Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
23
Evrópukeppnin i handknattleik:
Góðir möguleikar
Víkinga á að kom-
ast í aðra umferó
VÍKINGAR töpuðu fyrri leik sínum
í Evrópukeppni meistaraliða í
handknattleik gegn norsku
meisturunum Koboden meö 18
mörkum gegn 20. Leikur liðanna
fór fram í Osló síðastliöinn laug-
ardag. Síöari leikur liðanna fer
fram í Laugardalshöllinni nasst-
komandi sunnudag. Norska liöiö
haföi yfir í hálfleik, 13—9.
Framan af leiknum í Noregi var
jafnræöi meö liöunum og léku Vík-
ingar þá nokkuö vel. En er líöa tók
á hálfleikinn fór róöurinn aö þyngj-
ast. Staðan var þó jöfn, 8—8, en
þá kom slæmur leikkafli hjá Vík-
ingum og Norömennirnir sigu
framúr og staöan í hálfleik var
13—9.
Koboden —
Víkingur
20—18
Þeir Viggó Sigurösson og Sig-
uröur Gunnarsson voru atkvæöa-
miklir hjá Víkingi í fyrri hálfleik og
var brugöiö á þaö ráö hjá Norö-
mönnum aö taka þá úr umferö í
síðari hálfleiknum. Norðmenn juku
forskot sitt í leiknum og komust í
16—11, og höföu góö tök á leikn-
um. En Víkingar gáfust ekki upp
heldur náðu aö minnka muninn
meö mikilli baráttu og góöum leik.
Sér í lagi var þaö Ellert Vigfússon
markvöröur liösins, sem kom vel
frá leiknum. Ellert varöi hvaö eftir
annaö frábærlega vel. Víkingum
tókst aö minnka muninn niöur í tvö
mörk og lokatölur uröu eins og áö-
ur sagöi 20—18. Víkingar eiga því
mjög góöa möguleika hór heima í
síöari leiknum. Takist (jeim aö
sigra meö þriggja marka mun
komast þéir áfram í keppninni.
Mörk Víkinga skoruöu þeir
Viggó Sigurösson 5, Sigurður
Gunnarsson 5, Karl Þráinsson,
Hilmar Sigurgíslason, Höröur
Haröarson 2 hver. Steinar Birgis-
son og Guömundur Guömundsson
skoruöu 1 mark hvor.
„Víkingar geta brotið
blað í íslenskri knatt-
spyrnusögu ef þeir sigra"
„VÍKINGUR getur brotiö blað í ís-
lenzkri knattspyrnusögu á miö-
vikudag meö því aö sigra ung-
versku meistarana Raba hér á
landi. Ég tel möguleika Víkings é
aö komast í 2. umferö 20%, — viö
megum ekki gleyma þvf aö Ung-
verjar eru geysísnjallir knatt-
spyrnumenn. Eg þekki vel til
Raba — sá þá vinna Standard
Liege 3—0 í fyrra. Þeir heföu allt
eins getað skoraö fimm til sex
mörk, slíkir voru yfirburöir þeirra.
Árangur Víkings í Ungverjalandi
er því frábær og áhorfendur
hylltu leikmenn Víkings eftir leik-
inn; þökkuðu Víkingi góöan leik,“
sagöi Jean Paul Colonval, þjálfari
Víkings.
„Ungverjar eru í mínum huga
Brazilíumenn Evrópu — saga
ungverskrar knattspyrnu er saga
frábærra einstaklinga og þar fer
auövitaö fremstur Ferenz Puskas.
Landsliösmenn Raba eru geysi-
snjallir — trúöu mér. Þeir geta gert
ótrúlegustu hluti meö knöttinn. En
veikleiki Ungverja er sá, aö þeim
hættir til aö gleyma liösheildinni —
þeir leika fremur sem einstaklingar
en liösheild.
Þetta eigum við að geta nýtt
okkur — viö lókum varnarleik í
Ungverjalandi en veröum aö sækja
hér á landi. Ef áhorfendur styöja
vel viö bakið á okkur, þá geta þeir
oröiö okkar 12. liösmaöur. íslenzk-
ir áhorfendur sönnuöu þaö þegar
íslenzka landsliðið lék gegn irum.
En frammistaöa islensku atvinnu-
mannanna var til skammar. Þeir
brugöust íslenzkri knattspyrnu. Ég
er sannfæröur um aö áhugamenn
hér á landi heföu gert betur.
Ég fullvissa þig um, aö leikmenn
Vikings munu gera allt sem þeir
eiga — frá upphafi til enda. Þeir
geröu þaö í Ungverjalandi — léku
sinn langbesta leik í sumar. Viking-
ur fékk meira aö segja mjög góö
tækifæri til þess aö jafna — sér-
staklega í síöari hálfleik. Ómar
Björnsson, sem aöeins hefur leikiö
3 leiki í sumar, var fremsti maöur
og stóð sig mjög vel og tvívegis
varö ungverski markvörðurinn að
bjarga vel frá honum. Þetta sýnir
hvaö íslenzk lið geta gert þegar
allir leggjast á eitt.“
Nú hefur liö Víkings valdiö
vonbrigöum í sumar, eftir aö hafa
unnið islandsmótiö tvö ár í röö.
Hverjar eru helstu orsakirnar?
„Fyrst og fremst slæmur undir-
búningur — ég kom hingaö til
lands aöeins tveimur vikum fyrir
byrjun islandsmótsins. Við byrjuö-
um afleitlega. FnEgum aöeins 1
stig úr þremur fyrstu leikjunum.
Síöan náöi liöið sér vel á strik —
lék mjög vel úti á vellinum, en illa
var fariö meö tækifærin. Viö þörfn-
umst annars miðherja — viö hliö
Heimis Karlssonar. Heimir missti
sjálfstraustiö fyrir framan markiö
tvo fyrstu mánuöina. Og þaö kom
illa niöur á liöinu. Síöan fór Heimir
aö skora, en liöiö lék þá ekki eins
vel og áöur. í seinni umferöinni
fékk liöiö 8 stig af 10 mögulegum,
en fyrir tvo síöustu leikina haföi
Víkingur misst af möguleikanum á
aö verja titilinn og leikmenn slök-
uöu á. Víkingur þarfnast sterks
miöherja viö hlið Heimis — ef viö
fáum góöan miöherja þá veröur
liöiö illstöövanlegt.
Eins er vert aö nefna, að ham-
ingjudísirnar voru ekki í liöi okkar.
Viö misnotuðum tækifærin hvaö
eftir annaö. Til aö mynda gegn
Skagamönnum. Viö byrjuöum af-
leitlega, — fengum á okkur tvö
mörk í byrjun, en í síöari hálfleik
yfirspiluöum viö Skagamenn, og
fengum fjölmörg tækifæri til þess
aö vinna leikinn, en eins og svo oft
áöur misnotuöum viö þau. En ég
verö aö taka fram, aö Skagamenn
voru meö sterkasta liöiö í sumar.
Þar var hvergi veikur hlekkur,"
sagöi Jean-Paul Colonval.
Undirbúningur fyrir
Brasilíuferðina
„UNDIHBÚNINGUR fyrir feröina til
Brasilíu gengur mjög vel. Þaö er
ýmislegt sem bendir til þess aö
við munum senda mann til Sví-
þjóöar á næstunni til þess aö
hitta forsvarsmann þeirra móta
sem viö komum til meö aö leika (,
en þau veröa tvö,“ sagöi Sævar
Jónsson þjálfari 3. fiokks Vals í
knattspyrnu. En eins og Morgun-
blaðiö hefur skýrt frá þá mun
flokkurinn fara í keppnisferö til
Brasilíu á næsta ári.
Aö sögn Sævars er reiknað með
því aö alls fari 22 leikmenn ásamt
fararstjóra. Þá munu foreldrar hafa
áhuga á því aö slást í hópinn og
margt bendir til þess aö rúmlega
þrjátíu manns komi til meö aö fara
til Brasilíu. Hópurinn mun fara utan
til Rio í kringum 22. mars á næsta
ári. Knattspyrnumótin fara fram
29. mars til 9. apríl. Allar feröir og
uppihald í Brasilíu er Valsmönnum
aö kostnaöarlausu. Valsmenn eru
meö ýmiss konar fjáröflun á prjón-
unum. Tólf liö víös vegar aö úr
heiminum munu taka þátt í mótinu
sem Valsmenn leika í í Brasilíu.
— ÞR.
Fyrsta tapið
hjá Bayern
FORTUNA DUsseldorf tók Bor-
ussia Dortmund heldur betur í
bakaríiö á föstudagskvöldió í
Bundesligunni vestur—þýsku.
Fortuna sigraöi 7:0 en hvorki Atla
ná Pátri tókst þó aó skora. Atli
lák meö allan tímann og Pátur
kom inná sem varamaöur.
Þaö gekk ekki eins vel hjá Ás-
geir og félögum í Stuttgart. Þeir
geröu jafntefli viö Bayer Leverkus-
en 1:1 á útivelli.
Urslitin í Þýskalandi uröu þessi
um helgina:
Braunschweig — Frankfurt 4:3
Leverkusen — Stuttgart 1:1
Waldhof — Núrnberg 1:0
Gladbach — Köln 4:2
Bochum — Bayern 3:1
Dússeldorf — Dortmund 7:0
Offenbach — Kaiserslautern 3:2
Bremen — Hamburger 0:0
Þetta var fyrsta tap Bayern á
nýbyrjuöu keppnistímabili. Frank
Schultz skoraöi fyrst fyrir Bochum,
Malter geröi mark númer tvö og
Schultz geröi þriöja markiö. Karl
Heinz Rummenigge skoraöi eina
mark Bayern á síðustu mínútunni.
Frank Hartmann skoraöi fyrst
fyrir Köln gegn Borussia Mönch-
engladbach, en Frank Mill jafnaöi.
Wilfred Hannes (úr víti) og Uwe
Rahn komu Gladbach í 3:1. Pierre
Littbarski skoraöi annaö mark
Kölnarliösins beint úr hornspyrnu,
en Ewald Lienen geröi fjóröa mark
Gladbach.
Paul Linz geröi sigurmark
Waldhof gegn Núrnberg.
• Siguröur Gunnarsson skoraói fimm mörk gegn Koboden. í síðari
hálfleik var hann tekinn úr umferö.
Mary Decker-Tabb
Decker-Tabb
og Navratilova
— íþróttakonur ársins
Frjálsíþróttakonan Mary Deck-
er Tabb var um helgina útnefnd
íþróttakona áhugamanna í
Bandaríkjunum og tennisstjarnan
Marina Navratilova var útnefnd
íþróttakona ársins meöal at-
vinnumanna um helgina.
Firmakeppni Breiða-
bliks í knattspyrnu
Knattspyrnudeild Breiöabliks heldur firmakeppni í
knattspyrnu utanhúss á Vallargeröisvelli dagana 30
sept.—2. október nk. Tekiö er á móti skráningu og
upplýsingar veittar í síma 40935 kl. 17—20 mánu-
dag, þriðjudag og miövikudag.
Knattspyrnudeild Breiðabliks.