Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 39

Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 39 Haraldur Eyjólfssort Heiðarbrún — Minning Kæddur 18. mars 1901. Dáinn 15. september 1983. Fagra þjóðlífsmynd dró Harald- ur Eyjólfsson upp í minninga- kafla, „Fyrsta kirkjuferðin mín“, er hann skrifaði síðastliðið sumar fyrir frænku sína, sem búsett er í Ameríku. Var hann fimm ára á hvítasunnudag 1906, er fólkið á Bjalla, foreldrar hans og systkini, riðu til kirkju að Skarði. Haraldur segir: „Hefur þessi hvítasunnu- dagur greipst svo ótrúlega djúpt í hugarfylgsni mín, að þegar ég er kominn á níunda áratuginn, man ég þessa kirkjuferð ljósar en margt sem skeð hefur mikið, mikið seinna." Reiðverið var mórautt gæru- skinn, „og við snáðar bundnir á hrossið með reiptagli". Þegar komið var að Skarði var gengið til kirkju, og fór allt að fastbundnum siðum, mönnum skipað til sætis eftir bæjum. „Mamma settist á bekk innarlega og við krakkar. Pabbi settist við altarishornið norðanmegin, það var hefðbund- inn staður Galtalækjarmanna, en Skarðverja sunnanmegin. Ég fór frá mömmu og krökkunum og tróð mér við altarishornið hjá pabba til að sjá og heyra þegar prestur var að ferma. Margt var fallegt að sjá í kirkjunni, glitrandi ljósahjálm- ar, gylltir ljósastjakar með log- andi kertum og altaristaflan, sú fegursta sem ég hefi séð um mína daga, kvöldmáltíðin. Undrun mín var mikil er ég sá klæðnað prests- ins, í svörtu pilsi að ég hélt, og gylltan kross á baki.“ Að lokinni messu var farið að fornum sið. Haraldur segir: „Páll postuli segir í einu bréfa sinna: Heilsið hver öðrum með heilögum kossi. Fólkið við Skarðskirkju fór eftir þessu boði Páls. Alveg var ég undrandi að sjá þetta kossaflóð." Lesandinn finnur angan af hrossum og reiðtygjum við fram- haldið: „Fólkið fór úr kirkjunni í þinghúsið, þar voru höfð fata- skipti. Mikið var nú skvaldrið, og höfðu konurr.ar blessaðar svo mikið að segja hver annarri. Karl- arnir töluðu minna og höfðu lágt, tóku í nefið og spurðu hvernig sauðburður gengi og hvort séð hefðu kindur frá sér og þess hátt- „ _ u &r. f vitund fyrri tíðar íslendinga var líf og dauði partur af hrynj- andi náttúrunnar, hring árstfð- anna, er grösin blómguðust og sölnuðu. í æsku fléttaðist leikur og starfi barnsins smám saman f lífsfléttu hins fullorðna manns, og öldungurinn horfði til baka og lifði aftur gleði æskunnar um leið og hann horfði fram á veg hrörn- unar og dauða. Þetta var allt sam- kvæmt eðli þess lffs sem hann var samofinn frá blautu barnsbeini, f fjárhúsum og á engjum. Mér hefur oft orðið tíðrætt um það, hversu samofinn bóndinn er náttúrunni f íslenskri sveit, svo að hún mótar geðslag hans. Þótt harðindi komi á vetri, veit hann að ærnar bera næsta vor. Það er samband bónd- ans og sauðkindarinnar sem mér hefur þótt besta dæmið um lífsvit- und bóndans þar sem saman er ofin sauðkindin, ullin, trúin og bænirnar í eina voð þar sem engin skil eru milli náttúrunnar, trúar- innar og búskaparins. En það er hesturinn og ekki sauðkindin sem er tengiliðurinn f bernskuminn- ingu Haraldar. Hann greinir frá ferðalokum á þennan veg: „Það voru þreyttir og framlágir snáðar sem leystir voru af Bleikku þetta kvöld. Hrossunum var sleppt í tröðunum, þessum heimilisvin- um. Pabbi gerði það og strauk þeim um bakið hverju fyrir sig. Þau höfðu eitthvað úfnast undan reiðverunum, það varð að slétta. I þá tíð hefði ekki verið hægt að búa á Islandi, ef ekki hefðu verið hest- ar. Það var allt gert með þeim. Fyrsta ferð barnsins til kirkju, og svo sú síðasta í svartri kistu, sem bundin var á hestsbak til grafar- innar, þar sem henni var stungið niður í skaut jarðar, og prestur tilkynnir kistubúanum að hann verði að mold.“ Hér eru það ekki ömurleg enda- lok að sameinast moldinni. Þvert á móti er allt líf úr moldu, og allur jarðarblómi birtir hið sanna, enda urðu liljur vallarins Frelsaranum dæmið um hið rétta líf. Tíminn, lff hans og endalok, verður að hætti þessarar lífsvitundar, hið sama og hrynjandi náttúrunnar, — eins og árstíðirnar birti dauða og upprisu til lífs. Það eru slík lífsviðhorf sem skýra alla framgöngu þessa þokkasæla sæmdarmanns, Har- aldar Eyjólfssonar. Mér fannst hógværð hans og glettni, hlý og raunhæf afstaða til annarra manna og málefna dagsins og ró- semd hans á áfallasömum elliár- um anda frá sér miklum styrk og miklum hlýleika, sem ég hef eink- um kynnst hjá þeim sem mótaðir eru af íslenskri sveitakristni fyrri ára. Saga Haraldar er í raun og veru saga íslenska bóndans, einkum á eldri tfmum. Hann var sprottinn úr þeim jarðvegi sem var gróður- mold kirkjunnar og kristindóms- ins á fyrri tíð, en hefur gjör- breytzt. Presturinn var í raun e.k. sóknarherra sem hafði undir sér aðstoðarpresta jafnmarga bænd- unum, því að á hverjum bæ voru lesnir húslestrar, farið með vers og sungnir Passíusálmar á föst- unni. Hvert býli var í raun söfnuð- ur fyrir sig og guðsdýrkun og kennslu barna sinnt af húsráðend- um, en presturinn var tilsjónar- maður. Á vetrum varð stjörnu- bjart í baðstofu, er sindraði af eldi sagna og kvæða, og hughreystandi bæna og versa. En nú er öldin önn- ur. Heimilisdýrkun hefur lagst af og fótum kippt undan prestinum með brotthvarfi „aðstoðarprest- anna“ úr myndinni. Stendur hann því eftir eins og svffandi f lofti. Við myndun borgarsamfélags hef- ur ekki tekist að móta starf og stöðu prests er falli að eðlilegum háttum samfélagsins eins og áður, er presturinn til sveita var þýð- ingarmikill hlekkur f styrkri keðju er batt menn saman og styrkti viðteknar hugmyndir um grund- völl og tilgang alls lífs og athafna allra manna í sveitinni. Haraldur fór ekki varhluta af þessari andlegu auðlegð í æsku. Mjög var hann hændur að móður sinni, Helgu Sigurðardóttur, sem var gagnskörp og trúrækin kona, kunni Passíusálmana alla utan- bókar. Var hún fjórði maður frá séra Jóni Steingrímssyni, eld- klerki. Haraldur lærði mikið, kunni úr Nýjatestamenti utanað, var ljóðelskur og fékkst við yrk- ingar. f minningu móður sinnar orti hann þetta: Þegar loks mín lokast brá, lífsins neisti dvínar, ó, mér fái að fylgja þá fyrirbænir þínar. Foreldrar hans bæði voru mikil sæmdarhjón. Eyjólfur faðir hans var Finnbogason hins ríka á Galtalæk. Við andlát Finnboga 1883 skiptist mikill auður milli barnanna. En allt er f heiminum hverfult, og „þvílíkur auður kemst ógjarnan með lukku í þriðja lið,“ segir séra Jón Steingrímsson, f ævisögu sinni, þótt f annarri veru væri mælt. Reistu þau Helga og Eyjólfur sér bú á Bjalla í Land- sveit, og þar fæddist Haraldur 1901. En svo fór um jörðina, að hún varð sandfoki að bráð. Snemma á þessari öld geisuðu sandstormar og lögðu síðan jarðir í eyði í Efri-Landsveit, sem þó byggðust aftur síðar, er sandurinn greri. Komu þau áföll f slóða land- skjálftanna miklu, og hrundu þá hús á Bjalla tvisvar, en ætfð byggði Eyjólfur upp aftur. Bærinn á Bjalla var færður innar er sand- fok svarf að, en allt kom fyrir ekki, og yfirgefa varð jörðina. Eyj- ólfur andaðist að Litlutungu 1935, og keypti Haraldur þá bú föður síns. Systkinin voru fimm, og er eitt þeirra á lífi, Finnbogi, fyrrv. bifreiðastjóri í Reykjavík, tengda- faðir þess er þetta ritar. Haustið 1936 kvæntist Haraldur Jóhönnu Bjarnadóttur, ættaðri úr Dölum. Ekki varð sambúð þeirra löng, þvf að Jóhanna andaðist frá tveimur sonum þeirra hjóna sjö árum siðar, vorið 1943. Yngri drengnum, Gunnari, var komið í fóstur til hjónanna Marsibil Jó- hannsdóttur og Árna Árnasonar í Ölversholtshjáleigu, og gekk Marsibil drengnum í móðurstað allt frá því móðir þeirra veiktist. Haraldur keypti jörðina Heið- arbrún í Holtum árið 1946 og fluttist þangað með eldri son sinn, Eyjólf, og móður sína, Helgu, sem var hjá honum til hinstu stundar og andaðist á Heiðarbrún sumarið 1952 á 88. aldursári sfnu. Árið 1953 kvæntist Haraldur Ingveldi Jónsdóttur, af norskum ættum, dugmikilli búkonu. Eign- uðust þau tvö börn, Helgu Jó- hönnu, húsfreyju í Miðkrika hjá Hvolsvelli, og Sigvarð, starfsmann Kaupfélagsins Þórs á Hellu. Fyrri konu börn Haraldar eru Eyjólfur, umsjónarmaður með viðhaldi sjúkrahúss f Sogni, Noregi, og Gunnar Bjarni, kennari á Hellu. Guðmundur Haraldur Eyjólfs- son, en svo hét hann fullu nafni, var kominn yfir miðjan aldur er tæknibylting varð f landbúnaði hérlendis á sjötta, en einkum sjöunda áratug aldarinnar. Hann var orðinn gamall maður, þegar þjóðlíf allt byltist og tæknivæðing tók að byrgja sýn til hins gamla þjóðfélags með sína foraldar tryggð. Hann var maður gamla tímans með staðfastri trúfesti við það sem mótaði hann á blómlegri æskutíð. Veraldarauður fór að mestu hjá garði hans, en hann bjó áfram á meðan heilsan leyfði. Búskaparsaga hans er saga ís- lenska bóndans á fyrri tíð, og segir hann sjálfur svo: „Strítt hef ég við stormana og hretin/ stundum voru þung og erfið fetin." En hann var ötull og kappsmikill við störf, bjó afurðasömu búi og var táp- mikill í skrifum sínum f blöð um málefni líðandi stundar. Blessuð sé minning mæts bónda. Þórir Kr. Þórðarson Fundur Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs, sem haldinn var í Félagsheimili Ölfusinga var fjölsóttur og komu margir langt að. SjálfsteBÓisfélagið Ingólfur: Fjölsóttur fundur með stjórnmála- • • monnum Hverageröi, 19. seplcmber. SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ingólfur í Hveragerði hélt al- mennan félagsfund í Félagsheimili Ölfusinga fimmtudag- inn 15. september. Framsöguræður fluttu Albert Guð- mundsson fjármálaráöherra og Þorsteinn Pálsson alþing- ismaður. Einnig svöruðu þeir fyrirspurnum. Fundurinn var óvenju fjölsóttur og fólk komið víða að af Suðurlandi. Mátti þar sjá fólk úr öll- um stjórnmálaflokkum. Margir tóku til máls, lögðu spurningar fyrir ræðumennina og gáfu þeim einnig góð ráð í veganesti. Fundinum stjórnaði formaður sjálfstæðisfé- lagsins, Helgi Þorsteins- son, en fundarritari var Hallgrímur Egilsson. — Sigrún Þorsteinn Pálsson í ræðustól. Lengst til hægri má sjá Albert Guðmunds- son, en hann og Þorsteinn fluttu framsöguræður á fundinum í Félags- heimili (ílfusinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.