Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
Karl Lúðvíksson
apótekari 75 ára
Sjötíu og fimm ára er í dag Karl
Lúðvíksson apótekari. Vil ég nota
tækifærið og senda honum, eig-
inkonu hans, Svanhildi Þorsteins-
dóttur, og fjölskyldu beztu árnað-
aróskir og jafnframt rifja upp
með nokkrum orðum ýmislegt af
því, sem á daga hans hefur drifið.
Karl Lúðvíksson er fæddur á
Neskaupstað 27. september 1908,
níundi í röð ellefu systkina. For-
eldrar hans voru Lúðvík Sigurður
Sigurðsson, útgerðarmaður og
kaupmaður í Nesi við Norðfjörð,
og kona hans, Ingibjörg Þorláks-
dóttir. Lúðvík var Austfirðingur
að ætt, en Ingibjörg ættuð af Suð-
urnesjum. Höfðu þau hjónin hafið
búskap þar á Neskaupstað með lít-
il sem engin efni, en með dugnaði
og hagsýni stofnað til mikils at-
vinnurekstrar, sem óx með hverju
árinu, svo að Karl ólst upp við líf
og störf, þar sem aldrei var færra
en 20—30 manns í heimili. Lúðvík
Sigurður, faðir hans, var útsjón-
arsamur ráðdeildarmaður, sem
aldrei skipti skapi, en hafði með
jafnlyndi og göðlyndi stjórn á
fólki án þess að hækka raustina og
fékk alla til að vinna vel að verk-
um sínum. Ingibjörg var og dugn-
aðarforkur, svo að orð fór af. Lúð-
vík hafði stundað nám við gagn-
fræðaskólann á Möðruvöllum og
lært til skósmiðs á Seyðisfirði, en
atvinnan var stopul, og honum
varð brátt starsýnt niður að sjón-
um, þar sem síldin óð oft upp við
landsteina á þessum árum. Hann
sneri sér því að sjómennsku og út-
gerð, fyrst á árabát, en færði svo
út kvíarnar og varð til að kaupa
einn fyrsta vélbátinn á Norðfjörð
kringum 1904, en báturinn fékk
nafnið Víkingur. Þótt sá bátur
færist ótryggður, eins og var um
alla báta er týndust á þeim árum,
blómgaðist útgerðin í höndum
Lúðvíks. Og fyrir fyrra stríð hafði
hann keypt tvo öfluga vélbáta á
þeirra tíma vísu frá Danmörku.
Bjuggu þau hjónin fyrst í litlu
húsi niðri við sjóinn, en þegar 1912
reistu þau stórt íbúðarhús, sem
ennþá stendur á Neskaupstað og
gengur undir nafninu Lúðvíkshús.
Og allt gerðist þetta um leið og
hinn stóri barnahópur stækkaði,
svo að vel hefur verið haldið á
spöðunum.
Eins og nærri má geta, var
þetta umhverfi bjartsýnisáranna
eftir aldamótin þroskavænlegt
fyrir uppvaxandi æsku. Það var
vor í hugum manna. Nýir atvinnu-
hættir ruddu sér til rúms og nátt-
úran var gjöful þeim, sem höfðu
kjark og dug til að sækja björgina
í greipar hennar. Þetta tækifæri
kunnu þau Lúðvík og Ingibjörg að
færa sér í nyt, enda naut heimili
þeirra ekki aðeins sjávargagns,
heldur höfðu þau og lítið bú, og
var heyjað bæði heima og inni í
Norðfirði. Ný mjólk var því á
borðum hvern dag. Börnin drukku
og í sig kapp, athafnaþrá og
vinnusemi hinna fullorðnu og
vildu ekki láta sitt eftir liggja,
jafnskjótt og þau fengu vettlingi
valdið. Lærðist Karli því snemma
dugnaður við öll verk, elja og
kapp, hvort heldur var við að beita
bjóðin, hausa golþorsk niðri á
bryggju eða að breiða saltfisk á
reitinn í sólskininu. í rauninni
urðu störfin undir lipurri stjórn
fjölskylduföðursins þeim systkin-
um kappleikur og íþrótt í afköst-
um. Hefur vinnusemi sú og
íþróttaandi sem Karl lærði svo
snemma, dugað honum vei á lífs-
leiðinni. Að loknum starfsdegi átti
og Lúðvík Sigurður til að grípa í
harmonikkuna í eldhúsinu, og
voru þeir tónar, sem þá rufu nátt-
úrulega kyrrð kvöldsins velkomnir
ungum sem öldnum. Á heimilinu
var og orgel og eitt af fáum píanó-
um þar á staðnum á þeim tima.
Var tónskáldið Ingi T. Lárusson
tíður aufúsugestur þar í húsinu,
og þar við píanóið urðu til mörg
hans yndislegu lög.
Karl Lúðvíksson vildi þó kynn-
ast fleiru í heiminum og dreif sig,
þá er hann hafði aldur og aðstöðu
til, norður á Akureyri í gagn-
fræðaskólann þar og lauk þaðan
prófi. Ákvað hann þá þegar að
gerast apótekari.
Þótt lífið í heimavistinni væri
skemmtilegt, var það þó jafnframt
á margan hátt erfitt, enda aðbún-
aður skólafólks þá ekki sami og nú
er. Berklar voru algengir, og tók
margur skólapilturinn þá og hlaut
aldurtila af. Þau urðu m.a. örlög
tveggja herbergisfélaga Karls.
Telur hann, að mikil útivist upp á
hvern dag allan veturinn, einkum
við knattspyrnu, hvernig sem
viðraði, hafi bjargað honum frá
því þá að verða tæringunni að
bráð. Knattspyrnuna iðkaði Karl
og áfram, eftir að hann kom suður
til Reykjavíkur og gerðist lærling-
ur í lyfjafræði. Keppti hann á
þessum árum fyrir Víking við góð-
an orðstír ásamt ýmsum öðrum
kunnum hetjum þess tíma, svo
sem Birni Fr. Björnssyni, síðar
sýslumanni Rangæinga. Hefur
Karl og alla tíð verið heilsusterk-
ur og haft yndi af skíðagöngum og
annarri útivist. Á síðari árum hef-
ur hann og gerzt snjall laxveiði-
maður og svo slyngur að kasta
flugu, að þeir munu fáir hér á
landi, sem standast honum snún-
ing í þeirri íþrótt. Leikni í flugu-
kasti tamdi Karl sér fyrst uppi á
Elliðavatni. Við vatnið á hann
sumarbústað og hefur getað horfið
þangað upp eftir daglega að lokn-
um erli dagsins inn í veröld full-
komins friðar.
Við lyfjafræðinám var Karl í
Reykjavíkur apóteki 1930—’33 og
síðan hélt hann utan til Danmerk-
ur og lauk kandidatsprófi í lyfja-
fræði frá Lyfjafræðiskólanum í
Kaupmannahöfn 1937 með ágæt-
um vitnisburði. Að loknum
skemmtilegum árum þar úti tók
starfið við hér heima. Var Karl
lyfjafræðingur í Reykjavíkur ap-
óteki og Laugavegs apóteki næstu
árin, uns hann stofnaði sjálfur
Apótek Austurbæjar 2. maí 1953.
Á þessum árum var hann og kall-
aður til félagsmála og var for-
maður í félagi lyfjafræðinga
1945—’47. Voru þá undir for-
mennsku hans gerðir fyrstu samn-
ingar við Apótekarafélagið um
laun og kjör lyfjafræðinga, sem
voru þeim vitaskuld mikil réttar-
bót. Karl vann og afar mikið í fagi
sínu á þessum árum. Átti hann því
talsverðan höfuðstól véla og fjár-
magns, þegar hann fékk lyfsölu-
leyfi 1953, og þurfti að fjármagna
byggingu apóteks og búa það vél-
um og vörum. Skipti það sköpum,
því að dyr banka voru síður en svo
opnar upp á gátt. Einnig valdist
hann til forystu í stjórn Apótek-
arafélagsins og var formaður þess
í 4 ár. Um þessar mundir var tals-
verður skortur á lyfjafræðingum
hér á landi, svo að ráða þurfti út-
lendinga til starfa. Tók Karl þá
sem formaður félagsins það ráð að
skrifa rektor danska lyfjafræð-
ingaskólans og kom ásamt honum
á samningi um, að íslensk apótek
mættu taka lærlinga eins og áður
hafði verið, með sömu réttindum
og Háskóli íslands. Var sá háttur
á hafður, að nemar voru fyrst eitt
ár við íslenskt apótek, síöan annað
ár við danskt apótek og tóku svo
inntökupróf í danska lyfjafræði-
skólann. Lærðu nokkrir íslend-
ingar lyfjafræði eftir þessari leið.
Aldrei hefur farið fram hjá
mönnum, að Karl Lúðvíksson er
einstakur dugnaðarmaður og mik-
ill í framkvæmdinni. Hann hlaut
gott vegarnesti úr foreldrahúsum
og hefur ávaxtað pund sitt vel í
lífinu. Hann hefur ávallt haft rík-
an vilja til að standa sig vel i
hverju, sem hann hefur tekið sér
fyrir hendur, og þannig hafist
langt upp fyrir meðalmennskuna.
Alla tíð hefur Karl grundvallað
velgengni sína á eigin dugnaði, og
greinilega hefur hann erft ráð-
deild og útsjónarsemi föður síns,
því að mikið orð fer af ríkidæmi
hans. Hefur hann verið skarp-
skyggn á nýjar leiðir í uppbygg-
ingu atvinnurekstrar, átt áberandi
létt með að taka ákvarðanir og
hrinda þeim í framkvæmd þegar í
stað. Apótek Austurbæjar hefur
hann nú rekið í 30 ár af stakri
festu og reglusemi. En einnig hef-
ur hann átt frumkvæði að ýmsum
öðrum atvinnurekstri. Má þar
nefna, að hann var helsti hvata-
maður og frumkvöðull að stofnun
Pharmacós hf. 1956, sem er inn-
flutnings- og framleiðslufyrirtæki
á lyfjasviðinu. Hvíldi rekstur þess
fyrirtækis að miklu leyti á hans
herðum fyrstu 10 árin. Þá hefur
Karl og nýlega reist stórhýsi við
Háteigsveg 3 í Reykjavík, og eru
þar til húsa tvö fyrirtæki, sem
hann hefur átt hlut að því að
stofna: Innréttingahúsið hf. 1978
og vagnar hf. 1979.
Árið 1943 gekk Karl Lúðvíksson
að eiga Svanhildi Þorsteinsdóttur,
sem er fædd 16. nóv. 1916 og er
dóttir Þorsteins Jósefs Sigurðs-
sonar prentara, síðar kaupmanns í
Reykjavík, og Þórönnu Rebekku
Símonardóttur. Svanhildur er fal-
leg kona, gædd ríkum persónu-
töfrum, mild og listræn að skap-
Akureyri:
AÐSÓKN að Amtsbókasafninu á
Akureyri hefur aldrei verið meiri en
það sem af er þessu ári. í ágústlok
síðastliðinn voru útlánin orðin jafn
mikil og ársútlánin fyrir 10 árum.
Hin mikla útbreiðsla mynd-
banda sem orðið hefur á síðustu
árum virðist ekki hafa haft nein
áhrif á bókalesturinn því útlánin
hafa aukist jafnt og þétt. Þó hafa
útlán á bókakössum í skip dregist
saman um meira en helming
vegna áhrifa myndbanda.
ferli og bókelsk. Hefur hjónaband
þeirra verið farsælt. Er gott að
koma á heimili þeirra við Háteigs-
veg 10, og njóta gestrisni þeirra.
Þau hafa eignast fjögur börn: Lúð-
vík, flugstjóra, f. 1943, er fórst
1975, kvæntan Hrafnhildi Helga-
dóttur; Önnu Þóru teiknikennara,
f. 1946,. gifta Stefáni Jörundssyni
tæknifræðingi; Sigurð, viðskipta-
fræðing, f. 1951, kvæntan Guð-
rúnu Þórarinsdóttur, og Ingi-
björgu, f. 1958, sem er við nám í
uppeldisfræðum við Háskóla ís-
lands. Öll eru börnin hæfileikafólk
hvert á sínu sviði.
Afar ríkt í skapferli Karls er að
leggja lið mönnum, sem til hans
leita. Hefur hann veitt mörgum
ungum manninum brautargengi
og ekki horft í fyrirhöfn og kostn-
að í þeim efnum, ef það mætti
verða til þess að koma einhverjum
til aukins þroska. I hverfulli ver-
öld munu þau verk hans ekki
gleymast þeim, sem allt sér.
Við, sem um mörg ár höfum átt
samleið með Karli, furðum okkur
flest á því, að það er eins og hann
hafi nánast gleymt að eldast.
Smekklegur klæðaburður og
snyrtimennska, kröftugar hreyf-
ingar og athafnir ásamt útliti
vekja hugmyndir um, að þar sé á
ferðinni maður 10—20 árum yngri
en árin segja til um. Er það mikil
Guðs gjöf að halda slíkri heilsu.
Um leið og ég nú óska afmælis-
barninu til hamingju með daginn
vil ég og óska þess, að hann megi
enn um mörg ókomin ár njóta
ávaxtanna af miklu ævistarfi,
ganga með sömu vinnugleðinni til
starfa sinna eða hafa hressandi
útivist við eitthvert veiðivatnið.
Það athugast að Karl Lúðvíks-
son er að heiman á afmælisdag-
inn.
Sigurður Gizurarson
Fyrir skömmu var gerð lausleg
könnun á útlánum bóka íslenskra
höfunda í Amtsbókasafninu, og
kom í ljós að Guðrún frá Lundi og
Snjólaug Bragadóttir áttu flest út-
lánin, 37 bindi hvor, og í þriðja
sæti var Ingibjörg Sigurðardóttir
með 32 bindi.
Bókasöfnin í Keflavík og Kópa-
vogi hafa fyrir skömmu birt
niðurstöður úr samskonar könn-
unum hjá sér og voru útkomur þar
mjög svipaðar þessari.
Aukin aðsókn að
Amtsbókasafninu
, radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Al'élagsstarf
Sjálfstœðisffokksins |
Kosning fulltrúa á
landsfund
Fundur t Valhöll kl. 8.30. Fundarelni: Kosnir fulltrúar á landsfund og
önnur mál.
Aðalfundur Sjálfstæðis-
félags Skagafjarðarsýslu
veröur haldinn i Miögaröi, miövikudaginn 28 sept. kl. 9 síödegis
Dagskrá
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál.
Sl/órnin.
Félag sjálfstæðismanna
Bakka- og Stekkjahverfis
Boöar til almenns félagsfundar, fimmtudaginn 29. september kl.
20.30 aó Seljabraut 54 (hús Kjöt og fisks).
Dagskrá:
Kosning þriggja fulltrúa á iandsfund Sjálfstæöisflokksins 1983.
Önnur mál.
Selfoss — Selfoss
Slálfstæöisfélagiö Óöinn heldur félagsfund i Sjálfstæölshúsinu Sel-
fossi, miövlkudaginn 28. sept. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa landsfund Sjálfstæö-
ísflokksins.
2. Þorsteinn Pálsson, alþingismaöur
ræöir stjórnmálaviðhorfiö.
3. Almennar umrasöur.
Félagar fjölmenniö.
Stjórnin.
Hafnfirðingar
Launþegafélagiö Þór heldur almennan fund i sjálfstæöishúsinu f
Hafnarfiröi föstudaginn 30. sept. kl. 17.00.
Fundarefni:
Kosning fulltrúa á 25. landsfund Sjálfstæöisflokksins.
Önnur mál.
Sljórnin.
Húsavík
Sjálfstæöisfélag Húsavíkur efnir til almenns fundar um lönaöar- og
atvinnumál í félagsheimill Húsavikur fimmtudaginn 29. sept. nk. kl.
21.
Ræöumenn: Sverrir Hermannsson, Halldór Blöndal og Björn Dag-
bjartsson
Félag sjálfstæðismanna í
Hóla- og Fellahverfi
Félag sjálfstæöismanna i Hóla- og Fellahverfi boöar til almenns fé-
lagsfundar þrlöjudaginn 27. sept kl. 20.30 aö Seljabraut 54 (i húsl
Kjöts og fisks).
Dagskrá: Kosning 5 fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokkslns 1983.
Stjórnin.