Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 Liam Brady: „Eg spái Juventus sigri ÞEIR SEM sáu Liam Brady leika meö írska landsliöinu hér á dög- unum fengu sönnun fyrir því aö þar fór snjall knattspyrnumaöur. Hann fór sér í engu óöslega á vellinum. Hver hreyfing hans virt- ist vera úthugsuð og sendingar hans á samherjana voru með ólíkindum nákvæmar. Þá var það ekki ósjaldan í leiknum að hann var upphafsmaöur hættulegrar sóknar með því aö gefa boltann á leikmenn sem voru óvaldaöir í þeirri aðstööu aö þeir gátu skap- aö mikinn usla í vörn mótherj- anna. Já, þaö fór ekki á milli mála aó yfirsýn Brady á leiknum var mikil. Enda er hann álitinn af knattspyrnusérfræöingum einn besti miövallarleikmaöur heims- ins. Brady sem áóur lék meö Ars- enal leikur nú á Ítalíu. Þeir bestu fara flestir þangaó, enda eru tekj- urnar þar þær hæstu sem þekkj- ast í atvinnuknattspyrnu. — En Brady lét ekki mikiö yfir sér þegar ég hitti hann þegar hann var hér meö írska landsliöinu á dögunum. Þaö var ekki aö sjá að þar færi einn besti knattspyrnu- maöur heims. Hann var mjög lítil- látur og bauð af sér einstaklega góöan þokka. Hann tjáöi mér strax aö hann heföi því miður ekki mik- inn tíma til þess aö spjalla viö mig og baö mig því um aö koma mér beint aö efninu. Ég baö hann aö segja mér frá knattspyrnunni á italíu, hvaöa liö væru best og hver væri helsti mun- urinn á því aö leika þar og í Eng- landi. — Knattspyrnan á ítalíu er mjög góð um þessar mundir. Nú leika þar margir af bestu knatt- spyrnumönnum heims, á því leikur enginn vafi. Ég get nefnt nöfn eins og Platini, Boniek, Zico, Fraqncis, Falcao, Rossi, Conti og ótal marga fleiri. Enda er aösóknin aö leikjum á ítalíu mikil. Og sennilega er hvergi í heiminum meiri áhugi á knattspyrnu en þar. Allavega ekki í Evrópu. — Knattspyrnan á Italíu er hörö og atvinnumennskan er erfiöari en margur hyggur. Þegar vel gengur er þér hrósaö í hástert, en þegar illa gengur þá ert þú tekinn illilega í gegn. Þaö er eiginlega ekkert þarna á milli á ítalíu. Öfgarnar eru svo miklar. Þaö er gífurlegt álag á Mark Lawrenson. Hann er af mörgum talinn besti alhliða leíkmaöurinn á Bretlands- eyjum í dag — en hann hef- ur að eigin sögn leikið í sjö eöa átta mismunandi stöö- um fyrir Liverpool. mann í þessu, ekki aðeins líkam- legt heldur líka andlegt. En þetta er líka vel borgað. Þess vegna standa menn nú í þessu. — En þrátt fyrir þetta hefur mér líkað nokkuö vel á ítalíu. Þetta er tímabil sem ég hef ekki viljaö missa af. — Nú, bestu liöin á Ítalíu núna; þau eru tvö sem skara fram úr, Roma og Juventus. Ég myndi segja aö Sampdoria sé eitt af fimm bestu liðunum á Ítalíu um þessar mundir. En keppnin er afar hörö og jöfn. Ég spái því aö Juventus vinni meistaratitilinn í ár. Þeir spila betur núna en í fyrra. Brady var nú farinn aö veröa órólegur, írska landsliöiö var aö fara á æfingu. Ég spuröi hann aö lokum hvort aö hann kæmi alltaf svona langar leiöir í landsleiki. — Já, ef ég mögulega get. Ég legg metnaö minn í aö spila fyrir írland hvar og hvenær sem er, sagöi Brady. — ÞR. írar hafa undanfarin ár átt mjög marga snjalla knatt- spyrnumenn í herbúöum sín- um — leikmenn á heims- mælikvaröa, eins og Liam Brady, fyrrum fyrirliöa Arsen- al, sem leikur nú meö ítalska félaginu Sampdoria. Brady er talinn einn besti miövallar- spilari heims — er mjög leik- inn meö knöttinn og hefur mjög gott auga fyrir samleik. Brady fór frá Arsenal til Juventus, þar sem hann lók við mjög góöan oröstír. Fé- lagiö gerði mikil mistök þegar þaö lét hann fara til Samp- doria. Paolo Rossi, knatt- spyrnukappinn kunni, sagöi aö þaö hafi verið stór mistök að láta Brady fara. — Hann er frábær knattspyrnumaöur og var lykilmaðurinn á miöjunni hjá Juventus. Ef Brady heföi leikið með okkur úrslitaleik- inn gegn Hamburger SV í Evrópukeppninni í Aþenu, heföum viö fariö meö sigur af hólmi. Okkur vantaöi illilega stjórnanda á miðjuna eins og Brady er, sagöi Rossi. Trevor Francis, enski landsliösmaðurinn, sem leik- ur meö Brady hjá Sampdoria, hefur sagt þetta um Brady: Þegar ég lék í Englandi, vissi ég aö Brady var mjög góður leikmaður. Nú þegar ég leik viö hliöina á honum hjá Sampdoria, hef ég fengið þá vitneskju aö Brady er einn besti miövaliarspilari heims. Hann er í sama gæöaflokki og Brasilíumennirnir Falcao og Socrates, sagöi Francis. „Skiptir ekki máli í hvaða stöðu ég leik“ — segir Mark Lawrenson, í samtali við MorgunMaðið „VIÐ ERUM enn meö mjög ungt lið, þannig aö hver leikur er góö reynsla fyrir okkur. Viö komum frekar sjaldan saman þannig aö við reynum allir aö standa okkur sem allra best þegar það gerist. Við vonumst til að komast í úr- slitakeppni næstu heimsmeist- arakeppni — því síóast misstum viö af lestinni vegna óhagstæórar markatölu," sagöi Mark Lawren- son, knattspyrnumaöurinn snjalli hjá Liverpool og írlandi, í samtali viö Morgunblaöió er hann var staddur hér á landi í síöustu viku. Lawrenson sýndi í landsleiknum á Laugardalsvelli aö þar er enginn meöalmaöur á ferö, leikmaöur sem gerir hlutina einfalda, og lend- lr sjaldan í vandræöum. Enda leika engir nema frábærir knattspyrnu- menn meö liöum eins og Liver- pool. Þegar ég sagöi Lawrenson aö „enska knattspyrnan“ væri senni- lega vinsælasta rþróttin á íslandi, sagöi hann aö ekki væri erfitt að ímynda sér aö svo væri. „Síðan viö komum hafa veriö hópar af ungum strákum hér í kringum okkur, safn- andi eiginhandaráritunum og þeir hafa veriö meö mikiö af enskum fótboltatímaritum og viröast vita mikið hvaö er aö gerast í Englandi. Fólkiö hór á íslandi er mjög vin- gjarnlegt." Stefnir ekki hugur flestra enskra knattspyrnumanna til þess að leika meö Liverpool? „Jú, sennilega, Liverpool og Manchester United. Þaö eru stærstu og vinsælustu klúbbarnir. Sko, viö hjá Liverpool vinnum yfir- leitt einhvern titil á hverju ári, þannig aö þaö er ekki óeölilegt aö klúbburinn sé vinsæll. Þessi tvö liö eru þau vinsælustu og sigursæl- ustu á Englandi. Hvernig stendur á því aö Liv- erpool-liöið er svo sterkt ár eftir ár? „Tja, ég veit þaö eiginlega ekki. Ætli þaö séu ekki bara svona góöir leikmenn í liöinu. Framkvæmda- stjórar liösins hafa alltaf veriö mjög skynsamir, og klúbburinn er einfaldlega mjög góöur. T.d. núna þegar Fagan tók viö af Paisley uröu ekki neinar breytingar á An- field. Fagan hefur veriö þar lengi og þaö má segja aö viö höfum aö- eins fengiö nýtt nafn á fram- kvæmdastjórann. Ekkert annaö hefur breyst. Þaö er mjög gott aö hann er búinn aö vera þarna lengi, þannig aö hann gerir engar rót- tækar breytingar. Hann er mjög góöur maður.“ Eigiö þiö ekki möguleika á því aö vinna deildina þriöja áriö í röö? „Þaö veröur vitaskuld mjög erf- itt, en viö gerum auövitaö okkar besta og verðum aö vona að þaö takist.” Lawrenson er mjög fjölhæfur leikmaöur, og ég spuröi hann í hvaöa stööu hann kynni best viö sig. „Ég hef leikið í sjö eöa átta mis- munandi stööum á vellinum fyrir Liverpool, og mér finnst þaö ekki skipta máli hvar ég leik, svo fremi sem ég er meö. Þaö er gott aö hafa leikiö í mörgum mismunandi stööum — þaö er mjög góö reynsla." — SH.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.