunum. Hlutdeild brezka sl., að þessi hlutabréf yrðu seld í ríkisins í BP hefur minnkað úr því skyni að afla fjár til þess að 50% niður í 33% á fjórum árum. standa að nokkru leyti straum af Skemmtiþátturinn „Cheers" hjá NBC-stöðinni var útnefndur sá besti sinnar tegundar og lögreglu- myndaflokkur stöðvarinnar, „Hill Street Blues", var einnig verðlaun- aður. Fjöldamörg verðlaun fylgdu þessum tveimur þáttum, m.a. fyrir handrit, mynda- og hljóðupptöku og leikstjórn. Helsta tromp ABC-stöðvarinnar var á hinn bóginn þáttaröðin „The Thorn Birds", sem byggð er á skáldsögu Colleen McCullough um þrjá ættliði ástralskrar fjölskyldu. inumm í m *»»«•* | EB' Brezkir hermenn leita fanganna, sem brutu sér leið út úr Maze-fangelsinu í Belfast. Gífurleg leit er nú gerð að föngunum á Norður-írlandi og í nyrstu héruðum írska lýðveldisins. AP/Símamynd. Flóttinn úr Maze-fangelsinu: Tæpur helmingur fanga hefur náðst Andófsmaður bar inn af lögreglu Vínarborg, 26. september. AP. Belfast, 26. september. AP. Um 5.000 lögreglumenn og hermenn leituöu ákaft aö föng- unum, sem brutu sér leiö út úr Maze-fangelsinu í Belfast í gær, og hefur tekist að hafa hendur í hári 17 fanga af 38. EINN kunnasti andófsmaöur Ung- verjalands, Gabor Demszky, liggur nú á sjúkrahúsi í kjölfar barsmfðar af hálfu lögreglumanna á föstudag, að því er félagar hans segja. Demszky var á föstudag stöðvað- ur af fjórum lögreglumönnum, sem kröfðust þess að fá að leita í bifreið hans. Er hann neitaði skipti engum togum að hann var dreginn út úr bifreið sinni og barinn með gúmmí- kylfum. Hlaut hann margvísleg út- vortis meiðsl, auk heilahristings. Demszky er aðstoðarritstjóri tímarits, sem er andvígt stjórnvöld- um í Ungverjalandi. í leitinni fundust vopnahreiður og sprengjuverksmiðjur, sem til- heyra hinum ólöglega írska lýð- veldisher, IRA, sem fangarnir eru félagar í. Meðal fanganna sem enn fara huldu höfði eru þrír helztu hryðju- verkamenn IRA og 11 sem afplán- uðu lifstíðardóm fyrir morð og hermdarverk. Á flóttanum drápu fangarnir vörð, sem reyndi að koma í veg fyrir flóttann með því að aka bif- reið í veg fyrir bíl þann sem fang- arnir komust á út úr fangelsinu. Sex fangaverði særðu fangarnir, þar af einn alvarlega. Leitin að föngunum er gífurlega umfangsmikil og hafa vegtálmar verið reistir á nær hverju götu- horni. Einkum beinist leitin að hverfum kaþólskra í Belfast og nágrenni, og að svæðum við landa- mæri írska lýðveldisins. Yfirvöld í írska lýðveldinu hafa heitið samvinnu við brezk yfirvöld og sagt að fangar, sem næðust sunnan landamæranna, yrðu dregnir fyrir rétt þar og sóttir til saka fyrir flóttatilraunina og morð á fangaverði. Maze-fangelsið er eitt hið rammgerðasta á Norður-írlandi og þar eru vistaðir helztu glæpa- menn héraðsins. Af 900 föngum, sem þar eru í haldi, afplána 250 lífstíðardóm. «i»ih» i> .*<• * * jr .* * $

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.