Morgunblaðið - 27.09.1983, Side 45

Morgunblaðið - 27.09.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 45 VELVAKANDI ^ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS j ir Hugvekja til ökumanna Ekki hefði þurft mikið hugvit til að forðast þennan vanda; hefði bara dugað að hafa aflíðandi halla upp í gegnum minna hliðið, svo að hver sem er gæti ekið hjólastól upp í garðinn. Það stakk mig illa að sjá þennan vankant á nýju mannvirki. Ég veit, að þetta hefur ekki verið gert af illum hvötum, heldur af hugsunarleysi. En af hugsunarleysi hefur margt illt hlotist. Eftir að hafa skoðað garðinn og listaverkin þar, fórum við (en það var systir mín sem var í fylgd með mér og aðstoðaði mig í hjólastóln- um) í Hallgrímskirkju. Þar er gott að komast inn, ekkert þrep, aðeins lágur þröskuldur. Við fórum upp í turninn, en þangað upp er ágæt lyfta. Þegar upp í útsýnisstaðinn í turninum kom, kom upp enn eitt vandamálið fyrir hjólastólafólk, því að gluggarnir eru það hátt frá gólfi, að ekki sést út um þá nema staðið sé upp. Mér tókst það með hjálp systur minnar, en þetta var nú samt hálfgert basl. Margt hjólastólafólk er þannig á sig komið, að það getur ekki staðið upp og hlýtur því að fara alveg á mis við hið mikla og fagra útsýni úr turninum. En úr þessu mætti bæta á mjög auðveldan og ódýran hátt og hef ég reynslu af því, sem ég ætla að lýsa í fáum orðum. Þannig var, að í fyrrahaust var ég í rúmar tvær vikur úti í Banda- ríkjunum, nánar tiltekið í New York, í boði frænku minnar og hennar fjölskyldu. Einn góðan veðurdag (en allir dagar voru góð- ir veðurdagar meðan ég dvaldist þarna vestra) tóku þau hjónin mig með sér til Washington. Meðal annarra merkra staða, sem þau sýndu mér í höfuðborg Bandaríkj- anna, var minnisvarði um Georg Washington. Þetta er súla ein mikil, hol að innan, yfir 500 fet á hæð, og gengur lyfta þar upp. Þau með mig upp í lyftunni og þegar upp var komið, kom upp sami vandinn og í Hallgrímskirkju: Gluggarnir voru svo hátt frá gólfi, að ég sá ekki út um þá. En þessi vandi leystist brátt. Það vindur sér að mér maður, einn af umsjón- armönnunum þarna, og fær mér eins konar sjónpípu, og var hún það löng, að hún náði upp fyrir neðri brún útsýnisglugganna. Og gegnum þetta apparat gat ég séð vítt um borgina án þess að hreyfa mig úr stólnum. Eg vil hér með leggja til að reynt verði að fá þannig sjónpípu í Hallgrímskirkjuturn, fyrir þá sem þess þurfa með vegna fötlunar sinnar." Ragnar Fjalar Lárusson skrifar: „Það kemur eflaust oft fyrir í umferðarþunga borgar eins og Reykjavíkur, að húsdýr, t.d. kettir, verðir fyrir bíl. í fæstum tilfellum geta bifreiðarstjórar nokkuð að því gert, þó að of hröðum akstri geti líka verið um að kenna. Flest- um þykir eflaust leitt að verða fyrir slíku. Stundum eru dýrin ekki merkt, og er því eigi hægt að hafa beint samband við eigendur þeirra. En allir, sem láta sér annt um dýrin sín, auglýsa eftir þeim í blöðunum, jafnvel birta af þeim mynd. Það er því oftast hægur vandi fyrir þá, sem aka á ómerkta ketti að fylgjast með slíkum aug- lýsingum eða hafa samband við Kattavinafélagið. En því miður munu þeir vera til, Austurbæingur skrifar: „Velvakandi góður. Ég leyfi mér að kalla þetta opið bréf til forráðamanna kirkjugarð- anna hér í Reykjavík, en það á einnig erindi til fjölmargra ann- arra, sem hlut eiga að máli. Mér er kunnugt um að vaknað hefur áhugi fyrir því hér í Reykja- vík að aftur verði tendruð jólaljós suður í Fossvogskirkjugarði nú á komandi jólum, en til þess þarf auðvitað leyfi kirkjugarðastjórn- arinnar og fulltingi. Þetta var gert hér á árum áður, en var svo hætt. Nauðsynlegt er að málið komi á dagskrá núna, því áður en við vitum af er jólafastan komin, en mál af þessu tagi þarf að sjálfsögðu verulegan undirbún- ing. Trúlega fékkst nú einhver reynsla á þetta hér á fyrri árum, en það getur vel verið að hún komi sem ekki sinna slíku. Er það mjög miður og raunar óafsakanlegt, því að flestum finnst betra að vita um örlög vinar síns en að búa við óvissuna. Ég varð fyrir því nú fyrir rúmri viku að tapa fallegum heimilis- ketti (högna). Hann er svartur með hvita bringu. Ef hann hefir orðið fyrir bifreið t.d. á Snorra- braut eða þar í grennd, vil ég vin- samlega biðja þann, er valdur var að því, að láta mig vita. Og við þá ökumenn, sem kunna að verða fyrir því óhappi að aka á húsdýr, vil ég segja þetta: Sé dýrið sært, sjáið um að það sé aflífað. Gerið það, sem í ykkar valdi stendur til þess að fregnin berist til réttra aðila, því að óvissan er verst." ekki að gagni í dag. Vera má að rafleiðslurnar sem lagðar voru í kirkjugarðinum séu enn til, en þurfi lagfæringar við og svona mætti lengi telja. Aðalatriði núna þykir mér vera að fara þess á leit við kirkjugarða- stjómina, að hún taki málið upp á fundum sínum hið bráðasta og þykist ég vita það að þú, Velvak- andi, myndir þá vera tilbúinn til að annast um það milligöngu, þannig að þú t.d. myndir birta bréf frá kirkjugarðastjórninni okkur til leiðbeiningar, m.a. hvernig rétt sé að standa að þessu máli séð frá bæjardyrum kirkju- garðastjórnarinnar. í þeirri von að þetta áhugamál mjög margra nái fram að ganga þakka ég þér, Velvakandi, fyrir undirtektir þínar með því að koma þessari hugmynd nú á framfæri." Jólaljós í Foss- vogskirkjugarð Arnþrúður Karlsdóttir þess á leit að viðtal Arnþrúðuar við Pálma Gunnarsson verði endurtekið. Stórkostlegt Jón Geir Árnason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langaði til að koma á framfæri þökkum mínum til Páls Guðjóns- sonar, sveitarstjóra í Mosfells- sveit. Mér fannst það stórkostlegt, að hann skyldi bjóða börnunum, einu dýrgripum okkar íslendinga, að taka fyrstu skóflustunguna að dagvistarheimilinu. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættjpum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisróng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeiö hefj- ast þriöjudaginn 3. október. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 36112 og 76728. Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20, sími 85580. v ______________y T0Y0TA-VARAHLUTAUMB0DIÐ ÁRMÚLA 23 — SÍMI 81733 HUGSAÐU þig tvisvar um áður en þú kaupir kæli- og frystiskáp. Blomberq - Stílhrein hágæða heimilistæki. EINAR FARESTVEIT ð, CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A Slmi I6995 Ég valdi KF 325 kæli- og frystiskápinn frá Blomberg vegna þess að skápurinn er hagan- lega innréttaður með 175 lítra kæli og 150 litra frysti. Kuldahlífar eru fyrir hillum í frysti og mælamir vel staðsettir að utan. Hann notar aðeins 1.55 kw á sólarhring.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.