Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
37
Norðmenn eru stærstu álframleið-
endur í Evrópu. Meðalverð orku til
álvera í heiminum 1982 var hins-
vegar um 17 mill, en hefur farið
lækkandi og sumstaðar er orku-
verð niðurgreitt til að tryggja
samkeppnisstöðu framleiðslunnar.
Orkuverð til álvera í Frakklandi
var þannig lækkað úr 22 mill í
u.þ.b. 11 mill, en þar er ríkið eig-
andi orkuveranna og álbræðsln-
anna.
Þetta samkomulag lækkar
rekstrarhalla Landsvirkjunar
1983 um 50 m.kr., en hann var
áætlaður 180 m.kr. Greiðsluhall-
inn lækkar úr 90 m.kr. í 40 m.kr. f
þessum tölum er reiknað með
óbreyttu heildsöluverði til raf-
veitna út árið. Ekki er talin þörf á
hækkun almenns heildsöluverðs
orku 1984 umfram það sem al-
mennar verðlagsbreytingar segja
til um, eftir þessa áfangahækkun
til álversins. Frekari hækkun, sem
að er stefnt, ætti því að rétta af
fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og
hugsanlega að geta sagt til sin í
lægra almennu orkuverði. Skulda-
staða og lánakjör Landsvirkjunar
hafa afgerandi áhrif um það efni.
Efnisrýr aðfinnsluat-
riði Hjörleifs Gutt-
ormssonar
Gagnrýnispunktar Hjörleifs
Guttormssonar, fyrrv. iðnaðarráð-
herra, eru einkum þessir: 1) ÍSAL
getur sagt upp bráðabirgðasam-
komulaginu og lækkar þá orku-
verð aftur í 6,5 mill. 2) Þegar hef-
ur verið samið um stækkun ál-
versins og heimild til handa Alu-
suisse um sölu 50% af eigin hluta-
fé í ÍSAL, svo þessi atriði eru ekki
lengur vopn i samningum um
frekari hækkun. 3) Stækkun ál-
versins þýðir markað fyrir nýja
virkjun, sem verður með hærra
kostnaðarverð á raforku en eldri
virkjanir. 4) Rangt var að taka
eldri deilumál úr gjörðadómi.
Þetta eru efnisatriði gagnrýninn-
ar þegar stóryrði eru síuð frá.
Hvern veg standast þessar að-
finnslur nánari skoðun?
• 1) Uppsagnarákvæði bráða-
birgðasamkomulagsiiis eru gagn-
kvæm. Þau undirstrika að hér er
ekki um frambúðarsamning að
ræða, heldur undanfara nýs og
væntanlega hagstæðari samnings,
bæði varðandi orkuverð og skatta-
reglur. Áfangahækkunin er því
forgjöf. Uppsögn af hálfu Alu-
suisse er heldur ekki líkleg nema
forsjármenn þess taki þá ákvörð-
un að gefa rekstur álversins i
Straumsvík upp á bátinn.
• 2) Bráðabirgðaákvæði sam-
komulagsins felur í sér yfirlýsingu
beggja aðila um áhuga þeirra á
því að stækka álbræðsluna um 80
megawött eða 50% við fyrstu
hentugleika (alls ekki bindandi
ákvörðun). Stækkunin er áfram
háð samkomulagi um önnur efnis-
atriði, þ.á m. orkuverð. Hag-
kvæmnisathugun á byggingu raf-
skautaverksmiðju í Straumsvík
tengist einnig þessu atriði. —
Spyrja má: hvert ætlaði Hjörleif-
ur að selja orku frá Blönduvirkj-
un, ef ekki til álvinnslu? Almenni
orkumarkaðurinn er þegar mett-
aður. Er það ekki hægstætt Is-
lendingum að álverið sé af þeirri
stærð og hafi þann búnað er geri
arðsemi þess lfklegri, svo ekki sé
fastar að orði kveðið.
í 22. grein gildandi samnings er
ákvæði sem heimilar Alusuisse að
selja allt að 49% af eign sinni í
álverinu, en salan skal háð sam-
þykki ríkisstjórnar íslands.
Bráðabirgðasamkomulagið ítrekar
þessa heimild með hliðstæðu skil-
yrði, að því einu breyttu að hún
nær til 50% í stað 49%.
• 3) Hér kemur enn að því að for-
senda nýrra virkjana, hvort held-
ur er virkjun Blöndu, Fljótsdals-
virkjunar eða virkjun annarra
valkosta, er sú, að tiltækur mark-
aður sé fyrir orkuna. Engin leið er
að segja fyrir um það nú, hvert
verður endanlegt verð orku til ál-
versins í væntanlegum orkusölu-
samningi. Naumast heldur, hvert
verður endanlegt kostnaðarverð
orku frá Blönduvirkjun. Orku-
verðið til bráðabirgða er áþekkt
því sem tíðkast í Noregi og nokkru
hærra en helzti samningamaður
Hjörleifs, Ingi R. Helgason, lagði
til að samþykkt yrði á sínum tíma.
Hjörleifur Guttormsson mun hafa
miðað við orkuverð 17,5 mill er
hann setti upp kostnaðardæmi
kísilverksmiðju á Reyðarfirði, sem
hlaut að byggja á raforku frá
nýrri virkjun.
• 4) Fyrrverandi iðnaðarráðherra
hafði sjálfur margoft rætt um þá
leið, sem nú hefur orðið að ráði, til
að setja niður eldri deilur. Það var
Alusuisse en ekki hann sem vísaði
deiluefnum til alþjóðlegs gjörða-
dóms.
Mikilvægt er að sætzt hefur ver-
ið á viðunandi leið til að eyða eldri
deilumálum, vinnubrögð varðandi
gerð nýrra samninga um orkuverð
og skattareglur, verðtryggingu
orkuverðs í nýjum sölusamningi
og stækkun álversins í Straumsvík
(að vísu háð skilyrðum um sam-
komulag um önnur atriði). Alltaf
má deila um einstök atriði í samn-
ingi sem þessum. Mestu máli
skiptir, að ríkisstjórnin hefur
höggvið á hnútinn og komið sam-
skiptum við álverið í eðlilegan far-
veg á ný.
Stefán Friðbjarnarson er þing-
fréttaritari Morgunblaðsins og
skrifar jafnframt reglulega um
stjórnmál.
Frá þingflokki Alþýðuflokksins:
Ríkisstjórnin byrji sparn-
að þar sem sólund er mest
ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins
telur, að ríkisstjórnin ráðist á garð-
inn þar sem hann er lægstur, ætli
hún að byrja sparnaðarviðleitni sína
með því að láta loka vinnustöðum
láglaunafólks, eins og þvottahúsi og
mötuneyti Ríkisspítalanna.
Þingflokkurinn telur að laun-
þegaheimilin í landinu hafi þegar
tekið á sig nógar byrðar með því
að una bótalaust sviptingu samn-
ingsréttar, hrikalegri kjaraskerð-
ingu og verðhækkunum vöru og
þjónustu, þótt ótti við yfirvofandi
atvinnumissi bætist ekki við.
Ríkisstjórnin á að byrja sparn-
aðarviðleitni sína þar sem sólund-
að er mest. Sem dæmi um það má
nefna ríkistryggðan milliliðagróða
vinnslu- og dreifingaraðila land-
búnaðarkerfisins, útflutningsbæt-
ur landbúnaðarafurða, ferða-
kostnað og fríðindi toppanna í
ríkiskerfinu, greiðslur skv. sjálf-
teknum töxtum, hrikalegan
skattaundandrátt forréttindahópa
í neðanjarðarhagkerfinu, frestun
ótímabærra byggingafram-
kvæmda á vegum opinberra stofn-
ana svo nokkuð sé nefnt.
Þingflokkurinn skorar á ríkis-
stjórnina að aflétta hið fyrsta
ríkjandi óvissu um atvinnuöryggi
láglaunafólks í opinberri þjón-
ustu, með því að birta þjóðinni
áform sín um niðurskurð og
sparnað í yfirbyggingu ríkiskerf-
isins.
Fréttatilkynning
Sendiherra
*
Islands í
V-Þýskalandi
IINN 16. september afhenti
Hannes Jónsson, sendiherra, Dr.
Karl Cartens, forseta Sambands-
lýðveldisins Þýskalands, trúnað-
arbréf sitt sem sendiherra Islands
í Sambandslýðveldinu Þýskalandi.
Haglabyssur — Haglabyssur
fyrir gæs og rjúpu
Hinar margeftirspurðu CBC-einhleypur eru komnar. 3“ magnum með sjálfvirkum útkastara.
30“ hlauplengd. Verð aðeins 4,950,-
Hafið samband viö viðkomandi útsölustaði. Takmarkað magn. Útsölustaöir O.H. Jónsson hf.,
Sundaborg 31, sími 83518, Reykjavík.
VESTURRÖST LAUGAVEGI 178
EYFJÖRD HF., AKUREYRI,
K.H.B. SEYÐISFIRÐI,
K.H.B. REYDARFIRÐI.
SKIPASMÍÐASTÖÐ MERSELIUSAR BERNHARDSSONAR, ÍSAFIRÐI.
Sparneytni í fyrirrúmi
í tengslum við sparakstur Vikunnar og DV á hringveginum í sumar fylgdi Suzuki
Fox jeppi keppendum eftir sem eftirlitsbíll. Fylgst var með eyðslu bílsins og
reyndist hún vera 7,9 I. pr. 100 km að meðaltali.
Þessa tölu staðfestir dómari keppninnar, Sigurður Tómasson, starfsmaður
orkusparnaöarnefndar.
Suzuki Fox er sterkbyggður og lipur japanskur jeppi, sem
hentar sérstaklega vel fyrir íslenzkar aðstæður.
Byggður á sjálfstæðri grind.
Eyösla 8—10 I. pr. 100 km.
Hjólbarðar 195x15 — Sportfelgur.
Hæð undir lægsta punkt 23 cm.
Stórar hleösludyr að aftan.
Aftursæti sem hægt er að velta fram.
4ra strokka vél 45 hestöfl.
Hátt og lágt drif.
Beygjuradius 4,9 m.
Þyngd 855 kg.
Rúmgott farþegarými með
fyrir 4.
sætum
Verð kr. 253.000.
(gengi 20/9 '83)
SÖLUUMBOO:
Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Suöurgötu 62, simi 93-2000
Borgarnes: Bílasala Vesturlands, sími 93-7577
ísafjöröur: Bílaverkstæöi Isafjaróar, sími 94-3837
Sauðárkrókur: Bílaverkstæöi Kaupf. Skagfiröinga, simi 95-5200
Akureyri: Bílasalan hf., Strandgötu 53, sími 96-21666
Húsavík: Bílaverkstæði Jóns Þorgrímssonar, simi 96-41515
Reyöarfjörður: Bílaverkstæöiö Lykill, simi 97-4199
Egilsstaöir: Véltækni hf„ Lyngási 6—8, sími 97-1455
Höfn í Hornafiröi: Ragnar Imsland, Miötúni 7, sími 97-8249
Selfoss: Árni Sigursteinsson, Austurvegi 29, sími 99-1332
Hafnarfjörður: Bílav. Guóvaröar Elíass., Drangahraun 2, simi 91-52310
& Sveirin Egilsson hf.
8UZUKI Skeifan 17. Sími 85100